NT - 05.11.1984, Page 3
Bakkus algengur ökumaður:
Selfosslögreglan
stóð í stórræðum
■ Selfosslögreglan haföi af-
skipti af sjö mönnum, sem
grunaðir voru um ölvun við
akstur, frá því á föstudag og
þar til síðdegis í gær. Er það
eins og um verstu sumarhelgi,
að sögn lögreglunnar.
Fyrstu dansleikir eftir verk-
fall opinberra starfsmanna
voru haldnir fyrir austan fjall
um þessa helgi og telja menn
það skýringuna á þessum
mikla ölvunarakstri. Þeir, sem
voru gómaðir með Bakkus í
fanginu,voru frá ýmsum bæj-
um hér í grenndinni. Einhverj-
ir munu hafa ekið heldur
ógætilega, en ekki hlutust al-
varlegir skaðar af.
Lögreglumenn annars stað-
Mánudagur 5. nóvember 1984 3
ar á landinu áttu náðugri daga
og það kom sumum á óvart
hversu rólegt allt var, eftir
þessa löngu áfengis- og dans-
leikjaþurrð.
Trausti veðurfræðingur skrifar leikrit:
Nafnlaus farsi
- um mann sem kemur heim eftir langa fjarveru
■ „Þráðurinn er flókinn og
ekki hægt að lýsa honum í
smáatriðum, en verkið fjallar
um mann sem kemur aftur til
heimahaganna eftir langa
fjarveru," sagði Trausti Jóns-
son veðurfræðingur í samtali
við NT, þegar hann var
spurður út í leikrit eftir
hann; sem leikdeild Ung-
mennafélagsins Skallagríms
í Borgarhesi ætlar að sýna í
vetur.
Trausti sagði, að þetta væri
farsi og hefði hann verið
skrifaður í fyrra. Nafn á
stykkið hefur ekki enn verið
ákveðið.
Þetta er í annað sinn, sem
Trausti skrifar leikrit. Áður
hefur leikdeild Skallagríms
flutt eftir hann verkið Svein-
björgu Hallsdóttur. Trausti
var spurður hvort hann ætl-
aði sér að skrifa annað leikrit
til.
„Ég hef ekki hugmynd um
það,“ sagði Trausti Jónsson
veðurfræðingur og tveggja
leikrita skáld. Enn sem kom-
ið er.
Sandgerðisvegur:
Lét lífið
í bílveltu
■ Tæplega 27 ára gamall maður úr
Garðinum lét lífið aðfaranótt laugar-
dagsins, er bifreið hans fór út af
Sandgerðisvegi og valt nokkrar
veltur. Atburður þessi átti sér stað
um kl. 04. og var ökumaðurinn látinn
er komið var með hann á sjúkrahúsið
í Keflavík. Hinn látni hét Ingimundur
Guðmundsson og var hann einn í
bílnum, þegar slysið varð.
Þjófur um nótt:
Gómaður í
Orkustofnun
■ Lögreglan handtók innbrotsþjóf
í húsi Orkustofnunar við Grensásveg
aðfaranótt laugardags. Hafði maður-
inn brotið rúðu til að komast inn í
húsið og voru það einu skemmdirnar,
sem hann hafði unnið, er hann var
gómaður. Tveir aðrir menn voru
einnig handteknir við staðinn, en þeir
tengdust málinu ekki og var þeim
sleppt eftir yfirheyrslur. Innbrots-
manninum hefur einnig verið sleppt.
Sjómenn þinga
■ Sjómannasambandið heldur sitt
14. þing í Reykjavík dagana 8. til 10.
nóvember næstkomandi og verða
helstu umræðuefni þingsins kjaramál
sjómanna og öryggismál. Rétt til
þingsetu eiga 60 fulltrúar frá 40
aðildarfélögum. Þingið verður í Borg-
artúni 18.
Upphaflega var fyrirhugað að
halda þingið 18. til 20. október en
verkföll komu í veg fyrir það, þar eð
ekki var hægt að auglýsa þingið í því
fjölmiðlaleysi sem þá var. Þá má geta
þess að út er komið málgagn Sjó-
mannasambandsins, Sæfari og er þar
margt fróðlegra pistla og greina úr
sjávarútveginum.
Alþjóðaskákmót flugfélaga:
Flugleiðamenn
unnu í3. sinn
■ Skáksveit Flugleiða sigraði á al-
þjóðlegu skákmóti starfsmanna
flugfélaga, sem fram fór í Mexíkóborg
fyrir skömmu. Hlutu Flugleiðamenn
22 vinninga. Alls tóku sveitir 24
félaga þátt í mótinu og voru tefldar 8
umferðir. í 2. - 3. sæti voru A-sveitir
Varig og KLM með 21.5 vinning.
Mót þetta var hið sjöunda í röðinni,
sem alþjóða flugfélög hafa haldið og
í 3. sinn, sem sveit frá Flugleiðum ber
sigur úr býtum. Áður sigruðu þeir
1978 og 1982. Ekkert annað flugfélag
hefur sigrað oftar en einu sinni.
Skáksveit Flugleiða skipuðu þeir Karl
Þorsteins, Hörður Jónsson, Andri
Hrólfsson og Hálfdán Hermannsson.
Nr. 1 í JAPAN
Já, í Japan, landi þar sem almenn
neytendaþel<l<ing er á háu stigi og gæðakröfur eru miklar, er
Panasonic mest keypta VHS myndsegulbandstækið.
Panasonic er að sjálfsögðu einnig mest lœypta
VHS myndsegulbandstæl<i í heimi.
NV-370 NÝ HÁÞRÓUÐ TÆKI
FYRIR KRÖFUHARÐAN NÚTÍMANN.
• 8 liöa fjarstýring
• Quarts stíröir beindrifnir mótorar
• Quarts klukka
• 14 daga upptökuminni
• 12 stööva minni
• OTR: (One touch timer recording)
• Rafeindateljari
• Myndleitari
• Hraðspólun meö mynd áfram
• Hraðspólun með mynd afturábak
• Kyrrmynd
• Mynd skerpu stilling
• Mynd minni
• Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa)
• Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt
að taka 10—12 fréttatíma fram í tímanm
• Sjálfspólun til baka
• Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og
gamalt efni.
• Tækið byggt á álgrind.
• Fjölvísir Multi-Function Display
Panasonic gæði. varanleg gæði.
AKRANES; Stúdíóval. AKUREYRl: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabúöin. BORGARNES: Kaupfélagið.
ESKlF|ÖRDUR: Pöntunarfélagið. HAFNARF|ÖRDUR: Kaupfélagið Strandgötu. HELLA: Mosfell.
HORNAFIÖRDUR: Radíóþjónustan. NESKAUPSTADUR: Kaupfélagið. SAUDÁRKRÓKUR: Rafsjá.
SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYDISF|ÖRDUR: Kaupfélagið. TÁLKNAF|ÖRDUR: Bjarnarbúð.
VESTMANNAEY|AR: Músík og Myndir.
#
WJAPIS hf
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133