NT - 03.11.1984, Page 7

NT - 03.11.1984, Page 7
Á vörumörkuðum er verið að gefa álagningu frjálsa á ólíklegustu vörutegundum og gífurleg þensla á milliliðastig- inu er staðreynd. Dýrara lambakjöt fengum vid út úr því. Til að koma í veg fyrir misskilning, skal hér skýrt tek- ið fram, að undirritaður er alls ekki á móti frjálsri verðlagn- ingu og frjálsri samkeppni. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að betra væri að fara hægar í sakirnar og athuga gang okkar betur en hingað til. Kemur þá tvennt til. í fyrsta lagi megum við ekki gleyma því að þessi þjóð hefur aldrei þekkt neitt nema verðlagseftirlit í einhverju formi. Að skella frjálsri álagn- ingu jafn hratt yfir þjóðina og gert hefur verið, býður óhjá- kvæmilega tortryggni og hætt- um heim, eins og ef til vill best sést á hinu almenna umtali um hinn svokallaða milliliða- gróða. í öðru lagi - og það er öllu mikilvægara - verðum við að gera okkur grein fyrir að hug- myndafræði markaðshyggj- unnar er erlend að uppruna. Höfundar hennar eru menn, sem búa í stórum hagkerfum, þar sem launa- peninga- og vörumarkaðir eru bæði stórir ■ Verkfallsmenn á tali við forstjóra Ríkisskip. NT-mynd: Sverrir. an'ega ekki margir höfuðborg- arbúarnir, sem eiga ekki ætt- ingja eða kunningja, sem á beinan eða óbeinan hátt koma nálægt þjónustu við lands- byggðina. Beinn samdráttur á landsbyggðinni kemur þannig beint niður á efnahagslífí borg- arbúa og það vilja þeir áreiðan- lega allir forðast í lengstu lög. Þrátt fyrir mikinn áróður gegn landsbyggðinni í sumum dag- blöðum höfuðborgarinnar, sem er oftast byggður meir á heift en rökum, en tvímæla- laust mikill stuðningur meðal borgarbúa við þau sjónarmið, sem hér hafa verið reifuð, því menn skilja að það er efna- hagslega mikilvægt fyrir þétt- býlið að landsbyggðin búi við blómlegt atvinnulíf. Því má aldrei gleyma, að á íslandi býr ein þjóð í einu landi. þeir taki þessi skrif sem hin opinberu skrif Framsóknar- flokksins. Til að létta af þeim áhyggj- um, skal hér með upplýst að svo er ekki. Frekar er hér um að ræða hlutlausa skoðun á því, sem er að gerast á þessum mikilvægu umbrotatímum. Að vísu ber að hafa í huga, að frjálslynt og félagshyggjusinn- að blað eins og NT, getur varla talist hliðhollt markaðshyggju- mönnunum í íhaldinu, en það ætti varla að koma á óvart. Rauða strik Moggans Sem dæmi um þann hroll, sem leikur nú um allt í Aðal- strætinu má taka nokkuð at- hyglisvert mál frá því fyrr í vikunni. 1 leiðara NT sl. mánu- dag var m.a. skrifað: Samkvæmt heimildum NT &V ssvfenovto X Þorsteinn Pálsson um leióaraskrif NT. Þorateinn raissuu um " # , _ Benda til innbyrðisataka í Framsóknarflokknum Algerlega áábvwAW-Vitas," forsætisráðherra b O i ll_. - .. ■ qi.iurlmu,. .Vi& hiyrtui. 2££Í2~»““!