NT


NT - 02.12.1984, Page 21

NT - 02.12.1984, Page 21
Kæri Páll, Við erum hér tvær vin- konur og erum íjórtán ára. Við vorum að rííast um það hvort við værum orðnar nógu gamlar til að eignast barn og þá datt okkur í hug að skriía í blaðið og biðja þig að svara þessu. Önnur okkar heldur því íram að það séu einungis ofþroska stelpur sem geti orðið ólétt- ar svona ungar. Hin okkar segir að maður verði líka að vera orðinn nægilega andlega þrosk- aður til að eignast barn. Vinkonur sem eru alltaf að rífast. Kæru vinkonur, Af bréfi ykkar er ekki hægt að sjá hvort að þið eruð orðnar kynþroska en ef þið væruð það þá væruð þið orðnar nógu gamlar líkam- lega til þess að geta eignast barn. Móðurhlutverkið er aftur á móti almikilvægasta hlutverk sem móðir náttúra hefur gefið okkur og 14 ára unglingur á erfitt með að standa undir þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem því hlutverki fylgir. Að mínum dómi finndist mér feður og mæður eigi að vera orðnir það þroskaðir andlega sem líkamlega að þeir geti axlað þetta hlutverk, að þeir viti hvað þeir eru að ganga út í og að þeir geti boðið væntan- legu barni sínu lífvænleg skilyrði. Því miður fæðast alltof mörg börn af hugs- unarleysi, vankunnáttu og jafnvel kæruleysi inn í þenn- an heim sem vegna þessa eiga í erfiðleikum að ná þeim þroska sem þau annars gætu fengið ef fyrst og fremst væri hugsað um velferð barnsins áður en til getnaðar kæmi. Kæru vinkonur, þið getið orðið óléttar ef þið passið ykkur ekki og leitið umfram allt upplýsinga um kynlífið og getnaðarvarnir áður en það er orðið of seint. Kæri Páll, Hér í blokkinni er fjöl- skylda sem að okkar áliti fer mjög illa með börnin sín. Það er búið að vera mikið vesen á þessu fólki og spilar drykkjuskapur þar örugglega eitthvað inní. Margoft hefur komið til átaka íhúsinu viðþetta fólk og nú síðast um áramótin þegar bóndinn skaut af haglabyssu ofan af svölum og var þá að halda upp á daginn. Ég hef nokkrum sinnum aumkað mig yfir yngstu börnin þegar þau hafa ekki komist inn og það er greinilegt að þrifnaður er ekki eins og best verður á kosið. Samt eru þetta bestu skinn og manni óai við þessu hvernig farið er með þau. Hvað er hægt að gera í svona málum. Auð- vitað tel ég að maður eigi ekki að kæra svona tiJ yfir- valda nema þá að um alvar- legri tilfelíi sé að ræða. Stundum finnst mér að svo sé en þess á milli virðist þetta ganga og ég veit að elstu krakkarnir standa sig sæmilega i skólanum og virðast ágætlega gefin. Mér finnst að þegar krakkarnirhafa veriðhérna hjá mínum krökkum þá sé það ekkert of vel séð, alla vegana finnst mér að því sé mætt með tortryggni. Hvað á maður að gera í svona tilfellum. Ég veit að lýsingin er ef til vill ekki fullnægjandi en hvað segir þú sem geðlæknir um svona mál? Á. . , „ AhyggjufuII. Til áhyggjufulii ar Bréf ykkar virðist benda til þess að ástæða sé til þess að hafa samband við barna- verndarnefnd og eru því miður allt of margir of ragir við það. Það að börnin standa sig sæmilega í skól- anum og virðast ágætlega • gefin segir ekkert til um ástandið á heimilinu. Mundi ég í ykkar sporum hafa sam- band við barnaverndarnefnd og gefa þá ýtarlegri upplýs- ingar en þið gefið upp í þessu bréfi til mín. Þvi miður er allt of algengt að nágrann- ar, vinir og kunningjar þori ekki að grípa inn í af misskil- inni tillitssemi uns í óefni er komið. Stundum getur mað- ur ekki haft nein áhrif á fullorðna fólkið í svona fjöl- skyldum en börnunum má oft hjálpa. Hafið því sam- band við barnaverndar- nefnd. Með kveðju, Páll Eiríksson. Til lesenda ■ Við hvetjum lesendur til að nýta sér þá þjónustu sem Páll Eiríksson veitir varðandi vandamál af pers- ónulegu tagi, hvort sem þau eru stór eða smá. Öllum fyrirspurnum hvort sem þær berst símleiðis eða í bréfi mun Páll leitast við að svara. Best er þó að um skriflegar fyrirspurnir sé að ræða. Eins og lesendum er kunnugt eru fæst þessara bréfa birt með undirskrift viðkomandi og er slikt að sjálfsögðu undir hverjum og ein- um komið. Dráttarvélar íýmsum stærðum. Með eða án framdrifs. SUMAR - VETUR -VOROGHAUST ALLTAF MEÐ Bendum sérstaklega á hinn fjölþætta búnað, svo sem: Frábæra aðstöðu fyrir stjórnanda. - Hljóðeinangrað hús með sléttu gólfi, lituðu gleri ogfrábæru útsýni. Auk þess er öllum stjórnbúnaði komið fyrir á þægilegasta máta fyrir stjórnandann. ___________________________Kynnið ykkur verd og greiðslukjör Boðið er upp á tvennskonar gírkassa Annarsvegar 12 hraðastig áfram og 4 afturábak Hinsvegar vökvaskiptan (Hydra-Shift) Þann fullkomnasta sem við þekkjum. © Járnhálsi 2 110 Reykjavíl Sími 83266.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.