NT - 02.12.1984, Síða 9
i\i' Sunnudagur 2. desember 1984 9
LlL Ferðamál
fyrsta ár var tvíþekjunni flogið tvisvar
í viku til Lundúna og seinna um
sumarið hófst einnig regiulegt áætlun-
arflug til Hamborgar.
Fyrsta árið fóru 440 farþegar urn
Schiphol flugvöll og 22 Iestir af fragt.
Umferð um völlinn hefur dálítið auk-
ist síðan, eins og fyrr segir, því á
síðasta ári fóru um tíu milljónir
farþega um völlinn og 370 þúsund
lestir af vörum og farangri.
Allt undir
einu þaki
í fljótu bragði mætti ætla að slík
umferð gerði það að verkum að í
flugstöðvarbyggingunni væri örtröðin
svo mikil að til vandræða horfði. Pví
er þó alls ekki fyrir að fara. Með góðri
skipulagningu og nútíma tölvuvæð-
ingu hefur þeim Schiphol-mönnum
tekist að koma hlutunum þannig fyrir
að í rauninni tekur hinn almenni
farþegi alls ekki eftir því hver ógrynni
af fólki streymir þarna í gegn á degi
hverjum. Flugstöðin sjálf er öll undir
einu þaki og þeir sem millilenda eða
ætla að skipta um vél þurfa ekki nema
einu sinni að hafa samband við stjórn-
tölvuna. Allur farangur er fluttur
neðanjarðar og þurfa farþegar ekki
að hafa áhyggjur af honum eða bera
farteski sitt milli staða eins og víða
gengur og gerist á stórum flugvöllum.
Krár og kirkja
f>að gefst því í flestum tilvikum
góður tími til að versla í fríhöfninni á
Schiphol. Reyndar er um einar fjöru-
tíu mismunandi verslanir að ræða þar
sem hægt er að kaupa allt frá dem-
öntum upp í bifreiðar. Kannanir
meðal farþega hafa leitt í ljós að mjög
margir kjósa að ferðast um völlinn
einmitt vegna fríhafnarinnar þar sem
vöruverð þar mun vera með því allra
lægsta sem þekkist. I rauninni mynda
verslanir þessar eins konar innanhúss
verslunargötu þar sem milli fjögur og
fimm hundruð manns vinna við af-
greiðslu. Vöruúrval er heldur ekki af
verri endanum. í fríhöfninni er boðið
upp á rúmlega 50 þúsund vörutegund-
ir. Ef þig vantar til dæmis Rolls
Royce til að aka í fríinu þá geturðu
keypt hann á Schiphol
Önnur þjónusta á vellinum er einn-
ig til mikillar fyrirmyndar. Fyrir þá
sern þurfa á hvíld að halda er þar að
finna hótel og að auki litla svefnklefa
sem farþegar get hvílt sig í á milli
fluga. Þarna er einnig að finna litla
kapellu og svo auðvitað fjölda veit-
ingastaða af ýmsum gerðum og
stærðum.
Sá besti í heimi
Á blaðamannafundinum með full-
trúum flugvallarins var bent á að
vinsældir Schiphol fælust einkum í
því hversu mikla tengimöguleika
völlurinn byði upp á. Þaðan er beint
flug til 200 borga í 80 löndum og segir
það sína sögu um þá ferðamöguleika
sem um er að ræða.
Það er því engin tilviljun að tvö
þekkt tímarit, „Business Traveller“
og„Executive Travel" hafa, eftir um-
fangsmiklar skoðanakannanir meðal
lesenda sinna, komist að þeirri niður-
stöðu að Schiphol flugvöllur sé sá
besti í heimi.
JÁÞ.
tíð og þótti hættulegur skipum, sér-
staklega í óveðrum þegar vindur stóð
af vestri. Á flóanum voru meira að
segja háðar grimmilegar sjóorustur
eins og þegar floti Vilhjálms af Óran-
íu, sem nefndur var hinn þögli, háði
mikinn hildarleik við spænska
flotann. í þeim átökum logaði flóinn
og drunurnar úr fallbyssukjöftunum
bárust langt inn yfir hinar friðsælu
sveitir.
Drunurnar heyrast reyndar enn
þann dag í dag en nú koma þær úr
silfruðum breiðþotum sem stöðugt
eru að lenda eða hefja sig til flugs. Á
hverjum degi koma á flugvöllinn á
milli fimm hundruð og þúsund slíkar
vélar og flugvöllurinn getur annað
úm 300 þúsund flugvélum á ári. í
heimsstyrjöldinni fyrri var fyrir löngu
búið að þurrka flugvallarsvæðið upp
og þá var ráðist í að leggja flugbraut
fyrir þeirra tíma orustuflugvélar.
Árið 1920 hófst svo reglulegt áætl-
unarflug til Lundúna frá'Schiphol.
Það var hollenska flugfélagið KLM
sem þar var að verki en það er eitt
elsta félag sinnar tegundar í heimin-
um.
Á fögrum vordegi, 17. maí árið
1920 hóf lítil tvíþekja sig á loft og
sveif hring yfir flugbrautinni og tók
síðan stefnuna út yfir Norðursjóinn í
átt til Englands. Aðeins sautján árum
áður höfðu bræðurnir Wilbur og Orw-
ille Wright komið fyrstu vélflugunni
á loft vestur í Bandaríkjunum. Þetta
Þessi sögulega mynd var tekin 17. maí árið 1920 þegar reglulegt áætlunarflug hófst frá Schiphol til Lundúna.
■ Schiphol-flugvöllur var á síðasta ári kosinn besti flugvöllur í heimi í þremur
skoðanakönnunum. Hér vinna rúmlega 28 þúsund manns við að gera farþegum lífið auðveldara.