NT - 03.11.1984, Blaðsíða 30
■ íslenska landsliðið í badminton. Efri röð frá vinstri: Broddi Kristjánsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Guðmundur Adolfsson og
Hrólfur Jónsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri. Sigfús Ægir Árnason leikmaður og fararstjóri, Krístín Magnúsdóttir, Þórdís Edwald,
Kristín Berglind Kristjánsdóttir og Jóhann Kjartansson.
Badmintonlandsliðið til Færeyja
■ íslenska landsliðið í
badminton hélt til Færeyja á
fímmtudag, þar sem liöið
keppir á þriggja landa móti
Færeyja Islands og
Grænlands. Þessi keppni er
nú haldin í annað sinn, og
stefnt að því að hún verði
haldin annað hvert ár í framtíð-
inni.
Islenska landsliðið hefur að
líkindum aldrei verið sterkara
en nú. Það er eingöngu skipað
leikmönnum úr TBR, en lið
TBR varð nýlega í 3-4. sæti í
Evrópukeppni félagsliða.
Gott samband hefur komist
á á milli íslensks og færeysks
badmintonfólks, og munu ís-
lensku landsliösmennirnir
gista á einkaheimilum í Fær-
eyjum um helgina.
Laugardagur 3. nóvember 1984 30
fþróttir
Svíar báðu
Sovétmenn
afsökunar!
■ Sænska íshokkísambandið þrátt fyrir að stjórnmálalega sé
hefur beðið Sovétmenn opin- nú mjög stirt á milli ríkjanna
berlega afsökunar vegna full- vegna kafbátastrands Sovét-
yrðinga landsliðsþjálfara síns manna á strönd Svíþjóðar
um það að sovéskir íshokkfleik- o. s. frv.
menn séu jafnan undir áhrifum
•yfja.
Þjálfarinn Leif Boork sagði
nýlega að það væri alkunna að
sovéskir íshokkíleikmenn not-
uðu ólögleg lyf. Hann sagðist
hafa þetta eftir sovéska varnar-
leikmanninum á áttunda ára-
tugnum, Alexander Ragulin,
en neitaði að skýrgreina það
sem Ragulin hafði sagt nánar.
Boork sagði seinna að hann
hefði enga sönnun fyrir fullyrð-
ingum sínum og samþykkti að
biöja sovésk íþróttayfirvöld
afsökunar.
Svíar og Sovétmenn hafa
haldið nánum samskiptum sín-
um óbreyttum á íþróttasviðinu,
Heimir ekki með
Frá Keyni Þór Finnbogasyni frétta-
manni NT í Hollandi:
■ Excelsior, lið Heimis Karls-
sonar komst í aðra umferð holl-
ensku bikarkeppninnar i knatt-
spyrnu í fyrrakvöld með því að
leggja neðrideildalið 4-0.
Heimir Karlsson lék ekki með
liöinu í lciknum, og virðist hann
hafa aftur glatað sæti því í
liðinu sem hann ávann sér fyrir
síöustu helgi.
Úrslit í 1. umferð voru eftir
bókinni, öll efrideildaliðin
komust áfrant.
Norðurlandamót karla í blaki:
Finnar voru
yfirburðamenn
■ Finnar urðu yfirburðasigur-
vegarar á Norðurlandamótinu
í blaki karla sem haldið var í
Randaberg í Noregi, rétt við
Stavangur, í október. Sex lið
tóku þátt, Færeyingar í fyrsta
skipti. Svíar urðu í öðru sæti á
mótinu, Danir í þriðja. Norð-
menn í fjórða, Islendingar í
fimmta og Færeyingar í sjötta.
Mismunur liða í karlakeppn-
inni á NM hefur verið svipaður
undanfarin ár. Helsti merkjan-
legur munur frá síðasta
Norðurlandamóti, fyrir tveim-
ur árum, var sá að Finnar voru
með yfirburðalið, sterkara en
nokkru sinni, Svíar voru heldur
veikari, Danir mun veikari en
1982 og Norðmenn, sem komu
mjög á óvart 1982 með sterku
liði voru ef eitthvað var heldur
lakari en þá. íslendingar sendu
svipað lið nú og 1982, og Færey-
ingar byggðu á mjög ungu liði,
en jafnframt efnilegu, þó það
hái þeim mikið hve smávaxið
liðið er.
Úrslit í leikjunum á mótinu
urðu:
1. riöill:
Finnlond-ísland 3-0; 15-2,15-2, 15-0.
Danmörk-Finnl. 0-3; 5-15, 6-15, 0-15.
Ísland-Danmörk 0-3; 2-15, 7-15, 2-15.
2. riöill:
Svíþjóð-Færcyjar 3-0; 15-0,15-1,15-0.
Norcgur-Svíþjóð 03; 6-15, 9-15, 6-15.
Færeyjar-Norcgurö-3; 2-15,3-15,3-15.
