NT - 06.09.1984, Blaðsíða 7

NT - 06.09.1984, Blaðsíða 7
 í\\ t .. Fimmtudagur 6. september 1984 7 lil Heimaslóð ■ Hluti íbúanna á Rauð- arárstígnum meö undir- skriftarlistann, áður en hann var afhentur Um- feröarnefnd Reykjavíkur- borgar sem væntanlega mun fjalla um málið í lok mánaðarins. ■ Þannig líta hinir um- deildu gluggamiðar SVR út. Ibúarnir halda því fram að þeir séu frímiði í stöðu- mæla, en forsvarsmenn SVR harðneita því. NT-myndir: Sverrir Reykjavík: í íbúarnir mótmæla mengun og ónæði - vilja SVR burt og stæðin til baka Eru vagnstjórar á sérsamningi við stöðumælaverði? ■ Þolinmæði íbúanna við neðanverðan Rauðarárstíginn er á þrotum. Bílastæðin fyrír framan heimili þeirra eru upptekin frá morgni til kvölds af bifreiðum starfsfólks fyrirtækja við Hlemm, þannig að íbúarnir verða að leggja ökutækjum sínum fjarri eigin heimilum. Ekki bætir það úr skák að Strætisvagnar Reykjavíkur hafa síðan 1979 lagt auka- vögnum sínum handan götunn- ar, þar sem áður voru bíla- stæði, og eru iðulega einhverjir vagnar í biðstöðu, með vélarn- ar í gangi og spúa koltvísýringi og sóti, sem síðan berst inn um glugga nærliggjandi húsa og skapar óþrifnað og óþægindi. I vikunni sem leið var mælir- inn orðinn fullur og var þá gripið til þess ráðs að safna undirskriftum meðal íbúanna og var Umferðame&id Reykja- víkurborgar afhentur listinn í fyrradag, með nálægt 70 nöfnum. Vagnstjórar sleppa við sektir í bréfi íbúanna kemur fram að þeir mótmæla ónæði og óþrifum af Strætisvögnum Reykjavíkurborgar við Rauð- arárstíginn, handan götunnar við heimili sín. Sömuleiðis lýsa þeir yfir undrun sinni á því að vagn- stjörar SVR geti notað bíla- stæði, fyrir ofan lögreglustöð- ina við Hverfisgötu, án þess að, greiða í stöðumælana, og segja íbúarnir vagnstjórana vera. með sérstök spjöld í gluggum bíla sinna, tíl að sleppa við sektir. Einnig er því mótmælt í bréfinu að starfsfólk SVR og annarra fyrirtækja á.Hlemmi noti bílastæðin fyrir framan heimili íbúanna á Rauðarár- stígnum, þannig að þeir geta ekki lagt einkabílum sínum fyrir framan heimili sín. Hefur verið almenn sam- staða meðal íbúanna um þetta mál og flestir langþreyttir á sífelldum hávaða og mengun, auk annarra óþæginda sem af þessu skapast. NT hafði samband við Ás- geir Þór Ásgeirsson hjá Um- ferðarnefnd vegna þessa máls og sagði liann straum kvartana frá íbúunum hafa verið jafnan og stöðugan síðan vagnar S VR hefðu verið settir þarna niður fyrir nokkrum árum. Kvaðst hann vel skilja af- stöðu íbúanna og yrði kvört- unarbréf þeirra tekið fyrir á fundi nefndarinnar, síðar í mánuðinum. Ásgeir sagði þá hjá Umferð- arnefnd á sínum tíma hafa dreymt um, eftir að SVR var úthlutað aðstöðu á Kirkju- sandi, að allir vagnarnir yrðu þar, þegar þeir væru ekki í akstri, - og sagðist hann ekki skilja hvers vegna það hefði ekki getað orðið. Um bílastæðin fyrir framan heimili þessa fólks kvað hann gegna öðru máli. Það væri misskilningur að menn ættu rétt á bílastæðunum á götunni fyrir framan heimili sín, þau tilheyrðu öllum borgarbúum. Hvað varðaði sérstaka undanþágu vagnstjóranna frá stöðumælasektum kvaðst Ás- geir ekki vita til þess að þar væri gerður neinn mannamun- ur. Lögreglan kvartar líka! Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglustjóra, kvaðst að- spurður kannast við þetta mál, vagnarnir væru gamalt vanda- mál sem einnig plagaði lögregl- una við Hverfisgötu og skyldi hann vel óánægju íbúanna. Taldi hann af og frá að einhverjir menn, hvort sem þeir væru frá SVR eða ekki,, gætu sett. einhver ' spjöld í framrúður bíla sinna og þar með sloppið frá sektum. Það. væri alveg út í höttl Þetta er komið í lag! „Mér skilst að þetta sé kom- ið í lag,“ sagði Karl Gunnars- son, eftirlitsmaður SVR, er NT bar þetta mál undir hann. Sagði hann að reynt væri að láta vagnana ganga sem minnst á þessu biðstæði og helst aldrei hafa þar fleiri en 1-2 vagna samtímis. Eftirkl. 21 ákvöldin væru þeir síðan fluttir inná Kirkjusand, því þá væri mesta annatímanum lokið. Er hann var spurður hvers vegna ekki væri hægt að hafa þessa aukavagna inni á Kirkju- sandi, svaraði hann því til að það væri meiri kostnaðir því fylgjandi, þá þyrfti að ráða sérstakan mann til að vera við það, meðan sá er nú sinnti útköllum varavagnanna, gæti einnig gengið i önnur störf á Hlemmi. Spurningunni hvort strætis- vagnastjórar nytu einhverra forréttinda hjá stöðumæla- vörðum neitaði Karl alfarið, þeir fengju sektir eins og aðrir. Hins vegar sagði hann að þetta gæti verið misskilningur sem stafaði af því að þeir væru með menn á einkabílum sem söfn- uðu saman peningum í Lækj- argötu og á Hlemmi og leggðu þeir oft í stæði vagnanna og hefðu þá sérstök auðkenning- arskilti SVR á framrúðunni, til að lenda ekki í vandræðum. Kvaðst Karl skilja vel ó- ánægju fólks, það hefði án efa verið pirrandi meðan þeir voru með 6 bíla þarna, cn nú væri það liðin tíð, tveir væri hámark og reynt að hafa þá sem minnst í gangi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.