NT


NT - 03.11.1984, Síða 27

NT - 03.11.1984, Síða 27
Laugardagur 3. nóvember 1984 27 Hlýtur Mondale ekki nema einn kjörmann? - sigrar e.t.v. í höfuðborginni ■ Ronald Reagan er sagður vera farinn að gæla við þá hugmynd að hann fái meirihluta atkvæða í öllum fimmtíu fylkj- um Bandaríkjanna næstkom- andi þriðjudag. Fáir draga í efa að svona gæti hugsanlega farið, en í höfuðborginni sjálfri, Washington, hefur Waiter Mondale þó ennþá meiri stuðn- ing en forsetinn. 1 skoðanakönnun sem gerð var í höfuðborginni fyrir skömmu kom í ljós að Móndale myndi fá sextíu prósent greiddra atkvæða en Reagan aðeins tæp fjörutíu prósent. Dollarinn á niður* leið? Frankfurl-Reuter ■ Gengi dollarans gagn- vart helstu gjaldmiðlum í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð bæði í gær og í fyrradag. Það er nú svipað og það var fyrir átta vikum. Gjaldeyrisspekúl- antar kepptust við að selja dollara, sem þeir hafa keypt á undanförnum mánuðum, á öllum heistu gjaldeyrismörkuðum í gær. A undanförnum árum hefur gengi dollarans hækkað stöðugt. En nú telja ýmsir að þessi til- hneiging hans til að hækka hafi snúist við og hann muni halda áfram að lækka á næstunni. Ein af ástæðunum fyrir lækkandi gengi hans nú er talin vera lækkandi vextir í Banda- ríkjunum sem nú eru orðnir svipaðir og vextir í sumum öðrum löndum. Minnkandi hagvöxtur í Bandaríkjunum og minni gjaldeyrisforði þeirra á einnig sinn þátt í að veikja traust spákaupmanna í framtíð dollarans. Þó þetta séu góðar fréttir fyrir Mondale þá er þess ekki að vænta að þetta muni breyta nokkru um úrslit kosninganna. Höfuðborgin er nefnilega nokk- urs konar fríríki í stjórnskipan Bandaríkjanna. Hún tilheyrir ekki neinnu fylki og nýtur þess vegna lítilla réttinda í kosning- unum. í Washington er aðeins einn kiörmaður af 535 saman- lagt. Frambjóðendurnir fjórir eru nú lagðir af stað í síðustu ferða- lögin í kosningabaráttunni. Stuðningsmenn Mondales halda áfram að gefa skoðanakönn- unum langt nef og flykkjast á útifundi þúsundum saman. Nú síðast voru um hundrað þúsund manns stödd á fundi með Mond- ale í New York, mannfjöldi sem ekki hefur sést síðan John F. Kennedy var í framboði. Það er farið að gæta nokkurr- ar örvæntingar í herbúðum Mondales, en frambjóðandinn sjálfur segist vera viss um sigur á þriðjudaginn. Mondale verður sífellt harðorðari í garð Regans, en slíkt virðist engin áhrif hafa á fylgi forsetans. Þess vegna gæti vel farið svo að Walter Mondale yrði að sætta sig við að fá einn kjörmann kosinn þann sjötta nóvember. H Mondale er aldrei kokhraustarí en nú, þegar virðist nokkuð Ijóst að sigurinn í kosningunum á þriðjudag er genginn honum endanlega úr greipum. Reagan telur jafnvel hugsanlegt að hann muni vinna sigur í öllum fimmtíu fylkjum Bandaríkjanna. Þegar Mondale kom í kosningaferð til Louisville í Kentucky á fimmtudaginn settu fréttamenn sem fylgja frambjóðandanum upp Mondale grímur eins og sjá má á myndinni. símamynd-roifo,,, Bandaríkin: Hátt doll* aragengi eykur at- vinnuleysi W'ashington-Reuter ■ Könnun á vegum lög- fræðimiðstöðvar, sem er kennd við Ralph Nader, hef- ur leitt í Ijós að vegna