NT


NT - 02.12.1984, Síða 2

NT - 02.12.1984, Síða 2
■ í Helgarblaði NT helgina 17.-18. nóvember var grein um makalausa, stöðu þeirra og kjör í okkar ágæta þjóðfélagi. Greinin vakti mikla athygli og hringdi fólk alls staðar að til að forvitnast nánar um Makalausafélagið. Núna um helgina verður haldinn framhaldsaðalfundur þessa merka félags og í því tilefni kom Gísli Magnússon, einn af stofn- endum félagsins hingað niður á blað og rabbaðí við okkur. „Hugmyndin með stofnun þessa félags er eins og áður hefur komið frarn að sinna hagsmunum makalausra fyrst og fremst. Það cr dýrt að vera einhleypur. Litlar íbúðir eru hlutfallslega dýrari á leiguntarkaði en stórar. Annar heimiliskostnaður er líka dýrari en hjá fólki í sambúð. Ætli einhleyp manneskja að ráðast í það að byggja yfir sig, bara í blokk, lendir hún strax í vandræðum. Hún hefir yfir að ráða einu lífeyrissjóðsláni auk húsnæðismálastjórnarláni. Saman taka þessi lán yfir ca 35-40% af verði tveggja herbergja staðalíbúðar. Afborgun er að minnsta kosti þrenn mánaðarlaun. Auk þess verður að útvega í snatri um 60% sem á vantar. Þá liggur leiðin í bankana sem heimta að lánið sé greitt upp í topp á örfáum árum. Það eru ótrúlega margir um og yfir þrítugt sem enn búa í foreldrahúsum einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki ráð á öðru. Það hefur ckki verið kannað hve stór hópur makalausra er hér á landi. En benda má á upplýsingar sem komu fram á sögu- og skipulagssýningu Reykjavíkur nú í vor. Samkvæmt þeim héldu makalausir, það er einhleypir, fráskildir, ekkjur, ekklar og einstæðir foreldrar fjórðung heimila í Reykjavík fýrir tuttugu árum. Árið 1982 voru þessi heimili rúmlega 46%. Eg skal ekkert segja hvort hlutfallið er svipað annars staðar á landinu, en eitt er víst að niakalausir skipta þúsundum. Ég býst ekki við að til sé nein ein skýring á því hvers vegna það eru svona margir makalausir hér á landi. Ég veit ekki hvort þeir eru fleiri hér en á Norðurlöndum eða í mótmæl- endalöndunt yfirleitt því trúin skiptir hér verulegu máli eins og kunnugt er. Trú og siðir. Við íslendingar höfum verið blessunarlega lausir við kreddur í þeim efnum, að minnsta kosti nú í seinni tíð og ég held lengstaf. Þetta held ég að skoðanakönnun Gallups/Hagvangs hafi gefið vísbendingu um. Þarvarspurt umafstöðutileinstæðramæðra-makalausa félagið var þá ekki enn orðið til - og kom greinilega fram að íslendingar töldu það engan siðferðisbrest þótt kona eignaðist barn án þess að hún væri gift eða í sambúð. Ég held að landinn telji hjúskap eða sambúð ekki vera hið endanlega takmark. ■ Gísli Magnússon kennari íslendingar eru miklir einhyggjumenn - eru lokaðir segja útlendingar - og lítið fyrir að gefa mikið af sjálfum sér eins og nauðsynlegt hlýtur að vera í náinni sambúð við annan aðila. Og það er eitt af markmiðum þessa félags að vinna þeirri skoðun hylli að einhleypi sé eðlilegur valkostur, og það verði virt fordómalaust. En þetta er ekki eingöngu hagsmunafélag þótt slíkir hlutir brenni náttúrlega mjög á yngra fólki. Það verður auðvitað að vökva lífsblómið eins og önnur blóm. Það var líka gert í sumar, jafnvel þótt félagið væri ekki enn formlega stofnað. Það voru farnar fjórar skemmtiferðir út á land auk dansiballs sem haldið var hér í bænum. Og það er hugmyndin að stofna tómstundaklúbba innan félagsins - svo marga sem efni standa til. Taflklúbb, íþróttaklúbb, ferðaklúbb, bókmenntaklúbb o.s.frv. Æskilegast væri að slík starfsemi væri sem allra fjölbreyttust. En það er alveg á valdi félaganna, þeir ákveða hvaða klúbbar starfa. Framhaldsstofnfundur Makalausafélagins hefst kl. 15 sunnu- daginn 2. desember í kjallaranum í húsi Sparisjóðs vélstjóra Borgartúni 18. Á fundinum verða endurskoðuð lög félagsins lögð fram til samþykkis, kosið verður í stjórn og ræddar hugmyndir um klúbbastarfsemi innan félagsins. Svo er í bígerð að halda bráðlega dansiball en hvar og hvenær það verður getur fólk fræðst um á fundinum. Skráðir félagar í Makalausafélaginu eru þegar 300 en allir makalausir á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru hvattir til að mæta á fundinn. I.D.B. NT-mynd: Sverrir HELtíAR- BLAÐ ■ Fyrir fimmtán árum störf- uðu fjórir næturklúbbar í Reykjavík, vín glóöi á skál og silkikjólarnir skrjáfuðu. Við segjum frá klúbbunum og endalokum þeirra á bls. 10-11. Umsjónarmenn Helgarblaðs: Atli Magnússon Inga Dóra Bjömsdóttir Jón Ársæll Þórðarson ■ Ef mark má taka á leiklist- argagnrýnendunt dagblaðanna þá eru bestu leikritin á þessu misseri leikin á fjöluin smá- leikhúsanna, Egg-leikhússins og Alþýðuleikhússins. í dag ræðir NT við Maríu Sigurðar- dóttur leikkonu, sem leikur aðalhlutverk í leikritinu Beisk tár Petru von Kant, sem Al- þýðuleikhúsið sýnir um þessar rnundir. Bls. 8-9. ■ Fátt hefur vakið jafn mikla athygli að undanförnu og skoð- anakönnun Hagvangs. I dag ræðir Helgarblaðið við fimm útlendinga búsetta hér á landi um nokkrar niðurstöður könnunarinnar. Bls. 6-7. ■ Forsíðumynd: Stuðmenn hafa ekki setið auðum höndum í sumar og í haust. Kvikmynd þeirra „Hvítir mávar“ er nú langt komin og innan skamms mun koma á markaðinn hljómplata sem meðal annars inniheldur lög úr myndinni. Sjá viðtal bls. 16-17. ■ Á bls. 12-13 gefur að líta stórskemmtilegar myndir af öldruðum Hafnfirðingum. Þær er að finna í bókinni Fólkið í Firðinum sem nú er að koma út. Það er Árni Gunnlaugsson lögmaður sem er höfundur mynda og texta en bókin er hin merkilegasta heimild um fólk í Hafnarfirði sem hefur sett svip á bæinn. Makakusir skipta búsundum

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.