NT - 03.11.1984, Page 5

NT - 03.11.1984, Page 5
■ „Hvernig spyrðu? Carmen er alltaf skemmtileg. Sýningin er skemmtileg og hlutverkið er mjög krefjandi. En ef þú veist, að þú getur gert það vel, hlýtur það að veita ákveðna fullnæg- ingu.“ Petta sagði Sigríður Ella Magnúsdóttir, sem syngur titil- hlutverkið í Carmenuppfærslu óperunnar, sem sýningar eru hafnar á. Pær Sigríður Ella og Carmen eru ekki bláókunnugar mann- eskjur. Sigríður söng hlut- verkið um 50 sinnum í Þjóð- leikhúsinu fyrir 9 árum. „Það er mjög oft fyrir einn söngvara. Margir komast ekki einu sinni yfir það á heilli ævi. Þegar ég söng það á sínum tíma, var það mjög erfitt fyrir mig radd- lega, ég var mjög ung. Núna hentar það mér mjög vel og ég nýt þess.“ - Er mikill munur á sýning- Laugardagur 3. nóvember 1984 5 ■ „Carmen er alltaf skemmtileg,“ segir Sigríður Ella Magnús- dóttir, sem hér dansar flamenco af lífi og sál. NT-mynd Ámí Bjama Sigríður Ella Magnúsdóttir: „Carmen þolir alla meðferð" unni í Þjóðleikhúsinu fyrir 9 árum og sýningunni núna? „Já, þær eru mjög ólíkar. Leikhúsin eru gjörólík. Gamla bíó hefur ýmsa annmarka fyrir mannmarga sýningu. Það er ekki hægt að skipta um svið, en það hefur að mínu viti verið meistaralega leyst með svið- setningu, ljósum og sviðsmynd. Svo hefur hrein- lega tískan breyst á 9 árum. Maður finnur það í leikhúsi hvernig tíminn breytist, og kröfurnar, og það eru önnur viðhorf.“ - Nú er mikill blóðhiti í þessu fólki, sern verið er að setja á svið. Hvernig tekst ykítur að koma því til skila? „Tónlistin stendur fyrir sínu og maður kemur henni til skila, og blóðhitinn felst að mestu í því. Það er reynt að bæta það eins og hægt er, að við erum ekki dökk á hörund og með svart hár. Að öðru leyti hlýtur hver og einn að túlka Carmen, eða hvert af öðrum hlutverk- unum, á sinn máta. Mér finnst persónulega fáránlegt að fara að leika einhvern blóðheitan Spánverja og vera með handa- pat. Það yrði ekki sannfærandi frá okkar hendi. En ef maður hefur sannar tilfinningar, hlýtur það að komast til skila og verka á íslenska áheyrend- ur.“ - Hvernig stendur á því, að Carmen er svona vinsæl ópera? „Ástæðurnar eru margar. Fyrst og fremst vegna þess hve tónlistin er stókostleg. Það er hálfgert Carmenæði í heimin- um í dag og hún þolir greini- lega alla meðferð. Það er hreinlega af því að efnið er ekki gamaldags, heldur gæti hún alveg eins gerst í nútíman- um.“ - Heldurðu að þetta verði vinsæl sýning hjá ykkur? „Það er erfitt að spá um það. En ég held, að þetta sé sýning, sem höfðar til stórs hóps. Þetta er upplögð ópera til að fara með krakka á og láta þau kynnast óperu,“ sagði Sigríður Ella Magnúsdóttir. ■ „Frumsýningarskjálftinn er að koma, ég fæ alveg hnút í magann og er ferlega stressuð“, segir Guðrún Krist- mannsdóttir 16 ára Selfossmær í samtali við NT, en hún treður upp á fjölum Iðnó í kvöld í aðalhlutverkinu í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á „Dagbók Önnu Frank“. „Þetta er svo einkennileg tilfinning", segir Guðrún, „mig dreymir á nóttinni að ég standi uppi á sviði og muni ekkert! Annars er búin að vera svo mikil óvissa