NT


NT - 03.11.1984, Side 31

NT - 03.11.1984, Side 31
Laugardagur 3. nóvember 1984 31 Léikir Víkings og Fjellhammer: Alltviðþaðsama Fjellhammer hafnaði tilboði Víkinga - Víkingar munu leika Þorbergur meiddist í Finnlandi. Þorbergur ekki með ■ Þorbergur Aðalsteinsson, hinn sterki leikmaður Víkings og landsliðsins í handknattleik er meiddur og mun að öllum líkindum ekki geta leikið með Víkingum í leikjum þeirra gegn Fjellhammer í Evrópukeppni bikarhafa. Þorbergur meiddist á hné er hann var við keppni með lands- liðinu á Norðurlandamótinu í Finnlandi fyrirskömmu. Óttast var að gera þyrfti uppskurð á Þorbergi, og var hnéð speglað. Það reyndist ekki þurfa, en Þorbergur verður frá keppni í nokkurn tíma. „Þetta er mikil blóðtaka fyrir BikarkeppniníBelgíu: Sævar skoraði - Amór lék með Anderlecht að nýju Frá Reyni Þór Finnbogasyni fréttamanni N'i í Hollandi: ■ Sævar Jónsson skoraði úr vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni eftir leik CS Brugge og Antw- erpen í belgísku bikarkeppninni í fyrrakvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0, og Sævar var einn þriggja sem skoruðu fyrri Brugge í víta- spyrnukeppninni sem á eftir fór, en hana unnu Bruggemenn 3-0. Sævar lék stöðu miðvarðar í leiknum og lék mjög vel. Anderlecht komst áfram í keppninni með því að slá Wint- erslag út. Úrlsitin urðu 2-0, og skoraði Vanderberg annað markið en hitt var sjálfsmark. Arnór Guðjohnsen lék síðustu 25 mínútur leiksins, og stóð sig vel. Anderlecht og CS Brugge eru nú komin í 16 liða úrslit keppninnar. okkur, og kemur sér sérlega illa í útileikjunum gegn Fjell- hammer", sagði Hallur Halls- son stjórnarmaður í handknatt- leiksdeild Víkings í gær. ■ Allar tilraunir Víkings og Handknattleikssambands Is- lands til að leiðrétta misrétti það sem Norðurlandadeild stjórnar IHF, Alþjóðahand- knattleikssambandsins beitir Víkinga með ákvörðun sinni varðandi niðurröðun og fyrir- komulag leikja Víkings og Fjell- hammer í Evrópukeppni bikar- hafa í handknattleik hafa farið út um þúfur. „Það er enn verið að troða á íslenskum íþrótta- mönnum. Við erum einskis metnir miðað við aðra þegar svo ber undir“, sagði Hallur Hallsson stjórnarmaður í hand- knattleiksdeild Víkings í sam- tali við NT í gær. Jón Hjaltalín formaður HSÍ talaði við Svíann Kurt Wad- mark í gær, og bar upp við hann tillögu þess efms aö leikirmr yrðu 5. og 8. nóvember heima og heiman. Wadmark sagði málið úr sínum höndum, en sagði að ef V íkingar gætu samið við Fjellhammer um þetta væri hann samþykkur. - Fundur hjá Fjellhammer í gær hafnaði til- lögunni, og eru þvf Víkingar skikkaðir til að ieika báða leik- ina í Noregi, og greiða uppihald sitt sjálfir. „Þetta er kostnaður upp á 170 þúsund fyrir okkur", sagði Hallur. Víkingar verða með Fundur leikmanna Víkings í gær samþykkti einróma að leika við Norðmennina, og sigra þá á þeim vettvangi í stað hinnar illu meðferðar sem Norðmennirnir hafa staðið fyrir. „Við höfum þegar fengið ioforð um framlög frá fyrirtækj- um og stofnunum sem vilja styðja okkur í þessu máli upp á tugi þúsunda, og það er mjög þakkarvert", sagði Hallur Hallsson í gær. „Þetta hefur borið við, sér- staklega í handboltanum, að íslensk íþróttahreyfing er látin sæta afarkostum. HSÍ hefur mótmælt þessu og mun mót- mæla þessu. Við munum halda þessu áfram, bera fram mót- mæli og senda greinargerðir til IHF þar sem við mótmælum þessum vinnubrögðum. Og okkur finnst full ástæða til þess að