NT - 25.11.1984, Page 21
Kæri geðlæknir,
Ég er alveg í rusli og veit varla
hvað ég á að gera aí mér. Þannig
er mál með vexti að vinkona mín og
maðurinn hennar voru að skilja um
daginn. Þau eru húin að vera giít í
nokkur ár og mér hefur alltaf fund-
ist hann fara illa með hana. Hann
hefur drukkið og stundum lagt á
hana hendur. Vinkona mín hefur
samt sem áður ekkert viljað um
þetta tala yfirleitt en hefur oft
verið í rusli eftir helgar. Þau eiga
ekkertbarn saman og hef ég ekkert
skihð í hvers vegna vinkona mín
hefur ekki slitið sambandi við
þennan gaur fyrr en núna. ísumar
frétti ég frá annarri vinkonu minni
að þessi náungi þ.e.a.s. maður
vinkonu minnar væri að halda við
einhverja gifta konu úti í bæ. Ég
sagði vinkonu minni ekkert frá
þessu, en reyndi að gefa henni í
skyn að hann værinú ekki ahurþar
sem hann væri séður. Nú um dag-
inn þegar ég hitti vinkonu mína á
baUi þá sagði hún mér að hún og
þessi gæi væru búin að ákveða að
skUja og sagðist vera að drekkja
sorgum sínum. Mér fannst leiðin-
legt að sjá hvernig henni leið,
sagði henni að hún skyldi ekkert
vera að sjá eftir þessum gæja,hann
hefði hvort sem er haldið fram hjá
henni svo ég vissi til og vafalaust
hefði hann gert það oftar. Reyndar
var ég sjálf dálítið í kippnum og
sagði kannski meira en ég ætlaði
eða sagði þetta eitthvað óvarlega
en ég meinti þetta alveg. Vinkona
mín fór þá að gráta þarna á ballinu,
vildi ekkert segja, ég reyndi að
hugga hana en hún vildi ekkert við
mig tala og fór burtu afbaUinu. Ég
reyndi að hringja í hana tvisvar
sinnum næstu daga en þegar hún
heyrði að þetta var ég þá skeUti
hún á.
Við erum búnar að þekkjast
lengi, vorum saman í skóla frá því
íbarnaskóla. Ég yrði ægUega spæld
ef ég missti hana sem vinkonu því
hún hefur oft hjálpað mér. Fyrst
hún skeUti á mig þegar ég hringdi
í hana þá þori ég ekki að hringja
aftur en mig langar samt sem áður
tU þess. Góði geðlæknir segðu mér
hvað ég á að gera?
Þín Sigga.
Kæra Sigga,
Skilnaður eða sambúðarslit eru
aldrei auðveld og nær alltaf sárs-
aukafull. Úr fjarlægð er oft erfitt
að meta hvort hjónabönd eða sam-
búð eru góðar eða slæmar. Oft
er meiri ást og tilfinningar í
hjónaböndum sem öðrum virðast
full af sviptingum og erfiðleikum
en í þeim þar sem allt virðist, á
yfirborðinu, vera slétt og fellt.
Sem betur fer erum við mismun-
andi og veljum okkur mismun-
andi maka þar sem okkar þarfir
eru all ólíkar. Vinkona þín valdi
þennan mann sem sinn maka en
ekki þú. Það hljómar eins og þér
hafi ekki líkað vel við þennan
mann, en þú hefur kannski ekki
kynnst honum frá þeirri hlið sem
vinkona þín gerði. Sumir eru
hrjúfir og kaldranalegir á yfir-
borðinu en það er stundum vörn
fyrir viðkvæma sál sem full er af
hlýju og blíðu. Hef ég oft kynnst
fólki sem á yfirborðinu virðist
vera ruddafengið og jafnvel ofsa-
fengið, dómhart og fráhrindandi
við fyrstu kynni en þegar inn
fyrir múrinn er komið reynast
persónur þessar hinar viðkvæm-
ustu sálir sem reyna að leyna
auðsæranleika sínum og við-
kæmni með köldum „Berlínar-
múr“. Það eiga ekki allir jafn
erfitt með að tjá sínar tilfinningar
og oft getur verið mikil væntum-
þykja og ástúð milli fólks þó að
það sýni það ekki utanaðkomandi
aðilum. Fólki getur þótt mjög
vænt um hvort annað en getur
samt sem áður komist að þeirri
niðurstöðu að það geti ekki búið
saman af ýmsum ástæðum t.d. að
það eigi ekki skap saman. Er oft
erfitt fyrir viðkomandi aðila að
slíta þannig samböndum og bíða
margir lengi eftir „kraftaverk-
inu“.
