NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 28.08.1984, Qupperneq 24

NT - 28.08.1984, Qupperneq 24
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 24 Suður-Kórea: Hef ur tekið Rússa í sátt Seúl-Reuter ■ Suður-Kórea hefur boðið keppendum í bogfimi frá Sov- étríkjunum ogöðrum kommún- istaríkjum á heimsmeistara- keppnina í bogfimi sem haldin verður í Seúl á næsta ári, að sögn bogfimisambands Kóreu. Suður-Kórea sleit öllu sam- bandi við Moskvu eftir að suður-kóreska farþegaþotan var skotin niður af Sovétmönnum á síðasta ári, en óformlegt sam- band var tekið upp að nýju fyrr í þessum mánuði. Embættismenn íþróttaráðu- neytisins segjast vera vongóðir um að Sovétríkin og aðrar kommúnistaþjóðir, sem hafa ekki stjórnmálasamband víð Seúl, muni koma á Ólympíu- leikana sem fyrirhugaðir eru í Seúl árið 1988. Aukin lánaviðskipti Japana ■ Vinsældir japanska yensins hafa aukist mikið að undan- förnu. Ástralíumenn tóku t.d. lán upp á 100 milljarða yen (tæpl. 13 milljarða ísl. kr.) fyrir skömmu og Nýsjálendingar fengu 70 milljarða yen í lán. Japanskir bankarsýna mikinn áhuga á því að lána yen til erlendra aðila enda er nú mikið aukafjármagn í japanska bankakerfinu sem m.a. stafar af því hvað Japanir eru sparsamir. Þeir spara að meðaltali um 18% af launum sínum sem er mun meira en t.d. Bandaríkjamenn sem aðeins spara um 6%. Vextir af lánum í yenum eru nú um 8% samanborið við 13% vexti af lánum sem tekin eru í Bandaríkjadollurum. Ekki er enn ljóst hvernig aukin sam- keppni í bankaviðskiptum og frjálsræði muni breyta banka- vöxtum en það er frekar líklegt að vextir af sparifé almennings muni hækka nokkuð (þeir eru nú um 6%) en slíkt gæti aftur leitt til hærri útlánsvaxta. ■ Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hélt því fram í dagskrá um helgina að klámrit og myndir væru flutt í stórum stfl frá Norðurlöndunum til Bandaríkjanna. NBC nefndi sérstaklega hjónin Willy og Laila Straus í sambandi við framleiðslu á barnaklámi, og hafa þau ekkert gert til að bera það af sér heldur þvert á móti. Hér sjálst hjónakornin á götu í Kaupmannahöfn að virða fyrir sér vöru sína. POLFOTO-Símamynd ■ ÞEGAR farið er yfir laus- lega úrdrætti úr ræðum þeim, sem fluttar voru á nýloknu flokksþingi republikana í i Dallas, kemur þeim, sem þetta ritar, í hug ræða, sem hann | heyrði Nixon flytja á fjöl- mennum útifundi í Boston fyr- ir forsetakosningarnar 1952. Nixon var þá varaforseta- efni republikana. Hann hafði verið valinn til framboðs vegna þess, að hann hafði haldið uppi öflugum áróðri gegn So- vétríkjunum og kommún- ismanum og þótti sýna trú sína | í verki með því að afhjúpa háttsettan embættismann sem njósnara fyrir Rússa. Ræða Nixons var flutt af sannfæringarkrafti og trúarhita og fékk miklar undirtektir hjá I áheyrendum. Aðalefni hennar var heiftarleg árás á Truman forseta fyrir undirlægjuhátt og aumingjaskap í skiptum við kommúnista. Meðan hann hafi setið á forsetastóli í Washing-1 ton hefði Stalín tekist að inn-1 lima ekki færri en 800 milljónir | Kínverja undir yfirráð komm-1 únista, án þess að Truman I hafi eiginlega hreyft legg né I lið. I Nixon lagði síðan þunga ■ Reagan og Bush ræða við Shultz utanríkisráðherra Reagan hefur meiri persónu- töfra en keppinauturinn Sennilega mun það tryggja honum öruggan sigur áherslu á, að þessari undirlægjustefnu Trumans yrði fylgt áfram, ef Adlai Ste- venson, frambjóðandi demó- krata, næði kosningu. Meginþunginn í ræðunum á landsfundinum í Dallas var á svipaða leið. í tíð Carters hefðu Rússar innlimað Afgan- istan nær þegjandi og hljóða- laust og náð ítökum í mörgum löndum þriðja heimsins. Ör- uggt væri, að Mondale myndi fylgja þessari stefnu áfram, enda varaforseti hjá Carter. Reagan hefði hins vegar ekki fylgt í slóð Carters. Hann hefði brugðist hart við til að stöðva sókn kommúnismans. Grenada væri ljósasta dæmið um það. Þá hefði verið komið