NT - 06.09.1984, Blaðsíða 24

NT - 06.09.1984, Blaðsíða 24
— Sjónvarp Fimmtudagur 6. september 1984 24 Hljóðwarp kl. 20.30: Leiklist- arnemar flytja hryllings- leikrit Hljóðvarp kl. 22.35: Listasmiður Suðurnesja kveður sér hljóðs ■ Suðurnesjaljóð og lög frá liðnum árum eftir Kristin Rey verða á dagskrá hljóðvarps kl. 22.35. Flytjendur eru Kristinn Reyr, Jónína H. Jónsdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Kristinn er löngu þjóðkunn- ur fyrir ljóð sín og lög en yrkisefni sín sækir hann gjarn- an til Suðurnesja og þótt Kefl- víkingar séu að öllu jöfnu þekktari fyrir aðra athafna- semi en listræna sköpun hafa dvalið þar langdvölum menn sem lyfta andanum yfir daglegt umstang sjósóknar, fiskvinnslu og Vallarvinnu. Kristinn Reyr er einn þeirra og lætur hann ekki staðar numið við Ijóða- gerð og lagasmíð, heldur er hann einnig listmálari og er því eins og sjá má ekki við eina fjölina felldur á hinu andlega sviði. Þótt dagskráin sé kennd við Suðurnes eiga Ijós og lög Krist- ins greiðan aðgang til allra landsins barna. Hljóðvarp ■ Fimmtudaginn 6. septem- ber kl. 20.30 flytja þriðja árs nemar við Leiklistarskóla ís- lands leikritið „Ég veit hvað það er sem þú þarftl' Verkið er byggt á samnefndri smásögu bandaríska rithöfundarins Stephens King sem er einn þekktasti hryllingssagna- höfundur á Vesturlöndum. Út- varpsleikgerðin er eftir Hall- mar Sigurðsson og er hann jafnframt leikstjóri. Liz er ung og myndarleg skólastúlka sem dag einn h ittir sérkennilegan ungan mann á bókasafni skólans. Pilturinn sýnir henni afar mikinn áhuga og Liz vcitist erfitt að losna við hann úr huga sér. Samband þeirra verður æ nánara og pilturinn virðist geta lesið hug Liz eins og opna bók. Þegar Tony, kærasti Liz, lætur lífið í bílslysi, tekur Alice, herbergis- fclaga hennar, að gruna að eitthvað sé bogið við piltinn og að tilgangur hans með sam- bandinu við Liz sé ekki á allan hátt heiðarlegur. Eftir- grennslanir hennar leiða og ýmislegt dularfullt í Ijós. Leikendur eru: Jakob Þór Einarsason, Rósa Þórsdóttir, Alda Arnarsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Tæknimenn eru Friðrik Stet- ánsson og Hreinn Valdimars- son ■ íslensk þjóðlög verða á dagskrá útvarpsins í 20 mínút- ur í kvöld. Svaia Nielsen syng- ur þjóðlögin og Ólafur Vignir Albertsson leikur undir á pí- anó. Þjóðlagasöngurinn hefst kl. 21.10 undir dagksrárliðnum ís- lensk þjóðlög. Svala syngur þjóðlög Hljoðvarpkl.21.10: Aufúsugestur í útvarpi ■ Hermann Pálsson prófess- or í Edinborg flytur í kvöld erindi sem hann nefnir „Forn vinátta" og hefst flutningurinn kl. 21.30. Það er ávallt forvitnilegt að leggja við eyru þegar Hermann Pálsson hefur eitthvað fram að færa. Rannsóknir hans á forn- um bókmenntum og fyrirlestr- ar og rit hans á því sviði hafa fyrir löngu vakið athygli bæði fræðimanna og áhugasamra leikmanna sem láta sig sögu og bókmenntir einhverju skipta. ■ Paul Simonon (efri) og Joe Strummer. Þeir eru einir eftir af þeim sem komu til landsins 1980. Rás2kl. 16. CLASH í klukkutíma ■ Á Rokkrásinni í dag taka þeir félagar Skúli Helgason og Snorri Skúlason hljómsveitina Clash til umfjöllunar, en unn- endum hennar er enn minnis- stæð koma hennar til íslands á Listahátíð 1980. Skúli Helgason gerði þá grein fyrir hljómsveitinni, að hún væri nýbylgjuhljómsveit, stofnuð 1976 í kringum pönk- bylgjuna, sem þá var að rísa. Clash er ein helsta hljómsveit- in, sem kenna má við þá tónlistarstefnu. í þættinum í dag verður ferill hljómsveitar- innar rakinn og spiluð lög af öllum plötum þeirra félaga, en þeir hafa gefið út 5 stórar plötur. Þá verða líka leiknar upptökur frá tónleikum hljóm- sveitarinnar, m.a. á þessu ári, sem ekki hafa verið gefnar út á plötum, a.m.k. enn sem komið er. útvarp Fimmtudagur 6. