NT - 07.11.1984, Side 20
■ Barbara Stanwyck leikur Mary Carson, hina ríku og ráðríku ekkju á DROGHEDA. Hér er hún að fara í útreiðartúr með prestinum
Ralph, sem Richard Chamberlain leikur.
Sjónvarp kl. 21.10:
„Þyrnifuglarnir" ^
■ ÞriðjiþátturPyrnifuglanna
verður sýndur í kvöld í sjón-
varpinu kl. 21.10,
í öðrum þætti, sem sýndur
var sl. miðvikudagskvöld, var
ríkja ekkjan, Mary Carson,
farin að herða tökin á prestin-
um, föður Ralph. Hún kostar
Maggie, bróðurdóttur sína, í
klausturskóla og þar verður
hún skjólstæðingur föður
Ralphs.
Vinfengi prestsins við telp-
una verður til þess, að Mary
Carson verður afprýðisöm, og
dregur því skólastyrkinn til
baka og vill að Maggie fari
heim að hjálpa til við að gæta
litla bróður síns. Hann varð
ekki langlífur, því hann dó
skömmu síðar.
Töluvert er farið að bóla á
ástríðuhita í þáttunum, en enn
sem komið er, er það aðallega
í fari Mary Carson, sem Bar-
bara Stanwyck leikur. En hún
á nú ekki langt ólifað.
Nafn þáttanna er dregið af
keltneskri þjóðsögu, sem
minnir á sögu H.C. Andersen
af næturgalanum. Skv. keltn-
esku sögunni er til fugl, sem
eyðir ævi sinni í leit að þyrni-
tré. Þegar tréð er fundið, sting-
ur fuglinn sig viljandi á skarp-
asta þyrninum og á banastund
syngur hann fallegan söng,
ifullan af þjáningum, þann eina
söng, sem hann syngur á allri
sinni ævi.
Einhverja líkingu með lífi
þessa fugís finnur höfundur
sögunnar um Þyrnifuglana,
Colleen McCullough, í ör-
lögum Clerary-fjölskyldunnar
í Astralíu í gegnum nokkra
ættliði, hún verður að sætta sig
við óumflýjanleg örlög, bæði
fögur og sorgleg.
„Otroðnar slóðir
- kristiieg popptónlist
■ Ótroðnar slóðir - kristileg ;
popptónlist er á dagskrá kl.
15-16 á Rás2 í dag. Stjórnend-
ur þáttarins eru þeir Andri
Már Ingólfsson og Halldór
Lárusson.
Okkur langaði til að fræðast
svolítið um þessa tegund tón-
listar og hringdum því í annan
stjórnandann, Andra Má, og
honum sagðist frá á þessa leið:
- Við byrjuðum með staka
þætti um þetta efni í apríl sl.
en frá því í júní höfum við
verið með „kristilegan popp-
tónlistarþátt" hálfsmánaðar-
lega. Við ætlum að halda okkar
striki og kynna bæði gamalt
efni og líka splunkunýtt.
Þaö, sem við köllum kristi-
lega popptónlist, byggist mest
á textunum, því að músíkin
sjálf er venjuleg popptónlist af
öllum tegundum, svo sem
rokk, kántrí, nýbylgjurokk,
bandarísk gospeltónlist
o.s.frv. Ef svo vel viðrar hrær-
um við út í þetta örlítilli sveita-
rómantík.
í þættinum í dag koma undir
nálina bæði gömul og ný nöfn
úr poppinu, en allir þessir
tónlistarmenn eiga það sam-
eiginlegt að trúin er stórt atriði
í lífi þeirra.
Það hefur orðið beinlínis
sprenging í útgáfu þessarar
tónlistar. Mest er hún þó áber-
andi í Bandaríkjunum, ætli
hún verði ekki farin að fá sömu
spilun hér á landi, og þar, eftir
svona 2 ár.
Ég held að við séum að fara
ótroðnar slóðir í kynningu
þessarar tónlistar hér á landi
(og drögum nafn þáttarins af
því), því fólk virðist almennt
hafa ranga hugmynd um hvers
konar tónlist þetta er. Og mér
finnst svipaður misskilningur
oft eiga sér stað hjá mörgum
um kristindómiri líka.
Við spilum nú lög með Al
Green, Cliff Richard, Steve
Taylor, Amy Grant og Donnu
Summer, svo dæmi séu tekin,
og svona til upplýsingar fyrir
hlustendur ætlum við að reyna
að komast að því hvar hægt er
að komast yfir þessa tónlist hér
á landi.
