NT - 05.11.1984, Qupperneq 8
Mánudagur 5. nóvember 1984
Fótafbrigðileg
ir illa settir
- skást ástand hjá Steinari Waage, en þar
er þó hluti lagersins í mjög háum verðflokki
■ Ein skóverslun í Reykja-
vík reyndist hafa sæmilegt úr-
val skófatnaðar fyrir kvenfólk
í mjög stórum og mjög litlum
númerum. Aðrar verslanir
reyndust annað hvort ekki eiga
slíka skó eða þá aðeins fáeinar
tegundir. Almennt virtist vera
nokkru auðveldara að finna
litla skó en stóra þótt munur-
inn væri kannski ekki ýkja
mikill. Þettaeru ístórumdrátt-
um niðurstöður könnunar sem
NT framkvæmdi á föstudaginn
í 14 skóbúðum í Reykjavík.
Lesendabréf frá ungri konu
sem kallaði sig „Eina fúla og
skólausa" varð kveikjan að
þessari úttekt á skóvandamáli
fótstórra og fótsmárra kvenna.
Petta lescndabréf vakti þegar
athygli annarra lescnda og
hleypti af stað skriðu skrifa og
símhringinga.
Allar þær konur, sem höfðu
samband við okkur, voru á
einu máli um það að ótrúlega
erfitt væri að finna skó stærri
en númer 41 eða minni en 36.
Við á NT ákváðum því að
fara á stúfana og athuga fram-
boð á kvenskóm í þessum
númerum. Árangurinn varð
satt að segja heldur dapurlegur
á flestum stöðum. Sumar skó-
verslanir áttu ekki til svo mikið
sem eitt einasta skópar í þess-
um númerum og á öðrum
stöðum voru fáeinir skór
dregnir fram úrskúmaskotum.
Aðeins ein verslun af þeim
fjórtán scm við heimsóttum
gat sýnt okkur nokkurn veginn
frambærilegt úrval. Það var
Skóverslun Steinars Waage.
Þarvorutila.m.k. milli tuttugu
og þrjátíu tegundir í hvoru
númeri og auk þess gat versl-
unin dregið fram úr pússi sínu
kvenskó númer 34 og 43. Þar á
ofan kvaðst Steinar geta út-
vegað kvenskó upp í númer 46
og karlmannaskó allt upp í
númer 52 eða jafnvel 54.
- Ýmsar skýringar
Við fengum ærið misjafnar
skýringar á skóleysinu. Því var
jafnvel haldið fram á einstaka
stað að „svona stórir skór"
væru bara ekki framleiddir.
Flestir létu sér þó nægja
skynsamlegri skýringar og al-
gengust var sú skýring að eftir-
spurn eftir þessum númerum
væri of lítil til þess að hægt væri
að taka tillit til hennar. Ein
verslun kvaðst hafa gert tilraun
með það fyrir nokkrum árum
að flytja inn kvenskó allt upp í
nr 43 en sú tilraun hefði endað
með því að meginþorra send-
ingarinnar hefði verið fleygt
eftir að útséð var um að skórnir
myndu ekki seljast. Eitthvað
af þessari sendingu hafði þó
selst og höfðu það mestanpart
verið sömu konurnar sem
komu aftur og aftur og keyptu
skó. Úrvalið hefði hins vegar
ekki þótt nægilega fjölbreytt.
■ Skást var ástandið (að skóverslun Steinars Waage frátalinni) í Skóverslun Þórðar Péturssonar
og úrvalið má sjá á þessari mynd.
_ Stærri fsstiir
. . sem við töluðum við var sam- ustu áratugum. Fullorðin
minm feimni mála um það að fætur fólks kona, sem við ræddum við,
Margt af því afgreiðslufólki hefðu stækkað töluvert á síð- sagði það hafa gengið guðlasti
■ Við lögðum ekki í að stilla upp öllum þeim tegundum af skóm sem til voru í „afbrigðilegum“ númerum hjá Steinari Waage, heldur létum okkur
nægja að mynda þetta sem sýnishorn. Það skal þó tekið fram til að fullnægja öllu réttlæti að hluti af skóvalinu í þessari verslun er „lúxusskór" að sögn
Steinars og þar af leiðandi í býsna háum verðflokki
8
I Nokkur sýnishorn af því sem kemur í leitirnar þegar gengið er inn í skóverslun
í Reykjavík og beðið um kvenskó nr 42 og nr 35. Ath. á hveri mynd er allt úrval viðkomandi verslunar í báðum númerum.