NT


NT - 28.08.1984, Side 25

NT - 28.08.1984, Side 25
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 25 - ef þeir f remja sérlega f ólskulegan glæp ■ Hæstiréttur Marylandfylkis í Bandaríkjunum hefur úr- skurðað að sumir unglingar sem fundnir hafa verið sekir um morð séu ekki of ungir til að vera líflátnir. Mál þetta snérist um James Trimble, sem myrti konu þegar hann var 17 ára gamall. Hann var dæmdur fyrir að hafa fyrst nauðgað konunni, síðan barið, hana í höfuðið með knatttré ogi loks skorið hana á háls. ■ Rétturinn úrskurðaði með sex atkvæðum gegn einu að ef unglingur fremdi sérlega fólsku-1 legan glæp giltu ekki um hann barnaverndarlög. Einn dómar- anna, Harry A. Cole, sagði um glæp Trimbles að þar væri ekki um unggæðislega .yfirsjón að ræða heldur glæp framinn með köldu blóði og drengurinn hefði! sýnt af sér ítrekað sadistiskt; ofbeldi. Undir þeim kringum- stæðum væri dauðarefsing rétt-j mæt þótt Trimble hefði vantar fjóra mánuði uppá 19. aldursár- ið. Timble, sem hefur greindar- vísitöluna 64, krafðist sakar- uppgjafar vegna geðveilu. Lög- fræðingar hans segjast munu skjóta máli hans til hæstaréttar Bandaríkjanna en úrskurðarj hans er ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði. ■ Um tólf þúsund Pólverjar minntust, að nú eru liðin fjögur ár frá stofnun frjálsu verkalýðsfélag- anna með því að sækja messu á sunnudaginn. Þeir sjást hér votta verkalýðsfélögunum stuðning sinn með sigurmerki félaganna. símamynd-roLFOTO m Auðvelt að ganga á vatni ■ ítalinn Piero Pollini, hefur komist upp á lag með að ganga á vatni. Til þess notar hann vatnaskíði og skíðastafi. Hér sést hann á gönguferð á sund- inu milli eyjanna Sardiníu og Korsiku. POLFOTO-Símnmynd Moskva-Reuter ■ Sovéski vísindamaðurinn Oleg Gazenko hefur spáð því að á næstu öld verði mönnuð geimför send til nálægra sól- kerfa þótt ólíklegt sé að áhafnir þeirra geti snúið aftur til jarðar- innar. Oleg Gazenko er einn fremsti vísindamaður Sovétmanna á sviði rannsókna á áhrifum geini- dvalar á lífverur. í grein sem hann skrifaði í tímaritið „Vís- indi og trúarbrögð" segist hann búast við því að á næstu öld verði þróuð geimför sem fari með allt að 30.000 km hraða á sekúndu sem er einn tíundi af Ijóshraðanum. Ferðmeðslíkum skipum til miðju vetrarbrautar- innar taki um fimmtíu ár. í grein sinni spáir Oleg Gaz- enko því að menn muni hitta mannlegar verur í öðrum sól- kerfum en þær verði mjög ólíkar jarðarbúum. Baskar kveikja í frönskum bílum Skjalafundur í Osló: Bréf frá Himmler til Quisling Osló-Reuter. ■ Bréf sem Heinrich Himmler, foringi SS sveitanna þýsku, sendi Vidkun Quisling, leiðtoga leppstjórnar nasista í Noregi á stríðsárunum, árið 1933 hefur leitt í Ijós að Quis- ling átti umtalsverð samskipti við þýska og evrópska nasista mun fyrr en talið hefur verið. Það ár var Quisling vamarmála- ráðherra í norsku ríkisstjórn- inni, en hingað til hefur verið álitið að samstarf hans við nasista hefjist ekki að ráði fyrr en eftir heimsókn hans til Þýskalands 1939. Bréfið fannst með öðrum skjölum og einkabréfum Ouislings, sem legið hafa í gleymsku í pappakössum á háalofti í Osló síðan frá stríðs- lokum. Það var ungur Norð- maður sem fann þessi gögn á vegarkanti í Osló skömmu eftir stríðið og hefur geymt