NT - 05.11.1984, Page 6

NT - 05.11.1984, Page 6
Mánudagur 5. nóvember 1984 6 Vettvangur Stjórnmálayfirlýsing flokksráðs og formannafundar Sjálfstæðisflokksins ■ Flokksráðs- og formanna- fundur Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir miklum áhyggjum vegna erfiðleika í sjávarútvegi og yfirstandandi kjaradeilu og leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir þjóðina að gagnkvæmur skilningur og samstaða náist milli aðila. íslendingar hafa nú um þriggja ára skeið búið við minnkandi þjóðarfram- leiðslu. Vegna ástands fiski- stofna hefur orðið að draga úr veiðum og verðfall og sölu- tregða er á erlendum mörk- uðum. Mikil fjárfesting í út- gerð og fiskvinnslu hefur ekki skilað þeim arði, sem til var ætlast. Það er alvarlegt um- hugsunarefni að við slíkar að- stæður skuli rísa kröfur um miklar kauphækkanir og að þeim skuli fylgt eftir með verk- föllum. Það er vissulega rétt, að Islendingar búa nú við verri kjör en þeir höfðu áður vanist, þegar betur áraði. Sú kjara- skerðing var óhjákvæmileg vegna versnandi þjóðaraf- komu og liefði komið harðar niður á öllum, ekki síst þeim lægst launuðu, ef verðbólgan hefði fengið að geisa áfram sem fyrr. Kjaraskerðingin var ekki vegna hjöðnunar verð- bólgu, heldur tókst vegna þeirrar hjöðnunar að halda í horfinu á þessu ári, þrátt fyrir að ytri skilyrði færu enn versn- andi. Því má heldur ekki gleyma, að sérstakar ráðstaf- anir hafa verið gerðar til að milda áhrif kjaraskerðingar- innar hjá þeim, sem verst eru settir. Brýnt er sem fyrr að því sé haldið áfram, ekki síst með því að leiðrétta það misrétti, sem stafar af úreltum skatta- lögum og með því að færa opinbera þjónustu í hagkvæm- ara horf. Fundurinn fagnar þeim ár- angri sem náðst hefur til að vinna bug á verðbólgunni og vekur athygli á að stöðugleiki hefur verið í efnahagslífinu síðustu tvö misserin. Þetta var kjarninn í stefnuskrá flokksins fyrir síðustu kosningar og grundvöllur að myndun ríkis- stjórnar. Frjálsræði í við- skiptum og aukin samkeppni í öllum greinum hefur lagt grunn að nýskipan efnahags- lífsins. Þetta hefur borið þann árangur, að æ fleiri fyrirtæki leita inn á nýjar brautir í framleiðslu sinni og takast á við margbrotnari verkefni en áður eins og m.a. kom fram á nýafstaðinni sjávarútvegssýn- ingu, sem vakti mikla athygli. Slík vöruþróun, sem stefnir á erlendan markað, var óhugs- andj á tímum örra gengisbreyt- inga. Frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins í stóriðjumálum hef- ur þegar skilað skjótari og bctri árangri, en flestir þorðu að vona. Þannig hefur orku- verð til álversins tvöfaldast og nú eru til umræðu ýmsir stór- iðjukostir, þar sem ekki var eftir leitað eða íslendingar komu að lokuðum dyrum, meðan ráðherra Alþýðu- bandalagsins sat í iðnaðar- ráðuneytinu. Einungis með auknum af- rakstri þjóðarbúsins er unnt að bæta kjör hvers og eins. Saga íslendinga og reynsla annarra þjóða sýnir að saman fer frelsi einstaklingsins til athafna og velferð þjóðarheildarinnar. Fundurinn leggur áherslu á, að ekki megi glata þeim ár- angri, sem náðst hefur með stuðningi þjóðarinnar allrar. Hann lýsir yfir stuðningi við samkomulag stjórnarflokk- anna frá 7. seþtember s.l. og leggur áherslu á eftirfarandi 5 atriði: 1. Jafnvægi í efnahagslífinu verður að treysta með gagn- gerum aðgerðum á sviði peninga- og ríkisfjármála. Feli þær m.a. í sér aukið frelsi og ábyrgð viðskipta- bankanna og geri það kleift að gengi krónunnar haldist stöðugt og jafnvægi haldist í viðskiptum við útlönd. 