NT - 25.11.1984, Blaðsíða 11

NT - 25.11.1984, Blaðsíða 11
 11J' Sunnudagur 25. nóvember 1984 11 LlL ÓSA ________——“• í leikhúsum í dag. „Þetta byrjaði allt saman úti í Kaup- mannahöfn þar sem ég var við myndlist- arnám. Einn skólabróðir minn var mikill áhugamaður um léikbrúður og bauð mér að skoða safn sitt. Þegar ég kom heim til konu minnar um kvöldiö eftir að hafa séð brúðurnar þá sagði ég henni að nú væri ég búinn að ákveða hvað ég ætlaði að gera í framtíðinni. Ég ætlaði að vinna með leikbrúður. Við hlógum auðvitað að þessu en ég varð fyrir svona sterkum áhrifum þetta kvöld. Eftir þetta áttu brúðurnar hug minn allan. Eftir að við fluttum heim til íslands fór ég að kenna við Myndlista- og handíðaskólann en notaði frístundirnar til að smíða brúður og æfa þær. Ég kenndi líka í mörg ár við Miðbæjarskól- ann og þá komu brúðurnar að góðu gagni því börnin kunnu að meta þær. Það er hreint ótrúlegt hvað feimið barn getur opnað sig ef það fer að stjórna leikbrúðu. í gegnum brúðuna fær það tækifæri á að tjá sig, bæði gleði sína og sorgir og það án allra hafta. Ég held líka að þetta hafi átt sinn þátt í því að kynna brúðuleikhúsið hér á landi. Hvar á að byrja ef ekki á börnunum? Seinna ferðaðist ég um landið á sumrin með brúðurnar og sýndi hina ýmsu leiki. Þetta gekk í ein tíu ár og sumar brúðurnar urðu mjög vinsælar. Ég man sérstaklega eftir honum Fúsa flakkara sem átti stóran aðdáendahóp. Hann er því miður ekki með á sýning- unni að þessu sinni en í mörg ár eftir þetta var hann að fá bréf og alls kyns sendingar.*- Þegar Jón talar um brúður sínar er engu lfkara en hann sé að tala um lifandi persónur. Ekki nóg með það heldur talar hann við þær eins og menn þannig að mörkin milli hins raunverulega og þess sem við köllum óraunverulegt, riðlast og maður gefur sig ævintýrinu á vald. Með þaulæfðum hreyfingum lætur hann brúðurnar dansa eftir sínu höfði og með látbragði segja það sem ekki er hægt að segja á annan hátt. Við spyrjum Jón hvernig brúðurnar verði til. „Ég byrja alltaf á því að teikna þær upp og smíða þær síðan eftir teikning- unni. Menn nota ýmis efni. Ég geri flestar mínar brúður úr tré og stundum nota ég pappamassa en móta þá brúðuna fyrir í leir. Ég lærði myndskurð á sínum tíma og tré er efni sem ég þekki vel þannig að það verður oftast fyrir valinu. Spilverkið eða stjórntækin í strengbrúðunum verður svo að smíða sérstaklega fyrir hverja brúðu fyrir sig. Undir klæðum brúðunnar verður síðan að fóðra stangirnar milli liðamóta til að koma í veg fyrir að glamri í þessu öllu þegar brúðan fer að hreyfa sig. Það er óhætt að fullyrða að hið langa starf Jóns með brúðurnar hefur borið ríkulegan ávöxt. Fyrir utan það að hafa stytt bæði ungum og öldnum stundirnar þá hefur áhugi á brúðuleikhúsi vaxið hér á landi fyrir hans starfa. Fyrir fáeinum árum réðust nokkrar ungar konur í það að stofna brúðuleikhúsið „Leikbrúðuland" og hafa þær sýnt bæði hér heima og erlendis. Þannig hefur sá áhugi sem Jón kveikti orðið til þess að fleiri hafa farið að starfa að málum leikbrúðunnar á íslandi. 3dagar, kr.8.653.- 5dagar, kr.9.915.- 7dagar,kr. 13.091.- Þægindi Flugleiðir bjóða þér að velja á milli hótela í Glasgow eða Edinborg. Þessi hótel eru öll fyrsta flokks, en ódýr engu að síður. Við viljum sérstaklega vekja athygli þína á splunkunýju og stórglæsilegu hóteli í Glasgow sem heitir Skean Dhu. Gisting á þessu ágæta hóteli er ótrúlega ódýr. Skemmtun Glasgow státar af afbragðs góðum veitingastöðum og pöbbum í hefðbundnum skoskum stíl. Á fjölum leikhús- anna er alltaf eitthvað spennandi. Einnig er líklegt að þú lendir á skemmtilegum hljómleikum. Verð Ofangreindar verðtölur fela í sér flug og gistingu í 2 manna herbergi á Skean Dhu. Morgunverður er innifal- inn, en flugvallarskattur bætist við. Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.