þau síðan. Maðurinn, sem vill halda nafni sínu leyndu, er nú orðinn fulltíða maður og vill selja skjölin hæstbjóðanda. Skjölin og bréfin sem eru um 1200 talsins innihalda með- al annars bréf til hins mjög hataða Quislings frá norskum og erlendum stjórnmála- og kaupsýslumönnum og geta að sögn heimildamanns sem hefur farið í gegnum gögnin „valdið ýmsu fólki sem enn er á lífi talsverðum óþægindum“. Norskir sagnfræðingar hafa látið í ljósi það álit sitt að hér sé um stórmerkilegan fund að ræða, en mikið af einka- skjölum Quisling birtist einnig árið 1979 eftir lát konu hans., Talið er nær víst að gögnin séu ófölsuð, þar séu meðal annars ljósmyndir og sitthvað fleira smálegt sem aðeins gæti komið úr fórum Quislings sem tekinn var af lífi 1945. Dagbladet í Osló mun á næstunni hefja birtingu á þess- um sögulegu skjölum. Pamplona, Spáni-Reuter ■ Hópur aðskilnaðarsinna baska hafði í gær samband við fjölmiðla í norðurhéruðum Spánar og ráðlagði spænskum borgurum eindregið að halda sig fjarri frönskum bifreiðum sem leið eiga um Spán. Síðan í júní kveðst hópurinn hafa kveikt í nokkrum frönskum bíl- um á Norður-Spáni til að mót- mæla hertum aðgerðum franskra yfirvalda gegn að- skilnaðarsinnum baska sem aðsetur hafa í Frakklándi. Nú hvetur hann spænska vegfar- endur til að leggja ekki bílum sínum nálægt frönskum bifreið- um, því frekari íkveikjur séu fyrirhugaðar á næstunni. Hópurinn segir að íkveikjur í Pamplna nú um helgina hafi verið í mótmælaskyni við úr- skurð fransks réttar á föstudag- inn, en þar var ákveðið að fjórir menn sem grunaðir eru um að vera meðlimir í ETA, aðskiln- aðarsamtökum baska, skuli framseldir til Spánar. Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason Kom byssan frá Indlandi eða Pakistan? Nýja Delhi - Reuter. ■ Flugmálaráðherra Indlands hefur skýrt indverska þinginu frá því að þótt ekki sé enn sannað að Pakistanir hafi látið flugvélaræningjunum, sem rændu indverskri flugvél í síð- ustu viku, í té skotvopn, þá verði að kanna það mál betur. Pakistanir halda því nú fram að einn flugræningjanna hafi viðurkennt fyrir pakistönskum embættismanni að þeir hafi smyglað skammbyssu um borð í flugvélina með því að múta indverskum öryggisverði. Tals- maður pakistönsku stjórnarinn- ar gagnrýndi Indverja í gær fyrir að nota staðhæfulausar ásakanir til að koma slæmu orði á Pakist- an. Hann sagðist vona að þetta yrði ekki til þess að spilla sam- búð ríkjanna. Electrolux og Zanussi íeinasæng Mílano, Ítalía-Reuter ■ Zanussi, stærsti heimilis- tækjaframleiðandi Ítalíu, og sænska fyrirtækið Electrolux, skrifuðu í gær undir samning um að sænska fyrirtækið keypti hlutabréf í Zanussi. í sameiginlegri yfirlýsingu sagði að samkomulagið væri í samræmi við það sem áður hafði verið lýst fyrir ítölskum yfir- völdum, verkalýðsfélögum og lánadrottnum. Electrolux hafði gefið Zan- ussi frest til 27. ágúst til að fjalla um boð Electrolux að kaupa 49% hlutabréfa í Zanussi til að bjarga fyrirtækinu frá gjald- þroti. Electrolux-Zanussi sam- steypan mun ráða yfir fjórðungi Evrópumarkaðarins fyrir heim- ilistæki. Hæstiréttur Maryland úrskurðar: Réttmætt að taka unglinga af lífi Fara menn til annarra sólkerfa á 21. öldinni? I I

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.