2. Tekið er undir hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að greiða fyrir lausn kjaramála með afnámi tekjuskatts á almennar launatekjur og að skattleysismörk verði hækkuð. Það er þýðingar- mikill þáttur í því, sem að skal stefnt, að. dagvinnu- tekjur einstaklings nægi til framfærslu meðalfjöl- skyldu. Tekjum hjóna verði skipt á milli þeirra fyrir álagningu skatts. 3. Erlendar skuldir þjóðar- búsins vaxi ekki nema undir þeim verði staðið með nýj- um gjaldeyristekjum svo sem af orkusölu til stóriðju eða nýiðnaði og nýjum at- vinnugreinum. 4. Hafist verði handa um endurmat á hvers konar starfsemi, sem kostuð er af almannafé til þess að koma við nútímalegri hagræðingu og sparnaði, m.a. með því að leggj a niður eða sameina stofnanir og með tilfærslum á starfsfólki. Þá ber að gaumgæfa að hve miklu leyti þjónusta sem nú er á opinberum vegum sé betur komin í höndum einkaað- ila. Þeim sparnaði, sem þannig næst fram, skal m.a. varið til að mæta skatta- lækkunum og bæta starfsað- stöðu og kjör opinberra starfsmanna. Sjávarúteginum verði skap- aður eðlilegur starfsgrund- völlur. í því sambandi er mikilvægt að leitað verði leiða til að draga úr rekstr- arkostnaði og auka fjöl- breytni í framleiðslu sem fylgt verði eftir með öflugu markaðsstarfi. 6. Koma þarf á frjálsræði í innflutningi og sölu á bens- íni og olíuvörum, þannig að tryggt sé að sjávarútveg- urinn og aðrir notendur geti notið lægsta fáanlegs verðs á hverjum tíma 7. Vinna ber að áframhald- andi uppbyggingu stóriðju og kanna iðnaðarkosti sem geta notað jarðgufu beint til framleiðslu sinnar. 8. Fundurinn lýsir ánægju yfir gangi viðræðna við Alu- suisse um álverið í Straunrs- vík, en samningur hefur verið gerður um stórhækk- að raforkuverð og í sjón- máli er lausn deilumála, sm að undanförnu hafa verið rekin fyrir gerðardómi. Haldið verði áfram samn- ingum við Alusuisse um breytt skattkerfi og stækk- un álversins í Straumsvík. 9. Búvöruframleiðslan verði sem næst þörfum innlenda markaðarins, en lögð aukin áhersla á gagngerar umbæt- ur í vinnslu, sölu og mark- aðssetningu landbúnaðar- vara innan lands og utan. Stuðlað verði að loðdýra- rækt til útflutnings en áhersla lögð á fjölþætta at- vinnuuppbyggingu í byggð- um landsins. 10. Fiskræktartilraunir verði efldar og greitt fyrir því að einstaklingar geti Iagt fé sitt í fiskrækt og fengið jafnframt eðlilega lánafyr- irgreiðslu svo að hún geti á skömmum tíma orðið öflugur atvinnurekstur líkt og þegar er orðið hjá nágrannaþjóðunum. 11. Arðsemissjónarmið verði látin gilda, þegar ráðist er í nýjar fjárfestingar. Fjár- festingarlánasjóðum at- vinnuveganna verði fækk- að og lánveitingar þeirra fari í gegnum hið almenna bankakerfi. Linað verði um tök ríkisvaldsins á bankakerfinu og ríkis- bönkunum breytt í hluta- félög með það fyrir augum að bankarnir komist í eigu einstaklinga ogfyrirtækja. 12. Skilin milli verkefna ríkis og sveitarfélaga verði skerpt og beina skatt- heimtan færð í hendur sveitarstjórna. 13. Afnumin verði óþarfa íhlutun og afskipti ríkis- valdins af atvinnurekstrin- um. 14. Auka þarf framleiðni at- vinnulífsins. Til þess að ná því markmiði ber m.a. að bæta þekkingu og örva frumkvæði starfsfólks og stjórnenda og fjárfesta í rannsóknum, vöruþróun og markaðsstarfi. Athuga ber hvernig opinber stuðn- ingur geti nýst til þessa. Mikilvægt er að efla Há- skóla íslands og aðrar stofnanir, sem fyrir eru á þessum sviðum, og koma á nánara samstarfi milli atvinnulífsins og mennta- kerfisins. 