NT - 03.11.1984, Page 6

NT - 03.11.1984, Page 6
Laugardagur 3. nóvember 1984 6 Vettvangur Endurskoðun stjórnarsáttmálans er orðið að höfuðmálinu í dag - þar sem hægt er á frjálshyggjunni, dreifbýlinu sinnt og nýsköpun atvinnulífsins sett á oddinn ■ Nú þegar samningar eru í höfn hjá opinberum starfs- mönnum og hjól atvinnulífsins farin að snúast eðlilega að nýju, spyrja menn sjálfa sig og aðra um afleiðingar, orsakir og til- gang þeirrar hörðu kjarabar- áttu, sem hefur staðið yfir und- anfarna mánuði. Peir, sem hafa fylgst með þjóðfélagsmál- um undanfarnar vikurnar, gera sér beint eða óbeint grein fyrir, að þetta eru einu mestu um- brotatímar í þjóðfélags- og stjórnmálasögu seinni áratuga á íslandi. Afleiðingar þessara tíma eiga eftir að sjást um ókomin ár og sár hafa verið veitt, sem verða ekki svo auð- veldlega grædd. Samningarnir Það er ekki nokkurt vafa- mál, að samningarnir að undanförnu eru mun hærri í prósentum, en a!l flestir höfðu átt von á hvort sem þeir hinir sömu standi innan eða utan ríkisstjórnar. Á sama tíma er ekkert vafamál, að samningarn- ir fela í sér minni kjarabætur en flestir höfðu átt von á, því sá ótti að miklar hækkanir mældar í krónum, verði étnar upp í verðbólguhríð, er raun- verulegur. Að lokum er það heldur ekkert vafamál, að kjarabaráttan var mun harðari en menn höfðu átt von á. ORSAKIR HINNAR hörðu deilu eru margþættar. í fyrsta lagi er það ljóst, að stefna ríkisstjórnarinnar hvað launamál varðar, var ekki raun- hæf. Stefnan var að hækkanir yrðu mjög hóflegar eða um 4% nú og eitthvað meira um áramótin. Púlsinn í þjóðfélaginu sló hins vegar allt öðru vísi. Félag- ar í BSRB voru orðnir lang- þreyttir á sultarlaunum og vildu meira. Hitt er annað, að þegar vinnutap vegna verkfall- anna er tekið með, er kjarabót- in miðað við upphaflegu hug- myndirnar, nákvæmlega engin. Krafturinn, samheldnin og andinn í BSRB mönnum kom verulega á óvart og endur- speglar það vitanlega hin lé- legu kjör þeirra. Það atriði, sem hleypti þó mestu illu blóði í BSRB menn, var tvímæla- laust sú kolvitlausasta ákvörð- un í sögu kjaradeilna á íslandi að borga ekki út laun 1. októ- ber. Með því hafði fjármála- ráðherra Sjálfstæðisflokksins vonast til að geta neytt BSRB menn frá verkfalli - fátæktar vegna. Það mat var vitlaust og rúmlega svo. Minna má á, að það var ekki einhugur um þessa ákvörðun ii.nan ríkisstjórnarinnar og t. d. mótmælti þingflokkur Fram- sóknar þessu harðlega. En þetta var mál fjármálaráðherr- ans, þ.e. hann réði ferðinni eins og reyndar alltof oft. HINAR EFNAHAGS- LEGU afleiðingar samningana verða ekki glæsilegar. Lítum aðeins á leiðara NT föstudag- inn 26. október s.l. sem bar heitið „Dýrkeyptar stuttbux- ur“: Nú þegar Ijóst er orðið, að á næstu dögum verði óhagstæðir veröbólgusamningar gerðir milli aðila vinnumarkaðarins, hljóta menn að reyna að gera sér grein fyrir framvindu mála næstu misserin. í fyrsta lagi er ljóst, að hið frjálsa verðlagskerfi mun velta þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið, þannig að verð- bólgan er farin af stað aftur. í öðru lagi er ljóst, að út- flutningsatvinnuvegirnir geta ekki velt hækkununum öðru vísi út í verðlagið en með gengisfellingu. Þar með hækka vörurnar aftur, verðbólgan fær byr undir báða vængi á ný og höfuðstóll sparifjáreigenda rýrist að sama skapi. í þriðja lagi verður að semja um nýtt fiskverð í árslok og sjómenn munu ekki aðeins fara fram á sambærilegar kaup- hækkanir og launþegar í landi, heldur munu þeir einnig vilja fá leiðréttingu á kjörum sínum vegna samdráttar í sjávarafla. Þar með er kominn grund- völlur fyrir aðra gengisfellingu í janúar-febrúar og verðbólgu- hraðanum verður haldið við. Þegar svo er komið munu sam- tök launþega vera búin að gera sér grein fyrir að „góðu“ samn- ingarnir frá því í október hafa í raun ekkert gert nema að rýra kjörin og þá mun landið aftur óhjákvæmilega loga í vinnudeilum og kröfur um vísi- tölubindingu launa munu koma fram. Væri farið eftir þeim væri endanlega búið að bursta rykið af gamla verð- bólguhjólinu og vítahringur verð- og