í: —TSSSS SS2ZS& segirfoi Rit»t|ómoo I alstr®" * íal-a*01 uvtáAritarinnai ■ Morgunblaðið hefur kveinkað sér mjög undan leiðaraskrifum NT og getur með engu möti skilið að þær skoðanir sem þar eru settar fram eru ekki sendar eins og auglýsingar til birtingar. og sveigjanlegir. Hér uppi á skeri í norðurhöfum búum við einfaldlega ekki við þessar að- stæður. Markaðir eru litlir, framleiðendur og seljendur fáir og magnið takmarkað. Að mörgu leyti eru því grundvall- arforsendur fyrir starfsemi frjálsrar samkeppni ekki fyrir hendi. Með þessi tvö atriði í huga má segja að frumskógar- mennska hér undir heim- skaustsbaug sé bæði tíma- og staðarskekkja. Þrátt fyrir þess- ar athugasemdir telur undirrit- aður eðlilegt að unnið verði að frjálsara verðmyndunarkerfi, þegar slíkt á við. DREIFBÝLISMÁL er hinn málaflokkurinn, sem margir framsóknarmenn vilja sjá bet- ur að staðið, því það er orðin ríkjandi skoðun meðal þeirra, í þéttbýli sem dreifbýli, að allof mikill munur sé nú á kjörum og möguleikum manna eftir búsetu. Það er slæmur og því miður útbreiddur misskilningur, að jöfnunarstefna, hvað mögu- leika og kjör eftir búsetu varðar, komi einungis dreifbýl- isfólki til góða. Þeirri stað- reynd má nefnilega aldrei gleyma, að öll sú gífurlega þjónusta og öll þau gífurlegu viðskipti sem eiga sér stað við landsbyggðina, fara öll gegn- um höfuðborgarsvæðið á einn eða annan hátt. Þeir eru áreið- ATVINNUMÁL OG ný- sköpun á því sviði er í raun þriðja málið, sem framsóknar- menn munu sennilega leggja mikla áherslu á í stjórnarsam- starfinu. Þeir hafa lagt mikið upp úr því, að fjármagni verði beint til þróunar nýsköpunar á sviði atvinnumála og verið fyrstir flokka að því leyti. í þessu sambandi má minna á, að um næstu helgi verður hald- inn í Reykjavík aukafundur miðstjórnar flokksins, þar sem atvinnumál verða í brenni- depli. Á þessu sviði eru menn auðvitað að tala um mikla opinbera íhlutun, enda er smæð hagkerfisins slík að hið frjálsa kerfi á íslandi myndi aldrei vera fært um að standa að baki slíkra áætlana, sem menn hafa hér í huga. ÞAÐ ER MEÐ ólíkindum hvað Mogginn og sjálfstæðis- menn eru viðkvæmir fyrir þeim vangaveltum og þeim hug- myndum, sem reifaðar hafa verið í NT að undanförnu um stjórnarsamstarfið og hugsan- lega endurskoðun stjórnarsátt- málans. Það er engu líkara en • Aukafundur mið- stjómar Framsokn- arflokksins um næstu helgi hefur forsætisráðherra nú heimilað fjármálaráðherra að setja uppsagnarákvæði, þ.e. rautt strik, í samninginn til að greiða fyrir gerð hans. Þetta atriði verður varla metið til fjár fyrir BSRB menn, því svo mikilvægt er það til að vernda kaupmáttaraukningu samn- ingsins. Nú verður samstundis upp fótur og fit í Aðalstrætinu, því menn þar vildu alls ekki eigna Steingrími Hermannssyni það að liðkað hafi verið fyrir samn- ingum. Og því spyrja þeir hann að því hvort hann hafi heimilað fjármálaráðherra að setja uppsagnar- eða verð- tryggingarákvæði (leturbreyt- ing NT) í samning BSRB og ríkisins! Nú er auðvitað öllum heil- brigðum mönnum ljóst, að uppsagnarákvæði og verð- trygging er tvennt gjörólíkt. Nú, undirritaður sendir þá eftirfarandi athugasemd til birtingar í Morgunblaðinu: 1 frétt Morgunblaðsins á bls. 2 í dag 30.10 undir fyrirsögn- inni „Vitleysa“ - segir for- sætisráðherra um leiðara NT í gær, kemur m.a. eftirfarandi fram: „Ég hef verið að reyna að ná í ritstjórann til að fá að vita, hvaðan hann hefur þessa vit- leysu, því ég er manna harðast- ur gegn því að teknar verði upp kaupmáttartryggingar,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra...