NT - 07.11.1984, Qupperneq 3
Samningur hinna
glötudu tækifæra
- og ávísun á verðbólgu, segir Magnús
Gunnarsson framkvæmdastjóri VSÍ_
■ „Þetta eru verðbólgusamningar. Það segir sig sjálft að
það skrifar enginn af mikilli ánægju undir launasamning
upp á 24 prósent á sama degi og verið er að kynna fyrir
þjóðinni að fiskafli á komandi ári geti orðið aliveruiega
minni en á þessu ári, sem ekki þykir glæsilegt,“ sagði
Magnús Gunnarsson, ffamkvæmdastjórí Vinnuveitenda-
sambands íslands er 32 stunda samningafundi lauk í
gærkvöldi með undirrítun samnings VSÍ og ASÍ.
Magnús sagði einnig að ljóst
væri að þessi samningur væri
verulega hærri en VSÍ hefði
stefnt að: „Við höfum unnið að
því í allt að tvo mánuði að gera
allt aðra samninga, en þegar
ljóst varð að BSRB var að
semja á þessum nótum töldu
viðsemjendur okkar ekki raun-
hæft að halda þeirri leið áfram.“
Magnús sagði í viðtali við NT
að hann teldi að mögulegt hefði
verið að tryggja kaupmátt og
jafnframt að viðhalda jafnvægi
í efnahagskerfi landsins, „það
voru leiðir sem reyndar var búið
að reikna út sem hefðu, að vísu
þýtt allverulegar skattalækkanir
og mun lægri prósentuhækkanir
launa, en hefðu einnig þýtt að
verðbólga hefði verið undir 10
prósent.“
Hann sagði einnig að samn-
ingarnir þýddu allverulega
kostnaðaraukningu fyrir fisk-
vinnsluna, en að útgjaldaaukn-
ingin dreifðist á tímabilið frá í
dag fram að 1. maí. „En það er
enginn vafi á að atvinnugrein
sem á í jafn miklum erfiðleikum
og aiþjóð veit að fiskvinnan á, á
erfitt með að taka þessar kostn-
aðaraukningu á sig.
Aðspurður um hvort samn-
ingurinn kallaði á gengisfellingu
sagði Magnús að það sé nokkuð
ljóst að ef kostnaðaraukningin
verði það mikil að fyrirtækin
geti ekki borið hana þá standi
valið milli þess að hreinlega
loka fyrirtækjunum eða að
fundnar verði nýjar leiðir til að
auka tekjur þeirra. „Hingað til
hafa menn ekki kunnað nein
galdraráð.“
„Þessir samningar eru samn-
ingar hinna glötuðu tækifæra.
Viðsemjendur okkar voru of
seinir að átta sig á skattalækkun-
arleiðinni og þegar þeir áttuðu
sig var orðið of áliðið til að hægt
væri að ganga frá þeim málum.
Það var ljóst að þegar við vorum
að skoða þetta þá voru þrjár
■ Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ
leiðir. Ein var að setja allt í hnút
með verkföllum og neita að
ræðast við. Önnur var að fara
þessa verðbólguleið sem allir
þekkja. Þriðja leiðin var að
finna einhvern flöt á þessum
kaupmáttarauka með skatta-
lækkunarleiðinni. Þetta var val
milli vandamála."
Magnús sagði að lokum að
þessir samningar hefðu verið
erfiðir og hefðu staðið lengi en
„að vera búnir að ganga frá
þessu án verkfalla. Það er ekki
lítils virði.“
Miðvikudagur 7. nóvember 1984
VR samdi ekki:
„Rugl í Magnúsi
- segir formaður Apótekarafélags Reykja-
víkur en Magnús L. Sveinsson segir apótekara
hafa boðið meira en í samningnum felst
■ Magnús L. Sveinsson,
formaður Verslunarmanna-
félags íslands, skrifaði ekki
undir samning VSÍ og ASÍ í
gær og sagði ástæðuna vera
þá að formaður Apótekara-
félags Reykjavíkur hefði
hringt í sig og gefið í skyn að
apótekarar væru reiðubúnir
til að semja um hærri laun
fyrir lyfjatækna.
„Ég ætla ekki að láta þá
taka mig í landhelgi með
lokaðan samning, ef þeim er
alvara í að vilja semja um
eitthvað meira," sagði
Magnús NT í gær og sagði að
hann hefði óskað eftir form-
legum viðræðum við VSÍ og
apótekara.
„Ég hringdi í Magnús L.
Sveinsson og hélt að það
væri hægt að tala við hann
eins og normal mann,“ sagði
Werner Rasmusson, formað-
ur Apótekarafélags Reykja-
víkur, aðspurður um ummæli
Magnúsar.
Werner sagði að lyfja-
tæknar hefðu talað við sig og
óskað eftir viðræðum, en
hann hefði aldrei samþykkt
slíkt enda þyrfti samþykki
stjórnar félagsins til þess.
„Ég hef hvorki boðið eitt
né neitt og við höfum ekki
einu sinni samþykkt að eiga
viðræður við lyfjatækna.
Þetta er rugl í Magnúsi,"
sagði Werner að lokum.
■ „Ég hélt að það væri
hægt að tala við Magnús eins
og normal mann.“
NT-mynd: Árni Bjarna
BRSB:
Sundruð andstaða
gegn samningnum
■ Segjum nei í atkvæða- skila auðu í atkvæðagreiðslunni hússins segir meðal annars að
greiðslunni er boðskapur nýs en sá hópur sem nú er kominn kjarabótin sem samið hafi verið
dreifibréfs sem hópur BSRB af stað telur slíkt yfirlýsingu um Um standi höllum fæti og að
manna dreifir þessa dagana. að fólk sé sátt við samninginn. bitur reynsla kenni að við verð-
Fyrir skemmstu fór af stað bréf I dreifibréfinu sem varð til á um rænd henni á fáum vikum.
þar sem fólk var hvatt til þess að fundi í kaffistofu Landsíma-
HJA AGLI
Toyota Corolla 76
Chev. Van 77
Hringið og leitið upplýsinga.
Eru bestu verðin og kjörin
i ;
Fíat 127 78
ÍMazda 626 ‘80
1929
notodir bílar í eigu umbodssins
EGILL.
VILHJALMSSON HF
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944— 79775
1984