Halldór Lárusson
Andri Már Ingólfsson
Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum“
- eftir Jón Sveinsson
■ í kvöld kl. 20 hefst í
útvarpi lestur sögunnar Ævin-
týri úr Eyjum eftir Jón Sveins-
son, Nonna kæran vin margra
kynslóða, ekki aðeins ís-
lenskra barna heldur hefur hún
líka notið vinsælda meðal út-
,Iendinga um langt skeið. Les-
ari er Gunnar Stefánsson, dag-
skrárstjóri.
Gunnar fræðir okkur á því,
að Jón Sveinsson, Nonni, sé
frægastur allra íslenskra barna-
bókahöfunda. Bækur hans
hafa verið þýddar á um 30 mál,
en hann skrifaði þær flestallar
á þýsku. Frægustu barnabækur
Nonna fjalla allar um bernsku-
og æskuár hans sjálfs á íslandi
og í Danmörku, og ferðina
til Danmerkur. Hann fór til
útlanda 12 ára gamall og var
þá fyrst í Danmörku og fór svo
síðan til náms í Frakklandi á
vegum kaþólsku kirkjunnar.
Upp úr því var hann kaþólskur
prestur.
Sagan Ævintýri í Eyjum ger-
ist í Danmörku og fjallar um
ferðalag, sem Nonni fór í með
vini sínum um Sjáland og Fjón,
og þau ævintýri, sem þeir lentu
í á þeirri ferð. Eyjarnar, sem
sagan er kennd við, eru sem
sagt danskar.
Jón Sveinsson var fæddur
árið 1857 á Möðruvöllum í
Hörgárdal og dó árið 1944 í
Köln í Þýskalandi.
Miðvikudagur 7. nóvember 1984 20
■ Jón Sveinsson hefur
skemmt mörgum kynslóðum
íslenskra og útlendra barna
með frásögnum af bernsku- og
æskuárum sínum á íslandi og í
Danmörku.
Matar- og næringarþættir hefja göngu sína:
Fiskur er hollur og góður matur
■ í kvöld kl. 20.40 verður á
dagskrá sjónvarps fyrsti þátt-
urinn af fimm, sem það hefur
látið gera um næringu og hollt
mataræði. í hverjum flokki
verður fjallað um einn flokk
fæðu, og í kvöld er það fiskur,
sem orðið hefur fyrir valinu.
í þáttunum er blandað sam-
an fræðslu um hollustu og
næringargildi fæðunnar og
leiðbeint um matreiðslu. Hér
fylgja með sýnishorn af ein-
földum og hollum réttum, sem
kynntir verða í kvöld.
Gestir í þessum þætti verða
Guðmundur Þorgeirsson lækn-
ir og Alda Möller, dósent við
Háskóla íslands. Umsjónar-
maður þáttanna er Laufey
Steingrímsdóttir næringar-
fræðingur.
Fitkur
ClóAadur fiskur
I. fiskflak (5(K) g) ýsa cða
smálúða
1/4 Isk. salt
pipar - örlílið
1-2 msk. bnclt smjör cða mal-
arolía
2 msk. brauðmylsna
Skraut: sítrónubálar. slcin-
sclja
1. Lcggið roðdregin og bein-
hrcinsuð flök í smurl eldfast
möt (cf smálúðuflök cru
notuð má hafa roðið og láta
það snúa upp.
2. Penslið fiskinn mcð olíu
cða bra-ddu smjöri ogslráið
salli. pipar og brauðmylsnu
yfir.
3. Cilöðið í miðjum ofni í
10-15 mín.
4. Lálið sílrónubáta og stcin-
scljugfcinar yfir.
Bcrið soðnar kartöflur. hrált
salal og grófl. ósmurt brauð
mcð.
Karfaflök með fvllingu
2 frckar slór karfaflök roð- og
bcinhreinsuð
2. msk. sítrónusafi
,1/2 Isk. salt
Ipipar á hnífsoddi
11/2 laukur. saxaður
1-2 tömatar í snciðum
1/2 græn paprika í litlum bitum
rósmarín
ostsnciðar (267o t.d. óðalsost-
ur)
matarolía til að pensla mcð
I. Lcggið annað karfaflakið í
smurt, cldfast mót.
2. Stráið salti og pipar á bæði
I flökin og hellið sítrónusaf-
I anum yfir.
3. Látiðlauk.tómatsnciðarog
paprikubita yfir. stráið
rósmarín yfir og hyljið fyll-
inguna með ostsneiðum.
4. Leggið hitt flakið ofan á.
pcnslið með matarolíu.
