NT


NT - 28.08.1984, Síða 27

NT - 28.08.1984, Síða 27
Jl [Ll L Þridjudagur 28. ágúst 1984 27 J íþróttir ísland í 3. sæti ■ íslenska karlalandsliðið í frjálsum íþróttum tók um helg- ina þátt í fjögurra landa keppni í Swansea í Wales og hafnaði liðið í þriðja sæti. Þessi keppni fór fram á einum degi og var því geysierfið fyrir okkar lið þar sem íslendingarnir voru full fámennir og var sami mað- ur að taka þátt í allt að þremur greinum. Annars voru það heimamenn Walesbúar sem sigruðu í keppninni en hoH- enska unglingalandsliðið varð í öðru sæti. Islendingar í því þriðja og N-írar í fjórða sæti. Lítum þá á helstu afrek ís- lendinga á mótinu: Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti og Sigurður Einars- son varð annar. Einar kastði 80,42 m og Sigurður 74,50 m. Oddur Sigurðsson sigraði í 400 m hlaupi á 46,08 sek. og Aðal- steinn Bernharðsson varð fjórði á 48,05. Þá sigraði íslenska sveitin í 4x400 m hlaupi og var sá sigur mjög glæsilegur. Oddur sem hljóp síðasta sprettinn fékk keflið um 20 m á eftir næstu sveit en hann vann upp forskot- ið og kom fyrstur í mark. Allir þeir sem voru í íslensku sveit- inni höfðu áður tekið þátt í minnst tveimur greinum og kom því sigurinn nokkuð á óvart, sveitin hljóp á 3:12,07. Kristján Harðarson sigraði í langstökki, stökk 7,59 m Egill Eiðsson varð sjötti í 100 m hlaupi en þar sigraði Daly Thompson tugþrautarkappinn breski á 10,9 en Egill hljóp á 11,4. Þorvaldur Þórsson varð þriðji í 110 m grind á 15,0. Oddur varð annar í 200 m hlaupi á 22,3 og Egill fjórði á 22,7. Aðalsteinn Bernharðsson varð annar í 400 m grind á 52,2 en Guðmundur Skúlason varð sjöundi á 55,1. Eggert Bogason keppti í þremur kastgreinum. Hann varð sjötti í sleggjukasti með 46,30. í kúluvarpi varð hann fjórði kastaði 15,47 en Helgi Helgason varð annar með 15,86. Eggert varð svo annar í ■ íslenskir frjálsíþróttamenn kepptu á alþjóðlegu móti í Birmingham í gær en þar voru mættir til leiks frjálsíþrótta- menn frá mörgum þjóðum m.a. Englandi, Belgíu og Skotlandi. Islensku keppendurnir stóðu sig vel miðað við að keppt var í Wales í fyrradag og sat þreyta í mönnum. Oddur Sigurðsson varð þriðji kringlukasti, kastaði 52,14. Kristján Gissurarson varð annar í stangarstökki fór yfir 4,80 en Gísli Sigurðsson varð fjórði, stökk 4,40. Unnar Vilhjálmsson varð fjórði í hástökki með 2,03 m. ’ Nokkrar stúlkur kepptu einnig á þessu móti fyrir íslands hönd. Þær voru þó ekki með í landskeppninni. Oddný Arna- dóttir varð þriðja í 100 m hlaupi á 12,6. Hún varð einnig þriðja í 200 m hlaupi á 25,7. Unnur Stefánsdóttir aldurs- forseti stúlknanna varð þriðja í 400 m á 57,1. Öðrum stúlkum tókst ekki sem best upp. í 200 m á 21.8 og Aðalsteinn Bernharðsson varð fjórði á 22.0. Þórdís Hrafnkelsdóttir keppti í langstökki þrátt fyrir að hástökk sé hennar sérgrein, hún varð í 5.sæti með 4.94. Eggert Bogason sigraði í kringlukasti með 51.84 m og Helgi Helgason varð fjórði með 45.40. í kringlukasti kvenna varð Margrét Óskarsdóttir t þriðja sæti með 40,18. í stangarstökki varð Gísli Sigurðsson fyrstur stökk 4,60. Einar og Sigurður urðu í fyrstu tveimur sætunum í spjóti köstuðu 81.20 og 78,00. Kristján Harðarson sigraði í langstökki, stökk 7,30. Oddný Árnadóttir varð fjórða í 200 m hlaupi á 25,1 og Þorvaldur Þórsson sigraði 110 m grind á 14,3. Guðmundur Skúlason varð fimmti í 800 m á 1:53,3 og Unnur Stefánsdóttir varð þriðja í 800 m hlaupi á sín- um besta tíma 2:14,5. Þá v.arð íslenska sveitin í öðru sæti í 4x100, hljóp á 42,2. Þess má geta að nokkrir íslensku kepp- andanna eru að hugsa um að fara á mót í Þýkalandi m.a. Sigurður Einarsson og Kristján Gissurarson sem keppir í stangarstökki. ■ Úr leik Léttis og Ármanns í úrslitum 4. deildarinnar í knattspyrnu. Hart er barist enda 3. deildarsæti í veði.vrmyndSyemr Úrslitakeppni 4. deildar í knattspyrnu: Unnu tvöfalt í spjótkasti Góður sigur Leiknis - en Ármann og Léttir gerðu markalaust jafntefli ■ Um helgina hófst úrslita- keppni 4.deildar í knattspyrnu, Aðalsteinn sterkur ■ Það vakti athygli á frjálsíþróttakeppninni í Wales að Aðalsteinn Bernharðsson sem hleypur 400 m grind not- aði 13 skref heim að 7 grind. Það er ekki víst að allir skilji hvað hér er á seyði en þess má geta að aðeins 5 