NT


NT - 02.12.1984, Side 16

NT - 02.12.1984, Side 16
Sunnudagur 2. desember Þe\r Stuðmenn hafa ekki setið auðum höndum í sumar og haust. Eitt stykki kvikmynd sem meðal annars gerist austur á landi og það á öðrum stað í tímanum og svo nú hljómplata sem verið er ð vinna við í Reykjavík og í Lundúnum. r Já svona gengur þetta fyrir sig. Á meðan að sumum okkar finnst það afrek að fara út í tunnu með ruslið eða tala alvarlega um að mála baðherbergið fyrir jólin þá eru aðrir sem hrista fram úr erminni breiðskífu og kvikmynd án þess að líta mjög þreytu- lega út. Þab hlýtur að vera voðalegt stuð á þessum mönnum hugsaði ég þegar bíllinn hóstaði út úr sér síðasta oktaninu á bílaplaninu fyrirframan Grettisgötu 8b. Það hafði orðið að samkomulagi að ég kæmi og rabbaði við Valgeir Guðjónsson um nýjustu plötu þeirra Stuðmanna sem kemur út innan skamms. A/æstu þrjár klukkustundirnar átti ég eftir að upplifa svolítið brot af þeim hraða og þeim krafti sem skilur að þá sem tala um að mála baðherbergið hjá sér og þá sem vasast í kvikmyndagerð, plötuútgáfu, hljómleikahaldi og ég veit ekki hvað. l^algeir var mættur á staðinn en á Grettisgötunni er hljómplötuupptökuvers- stúdíóið „Grettisgat", stundum stytt í „Gatið". l^algeir þurfti að „skreppa bæjarleið," eins og hann orðaði það og það varð úr að ég flaut með. Við þustum einar þrjár ferðir í Kópavog og tvisvar til Hafnarfjarðar með viðkomu á nokkrum stöðum í höfuðborginni. fleira fólki Segulbandið rúllaði og Valgeir talaði og ók fremur hratt. „Vb höfum unnið þessa plötu á svolítið annan hátt en hinar fyrri. Við vorum búnir að spila lögin fyrir fólk og þau höfðu fengið að þróast í höndunum á okkur þegar við fórum að taka þau upp. Þetta gerir það að verkum að útkoman ætti kannsi að verða betri en ef við hefðum labbað okkur beint inn í upptöku.“ Valgeir virðist hinn rólegasti þó svo að snögg hemlun hafi greinilega bjargað lífi okkar og það á hinstu stundu. „ Mð erum orðnir skólaðir í því að vinna saman og kunnum í því sambandi nokkuð vel til verka. Á þessari plötu sem nú er að koma út er enginn einn okkar skrifaður fyrir neinu laganna enda hafa þau öll orðið til í samvinnu, þó svo að menn eigi mismikið í hverju lagi fyrir sig.“ / vetur eru orðin 15 ár síðan þeir félagarnir byrjuðu að spila saman á hljóð- færi. Þetta var á menntaskólaárum þeirra í Hamrahlíð og á þeim tíma var ekkert heilagt og er það kannski ekki enn. Það eru líka orðin ein tíu árin síðan fyrsta stóra platan þeirra, „Sumar á Sýrlandi" kom út. Já tíminn líður hratt. A meðan við þjótum undir brýrnar í Kópavogi spyr ég Valgeir hvort mennta- skólagalsinn sé ekki farinn að renna af þeim félögum. „Pað er skemmtilegt ástand að vera í menntaskóla og ég vona að okkur takist að viðhalda þeim ungmennafélagsanda sem þá ríkti. Það er bani hvers góðs drengs að

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.