15. Ríkiseinokun á útvarps- rekstri verði afnumin. 16. Tryggja verður betri nýt- ingu fjármagns og skilvirk- ari afgreiðslu húsnæðis- lána úr Byggingasjóði ríkisins, einkum til þeirra sem örðugast eiga. 17. Auka þarf gæði menntun- ar. Leggja þarf áherslu á sérmenntun, sem er undir- staða nútíma atvinnu- og lífshátta. Tæknibylting stendur nú yfir í öllum þróuðum þjóðfélögum. Hraða þarf viðbúnaði menntakerfisins í því sambandi. Til þess að auka þjóðartekjurnar og bæta lífskjörin þarf vel menntað fólk með frumkvæði og nýjar atvinnuhugmyndir. Ef menntkerfið á að geta gegnt hlutverki sínu vel er nauðsynlegt að efla menntun kennara og endurmeta kjör þeirra. 18. Lögð verði áhersla á að varðveita þann árangur, sem náðst hefur í heil- brigðismálum. Gera þarf langtíma áætlanir í heil- brigðismálum og vinna að auknu forræði sveitarfé- laga. Efla ber heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa. Kostir einkareksturs og frjálsra félagasamtaka í heilbrigðisþjónustu verði betur nýttir. Sjálfstæðismenn hafa sem fyrr forystu í landhelgismálum. Þjóðin verður að standa sam- einuð vörð um réttindi þau, sem hún á að þjóðarrétti. Nú stendur baráttan um að tryggja hafsbotnsréttindi á Rockall- hásléttu og Reykjaneshrygg. Samhliða því að gæta samn- ingsbundinna réttinda á Jan Mayen-svæðinu. Þessi barátta á m.a. að beinast að sameign, samnýtingu og varðveislu nyrstu svæða Atlantshafsins í samræmi við fjölmargar álykt- anir Alþingis. Formanna- og flokksráðs- fundur ítrekar stefnu Sjálf- stæðisflokksins í varnar- og öryggismálum sem byggist á varðstöðu um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar í samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir. Ráðstefnan fagnar tillögum utanríkisráðherra um að ís- lendingar verði virkari en verið liefur í varnarsamstarfi innan Atlantshafsbandalagsins og auki hlut sinn í eftirTitsstörfum í lofti og á legi við ísland. Hvatt er til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi á Alþingi forystu um mótun sameigin- legrar stefnu allra flokka í Ályktanir kjördæmisþings Alþýðu- bandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra ■ Ályktun um kjaramál Kjördæmisþing Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, haldið 27. og 28. októ- ber 1984, lýsir yfir fullum stuðningi við sanngjarnar kröfur launafólks í yfirstand- andi kjaradeilu. Þingið lýsir yfir aðdáun sinni á baráttu BSRB-félaga, einkum þeirri samstöðu og virkni, sem félagar hafa sýnt. Telur þingið að þessi barátta sé öllu launa- fólki í landinu gott fordæmi. Þá fordæmir þingið þá hörku og óbilgirni sem ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar hennar hafa sýnt í samskiptum sínum við launafólk. Á valdaskeiði núverandi ríkisstjórnar hefur verið hlúð að fjármagnseig- endum með fullri verðtrygg- ingu og stórhækkun vaxta, en á sama tíma hefur kaupmáttur almennra launa lækkað um 30% vegna afnáms verðtrygg- ingar á laun. Þingið bendir á að mestu skiptir að launafólk sýni órofa samstöðu í baráttu sinni við fjármagnseigendur með VSÍ og ríkisstjórnina í broddi fylkingar. Þingið varar eindregið við þeirri skattalækkunarleið, sem til umræðu hefur verið