um frumsýninguna útaf verkfallinu að ég hef ekki haft tíma til að hafa áhyggjur af þessu fyrr en núna síðustu dagana", bætir Guðrún við og er strax farin að tala eins og atvinnuleikari. Hlutverk Önnu Frank er ekki frumraun hennar á sviði því hún lék sama hlutverk með Leikfélagi ■ Guðrún: „Frumsýningarskjálftinn er að koma og ég fæ alveg hnút í magann, ég er svo stressuð". NT-mynd: Róbert Einkennileg tilfinning! - segir Guðrún Kristmannsdóttir, 16 ára Selfossmær sem treður upp á fjölum Iðnó í kvöld í „Dagbók Önnu Frank“ Selfoss, þegar hún var 13 ára. - Er þetta mikið öðru vísi en þegar þú lékst á Selfossi? „Já, já, uppsetningin er allt öðru vísi og vinnubrögðin sömuleiðis. Heima þurftum við alltaf að æfa á kvöldin og fram á nótt, en hérna hefur verið æft á morgnana og dag- inn svo ég hef oftast getað hvílt mig á kvöldin". - Var ekkert erfitt að koma innan um allt þetta atvinnu- fólk? „Nei, það fannst mér ekki. Það hafa allir verið einstaklega góðir við mig og þetta hefur gengið ágætlega“. - Höfðar boðskapur Önnu Frank til þín? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja, auðvitað höfðar þetta til manns þegar maður hefur kynnst því. Áður fyrr voru Gyðingaofsóknirnar í seinni heimstyrjöldinni fjar- læguróraunveruleiki fyrir mér, en eftir að ég kynntist Önnu þá hef ég sóst eftir öllu því lesefni sem ég hef getað fundið um Gyðinga". - Heldurðu að unglingar á þínum aldri hugsi eins og Anna Frank gerði? „Nei, það held ég ekki. En ég held líka að hún hafi verið alveg sérstök á sínum tíma, svo full af trú á hið góða í öllum". - Ertu að hugsa um að leggja leiklistina fyrir þig í framtíðinni? „Ég hef ekki hugmynd um það ennþá hvað ég ætla að gera. Ég er í fjölbraut á Sel- fossi núna, en leikarabakterían hefur bitið sig í mig, þannig að það er aldrei að vita...“ A BÍLASMIfXJAN w KYNDU.I. Stórhöfða 18 II «. Illi Bílamálun Bílaréttingar Vönduð vinna SÍMI35051 KVÖLDSÍMI 35256 DESOUTTER LOFTVERKFÆRI DITZLER BÍLALAKK BINKS SPRAUTUKÖNNUR Bíleigendur athugið Við höfum margra ára reynslu í viðgerðum á mikið löskuðum bifreiðum, þess vegna notum við eingöngu Guy Chart réttingar og mæiitæki. Við bjóðum viðskiptavinum okkar staðgreiðsluafslátt á . allri tækjavinnu, greiðslukjör og föst verðtilboð á allri vinnu. A málningarverkstæði okkar notum við Ditzler málningarefni sem er amerískt efni og sú staðreynd að General Motors og margar aðrar amerískar bílaverksmiður nota Ditzler efni tryggir fagmönnum árangur. Þar ætlum við líka að koma viðskiptavinum á óvart. Við sækjum bílinn og sendum eiganda að kostnaðarlausu. Eigum á lager Desoutter loftverkfæri, amerískar Binks sprautukönnur og varahluti í þær og Ditzler málningarefni stórho.fðl funahofoi CD HYRJARHOFOt KTMDIIJL Stórhöfða 18 SHIÐSHOFOI HAMARS HÖF0J DVERGSHÖFÐt VAGNHOFÐI ; TANGAR HÖF-OI j BÍLOSHOFOI S PARTÝ ÍKÓPAKRÁNNI og dansleikur í salnum. Meiriháttar fjör á báðum stöðum. Opið allar helgar. Tökum einnig að okkur að sjá um veislur, mannfagnaði og fundarhöld. Allar veitingar. Skelltu þér í Kópinn. Auðbrekka 12 símar 46244 og 73120.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.