NT


NT - 05.11.1984, Síða 19

NT - 05.11.1984, Síða 19
Frá Reyni Þór Finnbogasyni fréttaritara NT í Hollandi: ■ Excelsior-Feyenoord 2-4 Það þurfti ekki langan tíma til að sjá að Feyennord var sterkara liðið í þessum leik. Strax á 8 mín. tókst Steen að gera fyrsta mark Feyenoord, 1-0. Nokkrum mínútum seinna tókst þó Excelsior að jafna og var Storrn þar að verki. Feye- noord lét það ekki stöðva sig, þeir fengu víti á 22. mín. og skoraði Houtman úr því, 1-2. Á síðustu mínútu fyrri hálf- Ieiks tókst Houtman að bæta marki við og staðan í hléi 1-3. 1 upphafi seinni hálfleiks virtist lítill kraftur í báðum liðum og leikurinn leiðinlegur á að horfa. Þegar um það bil 20 mín. voru eftir af leiknum gaf Pétur Pétursson glæsilega fyrir markið og Houtmann bætti þriðja marki sínu við. Staðan orðin 1-4. Um 10 mínútum síðar tókst Excelsior þó aðeins að rétta hlut sinn þegar Leenheer gaf fyrir mark Feyenoord og Heimir Karlsson skallaði inn, 2-4. Pétur spilaði ágætan leik hann virðist vera að falla betur að leik Feennord og úthaldið batnar óðum. Heimir virðist falla strax inní leik Excelsion. Ajax-Utrecht 1-0 Ajax byrjaði leikinn mjög kröftuglega með því að skora eftir aðeins 37 sekúndur. Van Ba.sten gaf fyrir og Gaselich tókst að skora. Ajax sýndi mun sterkari leik en undanfar- ið. Heimirvarmeð ■ Frétt NT um að Heiniir Karlssun hafi ekki leikið með Excelsior í bikarleik í síðustu viku var á misskilningi byggð. Heimir lék með í leiknum og stóð sig ágætlega. Mánudagur 5.nóv íriu; m i in Samúel Örn Erlingsson (ábm.) Þórmundur Bergsson, Gylfi Þorkelsson ■ Hann var alveg hörku- spennandi og harður leikur ÍR og Vals í úrvaisdeildinni í körfu- knattleik í Seljaskóla í gær- kvöldi. Honum lauk þó með sigri ÍR-inga 88-81 en sigurinn gat lent hvorum megin sem var. Það voru ÍR-ingar sem byrj- uðu leikinn með látum og fóru Hreinn-lega á kostum þó sér- lega Hreinn Þorkelsson sem skoraði grimmt jafnt 3 stig sem tvö stig. Þá var Ragnar Torfa- son einnig í stuði fyrstu mínút- urnar þrátt fyrir að missa nokk- ur auðveld „lay-up“. Eftir um 6 mínútna leik var staðan orðin 20-6 fyrir ÍR en þá sögðu Vals- arar hingað og ekki lengra. Þeir pressuðu nú stíft og ÍR- ingar gerðu mörg klaufaleg mistök. Smá saman minnkaði munurinn og mátti sjá tölur eins og 25-15 síðan 25-22 og loks jöfnuðu Valsarar 29-29. Þeir náðu síðan forystu og í hléi var staðan 41-46 fyrir Val. Síðari hálfleikur byrjaði með jafnvægi á báða bóga. Vals- menn héldu st'nu forsk’oti allt fram í miðjan hálfleikinn er Hreinn jafnaði 64-64. Þá var komið að þætti Gylfa Þorkels- sonar sem skoraði grimmt fyrir ÍR í síðari hálfleik og hann kom þeim yfir 67-66 og aftur 71-70. Þegar um þrjár mínútur voru eftir var staðan 81-76 ÍR í vil og Minningarmótið á Akureyri: Kári var sterkastur Fró Gylfa Kristjanssyni fréttaritara NT á Akureyri: ■ Kári Elísson kraftlyftinga- maður hlaut Grétarsstyttuna á minningarmóti um Grétar Kjartansson sem háð var á Akureyri um- helgina. Mót þetta er haldið árlega til minningar um Grétar sem var frumkvöðull lyftingamála á Akureyri. Keppt var í kraftlyftingum og Kári sem keppti í 75 kg flokki lyfti samtals 635 kg og hlaut fyrir það 7137 stig. Vík- ingur Traustason sem keppti í 110 kg flokki og lyfti samtals 800 kg varð annar. Af öðrum sigurvegurum má nefna að Flosi Jónsson sigraði í 90 kg flokki lyfti samtals 665 kg og setti hann alls 4 Akureyr- armet á mótinu. Freyr Aðal- steinsson sigraði í 82,5 kg flokki lyfti 660. í 100 kg flokki sigraði Jóhann Gíslason ÍBV sem lyfti 580 kg, og í 125 kg flokki lyfti Helgi Eðvaldsson samtals 582,5 kg. Jafnhliða mótinu fór fram bæjarkeppni milli Akureyrar og Vestmannaeyja og kepptu þrír frá hvorum aðila. Þar urðu úrslit þau að Akureyri sigraði hlaut 1825 stig gegn 1646 stigum Eyjamanna. Hreinn Þorkelsson átti góðan leik með ÍR. Svipurinn er dæmi um baráttu ÍR-inga. NT-mynd Sverrir Hörkuspennandi! þeim tókst að halda þessum mun, mest fyrir tilstuðlan Kristjáns Steffensen sem var geysigrimmur í fráköstunum. Og svo skoraði Gylfi heil 17 stig í síðari hálfleik. Lokatölurn- ar urðu svo 88-81 eins og áður segir. ÍR-liðið var vel að þessum sigri komið. Þeir börðust ákaf- lega vel og þrátt fyrir að Gylfi, Hreinn og Ragnar hafi skorað langmest þá ber einnig að hrósa öðrum leikmönnum. Sérlega Kristni sem var mjög sterkur í fráköstum og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Um Valsliðið er það að segja að þeir eru allt of köflóttir. Stundum áttu þeir frábæra spretti og gerðu þá það sem þeim sýndist. Tómas Holton, og Kristján voru góðir í fyrri hálfleik og Tómas byrjaði seinni hálfleikinn eins og hann ætlaði að vinna leikinn einn og óstuddur. Gylfi og Hreinn voru stiga- hæstir ÍR-inga gerðu 23 stig og Ragnar gerði 20. Hjá Val gerði Tómas 21 og Kristján 15 en Torfi aðeins 2 stig og þau í síðari hálfleik. Gautaborg vann í 3. sinn í röð Gautaborg vann sænska meistaratitilinn í knattspyrnu í þriðja sinn í röð á laugardaginn þegar þeir unnu í Nörrköping 2-0 (0-0) í seinni leik liðanna i úrslitakeppninni. Gauta- borg vann samtals 7-1. Tommy Holmgren og Pet- er Larsson, víti, skoruðu mörkin á laugardaginn. Enn sigrar Kiel Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: Lið Jóhanns Inga Gunnarssonr þjálfara, Kiel, er enn með fullt hús í þýsku Búndeslígunni í handbolta, en að vísu eftir aðeins þrjá leiki. Kiel vann í síðustu viku Tura Bergkamen, Atla Hilmars- son og félaga 22-19. Spánn: Jafnt á Nou Camp ■ Tvö efstu liðin í spænsku knattspyrnunni Barcelona og Valencia gerðu jafntefli á heimavelli Barcelona Nou Camp, 1-1. Barcelona heldur enn for- ystu í deildinni en Valencia og Real Madrid eru ekki langt undan. Belgíska knattspyrnan: Stórsigur Anderlecht Arnórlék í 15 mínútur og skoraði Frá Kcyni Þór Finnbogasyni fréttamanni NT í Hollandi: ■ Anderlecht heldur sigur- göngu sinni í belgísku 1. deild- inni í knattspyrnu áfram. Um helgina vann liðið St. Nildaas 5-1 á heimavelli, og skoraði Arnór Guðjohnsen eitt mark- anna. Sævar Jónsson og félag- ar í CS Brugge töpuðu um helgina. Strax á 5. mínútu leiksins tókst Anderlecht að opna markareikning sinn. Scifo gaf fallega fyrir mark St. Niklaas og Vercauteren skoraði 1-0. Ovænt tókst þó St. Niklaas að jafna. Cornilesen gerði það mark eftir fallega sóknarlotu. Stuttu seinna gaf Arnesen fal- lega fyrir mark St. Niklaas og Scifo skallaði inn, óverjandi 2-1. Vandenbergh skoraði þriðja mark Anderlecht eftir góðan undirbúning Olsen. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Ervin Vandenbergh annað fal- legt mark, 4-1. Þannig var staðan í hléi. Anderlecht hélt áfram að sækja í seinni hálfleik og hefði getað bætt nokkrum mörkum við. Arnóri var skipt inn þegar um 15 mínútur voru eftir til leiksloka og þakkaði hann fyrir sig með því að skora á síðustu mínútu leiksins. Hann komst einn innfyrir vörn StNiklaas og var ekki í vandræðum með að skora, 5-1. Úrslitin voru sanngjörn. Cercle Brugge-Kortríjk. 0-1 Bæði liðin virtust vera búin að ákveða strax í upphafi leiks- ins að 0-0.yrðu góð úrslit því í fyrri hálfleik gerðist ekkert markvert. Staðan því 0-0 í hléi. Seinni hálfleikur var eins Hollenska knattspyrnan: Heimir skoraði gegn Feyenoord ■ Heimir Karlsson ■ Amór Guðjohnsen. og sá fyrri ekkert markvert gerðist. Kortrijk átti þó eina góða sókn sem lauk með því að einum leikmanna þeirra var brugðið innan vítateigs og Lukic átti ekki í vandræðum með að skora úr vítinu, 0-1 og þannig lauk leiknum. Úrslit og staða efstu liða í Belgíu: Andcrtocht 12 • 0 3 43 12 21 Waregem 12 7 3 2 23 14 16 Fc. Liege 12 6 1 6 21 12 16 Club Brugge 12 6 3 3 19 18 15 Beveren 12 6 4 2 27 13 14 Lokeren 12 6 5 2 20 22 14 Lokeren-Waterschei SUndard-Gent . Bevertn-Sming Cleb Bngge-Koctrijk Jet 34 2-0 2-2 0-1 1-1 1-0 0-0 1-2 5-1

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.