NT - 07.11.1984, Side 2
Miðvikudagur 7. nóvember 1984 2
Samningur
ASÍogVSÍ
■ Engin kaupmáttartrygging
er í samningi VSÍ og ASI sem
undirritaður var í gær en upp-
sagnarákvæði miðast við 1. sept.
á næsta ári.
Samningurinn er metinn á 24
prósent launahækkanir á samn-
ingstímabilinu. Við undirritun
hækka starfsheiti 9.-13. launa-
flokks um einn launaflokk
nema hvað 9. launaflokkur
hækkar um tvo. Að auki hækka
allir flokkar um einn launa-
flokk. Eftir flokkahækkanir
hækka öll laun um 9.0 prósent.
Lágmarkstekjur fyrir fulla
dagvinnu verða eftir þessar
breytingar 14.075 krónur, í 12.
launaflokki.
Þá eru persónuuppbætur í
desember, 1.500 krónur, mars
1.000 krónur og maí 500 krónur,
fyrir þá sem fá iágmarkslaun.
Þá eru í samningnum flokka-
hækkanir 1. janúar, 1. mars og
1. maí.
Reiknitala bónusvinnu hækk-
ar í 67 krónur við undirskrift og
síðan stighækkandi í 74 krónur
í maí.
Samningurinn gildir til 31.
desember 1985, en þó er í
honum uppsagnarákvæði fyrir
launaliði 1. september, nái aðil-
ar ekki samkomulagi um fram-
lengingu fyrir 25. júní 1985. Pá
eru í samningum ákvæði um
endurskoðun afkastahvetjandi
launakerfa og að fylgst verði
með þróun efnahagsmála.
Samingurinn var undirritaður
í húsi Vinnuveitendasambands
íslands við Garðastræti eftir um
32 tíma samningaviðræður.
Ólympíumótið í bridge:
Mikil vandræði
með passkerf ið
Frá Guðmundi Hermannssyni, frétturit-
ara NT í Seattle í Bandaríkjunum:
■ Þegar tveimur umferðum
er ólokið í undankeppni Ól-
ympíumótsins í bridge erum
við íslendingar í 9. sæti í
b-riðli aðeins fimm stigum
frá sjötta sætinu. Ef við fáum
ekki þeim mun verri útreið
gegn Bandaríkjamönnum í
næst síðustu umferðinni í
dag ættum við a.m.k. að
halda þessu sæti því þjóðirn-
ar sem eru í námunda við
okkur eiga eftir erfiða leiki.
Við höfum verið að spila
við sterkar þjóðir að undan-
förnu og hefur gengið þokka-
lega vel. í 21. umferð var
spilað við Argentínu sem
hefur lengst af leitt riðilinn.
Það munaði minnstu að ekk-
ert yrði af leiknum því þegar
Guðlaugur og Örn settust
niður í lokaða salnum lögðu
andstæðingarnir fram nýtt
kerfi, eins konar passkerfi,
sem þeir höfðu reyndar feng-
ið leyfi keppnisstjóra fyrir að
nota. Þar sem Guðlaugur og
Orn höfðu ekki undirbúið
sig undir þetta kerfi neituðu
þeir framanaf að hefja leik-
inn. En eftir nokkurt strögl
sættust þeir á að byrja eftir
að hafa fengið 15 mínútna
undirbúningstíma. Þessi töf
tók á taugar Argentínu-
mannanna þannig að þegar
loksins var farið að spila
sviku þeir lit í fyrsta spili og
töpuðu unnu geimi. Guð-
laugur og Örn áttu góðan
leik. Við hitt borðið spiluðu
Argentínumenn vel á móti
Jóni og Símoni, og lyktaði
leiknum með jafntefli, 15-15.
Við Björn fengum síðan
að glíma við pass-kerfi í
næsta leik gegn Ástralíu. í
fyrsta spili blöff-opnaði ann-
ar Ástralíumaðurinn á passi
sem lofaði opnun, og það
varð til þess að við misstum
af geimi. Við spiluðum síðan
frekar illa, þó ekki væri það
passkerfinu að kenna, og
Guðlaugur og Örn komust
hvergi áfram við hitt borðið.
Tvö spil í lokin löguðu þó
stöðuna aðeins. Geim sem við
Björn fengum gefins og
ævintýraleg slemma sem
Björn fór í, og stóð fimm
niður í upphafi, en eftir vit-
laust útspil vann Björn hana
með skemmtilegri þvingun.
Leikurinn tapaðist 21-9.
í 23. umferð áttum við
Svía. Við Björn spiluðum við
Sunderling og Flodqvet og
höfðum öllum betur. Þetta
var í heildina vel spilaður
leikur og við uppskárum 19-
11, Norðmönnum til mikillar
ánægju en þeir eiga í harðri
baráttu um úrslitasætið við
Svía og Pakistana
Bermudamenn voru and-
stæðingarnir í 24. umferð.
Jón og Símon og Guðlaugur
og Örn áttu ekki í miklum
erfiðleikum með þann leik,
og loksins kom að því að við
fengum 25 stig. Leikurinn
fór 25-3.
Belgar voru á svipuðum
slóðum og við í B-riðli og því
var nauðsynlegt að vinna þá.
Við Björn og Guðlaugur og
Örn spiluðum við þá í 25.
umferð. Hvort parið um sig
átti tvö vond spil en gott blað
að öðru leyti. Þessi vondu
spil reyndust síðan vera þau
sömu hjá báðum pörum
þannig að tapið á þeim varð
ekki svo mikið, þannig að
leikurinn vannst 21-9.
Eftir 25 umferðir eru
Indónesar efstir í B-riðli með
485 stig, Bandaríkjamenn í
öðru sæti með 470 stig, Ítalía
í þriðja sæti með 467 stig
Noregur í fjórða sæti með
449 stig. Pakistanar fylgja
þeim fast á eftir með 442 stig.
