NT - 03.11.1984, Blaðsíða 8

NT - 03.11.1984, Blaðsíða 8
■ Sævar Bjarnason og Þröstur Þórhallsson hefja baráttu sína á miðvikudagskvöldið. Sævar vann eftir langa og stranga viðureign. ■ Benedikt Jónasson vann Davíð Ólafsson í síðustu umferð og tryggði sér þar með efsta sætið. Davíð varð einn í fjórða sæti. W'V Ojarnasoti t / Haustmóti TR lokið: Sævar og Benedikt efstirog jafnir ■ Eftir mikla og harða keppni á haustmóti TR hafa lyktir orðið þær í A-riðli að Benedikt Jónasson og Sævar Bjamason standa efstir og jafnir, hlutu báðir 8 vinninga af 11 mögulegum. Úrslit í riðlinum lágu ekki fyrir fyrr en seint á fimmtudagskvöldið en þá tókst Sævari Bjarnasyni að knýja fram sigur á hinum unga og efnilega Þresti Þórhallssyni í biðskák. Áður hafði Benedikt Jónasson unnið biðskák sína við Davíð Ólafsson. í 3. sæti í Sigurinn rann úr greipum Jóns L. Lí ■ Jón L. Arnason var ekki fjarri því að krækja sér í áfanga að stórmeistaratitli á skákmótinu í Bor í Júgóslavíu. Hann leiddi mótið lengi en gaf eftir á lokasprettinum og varð að gera sér 5. sætið að góðu. Tvær síðustu skákirnar þurfti hann að vinna til að ná áfanganum. Hann tapaði í 12. umferð fyrir Bandaríkjamann- inum DeFirmian sem hann hefur sigrað tvisvar fyrr á þessu ári og þar með rauk sá möguleiki út í veður og vind. En koma tímar... Sigurvegari varð heimamað- urinn Martinovic, hlaut 9 vinn- inga. í 2.-4. sæti urðu Ivkov frá Júgósiavíu, Kirov frá Búlg- aríu og Kudrin frá Bandaríkj- unum með 8 1/2 vinning. Jón varð einn í 5. sæti með 8 vinninga. Hann tefldi margar athyglisverðar skákir, vann t.d. bæði Kudrin og Kirov. Þá lagði hann Júgóslavann Abramovic að velli en Abram- ovic varð einmitt í 2. sæti á Reykjavíkurskákmótinu 1982. Skák þeirra fylgir hér á eftir: Hvítt: Jón L. Arnason Svar: Abramovic Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 Dc7 7. 0-0 Rf6 8. Khl Be7 9. f4 d6 10. Be3 0-0 11. a4 (Jón kann þessa byrjun betur en faðirvorið. Eigi ósjaldan hefur hann stýrt hvítu mönn- unum einmitt á þennan hátt. Gott dæmi er skák hans við Piu Cramling á síðasta Reykjavík- urskákmóti.) 11... Bd7 (f svipaðri stöðu lék Kasparov 1\. - He8 í 5. skák sinni við Kaxpov.) U. R&Jís6' 13. Bf3 Hab8 14. g4 Bc8 15. g5 Rd7 28. Bxf5 d4 29. Re4 dxe3 30. Rf6t! - Svartur gafst upp. Eftir 30. - Bxf6 31. gxfó er stutt í mátið. Þá strandar 30. - Kf8 á 31. Dxb4f. mótinu varð Hilmar Karlsson með 7 vinninga, Þröstur Þór- hallsson varð í 4. sæti með 6Vi vinning, Davíð Ólafsson í 5. sæti með 5 Vi vinning og í 6.-8. sæti urðu Gunnar Gunnars- son, Guðmundur Halldórsson og Halldór Jónsson með 5 vinninga. Ásgeir Þ. Árnason og Tómas Björnsson urðu í 9.-10. sæti með 4 Vi vinning. Sveinn Kristinsson varð í 11. sæti með 4 vinninga og lestina rak Uros Ivanaovic, bróðir júgóslavneska stórmeistarans Ivanovic, með 2'/2 vinning. Þeir Benedikt og Sævar þurfa að heyja einvígi um titilinn „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1984.“ Átta ár eru liðin frá því að slíkt einvígi var háð síðast, en á haustmóti 1976 urðu þeir jafnir Jón L. Árnason og Stefán Briem og í einvígi þeirra vann Jón stór- sigur, 3:0. Af samskipum þeirra segir ekki meira fyrr en ári síðar er Jón kom heim sem heimsmeistari unglinga. Gekk þá Stefán til hans og sagði: „Þú hefur bjargað heiðri mínum.“ í B-riðli urðu úrslit þau að Andri Áss Grétarsson vann sigur, hlaut 9Vi vinning úr.ll skákum. Ámi Á. Árnason varð í 2. sæti með 8 'h vinning, en hann tapaði í síðustu um- ferð og missti þar með af efsta sæti. 13. sæti varð Gunnar F. Rúnarsson með 7 'A vinning. Andri Áss er ungur skákmaður sem áreiðanlega á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. í C-riðli urðu úrslit þau að Haraldur Baldursson bar sigur úr býtum þó hann tapaði tveim síðustu skákum sínum. Hann halut 7 'h vinning af 11 mögu- legum. í 2. - 3. sæti urðu Jón Þ. Bergþórsson og Hjalti Bjarnason en báðir hlutu 7 vinninga. í D-riðli sigraði Þráinn Vig- fússon með 9 vinninga úr 11 skákum. Birkir Leósson varð 16. Í)e2 He8 17. Bg2 Rc5 (Upphafið að rangri áætlun. Betra er 17. - Bf8- ásamt g6 og - Bg7 við heppilegt tækifæri. Svarta staðan virðist þá nokkuð þröng en skot- grafahernaður af þessu tagi hefur þó gefist mörgum vel.) 18. Hf3 (Þessi hrókur á eftir að reynast svörtum erfiður.) 18.. . Rxb3 19. cxb3 Rb4 20. Hh3 g6 21. Df2 e5? (Sóknarþungi hvíts vex heldur við þennan leik en hitt, en það er þó ekki gott að finna hald- góða áætlun. Áætlunin - Rc5xb3 var algerlega misheppn- uð og svartur á eftir sem áður við mikla erfiðleika að etja.) 22. f5 d5 (Hugmyndin á bak við 21. - e5. En gagnatlagan á miðborð- inu kemst aldrei almennilega í gasn.) 23. Dh4 h5 24. Bf3! (Hótar mannsfórninni: 25. Bxh5. Svartur á enga vörn.) 24.. . Bf8 25. Bxh5! Bg7 (Ekki 25. - gxh5 26. Dxh5 Bg7 27. Ðh7t Kf8 28. f6. Tjaldið fellur.) 26. Bg4 gxf5 27. exf5 Bxf5 (27. - d4 fær þann enda sem getið var um í aths. viö 25. leik svarts.) Einvígi Karpovs og Kasparovs: Tólfta jafnteflið ■ Enn er allt við sama í Moskvuborg þar sem þeir fé- lagar Karpov og Kasparov búa sig undir vetursetu. Tólfta jafnteflið í röð varð staðreynd í gærkveldi. Geysileg uppskipti urðu í kjölfar endurbótar Kasparovs á taflmennsku sinni í 19. skákinni og urðu nú hlutverkaskipti hjá þeim. í þetta sinn varð Karpov að tefla af gætni til þess að forðast tap og eftir sinn 31. leik bauð hann jafntefli sem Kasparov þáði enda bauð staðan ekki upp á neitt annað. Einvígið hefur undanfarið tekið alveg nýja stefnu þar sem Kasparov virðist ætla að þrauka sem lengst jafnframt því sem það er eins og hann vilji segja mótstöðumanni sín- um að ekki geti hann vænst þess að vinna þessar tvær skák- ir sem hann þarf til að verja titilinn nema með því að taka áhættu. Og ekkert virðist Karpov fjarri skapi nú en að taka áhættu. Því má búast við jafnteflum í næstu skákum þó skákáhugamenn um allan heim vilji gjarnan sjá