NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 07.11.1984, Qupperneq 24

NT - 07.11.1984, Qupperneq 24
Miðvlkudagur 7. nóvmnber 1984 24 Pólland: Þrír öryggislögreglumenn ákærðir fyrir prestsmorðið Varsjá-Reuter ■ Þrír pólskir öryggislögreglu- menn voru í gær ákærðir form- lega fyrír að hafa myrt pólska prestínn Jerzy Popieluszko. Þeir höfðu áður veríð ákærðir fyrír að hafa rænt honum. Mennirnir heita Grzegorz Piotrowski kapteinn, Leszek Pekala liðs- foringi og Waldemar Chmiel- ewski liðsforingi. Þeir munu hafa játað morðið á sig. Czeslaw Kiszczak, innanrík- isráðherra, lýsti ráninu á Popiel- uszko fyrir innanríkisnefnd 'pólska þingsins í gær. Hann sagði, að dánarorsök prestsins væri ekki enn kunn og yrði það ekki fyrr en eftir frekari úrvinnslu á niðurstöðum krufningarinnar. Innanríkisráðherrann endur- tók þá skoðun stjórnvalda að morðið á prestinum hefði verið ögrunaraðgerð við stjórn Jaru- zelskis og sagði að stjórnin myndi ekki hika við að opinbera óþægilegar og sársaukafullar staðreyndir. Heimildir frá krufningunni segja að Popieluszko hafi verið barinn, bundinn og keflaður og að vatn hafi fundist í lungum hans. Þetta bendir til þess að hann hafi verið á lífi þegar honum var hent út í lón við ána Vislu norður af Varsjá. Kiszczak sagði hins vegar að ræningjarnir héldu því fram að ekkert lífsmark hefði verið með Popieluszko þegar honum var hent út í lónið. Rannsókn hefur leitt í ljós að mikil tengsl eru á milli morðsins og öryggis- og leyniþjónustusveita sem starfa á vegum innanríkis- ráðuneytisins. Háttsettur yfir- maður þar hefur verið ásakaður fyrir að hafa rétt morðingjunum hjálparhönd. Innsta ráð komm- únistaflokksins, Politburo, hef- ur nú ákveðið að Wojciech Jaruzelski hafi á næstunni yfir- umsjón með þeim hluta af starfsliði innanríkisráðuneytis- ins sem fer með öryggismál og er jafnvel talað um að yfirmaður þeirrar deildar, miðnefndar- maðurinn Miroslaw Milewski, verði látinn fara frá vegna morðsins. Búist er við því að Jósef Glemp, kardínáli og höfuð pólsku kirkjunnar, haldi innan skamms til Rómar til að ræða við Jóhann Pál páfa um morðið á Popieluszko og þær afleiðing- ar sem það gæti haft fyrir sam- skipti ríkis og kirkju í Póllandi. Indland: Sikkar halda hátíð - ný morðalda í uppsiglingu? Nýja Delhi-Rcuter ■ Indversk stjórnvöld hafa nú talsverðar áhyggj- ur af því að ný alda morða og gripdeilda geti riðið yfir landið þegar sikkar halda trúarhátíð á fimmtu- daginn. Hún er haldin vegna afmælis Nanaks, eins helsta læriföðurs sikka. Æðstu prestar sikka í hinni helgu borg Amritsar hafa beðið sikka að hafa hægt um sig á hátíðinni. I tilefni af hátíðinni verður öryggisgæsla hert við helga staði sikka og hof þeirra, en margir sikk- ar hafa leitað skjóls og verndar hersins þar. Áætlað er að nú séu um 30 þúsund sikkar í sér- stökum búðum undir her- vernd. Þetta er fólk sem hefur beðið tjón vegna ofbeldisöldunnar og segist Rajiv Gandhi, nýji for- sætisráðherrann, ætla að greiða að fullu tjónið auk þess sem þeir sem misst hafa ástvini sína og ætt- ingja fá