Úrslitakeppni var milli fjögurra
efstu liða þar sem efsta lið úr 1. riðli
lék við annað lið úr 2. riöli, og efsta lið
úr 2. riðli lék við annað lið úr 1. riðli.
Sigurvegararnir léku síðan um Norður-
landameistaratitilinn og tapliðin um 3.
sætið. ísland og Færeyjar léku tvo leiki
um 5. sætið. Urslit:
Finnl.-Noregur;3-0, 15-6, 15-3, 15-0.
Svíþ.-Danm. 3-0; 15-1, 15-10, 19-17.
Úrslitaleikir:
Fínnl.-Svíþjóð 3-0; 15-8, 15-2, 15-4.
Noregur-Danmörk 1-3; 15-10, 11-15,
5-15, 14-16.'
Ísland-Færeyjar 3-2; 15-11, 13-15,
15-9,7-15, 15-10.
Færeyjar-fsland 0-3; 8-15, 9-15, 8-15.
Eins og lesa má út úr úrslit-
unum voru línur skýrar í flest-
um leikjum. Besti leikmaður
mótsins var valinn finnski upp-
spilarinn Karl Kalin, en auk
hans vöktu athygli Finnarnir
Jouni Parkkali (atvinnumaður
á Ítalíu), Jussi Jokinen og
Pekka Toppari. Svíinn Bengt
■ - íslenskt blak er í svipuðum skorðum miðað við blak
karlalandsliðið varð í fímmta sæti á NM.
á Norðurlöndum og það
Gustafsson var einn bestu
leikmanna mótsins, hann er
atvinnumaður á Ítalíu, og upp-
spilarinn Jan Hedengaard vakti
athygli. Þá þótti sterkur Norð-
maðurinn Sven Arild Jakob-
sen, sent valinn var besti leik-
rnaður Noregs í mótinu. Dan-
hefur verið undanfarin ár. íslenska
inn Kim Faber var mjög sterkur
á köflum, en er heldur á niður-
leið eins og reyndar allt danska
liðið.
með endurskinsmerki
HLYTT
A
HONDUNUM
ORUGGT
í UMFERDINNI
*
*
Útsölustaðir: Torgið, Mikligarður, Sportbúðin, Stórmarkaðurinn,
Útilíf og Kaupfélögin víöa um land.
loðfóóraðar lúffur
Norðurlandamót kvenna í blaki:
f f immta sæti
- Norsku stúlkurnar slógu þeim sænsku við
■ íslenska kvennalandsliðið í blaki
lék í fyrsta sinn á Norðurlandamóti í
október á Álandseyjum. Liðið lenti í
fimmta sæti, lék tvo úrslitaleiki um
fimmta sætið við Færeyinga eftir riðla-
keppni, og sigraði í báðum.
Islensku stúlkurnar léku í riðli með
Finnum og Norðmönnum. Liðið tapaði
0-3 fyrir Finnum,.2-15, 4-15 og 0-15 og
0-3 fyrir Norðmönnum, 2-15, 5-15 og
0-15. Fyrri leikinn gegn Færeyjum unnu
íslensku stúlkurnar 3-1; 15-6, 11-15,
15-12 og 15-4, og síðari leikinn 3-2;
15-7, 15-6, 12-15. 8-15 og 15-5.
Norska liðið kom mjög á óvart í
mótinu, hafnaði í öðru sæti eftir mjög
tvísýnan úrslitaleik við Finnland. Þær
norsku unnu sænsku stúlkurnar í undan-
úrslitum, og vakti sá sigur að vonum
mikinn fögnuð í Noregi. Úrslitaleik
Finna og Norðmanna lauk með 3-2 sigri
Finna;15-10,12-15,15-9,13-15 og 15-9.
Deilt hefur verið um, hvort senda
beri lið frá íslandi á mót sem Norður-
landamót karla og kvenna í blaki, þar
sem úrslitin eru nánast vís fyrirfram,
a.m.k. hvað varðar efstu sæti. Það er
samdóma álit flestra þeirra sem fóru til
Noregs og Álandseyja, að skilyrðislaust
eigi að senda íslensk landslið til slíkra
keppna, sá lærdómur og reynsla sent
leikmenn og þjálfarar uppskera eru
ómetanleg, og nauðsynleg til framþró-,
unar íþróttarinnar hér.
Þróttur vann
■ Þróttur Reykjavík
sigraði Fram í Reykjavík-
urmótinu í blaki karja
nýlega 3-0. Þá sigraði ÍS
Víking einnig 3-0. Einum
leik er lokiö í kvenna-
llokki, ÍS vann Víking
3-1.
Ekki Giibert,
- Friðbert
■ Rangt var farið með
nafn þjálfara og leik-
manns Iþróttafélags Stú-
denta í blaki í vinnslu NT
í gær. Friðbert Trausta-
son var nefndur Gilbert,
og er Friðbert, þessi Ijúfi
drengur, beðinn inarg-
faldrar velvirðingar á
þessum mistökum.