“ Laugardagur 3. nóvember 1984 7 I fréttinni kemur einnig fram, að tilefni spurningar Mbl. sé leiðari NT þar sem fram á að hafa komið, að forsætisráðherra á að hafa heimilað fjármálaráðherra að setja uppsagnar- eða verð- tryggingarákvæði í samninga BSRB og ríkisins. Öllum þeim, sem fylgst hafa með þessu máli er ljóst, að sé rétt eftir forsætisráðherra haft, hefur hann ekki lesið viðkom- andi leiðara NT. Varla getur það talist ásök- unarvert, en hitt er verra að Mbl. skuli bera upp leiðandi og villandi spurningar. Stað- reyndin er sú, að í áðurnefnd- um leiðara NT er hvergi minnst á hugtakið „verðtryggingará- kvæði“, heldur aðeins upp- sagnarákvæði, en á þessum tveimur hugtökum er grund- vallarmunur eins og öllum er ljóst. Reyndin hefur einnig orðið sú, að í samningi BSRB og ríkisins er uppsagnarákvæði - nákvæmlega eins og sagt hafði verið til um í leiðara NT. Með þökk fyrir birtinguna, Magnús Ólafsson, ritstjóri NT. Þessi athugasemd var.birt sam- stundis, en með þeirri furðu- legustu athugasemd Morgun- blaðsins, sem sést hefur á þeim síðum árum saman. Hún hljóðaði: í forystugrein NT á mánu- dag sagði „Samkvæmt heimild- um NT hefur forsætisráðherra nú heimilað fjármálaráðherra að setja uppsagnarákvæði, þ.e. rauft strik í samninginn til að greiða fyrir gerð hans. Þetta atriði verður varla metið til fjár fyrir BSRB-menn því svo mikilvægt er það tilaðvernda kaupmáttaraukningu samn- ingsins.“ (Leturbreytingar Mbl.) Eins og sjá má af þessari tilvitnun hélt NT því fram, að forsætisráðherra hefði fyrir sitt leyti samþykkt verðtrygging- arákvæði í samningunum við BSRB. Athugasemd Magnús- ar Ólafssonar, ritstjóra NT, er gersamlega út í hött og engu líkara en að hann hafi ekki lesið forystugrein blaðs sins.! Þessi athugasemd Morgun- blaðsins er athyglisverð fyrir þær sakir að hún sýnir hve lítið álit blaðið hefur á sjálfstæðri hugsun lesenda þess og svo lítið er álitið að það nálagst mest fyrirlitningu. Þeir undirstrika hugtakið rautt strik, sem þýðir auðvitað ekkert annað en að þegar verð- bólgan er komin upp í eitthvert tiltekið mark, tekur uppsagn- arákvæðið gildi. Þetta ákvæði verndar auðvitað kaupmáttar- aukningu samningsins, því sé verðbólgan búin að éta kaup- hækkunina upp, er hægt að segja samningnum upp. í reynd kom þetta þannig út, að BSRB getur sjálft ákveðið hvar rauða strikið er. Hér er hvergi minnst einu einasta orði á verðtryggingu, en þrátt fyrir það reynir Morg- unblaðið að spyrja villandi og leiðandi spurningar í því sam- bandi. Og ekki nóg með það, heldur reynir það einnig að villa fyrir lesendum sínum með þessari furðulegu athugasemd. Þetta eru vítaverð vinnubrögð hvernig, sem á málið er litið og ekki er hægt að gera annað en hvetja landsmenn til að lesa Mbl. af vandvirkni hér eftir, ef menn lesa það þá á annað borð. • Mogginn og rauða strikid: Af hverju ótt- ast þeir saklausar athugasemdir? Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Haltarímsson Innblaðsstjóri: Oddur Ólafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Bla&aprent h.f. Fjötraðir og frjálsir skrokkar ■ í leiðara NT fyrir nokkrum dögum var fjallað um afleiðingar frjálsrar álagningar hvað kindakjöt varðar og bent á þá athyglisverðu staðreynd, að verðið hefur hækkað verulega frá því álagning var gefin frjáls miðað við það sem verið hefði að óbreyttum kringumstæðum. S.l. miðvikudag birtist í NT grein eftir Guðmund Stefánsson, landbúnaðarhagfræðing, sem fjallar einmitt um þetta málefni. Þar segir m.a.: „Síðustu misseri hafa verið sannkallaðir sælutímar fyrir „frjálsræðisgaura“ þessa lands. Kröfur um aukið frelsi verða sífellt háværari og frelsisþráin jafnvel rekur ráðherra landsins til lagabrota - hvað þá hinn óbrotna almúga. Skipulag, samtök og samvinna eru nú bannorð, en lykilorðin eru frelsi og samkeppni. Það er auðvitað svo, að einstaklingurinn verður að njóta sín og hér er ekki verið að skrifa á móti frelsi í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að oft eru samtök, samvinna og skipulag forsenda þess að ýmsir njóti frelsisins og þeirra réttinda sem öllum eru ætluð. Samkeppni er ekki forsenda árangurs og sé hún óheft er hún oft til skaða. Verðlagskerfi lándbúnaðarins hefur oft verið nefnt sem dæmi um skipulagningu sem allir skaðast á og ekki síst neytendur þessa lands. Neytendasamtökin hafa enda gert harða hríð að þessu kerfi með formanninn í broddi fylkingar eins og vera ber. Því hefur verið haldið fram að hið svokallaða Sexmannanefndarkerfi leiddi til hærra vöruverðs, en þar sem frjálsræðið ríkti væri allt betra. Og nú hefur langþráður draumur ræst, a.m.k. að hluta. í mars s.l. hætti Sexmannanefnd að verðleggja kindakjöt nema í heilum skrokkum. Smásöluálagning var því gefin frjáls á einstökum hlutum skrokksins, en það þó sett að skilyrði, að álagningin yrði að miðast við að heildarverð skrokksins héldist óbreytt m.v. verðlagn- ingu Sexmannanefndar. Nú skyldi maður ætla, að frjálsri álagningu yrði ekki skotaskuld úr því að verða við þessu skilyrði og samkeppnin skilaði neytendum lægra vöruverði. Verð- lagsstofnun gerði í ágúst s.l. könnun á verði lambakjöts í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Engu er líkara en eitthvað hafi farið hér úr böndun- um, því „frjáls“ skrokkur er talsvert dýrari en sá sem er í „fjötrum“. Meðalverð frjálsa skrokksins er rúmar 147 krónur kílóið, en skv. verðlagningu Sexmannanefndar rúmar 139 krónur. Verð á einstökum hlutum skrokksins hefur hækkað mikið. Þannig hafa læri hækkað við frjálsa álagningu um tæpa 31 krónu eða um nær 18%.“ Frjálsa álagningin hefur þannig alls ekki haft þau áhrif í þessu tilfelli að lækka verðið. í lokaorðum sínum segir Guðmundur Stefánsson: Ýmislegt má að verðlagskerfi landbúnaðarins finna og þess e.t.v. ekki langt að bíða að gerðar verði ýmsar breytingar á því. Helstu gallar kerfisins eru, að það er þungt í vöfum og nokkuð fast fyrir, þó ýmsum þyki það líka kostur. En verðlagning Sexmannanefndar hefur verið aiðhaldssöm og án efa eiga kvartanir kaupmanna við einhver rök að styðjast þegar þeir hafa haldið því fram að smásöluálagningin hafi verið of lágt reiknuð. Það er því þeim í hag að álagningin er gefin frjáls, en það er vandséð að neytendur hafi sérstakan hag af slíku. Ég held því að það sé eftir atvikum heppilegast, að tekin verði upp skýrari verkaskipting og neytendasamtökin einbeiti sér að hag neytenda, en öðrum látið eftir að berjast fyrir „frelsinu“.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.