skaðabóta- greiðslur frá ríkisstjórn- inni. Heldur var kyrrlátt á Indlandi í gær, nema hvað að frá Punjabfylki bárust þær fréttir að öfgamenn hefðu skotið tvo farþega til bana í strætisvagni. Ekki var ljóst hverrar trú- ar hinir myrtu voru, en í Punjab eru sikkar í meiri- hluta. Að sögn indversku frétta- stofunnar þótti tvísýnt um líf annars morðingja Indiru Gandhi í gær, en hann var særður alvarlega eftir skotárásina. Hann er nú í strangri öryggisgæslu á spítala í Nýju-Delhi. Ekki hefur enn verið upp- lýst hvort yfirvöld hafi náð að yfirheyra hann að nokkru marki. Ný hárareiðsla á þinginu ■ Að gamalli hefð var breska konungsfjölskyld- an viðstödd þegar Elísabet Bretadrottning hélt sína árlegu ræðu í breska þinginu í gær. í ræðunni er að venju reifuð staða mála í breska þjóðfélag- inu hverju sinni, en síðan hefjast umræður sem virtust í gær ætla að verða langvinnar og harðar. Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, réðist eftir ræðuna harkalega á stjórn Margaret Thatcher vegna sívaxandi atvinnuleysis, en Thatc- her svaraði og kenndi óhóflega háum launum um atvinnuleysið. Athygli ljósmyndara í breska þing- inu í gær beindist náttúrlega fyrst og fremst að Díönu prinsessu sem var þar ásamt manni sínum, Karli prins - og auðvitað með nýja hárgreiðslu! Parísar-Kanar kjósa ■ Fastagestir á „Harry’s Bar“, einni fastaknæpu Bandarfkja- manna sem búsettir eru í París, héldu í gær sína eigin kosningu á milli forsetaframbjóðendanna Mondales og Reagans. Þessi siður hefur verið haldinn í heiðri á Harry’s Bar allar götur síðan 1924 og segja fastagestirnir að úrslitin hafi aðeins einu sinni stangast á við úrslitin í forsetakosningunum sjálfum. Þá spáðu drykkjufélagarnir á Harry’s Bar Gerald Ford sigri yfir Jimmy Carter í kosningunum 1974. Iþetta sinn voru engin tvímæli um úrslitin - Reagan fór með sigur af hólmi, fékk 376 atkvæði gegn 234 atkvæðum Mondales. Símamynd-POLFOTO Kreml: Gorbachev enn í öðru sæti Moskva-Keuter ■ Árlega eru í Kreml hengdar upp risamyndir af tólf meðlim- um Politburo, pólitískri nefnd miðstjórnar sovéska kommún- istaflokksins og hinni eiginlegu ríkisstjórn Sovétríkjanna, í til- efni af afmæli byltingarinnar 7. nóvember. Reyndar eru myndir af tólfmenningunum hengdar upp víðar, en Sovét- skoðendur og sendimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að uppröðun myndanna á aðalsíma- húsinu við Kreml segi mikla sögu um ris og fall tólfmenning- anna innan stjórnkerfisins. Annars staðar í Moskvu eru leiðtogamyndirnar hengdar upp í stafrófsröð. Á veggnum hangir nú Kon- stantín Chernenko fyrstur, eins og gefur að skilja, en næstur honum kemur þetta árið Mikha- il Gorbachev, Gorbachev hefur lítið verið í sviðsljósinu upp á síðkastið og hafa margir viljað ráða af því að hann ætti erfitt uppdráttar um þessar mundir. En ef ráða má af myndunum er Gorbachev enn líklegasti eftir- maður Chernenkos. Argentína: Ráðherra spyrst fyrir um örlög sænskrar stúlku Buenos Aires-Reuter ■ Pierre Schori, varautan- ríkisráðherra Svíþjóðar, er nú á ferðalagi í Argentínu