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn. I bitiö 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir 8.15 Veðurfregnir Morgunorö - Sigurlaug Bjarnadótt- ir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Snigillinn og randaflugan' eftir Kjartan Stefánsson Heiödís Norðfjörö les. 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar Tónleikar Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liönum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Skapadægur“, smásaga eft- ir Ingólf Pálmason. Erlingur Gislason les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Daglegt lif í Grænlandi" eftir Hans Lynge Gisli Kristjáns- son þýddi. Stína Gisladóttir les (5). 14.30 A frívaktinni Sigrún Siguröar- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir 16.20 Síödegistónleikar Alicia de Larrocha leikur á pianó Capriccio í a-moll op. 33 nr. 1 og Variations serieuse i d-moll op. 54 eftir Felix Mendelssohn/Barry Tuckwell og Vladimir Ashkenazy leika Sónötu i Es-dúr op. 28 fyrir horn og píanó eftir Franz Danzi. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins 19.00 Kvöldfréttir Tilkynningar Dag- legt mál Eiríkur Rögnvaldsson talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Sól- veig Pálsdóttir 20.00 Sagan: „Júlía og úlfarnir" eftir Jean Graighead George Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýö- ingu Ragnars Þorsteinssonar (10) 20.30 Leikrit: „Ég veit hvað það er sem þú þarft“ eftir Stephen King Nemendaverkefni Leiklistarskóla íslands 1984. Leikgerð og leik- stjórn: Hallmar Sigurösson. Leik- endur: Þór Einarsson, Rósa Þórs- dóttir, Alda Arnardóttir og Þröstur Leo Gunnarsson. 21.10 Einsöngur í útvarpssal Svala Nielsen syngur islensk þjóölög. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 21.30 Forn vinátta Hermann Pálsson prófessor flytur erindi. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins 22.35 Suðurnesjaljóð og lög frá liðnum árum eftir Kristin Reyr. Flytjendur: Höfundurinn, Jónina H. Jónsdóttir, Árni Tryggvason, Jón Sigurbjörnsson o.fl. 23.00 Tvíund Þáttur fyrir söngelska hlustendur. Umsjónarmenn: Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og Sonja B. Jónsdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 6. september 10.00-12.00 Morgunþáttur, Fyrstu þrjátíu mínúturnar helgaöar is- lenskri tónlist. Kynning á hljómsveit eöa tónlistarmanni. Viötöl, ef svo ber undir. Ekki meira gefiö upp. Stjórnendur: Jón Ólafsson og Sig- urður Sverrisson. 14.00-15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Ennþá brennur mér i muna Kynntir söngvar sem eiga þaö sameiginlegt að hafa ekki enska texta en hafa þó náð ótrú- legum vinsældum. Stjórnendur: Sveinn Guönason og Þóröur Magnússon 16.00-17.00 Rokkrásin Kynning á þekktri hljómsveit eöa tónlistar- manni. Stjórnendur: Skúli Helga- son og Snorri Skúlason 17.00-18.00 EinusinniáðurvarVin- sæl lög frá 1955-1962 = Rokk- tímabilið. Stjórnandi Bertram Möller. sjónvarp Föstudagur 7. september 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum 18. Þýskur brúðumynda- flokkur. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 20.45 Grínmyndasafnið Chaplin á flækingi Skopmyndasyrpa frá árum þöglu myndanna. 21.00 Handan mánans Bresk heim- ildarmynd gerö í tilefni af því að 15 ár eru liðin síðan menn stigu fæti á tunglið. Þessi merki áfangi er rifjaður upp en siðan er fjallaö um þróun geimvísinda og framtið þeirra næsta áratuginn. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.10 Eina von hvítu mannanna (The Great White Hope) Banda- rísk bíómynd frá 1970. Leikstjóri Martin Ritt. Aöalhlutverk: James Earl Jones, Jane Alexander og Lou Gilbert . Myndin er byggö á sögu Jacks Johnsons sem fyrstur blökkumanna varö heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigt árið 1908. Þýöandi Björn Baldursson. 23.50 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.