NT - 25.11.1984, Síða 2
Sunnudagur 25. nóvember 1984 2
HELCiiAR-
BLAD
Umsjónarmenn
Helgarbiaðs:
Atli Magnússon
Inga Dóra Björnsdóttir
Jón Ársæll Þórðarson
GAMALT
Forsíðumynd:
■ Jóhannes Kr. Jóhannesson var
einn þeirra sem áður settu svip á
samtíðina. Póstkortin hans áttu sér
engan sinn líka. Sjá síður 8-9.
■ Jón E. og brúðurnar hans. Við
litum inn á sýningu Jóns í Norræna
húsinu, en henni lýkur nú um helgina.
Sjá síður 10-11.
■ íslenskir áfengisflöskumiðar. NT
rekur sögu þessara vel þekktu álím-
inga. Sjá bls. 12-13.
■ öll dreymdi okkur um að verða
eitthvað sérstakt, þegar við yrðum
stór. í dag er rætt við nokkra vel
valda íslendinga um þennan óska-
draum þeirra. Sjá síður 6-7.,
Hallir,elddrekar og töframenn
Er ki Sk0r,ir ævin,.Vraverurnar í
),Orænfjoðru„gi“. Eldspúandi drekar
koma fram, styttur tala og hreyfast
<*g galdramenn töfra fram heilu hallimar
Ævintýrin gerast enn í „Grænfjöðrungi",
sem Nemendaleikhúsið sýnir áfram
nú um helgina
,,Við vildum spreyta okkur
• u hnr Tnlinius og Alda Árnadóttir.
á ekta grímuleik,“ segja þau Þor Tul.n.us og
■ Þegar Ncmendaleikhúsið fer á
stjá með sýningu leggja allir leikhús-
vinir við eyru og búast til að sperra
upp augun, því hvergi gefst betra
tækifæri til að komast að raun um
hvar leiklistarsnillingar framtíðarinn-
ar eru að st.'ga fyrstu skrefln. Er það
ekki nokkurs um vert að geta sagt
eftir 10 ár. Ég sá hann (hana) einmitt
í fyrstu sýningunni hérna um árið, -
jú, einmitt í Nemendaleikhúsinu.
GEGNHEH PARKETGÓLf - 6UTSA LÓKK - RUSTIK BORDPLÓTUR
JM
J JUNCKERS INDUSTRIER as
OSKAR HJARTANLEGA TIL HAMINGJU
MEÐ AFMÆLID OG ÞAKKAR
FYRIRTÆKINU
EGILL ÁRNASON HF.
SKEIFUNNI 3 — PÓSTHÓLF 345 — REYKJAVÍK
FYRIR GÓDA SAMVINNU í 50 ÁR.
En það eru fleiri ástæður til að líta
inn á sýningu Nemendaleihússins,
sem eins og allir vita er jafnan hópur
nemenda í 4. bekk Leiklistarskóla
íslands, því venjulega eru það úrvals-
verk sem þeir taka til sýningar. Svo er
að þessu sinni, en nú sýnir Nemenda-
leikhúsið Grænfjöðrung eftir Carlo
Gozzi, sautjándu aldar Itala, sem var
samtíðarmaður C. Goidoni.
„Þetta er verk sem bæði börn og
fullorðnir hafa ákaflega gaman af,"
segja þau Þór Tulinius og Alda Arn-
ardóttir, sem bæði fara með stór
hlutverk á sýningunni. „Þarna er heill
ævintýraheimur á ferðinni, austur-
lenskur töfrabj armi sem um leið hefur
mót af alþýðumenningu síns tíma,
eldspúandi drekar koma fram, styttur
tala og hreyfast, galdramenn töfra
fram heilar hallir og svo framvegis.
Börnin eru auðvitað yfir sig heilluð af
þessu, en þeir fullorðnu hafa kannski
meira gaman af textanum, sem Karl
Guðmundsson þýddi af mikilli list.
Leikgerðin er annars frá 1982 og hana
gerði Benno Besson.
En af hverju þennan ævintýraleik?
Þau Alda og Þór segja að nemendur
hafi lengi langað til að spreyta sig á
grímuleik, sem ekki gafst færi á að
kynnast í náminu og hér er einmitt
ekta grímuleikur á ferðinni.
Tvær sýningar um
helgina
Tvær sýningar eru á leiknum nú um
helgina. Súfyrrierálaugardagkl. 15,
en sú síðari á sunnudagskvöld kl. 20.
Tíu sýningar hafa verið þegar á leikn-
um og er leikstjórinn Haukur Gunn-
arsson og leikmynd eftir Guðrúnu
Sigríði Haraldsdóttur. Auk hinna
átta leikenda Nemendaleikhússins
hafa þeir fengið til liðs við sig tvo
leikara frá atvinnuleikhúsunum í
Reykjavík, þau Ragnheiði Steinþórs-
dóttur frá Þjóðleikhúsinu og Jón
Hjartarson frá LR.
Aðsókn er alltaf mikil að Leiklist-
arskóla íslands. Próf eru haldin að
vori þrjú ár í röð og átta nemendur
teknir inn, en fjórða hvert ár, eru
engin próf haldin, svo skólinn yfirfyll-
ist ekki. Um fimmtíu manns sækja
um árlega. Nú eru nemendur 22 í
skólanum.
Þau Þór og Alda segja að atvinnu-
horfurnar séu ekki of góðar hjá
leikurum, en hvað um það. Þau eru
óhrædd og hlakka til að spreyta sig að
náminu loknu, því allir listamenn
verða að trúa á eigin hæfileika, og
stóru ævintýrin halda áfram aðgerast,
- rétt eins og í „Grænfjöðrungi".
AM