íþróttasamband íslands taki þetta mál upp", sagði Hallur Hallsson í gær. Celtics vann New Jersey ■ Boston Celtics sjgraði New Jersey Nets 116-105 í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrra- kvöld. Tveir aðrir leikir voru, Milvaukee Bucks vann Washington Bullets 105-79, og Dallas Maver- icks vann Indiana Pacers naumt, 101-100. íþróttir helgarinnar: Körfubolti Úrvalsdeildin í körfuknattleik er í gangi í dag og á morgun. í dag keppa KR og Njarðvík í íþróttahúsi Hagaskóla klukkan 14, og á morgun mætast ÍR og Valur í Seljaskóla klukkan 20. í 1. deild kvenna eigast við KR og Njarðvík í Hagaskóla klukkan 15.30, ÍS og Haukar mætast á mánudagskvöld í Kennaraháskólanum klukkan 20. Reynir og Laugdælir mætast í 1. deildinni í Sandgerði klukkan 14 á morgun. Blak íslandsmótið hófst í gærkvöld, og verð- ur sagt frá því í mánudagsblaðinu. Á morgun eru þrír leikir, Víkingur og ÍS í 1. deild karla klukkan 19.00 og Fram og Þróttur klukkan 21.30. Á milli leika Víkingur og ÍS í 1. deild kvenna. Leikirnir eru í Hagaskóla. Handboiti . Keppt í 2. aldursflokki karla og kvenna um helgina. Strákarnir keppa á Varmá, Selfossi, í Keflavík og í Hafnarfirði. Stelpurnar keppa í Ásgarði, Digranesi og í Seijaskóla. Badminton Landsliðið er að keppa í Færeyjum. Að auki er firmakeppni TBR á sunnudag. Sund Bikarkeppni í 2. deild er nú um helgina í Hafnarfirði. Hófst í gærkvöld og lýkur á sunnudag. Vestri, Bolungarvík og KR eru sigurstranglegust og bítast væntanlega um eina fyrstudeildarsætið sem í boði er. Hin liðin eru UMFN, Borgarnes, ÍBV og Ægir. Borussia Dortmund í slæmum kröggum ■ Borussia Dortmund, v-þýska félagið sem þeir Atii Eðvaldsson og Magnús Bergs léku eitt sinn með, er nú í mikium kröggum. og hefur ný bráðabirgðastjórn félagsins beðið almenning umm hjálp. Nýja stjórnin tók við í síðustu viku eftir að öll stjórn liðsins hafði sagt af sér í kjölfarið voru framkvæmdastjóri og þjáífari liðsins reknir og nýr ráðinn. Stjórnin sagði á blaðamannafundi í fvrradag að skuldirnar væru mun meiri en óttast hefði verið, og félagið kæmist ekki út úr kröggunum hjálparlaust. Skuldir félagsins munu nema um 90 milljónum íslenskra króna, og féiagið mun tapa um 2,2 milljónum ísl. króna á mánuði. Stjórnin hefur beðið fólk um að mæta betur á völlinn. ef áhorfendafjöldi auk- ist úr 23000 aö meðaltali í 30000 sé málunum bjargað á þessu keppnistíma- bili. Vtboð Útboösskilmálar, sem eru hliöstæöir þeim sem gilt hafa ífyrri útboöum, liggja frammi ásamt tilboðseyðublaði í afgreiðslu Seölabankans, en þeir eru helstir: 1. Gert sé tilboð í lágmark 5 víxla hvern að fjárhæð kr. 50.000.- þ.e. nafnverð kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því. 2. Tilboðstrygging er kr. 10.000.- 3. Útgáfudagur víxlanna er 9. þ.m. og gjalddagi 8. febrúar 1985. 4. Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og án þóknunar. 5. Um skattlega meðferð þeirra gilda sömu reglur og hverju sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum. Ríkisvíxlar eru ein hagkvæmasta skammtímaávöxtun sem völ er á. Meðattals ársávöxtun í undangengnum útboðum hefur verið sem hér segir: Júlíútboð 25,6% ágústútboð 25,8% septemberútboð 27,8% októberútboð 27.7% Skilafrestur tilboöa er til kl. 14:00 miðvikudaginn 7. nóvember 1984. Tilboðum sé skilað til lánadeildar Seðlabanka íslands Hafnarstræti 10, Reykjavík fyrir þann tíma. Reykjavík 3. nóvember 1984. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.