kauphækkana kominn af stað aftur. Hver kærir sig eiginlega um að fá það kerfi í gang aftur. Það eru óneitanlega dökkar horfur, sem þarna eru teiknað- ar upp, en því miður of sannar til að ýta frá sér. Aðgerðir til varnar Ef við ætlum okkur að reyna að koma í veg fyrir þær slæmu afleiðingar, sem hér er rætt um, verður að grípa strax til aðgerða. Þá ber annars vegar að hafa í huga stutt-tíma að- gerðir og hins vegar lang-tíma aðgerðir. VAXTAOKRIÐ ER orðið svo hrikalegt hér á landi, að í dag búum við við hæstu raun- vexti í heimi. Þessi vaxtastefna er komin frá íslenskum hægri- mönnum og virðist ekki eiga sér neinar skynsamlegar skýringar nema þá helst að apa upp eftir karlinum honum Reagan í henni Ameríku, sem hefur verið leiðandi í hávaxta- stefnunni í samræmi við ein- hverjar dularfullar kenningar frjálshyggjumanna að verðið á peningum þurfi að sprengja upp úr öllu valdi. Það er orðið að skilyrðislausri kröfu að hér verði strax breyting gerð á, því - vaxtalækkun er hagsmuna- • Kjaradeilurnar, orsakir þeirra og afleiðingar mál undirstöðuatvinnuveganna - vaxtalækkun er hagsmuna- mál launþega, sem standa í íbúðarkaupum - vaxtalækkun er grundvöllur þess að gengisfellingar verði minni en ella. Það er alkunna, að þessi hávaxtastefna kemur í kjölfar þeirrar áráttu frjálshyggju- manna að vilja hafa alla skap- aða hluti í frumskógarstíl. Nú er það svo, að fjármagn landsmanna eykst nákvæmlega ekkert við það að bankarnir hafi eitthvert frelsi við vaxta- ákvarðanir. Það eina sem ger- ist er að hlutföllin milli bank- ana breytast ef til vill eitthvað. En til að reyna að standa sig í Sjórnmálalegar afleiðingar I kjölfar slíkra umbrota, sem hafa verið í íslensku þjóð- félagi að undanförnu, eru um- fangsmiklar breytingar á stjórnmálasviðinu óhjákvæmi- legar og koma jafnvel til með að setja mark sitt á þjóðfélagið næstu árin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur án spurningar tapað gífurlega af því fylgi, sem hann var búinn að afla sér. Ræður hér mestu afstaða flokksins í verk- fallsdeilunum eins og skýrt hef- ur komið fram í skoðanakönn- unum DV. Það er líka með ólíkindum að fylgjast með hvernig rólyndis íhaldsmenn, einkarétt á að vera með slíkar vangaveltur. í ljósi slæmrar stöðu flokks- ins á hinum frjálsa atkvæða markaði, virðast hins vega all- ar slíkar hugmyndir hafa verið kæfðar. ÞAÐ HEFUR ALLTAF verið til stór hópur innan Framsóknarflokksins, sem hefur ekkert viljað hafa með íhaldið að gera og í því sam- bandi má minna á hugtakið „Allt er betra en íhaldið“. Framsóknarmenn hafa þó ver- ið reiðubúnir til að leggja slík- ar hugmyndir til hliðar og starfa með íhaldinu ef það gæti orðið landinu til góða. Að þeirra mati kom slík staða t.d. j\/ \Uj «iinurims!isii i?.j j, j| Opinberir starfsmenn með kröfuspjöld fyrir framan Stjómarráðshúsið. NT-mynd: Róbert. samkeppninni verða bankarnir að eyða gífurlegu fjármagni í kostnað og höfum við á dag- blöðunum fengið væna sneið af þeirri köku. En hverjir eru það, sem borga auglýsinga- reikninga bankanna? Áuðvit- að engir aðrir en undirstöðuat- vinnuvegirnir og launþegarnir, því eins og áður segir, hefur fjármagnið ekkert aukist við breytinguna. Þessu verður þegar að breyta. HVAÐ FRAMTÍÐINA varðar getum við dregið þann lærdóm af kjaradeilunum, að samningar verða best gerðir með opinberri íhlutan. Það hefur verið önnur árátta hjá markaðshyggjumönnum, að forðast slíka íhlutun, því allt á að vera svo frjálst. Þeir kjarasamningar, sem voru gerðir núna, hafa þá sérkennilegu eiginleika að allir aðilar eru óánægðir með þá. Á sama tíma eru allir óánægðir að hafa ekki farið hina marg- umtöluðu skattalækkunarleið forsætisráðherra. Hefði náðst samstaða um þá leið strax síðla sumars, er óhætt að fullyrða, að við hefðum ekki lent í þessum hörkum og að launþeg- ar hefðu fengið mun raunhæf- ari samninga með alvöru kjara- bót. Nú ættum við að læra af reynslunni og ganga til næstu samninga með vandlega undir- búnum opinberum aðgerðum til að liðka fyrir samningagerð. traustir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins, umbreyttust