grindahlauparar í heiminum nota 13 skref að 7 grind. Að sögn Stef- áns Jóhannssonar frjáls- íþróttaþjálfara þá er Aðalsteinn gífurlega sterkur hlaupari og vakti mikla athygli íWales. en rétt til keppni í úrslitunum eiga þau lið sem urðu sigurveg- arar í sínum riðlum í riðla- keppninni. I úrslitunum er leikið í tveim- ur riðlum, suð-vestur riðli og norð-austur riðli. Ármann, Léttir og IR leika í s-v riðlin- um en Leiknir F., Reynir Á. og Tjörnes leika í n-a riðlinum. I fyrstu leikjunum í úrslitun- um sem fram fóru á laugardag ■ í gærkvöld voru tveir leikir í ensku knattspyrnunni, 1. deild, auk þeirra leikja sem sagt er frá á bls. 26. Aston Villa vann góðan sigur á Stoke á útivelli, 3-1 og West Bromwich Albion vann Everton með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli. léku Reynir og Leiknir á Ar- skógsstrandarvelli og lauk þeim leik með sigri Leiknis 3-0. Kristinn Bjarnason skoraði í fyrri hálfleik, en bræðurnir Oskar Tómasson og Jón Ingi Tómasson skoruðu í síðari hálf- leik. Þá léku Ármann og^Léttir á Melavelli og lauk þeim leik með markalausu jafntefli. Þá voru einnig tveir leikir í 1. umferð deildarbikarkeppninn- ar, auk þeirra sem sagt er frá á bls. 26. Plymouth vann Torqay 1-0 og Stockport vann Rochdale, 3-1. Þessir leikir voru leiknir seinna í gærkvöld, en leikirnir á hinni síðunni. Sigur hjá Villa ■ F.inar Vilhjálmssun spjótkastari sigraði í landskeppninni í Wales og einnig á mótinu í Birmingham í gærkvöld. Sigurður Einarsson varð í öðru sæti á báðum mótunum. Met í hindrunarhlaupi ■ Frakkinn Joseph Mahmo- ud setti um helgina nýtt Evrópumet í 3000 m hindrun- arhlaupi, á aiþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Brussel í Belgíu. Eftir einvígi við Pólverjann Boguslaw Maminski í hlaupinu náði Frakkinn að sigra á nýju Evrópumeti, 8:07,62 mín. Björgvin í Borgarnes ■ Björgvin Björgvins- son knattspyrnumaður úr Keflavík mun í vetur dvelja í Borgarnesi þar sem hann mun þjálfa og leika með 3. deildarliði UMFB í handknattleik. Björgvin var í sumar dæmdur í eins árs bann í knattspyrnu fyrir að rota dómara í leik með ÍBK í maí í vor. Hann verður því í banni í knattspyrnu þar til í maí 1985. Björg- vin hefur í sumar æft knattspyrnu með B-liði Víðis úr Garði. Gamla Evrópumetið átti Svíinn Anders Garderud, en það met setti hann 1976. Stevc Cram frá Bretlandi mistókst að bæta heimsmet landa síns Steve Owett í 1.500 m hlaupinu í Brussel. Cram hefði lýst því yfir fyrir hlaupið, að ef honum tækist að hlaupa fyrstu 800 m á 1:51 mín. þá væri heimsmetið í hættu. Hann var skammt frá þeim tíma, en heimsmet Owetts stóð óhaggað eftir. Cram hljóp á 3:33.13, en heimsmet Owetts er 3:30.77 mín. Carl Lewis keppti á mótinu og sigraði í langstökki er hann stökk 8.65 m. Þar var hann ekki langt frá sínum besta ár- angri, sem er 8.71 m. Ölympíumeistarinn í 800 m hlaupi Joaquim Cruz frá Brasil- íu sigraði í 800 m hlaupinu á 1:42.41 mín. Valerie Briskoe-Hooks frá Bandaríkjunum, sem vann þrenn gullverðlaun í Los Ange- les, sigraði í í 200 m hlaupi kvenna á 22.14 sek., en henni tókst aðeins að ná þriðja sætinu í 400 m hlaupinu. í því sigraði Jarmila Kratochilova frá Tékk- óslóvakíu á 49.58 sek. og Chandra Cheeseborough frá Bandaríkjunum varð önnur. Benfica byrjar vel ■ Portúgölsku nieistar- arnir i knattspyrnu Ben- Hca, hófu titilvörn sína á laugardag með sigri á nýliðunum í 1. deild Vi- zela. Leiknuin lauk með 2- 1, en fyrra markið skor- aði Michael Mannichc úr vítaspyrnu, en Corlos Manuel skoraði annað markið. Nýliðarnir svöruðu síðan með marki, þegar 10 inínútur voru til leiksloka. Þeir byrja því vel mcistararnir undir stjórn „góðvinar" Ásgeirs Sigurvinssonar frá Bayern Múnchen, Pal Chernai. Porto átti ekki í vand- ræðuin með að sigra Rio Ave og lokatölurnar urðu 3- 0. Sporting Lissabon, undir stjórn John Tos- hack unnu einnig 3-0 sigur, er þeir lögðu Gui- niaracs að velli. ■ Björn Borg er nú að skilja við fyrrum konu sína og er tekinn saman við nýja undurfagra stúlku er heitir Jannike Björling. Fyrst var þetta kjaftasaga en hún fékkst staðfest er Björn mætti til opnunar „Björn Borg Iþróttaklúbbsins“ í Lidingö í Svíþjóð því þá var kella með. simamynd polfoto

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.