blóðið renna á nýjan leik. 21. einvígísskák: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð 1. Rf3d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Bxf6 7. Dd2 dxc4 (Endurbót Kasparovs á tafl- mennskunni í 19. skákinni þar sem hann lék 7. - 0-0 og varð síðan að berjast harðri baráttu fyrir jafntefli. Leikurinn virtist ekki koma Karpov verulega á óvart að sögn fréttaskeyta, því hann valdi hiklaust mjög hvasst framhald) 8. e4 c5 9. d5 exd5 10. e5 Bg5 11. Dxd5 Rc6 (Geysilega hvöss byrjun hef- ur leitt til flókinnar stöðu þar sem erfitt er að meta möguleik- ana til fullnustu. Svartur gat ekki leikíð 11. - Be6 vegna 12. Dxb7 o.s.frv.) 12. Bxc4 0-0 13. 0-0 Dxd5 14. Bxd5 (15. Rxd5 er sennilega best svarað með 15. - Be6 og svart- ur má vel við una.) 14.. . Rb4 15. Rxg5 Rxd5 16. Rxd5 hxg5 17. f4 (Vegna máthættu eftir h - línunni virðist þessi leikur gefa hvítum betri möguleika, en Kasparov verst óaðfinnanlega. Leikurinn einangrar e - peðið en hvítur átti vart betri kost.) 17.. . exf4 18. Hxf4 Hd8! (Best. Hvítur hótaði 19. Re7f og 20. Hh4 mát.) 19. Rc7 (Eftir 19. Re7t Kf8 20. Rxc8 Haxc8 hefur svartur betri færi vegna veikleika e - peðsins.) 19.. . Hb8 20. Hafl Hd7 21. Rb5 He7 Helgi Ólafsson skrifar um skák 22. Rxa7 (Heldur er það nú dapur- legur.kostur að þurfa að hirða annar með 8 vinninga. í E-riðli var teflt í opnum flokki en þar urðu efstir Magn- ús Kjærnested og Þröstur Árnason með 9 vinninga. í unglingaflokki þar sem keppendur voru 42 þurfti tveggja skáka einvígi til að fá úrslit.Hannes Hlífar Stefáns- son og Arnaldur Loftsson urðu jafnir með 7 vinninga af 9 mögulegum og í einvíginu varð Arnaldur hlutskarpari, hlaut 1 Vi vinning gegn lá. í fyrsta sinn komst stúlka í verðlaunasæti í þessu móti. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, systir Andra Áss, hlaut 6 Vi vinning og deildi 3. verðlaunum með nokkrum öðrum. Haustmót TR var að þessu sinni hið fjölménnasta sem haldið hefur verið frá 1972 en þátttakendafjöldinn þá var bein afleiðing þeirra skák- bylgju sem gekk yfir landið í kjölfar einvígis Spasskís og Fischers. írðð þetta peð einkum þegar haft er í huga að riddarinn lendir á villigötum. Karpov hefur þó metið stöðuna þannig að grípi hann ekki til róttækra aðgerða gæti hann lent í erfiðleikum. Sökudólgurinn er enn sem fyrr e5 - peðið.) 22.. . Bd7 (Hótar 23. - Ha8 og riddar- inn lokast af.) 23. a4 Ha8 24. Rb5 Bxb5 25. axb5 Ha5 26. b6 Hb5 27. b4! (Á þennan hátt tryggir hvít- ur sér jafnteflið. í fyrsta sinn í öllu einvíginu hefur Karpov fengið heldur lakari stöðu með hvítu.) 27.. . cxb4 28. Hbl b3 29. Hf3 b2 30. Hf2 Hexe5 31. Hfxb2 - og keppendur sömdu um jafntefli. Framhaldið gæti orð- ið 31. - Helf 32. Hxel Hxb2 33. He8t Kh7 34. He7 Hxb6 35. Hxf7 og þessi staða er auðvitað ekkert annað en jafn- tefli. Staðan: Karpov Kasparov 0(8!/’) Næsta skák verður tefld á mánudaginn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.