og hefur haldið þar uppi fyrirspurnum um afdrif Dagmar Hagelin, 17 ára gam- allar sænskrar stúlku, sem hvarf í Argentínu árið 1977. Mannréttindahópar hafa ásakað Alfredo Astiz, for- ingja í sjóhernum, fyrir að bera ábyrgð á hvarfi stúlk- unnar og nú er málið í höndum herdómstóls. Faðir Hagelin hefur kvart- að yfir því við yfirvöld hversu seint rannsóknin gangi. Astiz þessi var foringi í argentínska hernum í Falk- landseyjastríðinu og var handtekinn þar af breskum hersveitum og fluttur til Bretlands. Þá fóru sænsk og frönsk yfirvöld þess á leit að þau fengju að spyrja Astiz um þátt hans í ofbeldisað- gerðum herforingjastjórnar- innar, sem sat frá 1976-83. Astiz var þá skilað aftur til Argentínu. Frakkar eiga sitthvað van- talað við Astiz vegna hvarfs tveggja franskra nunna og tíu Argentínumanna úr kirkju einni árið 1977. Eiturlyfja- faraldur í V-Þýskalandi Wiesbaden-Reuter. ■ Eiturlyfjabrot hafa aldrei verið fleiri í Vestur- Þýskalandi en á fyrri helm- ing þessa árs. Háttsettir menn í vestur-þýska innanríkisráðuneytinu segja að stöðugt meira magn af kókaíni berist nú til Evrópu frá Suður-Am- eríku. Ritari innanríkisráðu- neytisins, Siegfried Frö- hlich hefur hvatt til sam- einaðs átaks í Evrópu í baráttu við aukinn eitur- lyfjavanda í álfunni. Á ráðstefnu sem nú stendur yfir um eiturlyfjavandann, skýrði Fröhlich m.a. frá því að á fyrri helmingi þessa árs hefði eiturlyfja- brotum í Vestur-Þýska- landi fjölgað um tíu prósent. Hann sagði að fyrstu níu mánuði þessa árs hefði lögreglan gert 116 prósent meira magn af kókaíni upptækt en á sama tíma á seinasta ári. Þessi aukning stafaði m.a. af aukinni framleiðslu í Suður-Am- eríku en einnig af því að markaðurinn í Norður- Ameríku væri nú tiltölu- lega mettaður og því væri hætta á því að kókaín flæddi yfir Evrópu á næst- unni. Á síðasta ári skráði vestur-þýska lögreglan næstum því 64.000 eitur- lyfjabrot og 472 manns dóu vegna notkunar eitur- lyfja. Helsti keppinautur Gorbac- hevs, Grigory Romanov, hefur hins vegar verið mikið í fjöl- miðlum upp á síðkastið og hefur það þótt benda til þess að stjarna hans færi hækkandi. Samkvæmt myndaröðinni í Kreml virðist hann samt vera nokkuð aftarlega á merinni. Hann kemur þar á eftir Gorbac- hev og hinum gamalgrónu leið- togum í Kreml, Ustinov varn- armálaráðherra, Gromyko utanríkisráðherra og Tikhonov forsætisráðherra. Frekari vísbendingar um póli- tíska stöðu Kremlherra má svo fá í dag þegar þeir raða sér upp á grafhýsi Leníns við Rauða torgið til að fylgjast með hinni árlegu hersýningu byltingar- afmælisins. Sérfræðingar í Sovétmálefn- um fylgjast með Gorbachev, sem er ungur á Kremlmæli- kvarða aðeins 53 ára, með miklum áhuga. Þeir sjá von um að hann gæti orðið mun sveigj- anlegri í samskiptunum við vestrið en Chernenko og að hann fýsi að létta á sovéskum efnahag með því að draga úr útgjöldum til hernaðarmála. Keppinauturinn Romanov, sem er 61 árs gamall, þykir hins vegar harðlínumaður sem vart myndi breyta frá núverandi stefnu.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.