í hat- römmustu baráttumenn gegn íhaldsstefnunni á aðeins ör- fáum dögum meðan á verkföll- unum stóð. Á SAMA TÍMA fór mikið fylgi yfir til Framsóknarflokks- ins, enda sýndi hann allt aðrar hliðar á sér í deilunum. Skatta- lækkunarleið forsætisráðherra réði hér áreiðanlega miklu svo og sú afdráttarlausa yfirlýsing, að laun hefði átt að borga út 1. október ásamt öðrum leiðum skynseminnar. Stjómarsamstarfið Þessi þróun á stjórnmálaá- standinu gerði að verkum, að menn fóru óhjákvæmilega að velta fyrir sér horfunum á áframhaldandi stjórnarsam- vinnu - enda ekkert óeðlilegt við það þegar samsteypustjórn er við völd í lýðræðisþjóðfélagi á umbrotatímum. Það er vitað, að skömmu fyrir verkfall BSRB voru á- hrifahópar innan Sjálfstæðis- flokksins að íhuga sterklega þá leið að efna til kosninga í nóvember,eins og fram kom í DV á sínum tíma og eins í yfirheyrslu DV á Þorsteini Pálssyni í gær. Sjálfstæðis- menn hafa auðvitað engan • Vaxtaokrið og nauðsyn opinberrar íhlutunar í kjarasamningum upp i tyrra, þegar núverandi stjórn var mynduð. Þar með voru þeir líka heilshugar í samstarfi og voru ekkert að flíka „Allt er betra en íhaldið" hugtökum, enda drengirgóðir. Að vísu hafa þeir ekki alltaf verið ánægðir með stefnuna í markaðs- vaxta- og byggða- málum, en látið þar við sitja með þjóðarhag í huga. í SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKNUM er um svipaða stöðu að ræða. Þar er stór hópur áhrifamanna, sem hefur verið á móti öllu samstarfi við framsóknarmenn og minna má á í því sambandi hugtök eins og „SÍS veldið“, „land- búnaðarklíkan" o.s.frv. Þar með líkur hins vegar samlíkingunni, því ólíkt ó- ánægðum framsóknarmönnum láta óánægðir sjálfstæðismenn skoðanir sínar á samstarfsaðil- anum hiklaust í ljós og reyna þannig á augljósan hátt að spilla fyrir stjórnarsamstarf- inu. í þessu sambandi er óhætt að rifja upp skrif formanns fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík í Morgun- blaðinu í sumar, þar sem hann talar þannig um framsóknar- menn að þeir munu seint gleyma. Þrátt fyrir að framsóknar- menn séu með geðbetri stjórn- málamönnum á íslandi og ótrúlega seinir til að reiðast, kemur auðvitað einhvern tím- an að því að þeir lemja í borðið, segja hingað og ekki lengra og fara að svara í sömu mynt. Og skyldi einhvern undra? Jú, Moggann hefur undrað þetta mikið. Það þurfti reyndar ekki nema hlutlausan áhorf- enda, eins og NT, til að benda á þessar staðreyndir í sakleysi sínu til að Mogginn býrjaði að hrópa „Stjórnarslit, stjórnar- slit“ og reyndi síðan að fá formann Framsóknarflokksins til að segja að þetta sé bara allt saman vitleysa í blaðinu að gera athugasemdir við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Og þegar það dugði ekki var sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins látinn segja að það væri ein- hver neðanjarðarstarfsemi í gangi innan Framsóknar! Það er engu líkara en sjálfstæðis- menn telji sig eiga einkarétt á athugasemdum varðandi stjórnarsamstarfið. í það minnsta hafa framsóknarmenn verið ákaflega spakir, þegar þeir hafa verið rakkaði niður f Mogganum og DV. Endurskoðun stjómarsáttmálans En það eru ekki aðeins þess- ar skoðanir óánægðra sjálf- stæðismanna, sem fara fyrir brjóstið á mörgum framsókn- armönnum, heldur einnig finnst þeim sem stjórnarsam- starfið einkennist um of af áhrifum íhaldsins. Það eru eink- urn tvö atriði sem standa upp úr. FRJÁLSHYGGJUPILT- ARNIR í Sjálfstæðisflokknum eru nú orðnir stórir og valda- miklir innan flokksins. í kjölf- ar þeirrar þróunar stefnir allt í átt til lögmála frumskógarins. Samningar í kjaradeilum eiga að vera „frjálsir" og án opin- berra afskipta. Heiftúðugar kjaradeilur fengum við út úr því. Vextir voru gefnir „frjálsir“ í sumar og nú bítast bankarnir með ærnum kostnaði um inn- lánsfjármagn, sem er ekki til, því launþegarnir sem og undir- stöðuatvinnuvegirnir eru á hausnum. Vaxtabyrði í áður óþekktum mæli fengum við út úr því. • Stjórnarsam- starfið og afstaða flokkanna til þess

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.