upp meðaldrægum eldflaugum í Vestur-Evrópu til að stöðva framsókn kommúnismans. Sérstaka athygli vakti, að sá ræðumaður, sem harðast flutti þessa kenningu og hlaut bestar undirtektir landsfundar- manna, var flokksbundinn demókrati, Jeane J. Kirk- patrick, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðun- um og um skeið náinn sam- verkamaður Huberts H. Humphrey, sem var lærifaðir Mondales og kom honum á framabrautina. Kirkpatrick var ómyrk í dómum um flokksbræður sína, sem hún líkti þó ekki við dúfur, heldur strúta, sem styngju höfðinu niður í sandinn. Hún hældi mikið þeim Kennedy og Johnson fyrir andspyrnu gegn kommún- ismanum, en þó mest Truman, sem hefði beitt sér fyrir stofnun Atlantshafsbandalagsins. Auðsjáanlega hefur hún ekki munað eftir málflutningi repu- blikana fyrir forsetakosn- ingarnar 1952. MÁLFLUTNINGURINN á landsfundinum í Dallas gæti bent til þess, að kosningabar- áttan í Bandaríkjunum ætti eftir að verða hörð. Republik- anir búa sig auðsjáanlega undir að verja stjórn Reagans fyrst og fremst með gagnárásum á demókrata. Demókratar eru vafalítið búnir undir að mæta þessu og þeir munu áreiðanlega deila vægðarlítið á Reagan. Hann hafi hvergi náð neinum árangri í utanríkismálum, því að inn- ■ Jeane J. Kirkpatrick að flytja ræðu á landsfundinum rásin á Grenada sé ekki til að státa af, Vestur-Evrópa og rómanska Ameríka hefðu fjar- lægst Bandaríkin og Bandarík- in séu á vegi með að dragast inn í styrjöld í Mið-Ameríku. Stríðshættan í Austurlöndum nær hafi aukist. Á vettvangi innanríkismála verður deilan ekki síður hörð. Republikanar munu státa af því, að verðbólga hafi minnk- að og hagvöxtur aukist. Demókratar munu hins vegar benda á að atvinnuleysi sé mikið, skuldasöfnun ríkisins ógnvekjandi, fátækt hafi auk- ist, en milljónamæringum fjölgað. Það mun verða til að herða baráttuna, að stefnuskrá sú, sem landsfundur republikana samþykkti er afturhaldsamasta Stokkhólmur: Flugur vísuðu álík ■ Íbúar á þríbýlishúsi í suðurhluta Stokkhólms kvöddu til lögreglu í síð- ustu viku vegna þess að óvenju mikið af flugum sótti á glugga og dyrastafi einnar íbúðarinnar. Þegar inn var komið fannst íbú- inn, maður um sextugt, Iátinn og talið er að hann hafi legið þar í nokkra mánuði. Nágrannar mannsins segjast ekki hafa orðið varir við neitt óvenjulegt fyrr en þeir sáu flugurnar og grunaði þá að maður- inn kynni að vera látinn. Þórarinn Þórarinsson. ritstjóri, skrifar kosningastefnuskrá þeirra síð- an 1964, þegar Goldwater var frambjóðandi þeirra. Stefnu- skráin er svo afturhaldssöm að sumir leiðtogar flokksins hafa afncitað henni opinberlega. Hörð klíka afturhaldssamra republikana virðist hafa ráðið mestu við undirbúning stefnu- skrárinnar og gengið að sumu leyti lengra í íhaldsátt en Reag- an. REAGAN lét þetta þó ekki uppi, þegar hann flutti ræðu sína og lýsti yfir því, að hann yrði við þeirri áskorun að gefa aftur kost á sér til framboðs. Reagan sagði það skoðun sína, að fyrst og fremst myndu kjós- endur velja á milli tveggja ólíkra stefna. og það myndi ráða úrslitum, að þeim þætti stefna republikana betri. Það er rétt að stefnuskrár republikana og demókrata eru talsvert ólíkar, þótt stefnu- skrá demókrata sé ekki eins róttæk og oft áður. Sennilegast verður það þó niðurstaða kjósenda, eins og venjulegast áður, að þeir munu taka hóflegt mark á stefnu- skránum heldur láta val sitt ráðast af viðhorfi sínu til for- setaefnanna. Þar stendur Reagan ólíkt betur að vígi, því að óneitan- lega býr hann yfir persónu- töfrum, sem hrífa fólk, en Mondale hefur þá í mun minna mæli, nema helst í náinni kynningu. Slíkur munur hefur oft ráðið úrslitum í forsetakosningum, og reyndar í öðrum kosning- um. Þvf kemur ekki á óvart, að eins og sakir standa nú, er Reagan spáð miklum sigri. Það þarf eitthvað sérstakt að gerast, ef þetta á að breyt- ast.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.