15. Látið mótið neðarlcga í
2(XPC hcitan ofn og bakið
i um 30 mín.
|6. Lcggið ostsneiðar yfir og
I bakið áfram í 5-10 mín.
Fljótlegur hádegisverður
Síld úr cdikslegi
harðsoöin cgg
sýrðar rauðrófur
bananar
soðnar kartöflur
flatbrauð cða rúgbrauð
Sjónvarp kl. 20.40:
Útvarp kl. 20.
Miðvikudagur
7. nóvember
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna
9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir. For-
ustugr. dagbl (útdr ).
10.45 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja
11.15 Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt-
ir.
11.45 Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Gunn-
vör Braga.
13.30 Islensk dægurlög.
14.00„Á Íslandsmiðum" eftir Pierre
Loti Séra Páll Pálsson á bergþórs-
hvoli les þýöingu Páls Sveinssonar
(10).
14.30 Spænsk rapsódia eftir Maur-
ice Ravel Sinfóniuhljómsveitin i
París leikur: Herbert von Karajan
stj.
14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Sfðdegistónleikar
17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tóm-
asson flytur.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón
Sveinsson
20.20 Mál tit umræðu
21.00.Frá tónlistarhátíðinni í Berg-
en
21.30 Utvarpssagan: „Hel“ eftir
Sigurð Nordal Árni Blandon les
(2).
22.00 „Morgundraumur", Ijóð eftir
Gustaf Fröding
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Skilyrði fyrir friði Hannes H.
Gissurarson flytur fimmta og siö-
asta erindi sitt.
23.15 íslensk tónlist
Miðvikudagur
7. nóvember
10:00-12:00 Morgunþáttur. Róleg
tonlist. Viðtal. Gestaplötusnúöur.
Ný og gömull tónlist. Stjórnendur:
Kristján Sigurjónsson og Jón
Ólafsson.
14:00-15:00 Út um hvippinn og
hvappinn. Létt lög leikin úr ýmsum
áttum. Stjórnandi: Inger Anna
Aikman.
15:00-16:00 Ótroðnar slóðir. Kristi-
leg popptónlist. Stjórnendur: Andri
Már Ingólfsson og Halldór Lárus-
son.
16:00-17:00 Náiaraugað. Djassað
rokk. Stjórnandi: Jónatan Garöars-
son.
17:00-18:00 Tapaðfundið. Sögu-
korn um soul tónlist. Stjórnandi:
Gunnlaugur Sigfússon.
Miðvikudagur
7. nóvember
19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni sem verö-
ur á þessa leiö: Söguhornið -
Hnyklarnir, ævintýri. Sögumaöur
Þorbjörg Kolbrún Ásgrímsdóttir.
Myndir geröi Herdis Hubner. Litli
sjóræninginn: þýsk brúöumynd.
Þýöandi Saldme Kristinsdóttir.
Tobba: þýskur brúðumyndaflokk-
ur. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir.
Sögumaöur Þuríður Magnúsdórri.
Högni Hinriks: bresk teiknimynd.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Matur og næring. 1. Formáli
og fiskur. Fyrsti þátturinn af fimm
sem Sjónvarpið hefur látiö gera
um næringu og hollt mataræöi.
Fléttaö er saman umræöu og
fræöslu um næringarefni fæöunn-
ar og matreiðslu skemmtilegra og
hollra rétta. I hverjum þætti er
fjallað um einn flokk fæöu og i
fyrsta þætti verður fiskur fyrir val-
inu. Gestir i þessum þætli veröa
Guðmundur Þorgeirsson læknir og
Alda Möller, dósent viö Háskóla
íslands. Umsjónarmaður Laufey
Steingrimsdóttir næringarfræö-
ingur. Upptöku stjórnaöi Kristín
Pálsdóttir.
21.10 Þyrnifuglarnir. Þriðji þáttur.
Framhaldsmyndaflokkur eftir sam-
nefndri skáldsögu Colleen McCul-
loughs. Aöalhlutverk: Richard
Chamberlain, Rachel Ward og
Barbara Stanwyck. Efni síðasta
þáttar: Mary Carson kostar Meggie
i klausturskóla þar sem faöir Ralph
heldur verndarhendi yfir henni.
Fee er barnshafandi og Frank
hellir sér yfir Paddy, sem Ijóstrar
þvi upp aö hann sé óskilgetinn.
Frank ákveður þá aö fara að
heiman. Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
22.00 Kastljós. Þáttur um erlend
málefni. Meöal annars veröur fjall-
aö um forsetakosningar í Banda-
ríkjunum og úrslit þeirra. Umsjón-
armaður Einar Sigurösson.
22.35 Fréttir í dagskrárlok.