Þessar þjóðir spila saman í
næst síðustu umferðinni í dag
og er búist við harðri baráttu.
Tíundi dagur undan-
keppninnar er í dag og þá
spila íslendingar við Banda-
ríkin og Marokkó. Á morgun
hefst úrslitakeppnin og einn-
ig sérstök keppni íyrir þær
þjóðir sem ekki komast í
úrslit.
„Skynsamleg asti kostur-
inn, sem við é ittum völ á“
- segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um nýja kjarasamninginn
■ „Ég held, að við stöndum seint upp frá samningi, sem
við teljum að sé góður. Ef ég á að benda á það, sem er
augljóslega stærsti ágallinn í þessum samningi, þá er það
það, að ekki skuli vera í honum nein kauptryggingará-
kvæði, og að opnun á samningnum skuli ekki vera
möguleg fyrr en 1. september,“ sagði Ásmundur Stefáns-
son forseti ASÍ eftir samningsundirritunina í gær.
Hann sagði, að vegna þeirrar
miklu óvissu, sem ríkti í gengis-
þróun og verðlagsþróun á næstu
mánuðum, væri jafn síðbúið
uppsagnarákvæði mjög mikill
ágalli. „En miðað við aðstæður,
held ég að þetta sé skynsamleg-
asti kosturinn, sem við áttum
völ á.“
- Þið óttist sem sagt meiri
gengisfellingu, en hingað til hef-
ur verið gert ráð fyrir?
„Við gerum okkur grein fyrir
því, að í því efni eigum við
undir stefnu stjórnvalda, og þar
er út í óvissuna róið.“
Ásmundur sagði, að það sem
einkenndi samninginn væri
grundvallaráhersla þeirra fé-
laga, sem eru með stærstan
fjölda lágtekjufólks innan sinna
raða, að komast frá tvöfalda
launakerfinu, sem væri afleiðing
þeirrar tekjutryggingar, sem
samið hefði verið um í undan-
gengnum samningum.
Um skattalækkunarleiðina
sagði Ásmundur, að margir inn-
an ASÍ hefðu haft áhuga á
henni og margir hefðu bundið
vonir við það, að ríkisstjórnin
hefði áhuga á því að reyna að
■ Ásmundur Stefánsson, for-
seti ASÍ.
koma til móts við launþega með
því að lækka tekjuskatt og
útsvar. „Það kom hins vegar í
ljós, að ríkisstjórnin hafði ekki
þann áhuga. í samskiptunum
við BSRB voru aldrei lögð fram
tilboð um skattalækkanir af
neinu tagi, aðrar en þær, sem
mætt yrði með nýjum sköttum."
- Telurðu, að þessir samningar
muni hafa aukna verðbólgu í
för með sér?
„Þaðeralvegljóst, aðþegar
stórar prósentuhækkanir verða,
þá eykur það þrýstinginn á
verðlagið. Það er hins vegar
ekki eitt sér ákvarðandi. Það fer
eftir því hvernig verður brugðist
við þeim kauphækkunum úti í
þjóðfélaginu, hvað gerist með
verðlagið. Þar eigum við mjög
mikið undir því hvernig stjórn-
völd bregðast við,“ sagði Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ.
Af nám tvöfalda kerf is-
ins merkasti áfanginn
- segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins
■ „Ég er ekkert yfír mig hamingjusamur, en samningur-
inn er að ýmsu leyti góður. Hinu býst ég við, að meira
verði deilt um hvort hann sé á réttum leiðum. Hann er
ákaflega opinn. Verkamannasambandið og iðnverkafólk
höfðu upphaflega í huga öðru vísi samning, sem byggðist
kannski á minni kauphækkunum en þvi öflugri trygging
arákvæðum. Jafnframt vorum við ákaflega hlynntir skatta
lækkunum, þó að þær væru vandasamar,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasam-
bandsins eftir að samningurinn við VSI var undirritaður í
gær.
Guðmundur sagði, að merk- miður. En hins vegar voru ýmis
asti áfanginn í þessum samningi utanaðkomandi öfl, sem gripu
væri afnám tvöfalda kerfisins inn í þróunina. Sjálfsagt má
svokallaðaásamningstímanum, mörgum um kenna, ríkisstjórn-
það hefði verið orðið óþolandi inni, vinnuveitendumogjafnvel
fyrir Verkamannasambandið. okkur sjálfum fyrir að vera ekki
- Þykir þér miður, að ekki nógu harðir. Hins vegar var
tókst að fara skattalækkunar- þettaákaflegaerfittundirlokin,
leiðina að þessu sinni? þegar BSRB var búið að standa
„Já, mér fannst það mjög í hörðu verkfalli og stefndi
■ Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Verkamanna-
sambands íslands.
greinilega á allt annað. Ég efast
ekkert um, og veit reyndar, að
almennur launamaður hefur
fulla þörf fvrir þessar launa-
hækkanir. Otti minn er hins
vegar sá, að þetta renni út.“
- Hver var erfiðasti þrösk-
uldurinn í þessari samninga-
gerð?
„Það var ákaflega erfitt að
finna leiðir út úr tvöfalda kerf-
inu, og þegar svona mörg félög
og stór samtök eiga í hlut.þá er
gífurleg vinna í svona. Eg er
ekki með nein illindi út í félaga
mína í Alþýðusambandinu eða
BSRB, en ég er þeirrar skoðun-
ar, að affarasælast hefði verið
að Verkamannasambandið og
Landssamband iðnverkafólks
hefðu náð samningum í lok
september," sagði Guðmundur
J. Guðmundsson formaður
Verkamannasambandsins.