NT - 03.11.1984, Blaðsíða 3

NT - 03.11.1984, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. nóvember 1984 3 Karfamarkaður opnast í Japan ■ „Það virðist vera meiri áhugi hjá Japönum á að kaupa karfa frá íslandi en nokkru sinni áður“, sagði Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi Sölu- miðstöðvarinnar í samtali við NT. Á þessu ári hefur Sölumið- stöðin samið við Japani um sölu á 1000 tonnum af heilfrystum karfa auk 500 tonna sem fyrir- tækið Hekla sér um að koma á Japansmarkað. Hekla er meðal annars bflainnflutningsfyrirtæki og flytur inn japanska bfla. „Við höfum um árabil verið að selja karfa til Japan en það hafa verið sveiflur í þessu og í rauninni hefur aðeins verið um tilraunastarfsemi að ræða til þessa“, sagði Guðmundur. „En núna búumst við við því að geta selt þetta magn af karfa og jafnvel meira næstu árin.“ Til samanburðar við þá sölu sem nú er, þá voru á síðasta ári flutt 143 tonn af karfaflökum á Jap- ansmarkað og 306 á árinu 1982. Aðspurður um verð á þessum 1500 tonnum af heilfrystum karfa sem nú fer á Japansmark- að sagði Guðmundur að erfitt væri að bera það saman við verð á karfaflökum á Bandaríkja- og Rússlandsmarkað. En miðað við ódýra vinnslu taldi hann að þetta gæti verið hagstætt fyrir frystihúsin og leyst vanda sem stafað hefur af birgðasöfnun karfa á undanförnum árum. Karfaflökunarvélar eru ekki til nema í stærstu frystihúsunum og því útheimtir flökun hans mikla vinnu víðast hvar. ■ Heilfrystur, hausaður karfi á Japansmarkað, 143 tonn síðasta ár en 1500 tonn í ár. Nýr markaður að opnast. Þessar myndir tók Árni Bjarna Ijósmyndari NT í Hraófrystistöð Reykjavíkur nú í vikunni þar sem verið var að pakka þessari vöru. Þrátt fyrir verkfallið: Vanskil persónu- víxla ekki aukist - en áfram hallar á ógæfu- hliðina með viðskiptavíxla ■ Þrátt fyrir tekjutap þús- unda í verkfallinu hafa van- skil á persónuvíxlum einstak- linga ekki aukist nú í síðasta mánuði, samkvæmt því sem NT kemst að í samtölum við bankamenn, sem segja slíkt ekkert sérstakt vandamál. Bankastjórar hafa að vísu reynt að vera heldur liðlegir við fólk varðandi frestanir og framlengingar hjá hinum tekjulausu og einnig könn- uðust þeir við smávegis aukna útgáfu á gúmítékkum, en alls ekki í stórum stfl. Vanskil á viðskiptavíxlum hafa hins vegar aukist veru- lega nú undanfarna mánuði og teljast nú orðið töluvert vandamál í bankakerfinu. Bæði er þar um að ræða víxla sem bankarnir kaupa af verslunum vegna afborgun- arviðskipta einstaklinga, þar sem fólk hefur verið að kaupa hluti sem það síðan reynist ekki ráða við, og ekki síður víxla sem fyrirtæki greiða með sín á milli og selja í bankana. Þessi vanskil tengjast ekkert nýafstöðnu verkfalli - heldur hefur þarna sífellt verið að síga á ógæfu- hliðina nú undanfarna mán- uði. Þá mun ekki ofsagt að nokkurs kvíða gæti hjá greiðslukortafyrirtækjunum um uppgjör nú í byrjun þessa mánaðar. Vitað er að margir hafa notað kortin sín ótæpi- lega undanfarinn mánuð og eru nú farnir að kvíða skuldadögunum framundan. Nýtt skip til hafrannsókna ■ Ríkissjóður hefur fest kaup á bátnum Ottó Wathne frá Seyðisfirði' fyrir Hafrannsóknarstofnun. Gengið var frá kaupunum síðastliðinn þriðju- dag. Kaupverð skipsins er 65 milljónir króna, þar inní er lán frá Fiskveiði- sjóði upp á 45.5 milljónir og lán frá Byggðasjóði að upphæð 3.1 milljón króna. Utborgun í skipinu var 5.5. milljónir og afgangurinn verður greiddur með jöfnum greiðslum til ágústloka á næsta ári. Ottó Wathne keniur í stáðinn fyrir hafrannsóknarbátinn Dröfn, sem er orðinn gamall og slitinn og verður settur í úreldingu. Heimild til kaupa á Ottó Wathne var á fjárlögum þessa árs. Ottó mun yfirtaka verkefni Drafnar, sem voru m.a. rækjuleit, auk þess, sem hann mun sjálfsagt sinna fleiri rannsóknarverkefnum. Tilboðin í Blönduvirkjun: Samanburður í fullum gangi ■ Samanburður á tilboðum, sem bárust í vélabúnað og fleira við Blönduvirkjun síðla sumars, er nú í fullum gangi. Verður þeirri vinnu væntanlega að mestu lokið um eða eftir næstu mánaðamót, og þá skýrist hver mun hreppa hnossið. Að sögn Jóhanns Más Maríussonar aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar er Ijóst, að tilboðin sem bárust eru afar hagstæð fyrir Landsvirkjun, þar sem þaueru.mörghver að minnsta kosti, langt undir áætluðu kostnaðarverði, en hann varðist allra frétta af því hver röð þeirra fyrirtækja væri, sem buðu í verkið. Þegar tilboð voru opnuð á sínum tíma, var júgóslavneska fyrir- tækið Ingra Group með lægsta boð. Vélstjórafélag fslands: Launalið sagt upp um ára- mót ■ Stjórnarfundur í Vélstjórafélagi íslands ákvað í fyrradag að segja upp launaiið kjarasamnings síns frá 1. janúar næstkomandi. Ein af meginkröfum vélstjóra í komandi kjarasamningum. svo og krafa fleiri félaga yfirmanna á skipum, verður að auka bilið á milli yfir- og undirmanna, sem mönnum finnst allt of lágt. STÓRKOSTLEG BILASÝIMING LAUGARD. OG SUNNUD. KL. 2- 5. STÓRKOSTLEG SÝNING Á AKUREYRI. SÝNUM HINN SNARPA OG SNAGGARALEGA SUBARU J-10, - FJÓRHJÓLADRIFINN SMÁBÍL. NISSAN PATROL, 7 MANNA ALVÖRUJEPPA MEÐ ÖFLUGRI6 STROKKA DÍSIL VÉL. SÝNUM NISSAN CHERRY '85 ÁRGERÐINA. TRAUSTUR, ÖRUGG- UR, SPARNEYTINN OG ÓTRÚLEGA ÓDÝR. SIGURÐUR VALDIMARSSON, Óseyri5A, Akureyri. Sími 22520. ALLTAF HEITT Á KÖNNUNNI SJÓN ER SÖGU RÍKARI, KOMIÐ VIÐ Á BÍLASÝNINGU Hefur þú soú SÝNUM í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI SUBARU LEONE ÁRG. '85, FJÓRHJÓLADRIFINN LÚXUSBÍL. FYRIR ÞÁ SEM GERA MISKUNNARLAUSAR KRÖFUR EIGUM VIÐ NISSAN STANSA 1800 GL, - BÍL ÞEIRRA VANDLÁTU. þeDDdD INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.