hás dollaragengis hefur störfum fækkað í ýmsum iðngreinum um 615.000. Samkvæmt þessari könnun hafa til dæmis tapast um 101.000 starfsgildi í bygg- ingar- og námuiðnaði. Við framleiðslu á sjónvarps- og útvarpsviðtækjum hafa 70.500 starfsmenn misst vinnu og í málmiðnaði 60.400 svo að eitthvað sé nefnt. Á fjögurra ára tímabili, sem lauk í september 1983, hafði doliarinn hækkað um 77 prósent að meðaltali gagnvart öllum helstu gjald- miðlunum. Þetta hefur leitt til mikilla verðhækkana á bandarískum vörum en verðlækkana á innfluttum varningi. Innflutningur hef- ur því stóraukist. Nader kennir fjármála- stefnu Reagans um háa doll- aragengið, en það muni leiða til 130miIIjarðadollara vöruskiptahalla við útlönd á þessu ári, og er það meiri halli en nokkru sinni fyrr í sögu Bandaríkjanna. H Margt bendir nú til þess að einhverjir hollvinir Ogarkovs í Kreml hafi gripið í taumana og forðað honum frá að falla í ónáð. Kreml: Fall Ogarkovs stöðvað Moskya-Reuter H í fyrradag birtist í sov- ésku herfræðiriti grein eft-. ir Nikolai Ogarkov, fyrrum yfirhershöfðingja herafla Sovétríkjanna, sem var látinn víkja fyrír næsta undirmanni sínum Sergei Akhromeyev í sept- ember síðastliðnum. Sú ákvörðun kom mjög á óvart og hafa sérfræðingar um sovésk málefni ákaft leitað skýringa á því hvers vegna Ogarkov hafi fallið í ónáð. En nú þykja ýmsar vís- endingar frá Kreml enda til þess að fall Ogar- ovs sé minna en talið var. 'yrst ber þar að telja áður- efnda grein, sem fjallar m gagnsókn Sovétherj- nna gegn Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Þar ræðst hann einnig gegn Reagan forseta, og segir að hann hafi ekki lært af því hvernig Sovét- menn gjörsigruðu Þjóð- verja og hyggi nú á ails- herjarstríð gegn Sovét- ríkjunum. I öðru lagi má nefna það að í síðasta mánuði átti Ogarkov fund með Erich Honecker, leiðtoga Austur-Þjóðverja, í síð- asta mánuði. Á þann fund var reyndar ekki minnst í sovéskum fjölmiðlum, og austur-þýsk blöð minntust ekkert á það hvaða stöðu Ogarkov gegndi nú. Þá gátu leysti Grigory Romanov, stjórnmála- maður á uppleið, fyrir skömmu er hann sagði að Ogarkov gegndi nú emb- ætti hershöfðingja yfir meginþorra herafla Sovét- ríkjanna á vestur landa- mærunum. Enn hefur Sovét- stjórnin þó ekki gefið út neina opinbera tilkynn- ingu þar að lútandi. Að mati sérfræðinga þykir þessi staða ekki mjög valdamikil á friðartímum, en ef til stríðs kæmi myndi Ogarkov vera yfir mest- öllum herafla Varsjár- bandalagsins í Evrópu. Þegar Ogarkov var sviptur yfirhershöfðingja- tigninni voru menn helst á því að Kremlverjum hefði þótt hann orðinn full metorðagjarn og ráðríkur og hafi því sett hann út af sakramentinu. En nú eru sumsagt teikn á lofti um að Ogarkovs falli ekki lengur, líklega fyrir tilstilli einhverra voldugra bandamanna í Kreml. BUNAÐARDEELD SAMBANDSINS hefur opnað skrifstofur að Ármúla 3 (Hallarmúla megin) Sérsvið okkar eru búvélar, landbúnaðartæki og fjölbreyttar rekstran/örur fyrir landbúnaðinn svo sem fóðurvörur og fræ. Markmið okkar er að veita bændum sem fuilkomnasta þjónustu á öllum sviðum. BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.