og minnir á mikilvægi samneysl- unnar í íslenskum þjóðarbú- skap. Samdráttur í opinberri þjónustu mun óhjákvæmilega komast harðast niður á þeim sem minnst mega sín í samfé- laginu, svo sem sjúkum, öldr- uðum og öryrkjum. Þingið leggur áherslu á að í komandi samningum verði kaupmáttartrygging þannig, að vinnufriður haldist og kom- ijí veroi hjá sífelldum aðförum Sfýórnvalda að kjör::,. t almenn- iitgs. Kauptaxtar taki það mikiuin hækkunum að þeir verði raun- hæfir, þannig að launa- greiðslur verði ekki geðþótta- atriði viðkomandi atvinnurek- enda, og að laun og fjármagn njóti sömu verðtryggingar- kjara. Laun verkafólks og sjó- manna verði leiðrétt með því að fella niður tveggja taxta kerfið og breyta hlutaskiptum og þannig verði reynt að stöðva fólksflótta úr undirstöðuat- vinnuvegunum. Vextir af húsnæðislánum verði stórlega lækkaðir og auknu fjármagni veitt til hús- næðismála, sem meðal annars verði notað til að efla verka- mannabústaðakerfið og veita hinum nýju húsnæðissam- vinnufélögum fyrirgreiðslu með svipuðum kjörum. Þingið mótmælir harðlega þeirri stefnu stjórnvalda að gefa verðlagningu á vöru og þjónustu algerlega lausan tauminn, á meðan kaupgjald er ýmist skammtað eða settar verulegar skorður með laga- setningu. Þessa stefnu verður verkalýðshreyfingin að brjóta á bak aftur. Ályktun um byggðamál Kjördæmisþing Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra haldið á Ak- ureyri dagana 27. og 28. októ- ber bendir á að stórfelld byggða- röskun er nú liafin á ný og krefst þess af stjórnvöldum að allt verði gert sem unnt er til að snúa þeirri óheillaþróun við og ná aftur jafnvægi í byggða- málum. í kjölfarið á útfærslu land- helginnar og þeirri uppbygg- ingu atvinnulífsins sem á eftir fylgdi kom nokkuri jafnvægis- skeið í byggðamálum á íslandi. Því jafnvægisskeiði er nú lokið og mjög hratt sígur á ógæfu- hliðina með vaxandi fólksflótta af landsbyggðinni til Stór- Reykjavíkursvæðisins. Staða framleiðslugreinanna sem vega þungt í atvinnulífi á landsbyggðinni er nú mjög erfið. Rekstrarskilyrði sjávar- útvegs og landbúnaðar eru ein- hver hin erfiðustu um áratuga skeið með tilheyrandi áhrifum á allt mannlíf í tengslum við þær atvinnugreinar. Að hluta til má rekja þessa erfiðleika til óhagstæðra ytri skilyrða en stjórnvöld bera með aðgerðum sínum og þó öllu fremur að- gerðarleysi einnig ábyrgð á þessari þróun. í skjóli núverandi ríkis- stjórnar hefur orðið stórfellt misgengi í efnahagslífi þjóðar- innar. Þrengt er að fram- leiðslugreinunum, einkum sjávarútvegi og landbúnaði, en ýmsir þjónustuaðilar og milli- liðir sópa saman fé. Þetta hefur komið fram í mikilli þenslu á suðvesturhorni landsins en samdrætti og margháttúðunr erfiðleikum úti á landi. Ríkisstjórnin stendur úr- ræða- og dáðlaus frammi fyrir þessum vandamálum sem öðrum og afleiðingarnar geta aðeins orðið sívaxandi fólks- flótti af landsbyggðinni og byggðaröskun. Kjördæmisþing Alþýðu- bandalagsins krefst þess að stjórnvöld grfpi þegar í stað til aðgerða sem tryggi á ný að eðlilegt jafnvægi haldist í byggð landsins. Fyrst þarf að ráðast á og leysa þau vandamál sem blasa við sjávarútvegi og landbúnaði og komast þannig hjá yfirvofandi hruni í atvinnu- lífi landsbyggðarinnar af völd- um rekstrarstöðvunar íþessum greinum. Auk þess þarf tafar- laust að hefja undirbúning að fjölþættu átaki sem tryggi landsbyggðinni á ný eðlilega vaxtarmöguleika. Til þess að svo megi verða er m.a. nauð- synlegt: 1. Að landsbyggðin haldi eftir auknum hluta þeirra verð- mæta sem þar eru sköpuð. 