Ekki get ég séð af bréfi þínu að
þú hafir spurt vinkonu þína um
hvort hún vildi heyra álit þitt á
manni hennar eður ei. Ég efa ekki
að þú hafir bara viljað gera vin-
konu þinni erfiðleika hennar létt-
bærari en greinilegt er að þau
skilaboð hafa eitthvað misfarist. í
málum sem þessum er best að
fara sér hægt og hugsa ekki allt út
frá eigin brjósti. Reyndar veit ég
ekki einu sinni hvort að þú hefðir
kært þig um að besta vinkona þín
ryki á þig strax eftir að þú hefðir
skilið við þinn mann og sagt sína
skoðun á honum að hann væri
óalandi og óferjandi og hefði jafn-
vel haldið fram hjá þér. Oft hef ég
heyrt marga kvarta yfir því að
vinir og vinkonur séu að koma
hlaupandi strax eftir skilnað segj-
andi að hinn aðilinn hafi verið
einskis virði að þeir hafi nú vitað
hitt og þetta um hann og haft
sínar skoðanir, yfirleitt alltaf nei-
kvæðar og að viðkomandi aðili
ætti bara að þakka guði fyrir að
vera iaus við þessa „skepnu".
Finnst mörgum þetta sjálfsagt að
gera og telja sig vera að gera hið
mesta góðverk þegar um skilnað
er að ræða. Staðreyndin er að
viðkomandi aðili hefur misst
maka kannski til annars aðila og
vilja menn þá gjarnan hlaupa til
og létta sorgina á þennan hátt.
Menn geta líka misst maka sína á
annan hátt þ.e.a.s. er makinn
deyr. Man ég ekki til þess að þá
hafi vinir og kunningjar komið
hlaupandi og lýst yfir hverskonar
skíthæll makinn hafi verið í lif-
anda lífi. Þvert á móti þá er
makinn hafinn til skýjanna og
allir „ryð-og skítablettir" þurrk-
aðir af i snarheitum. Tilfinninga-
lega séð get ég oft ekki sé á missi
maka hvort sem það er við skilnað
að borði og sæng eða við dauða.
Sársaukinn er jafn mikill og jafn
þungbær. Viðbrögð umhverfis
eru samt sem áður oftast önnur
þegar þú missir þinn maka við
skilnað en þegar þú missir hann
við dauða. Virðist fólk oft, við það
eitt, að gefa upp öndina, komast í
dýrlingatölu en skilji það við
maka sinn er því oft lýst sem
útsendurum hins illa. Hvorugt er
raunhæft að mínum dómi og verð
ég því miður að segja að ég hef
sjálfur séð í blöðum hástemmdar
minningargreinar um einstakl-
inga sem ég vissi að svifust einsk-
is til þess að ná sínu fram. Skipti
þá ekki máli hvort aðrir biðu tjón
af andlega eða líkamlega. Einnig
þekki ég ýmis dæmi um einstakl-
inga sem máttu vart vamm sitt
vita, vildu öllum vel en sem t.d.
ekki gátu uppfyllt viss skilyrði
þjóðfélagsins og þess vegna
hakkaðir niður af samfélaginu.
Ekki hef ég oft farið í jarðarfarir
en stundum hef ég þurft að fylgja
vinum, ættingjum og kunningum
og verð því miður að segja að
stundum hafi mér liðið illa undir
ræðum prestsins sem aðeins töl-
uðu um allt hið góða sem hinn
látni hafði látið af sér leiða. Eitt
sinn man ég eftir ættingja mínum
sem lýst var í minningarræðu
sem algjörum engli frá himnum
sendur mynd sem ég gat ómögu-
lega fengið til að passa við þá
mynd, sem ég hafði upplifað
sjálfur. Prestunum er að sjálf-
sögðu vorkunn þar sem þeir fá
sínar upplýsingar frá ættingjum
en ef ætti að halda minningar-
ræðu yfir sjálfum mér vildi ég
helst ekki bara að láta tala um
mig sem engil.
Þú skilur kannski ekki hvað ég
er að fara, kæra Sigga, en það sem
ég er í raun og veru að segja er að
erfitt sé að setja sig í dómarasæti
hvað varðar aðra og þeirra sam-
bönd við maka, sambýlisfólk eða
vini. Því er best að fara sér hægt
og varlega í að skipta sér af
samböndum annarra og helst
ekki blanda sér inn í þau nema
viðkomandi biðji um slíkt.
Þú hefur þegar sagt þína mein-
ingu við vinkonu þína en segir
jafnframt að þú þorir ekki að
reyna að hringa aftur. Legg ég til
að þú sleppir símanum í þetta
skipti og bankir upp hjá vinkonu
þinni og að þið ræðið málin
saman.
Með bestu kveðjum,
Þinn Páll Eiríksson
SNJOBLASARAR
Fyrir: Einbýli - Fjölbýli - Skóla - Vinnustadi o.fl. o.fl.
Afköst frá 15 tonn til 35 tonn pr.st. Til afgreiðslu strax.
YS 220 2.0 hestöfl - þarf að ýta kr. 13.360.-
YS 524W 5.5 hestöfl - sjálfdr. á hjól kr. 39.660,-
YS 524T 5.5 hestöfl - sjálfdr. á beltum kr. 41.500.-
Öll verð eru með söluskatti
••
OIl verð áætluð og háð breytingum
Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar.