NT - 07.11.1984, Qupperneq 1
Borgarfógetaembættið í Reykjavík:
Stefnir í200% aukn-
ingu gjaldþrotamála
- miðað við síðasta ár sem þó var metár í þessu efni
■ Greiðslustaða fyrir-
tækja og einstaklinga
gagnvart hinu- opinbera
er mun verri nú en verið
hefur undanfarin ár,
samkvæmt upplýsingum
borgarfógetaembættisins
í Reykjavík. „Okkur
virðist sem það stefni í
þreföldun gjaldþrota-
mála hjá embættinu trá
síðasta ári, sem þó var
metár,“ sagði Markús
Sigurbjörnsson, borgar-
fógeti, í samtali við NT í
gær. Sagði Markús að
áberandi aukningar hefði
þegar orðið vart í upp-
hafi ársins og hefði sú
aukning haldist jöfn og
stígandi það sem af er
árinu.
Þá eru skuldir mun
hærri en verið hefur
undanfarin ár. „Oft er
þó erfitt að meta raun-
verulega skuldastöðu,
því hjá fyrirtækjum er í
mörgum tilfellum um að
ræða skattaáætlanir sem
komaíkjölfar vanrækslu
á framtalsskyldu,“ sagði
Marlcús''„en þetta eru
svimandi upphæðir
margar hverjar, og óhætt
að fullyrða að tölurnar
eru mun hærri en verið
hefur.“
Samningur hinna
glötuðu tækifæra
VR ekki aðili að nýgerðum kjarasamningi VSÍ og ASi
■ Samningur VSÍ og ASÍ felur í
sér 24 prósent launahækkanir á
samningstímabilinu. Samningur-
inn gildir til 31. des. 1985, en þó
er hægt að segja upp launaliðum
1. september á næsta ári.
Kaupmáttartrygging er ekki í
samningnum og segja forystu-
menn ASÍ að það sé helsti galli
hans. Guðmundur Jónsson, for-
maður Landssambands iðnverka-
fólks sagði helstu kosti samnings-
ins felast í afnámi tvöfalda launa-
kerfisins og hárra launahækkana.
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur var ekki aðili að samn-
ingnum og sagði Magnús L.
Sveinsson ástæðuna þá að for-
maður Apótekarafélags Reykja-
víkur hefði hringt í sig og gefið í
skyn að hærri laun fyrir lyfjatækna
væru möguleg.
Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna undirritar nýjan kjara-
samning við ASÍ kl. 13 í dag í
höfuðstöðvum Alþýðusambands-
ins, sem er í öllum atriðum eins og
samkomulagið við VSÍ
Sjá nánar fréttir og viðtöl bls. 2-3
■ „Ætlar maðurinn virkilega að skrifa undir þetta,“ gæti Björn Þórhallsson verið að hugsa þar sem
hann stendur fyrir aftan Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóra
VSÍ, með glóðvolgan samninginn í höndunum. NT mynd Ámi Bjama
Skoðanakannanirnar voru óyggjandi:
■ Reagan forseti og kona hans Nancy kusu í gær í bænum Solvang skammt frá búgarði þeirra í
Santa Barbara í Kaliforníufylki, þar sem Reagan var eitt sinn fyikisstjóri. símamynd-poLFOio
Stórsigur forsetans!
- fylgisskrið Mondales kom aldrei
■ Þegar NT fór í prentun í nótt var það orðið fullljóst
að Ronald Reagan hefði verið endurkjörinn fertugasti
forseti Bandaríkjanna og sæti í Hvíta húsinu næstu fjögur
árin. Walter Mondale, forsetaframbjóðandi demókrata
sem hefur háð eina umfangsmestu kosningabaráttu í sögu
Bandaríkjanna, má bíta í það súra epli að það rann aldrei
af stað fylgisskriðið sem hann hafði ætlað sér á kosninga-
daginn. Samkvæmt tölum í nótt hafði Reagan hlotið 62
prósent atkvæða, en Mondale aðeins 38 prósent. Það er
einhver alstærsti kosningasigur í sögu Bandaríkjanna.
Um eittleytið í nótt full-
yrtu fréttastofur og sjón-
varpsstöðvar að Reagan
hefði verið endurkjörinn.
Þá átti hann sigurinn vísan í
fylkjunum Indiana, Ken-
tucky, Alabama, Virginíu,
Georgíu, New Hampshire,
Flórida, Mississippi, Suður-
Karólínu, Vestur-Virginíu,
Texas og Ohio. Mondale
hafði gert sér miklar vonir
um sigur í síðasttalda fylk-
inu.
Um 1.15 var svo fullyrt að
Reagan hefði tryggt sér 80
kjörmenn af 534.
Ekki varð þá séð að
Mondale myndi ná að vinna
sigur í neinu fylki nema í
höfuðborginni Washington
DC. Hún gefur aðeins af sér
þrjá kjörmenn.
í nótt var talið að um 95
milljónir Bandaríkjamanna
myndu greiða atkvæði í
kosningunum, en síðustu
kjörstaðir á vesturströnd
Bandaríkjanna lokuðu ekki
fyrr en klukkan fimm í
morgun. Þetta eru um 55
prósent atkvæðisbærra
manna í Bandaríkjunum,
sem eru alls um 174 milljón-
ir. í kosningunum 1980
greiddu 52.6 prósent at-
kvæði.
Walter Mondale hafði gert
sér vonir um að á síðustu
stundu myndu atkvæði
kvenkyns kjósenda og
blökkumanna streyma til
hans og tryggja honum sigur.
Kannanir sjónvarpsstöðva á
kjörstöðum í gær sýndu hins
vegar að Reagan hafði ör-
uggan meirihluta meðal bæði
karla og kvenna, og í raun
allra hópa kjósenda nema
blökkumanna, gyðinga og
hinna alfátækustu Banda-
ríkjamanna.
I kosningunum er einnig
kosið um 33 af 100 meðlim-
um öldungadeildar þingsins,
alla meðlimi fulltrúadeildar-
innar, 435 að tölu og fjölda
ríkisstjóra víðs vegar um
Bandaríkin. Úrslit í þeim
kosningum lágu ekki fyrir
þegar blaðið fór í prentun,
en búist var við því að tíu
sæta meirihluti repúblikana
í öldungadeildinni muni
minnka um tvö til þrjú sæti,
en að valdahlutföllin í full-
trúadeildinni muni ekki
breytast að marki. Þar hafa
demókratar meirihluta.
Ronald Reagan er fyrsti
forseti Bandaríkjanna sem
nær endurkjöri síðan Ric-
hard Nixon sigraði George
MacGovern árið 1972. Síðan
Dwight Eisenhower fór frá
árið 1961 hefur enginn for-
seti setið í tvö kjörtímabil.
Reagan er nú 73 ára gamall,
elsti forseti sem setið hefur í
embætti í Bandaríkjunum og
verður 77 ára þegar næst
verður gengið til kosninga.
Sjá nánar um forsetakosn-
ingarnar í Bandaríkjunum
á síðu 25.