2. Að stórauknu fjármagni verði veitt til uppbyggingar í nýjum atvinnugreinum, svo sem nýiðnaði hverskon- ar, fiskeldi o.fl. og til frek- ari úrvinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða. Á móti verði snarlega dregið úr fjárfestingu og óþarfa eyðslu í verslunar- og bankastarfsemi og öðrum skildum greinum sem skapa takmörkuð verðmæti og afla ekki gjaldeyris með fjárfestingum sínum. 3. Áð tekin verði upp ger- breytt stefna í sambandi við dreifingu á þjónustustarf- semi um landið þannig að sá vöxtur sem fyrirsjáan- legur er á þessu sviði komi landsbyggðinni til góða í eðlilegum hlutföllum, en verði ekki allur á höfuð- borgarsvæðinu. Kjördæmisþingið bendir á að einu úrræði núverandi ríkis- stjórnar í atvinnumálum eru hernáms- og stóriðjufram- kvæmdir. Þingið hafnar þessari leið sem mun fela í sér stórauk- in ítök erlendra auðhringa í atvinnulífi landsmanna og er um leið ógnun við sjálfstæði þjóðarinnar. Á sama tíma og atvinnulíf á landsbyggðinni á í vök að verjast vegna efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar er ó- raunsæum stóriðjuhugmynd- um haldið að íbúum kjör- dæmisins. Um leið og varað er við að treysta á slíkar hug- myndir sem lausn á atvinnu- málum ítrekar kjördæmisþing- ið stefnu Alþýðubandalagsins og minnir á fyrri samþykktir. Kjördæmisþing Álþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra krefst þess af stjórnvöldum að þau tryggi öllum þegnum þjóðfélagsins sem jöfnust og best lífskjör án tillits til búsetu. Meta verður framlag landsbyggðarinnar í verðmætasköpun þjóðarinnar að verðleikum og tryggja þannig fullt jafnræði með at- vinnuvegum landsmanna. Þingið lýsir að lokum fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar á þeim hrikalegu afleiðingum sem stórfelld byggðaröskun mun hafa fyrir land og þjóð verði ekkert að gert. Ályktun um hemámsframkvæmdir Kjördæmisþing Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra mótmælir harðlega þeim hernámsfram- kvæmdum sem nú virðast vera að hefjast með athugunum á Langanesi, án þess að þjóðinni hafi verið kunngert hvað þar er á seyði né löglegir aðilar fjallað þar um. Þingið krefst þess að hætt verði við slík áform þegar í stað. Það er í hróplegu ósamræmi við mannlega skynsemi að ætla að flækja ísland og íslendinga enn frekar í vígbúnaðarnet er- lends herveldis á sama tíma og almenningur víða um lönd hafnar vígbúnaðarbrjálæðinu og krefst afvopnunar. Þingið fagnar frumkvæði heimamanna að mótmæla þessari hermangsþjónkun m.a. með eftirminnilegri Langanes- göngu í sumr. Kjördæmisþing Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra lýsir fullri ábyrgð á hendur þeim mönnum sem stefna öryggi íslendinga í sívaxandi hættu um leið og vegið er að dýrmæt- ustu eign þjóðarinnar, sjálf- sjæðinu. Ályktun um ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar Kjördæmisþing Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra haldið á Akureyri 27. og 28. oktober telur að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafi nú ber- lega afhjúpað sig með lögbrot- um og hvers konar yfirgangi og óréttlæti gegn alþýðu þessa lands. Því krefst þingið þess að stjórnin létti af þjóðinni þeirri ánauð sem hún sjálf er.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.