NT


NT - 02.12.1984, Page 22

NT - 02.12.1984, Page 22
• 2200 ára borg • keisaragröf • styttuher • ferðamannaiðnadur • götusalar • grafarræningjar • menningarstolt Xianyang-borg í Mið-Kína og nágrannaborg hennar. Xian, eiga sér ákaflega langa og merkilega sögu. Fyrsti kín- verski keisarinn, Oin Shihuan, sem sameinaði Kína árið 221 f. Kr. hafði höfuðborg sína á þessum slóðum. Aðrir kín- verskir keisarar hafa einnig byggt sér höfuðborg þarna. Tang-keisaraættin byggði til dæmis stórborgina Changan á þessu svæði fyrir tólf til þrettán hundruðárum. PegarChangan var sem fjölmennust bjuggu þar að minnsta kosti um tvær milljónir manna. Þessi mikla saga hefur að sjálfsögðu skilið eftir nokkur merki í Xianyang og Xian. Engar byggingar eru að vísu til frá þessum tima enda byggðu Kínverjar hús sín aðallega úr timbri og þau voru gjarnan brennd í uppreisnum eða stríði þegar keisaraættunum var steypt af stóli. En ýmsar merk- ar fornminjar hafa samt verið grafnar úr jörðu. frægustu fornminjarnar á þessum slóðum eru miklar grafir fyrsta keisarans sem lést árið 210 f. Kr. Fyrir tíu árum fundu fornleifafræðingar heil- an her af hermanna-og hesta- styttum í gröf keisarans sem er útbúin eins og hcil borg. Stytturnar, sem eru úr leir, eru í fullri líkamsstærð og mjög nákvæmlega unnar. Uppgref- tri er ekki enn að fullu lokið en nú þegar hafa mörg hundruð styttur verið grafnar upp og það er talið að þær séu samtals sex þúsund. Engin ein stytta er eins og álíta menn að raun- verulegur her hafi verið hafður fyrirmynd við gerð styttanna. Pessi mikli fornleifafundur hefur dregið að sér gífurlegan fjöldaferðamanna. Þaðerekki á mörgum stöðum í heiminum sem hægt er að sjá styttur sem eru þúsund árum eldri en ís- landsbyggð. Styttur þessar ■ Fyrir tíu árum fannst heill her af hermanna og hestastytt- um skammt fyrir utan Xian í Mið-Kína. Styttumar voru gerðar fyrir tæplega 2200 árum. Þær eru allar í fullri líkamsstærð. Upphaflega vora þær líka málaðar en liturinn hefur máðst af á þessum langa tíma. Samt virðast þær ennþá ótrúlega lifandi. Þótt upp- greftri sé ekki enn lokið er talið að þær séu samtals sex þúsund. þykja svo merkilegar að þeim hefur verið líkt við Kínamúr- inn sjálfan og haft er á orði að enginn geti sagt að hann hafi komið til Kína nema hann hafi komið á Kínamúrinn í Peking og séð styttuherinn í Xian. íerðaskrifstofan í Xian skipuleggur sérstakar skoðun- arferðir fyrir útlendinga þang- að sem stytturnar eru og á aðra staði þar sem er að finna merkar fornminjar. Slíkt ferðalag er samt tiltölulega dýrt enda reyna Kínverjar að fá útlendinga til að skilja sem mest af erlendum gjaldeyri eft- ir í landi sínu. Þcgar ég kom til Xianyang og Xian síðastliðið sumar kaus ég því frekar að skoða þessar fornminjar með kínverskum túristum sem ferðast á mun ódýrari hátt en útlendingar. Til skamms tíma var kínver- skur ferðamannaiðnaður nær eingöngu bundinn við útlend- inga en á síðari árum hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað mjög mikið á ýmsum sögufrægum stöðum í Kína. Alls konar smákaupmennska setur nú svip sinn á kínverska ferðamannaiðnaðinn svipað og tíðkast í öðrum löndum. Minj- agripasalar og aðrir götusalar eru ekki lengur smeykir við að vera kallaðir kapítalistar þótt þeir reyni að pranga alls kyns dóti upp á ferðamenn. ■ Engin ein stytta er eins heldur hafa þær allar sín pers- ónulegu einkenni. Það er talið að raunverulegur her hafí setið fyrir hjá listamönnunum sem gerðu stytturnar. Þessum her- mönnum var væntanlega ætlað að vernda keisarann í fram- haldslífinu og tryggja sigur hans þar yfir óvinum sínum. Þeir hlutu að vera margir því Qin Shihuan keisari sendi fjölda óvinveittra aðalsmanna burt úr þessum heimi þegar hann sameinaði Kína með herjum sínum. samlega hefði auðhyggja spillt nokkrum bændum á þessu svæði að þeir hefðu meira að segja lagst svo lágt að gerast grafarræningjar. Þeir grófu upp fornmuni og seldu þá síðan til kaupahéðna frá Hong Kong sem smygluðu þeim úr landi. Kínverjar eru stoltir af menningu sinni og vilja varð- veita fornmuni sína í eigin landi. En græðgin hefur náð yfirhöndinni hjá þessum bænd- um enda er auðvelt að finna fornmuni á þessu svæði og þá mikil freisting að selja þá til hæstbjóðanda. Hér er því miður ekki mögulegt að lýsa þeim forn- minjum, styttum, grafhýsum, silfur- og gullvögnum og öðru sem er að finna í nágrenni Xian-borgar enda yrði slíkt efni í heilan greinaflokk. Það verður að nægja að segja að fátt fyllir sögufátækan fslend- ing meiri minnimáttarkend en að skoða þessi merki um upp- haf mesta heimsveldis fornald- ar. Það er erfitt að ímynda sér hvað kínversk list og verk- menning hafði náð langt á þessum tíma þegar forfeður okkar voru enn óheflaðir bar- barar á meginlandi Evrópu. (framhald) Ragnar Baldursson ■ Bændakonur selja skraut- legar flíkur og aðra minjagripi við meira en tvö þúsund ára gamla gröf fyrsta keisarans. Þær létu smávegis úrkomu ekki hafa áhríf á kaup- mennskuna, heldur settu bara upp regnhlífar fyrir ofan sölu- borðin. Minjagrípasala er nú orðin drjúg tekjulind fyrir bændur á helstu ferðamannast- öðunum í Kína. Kína, sumar 1984, NT-mynd rb Sunnudagur 2. desember 1984 22 hann hafði á boðstólum. Einn þeirra seldi egg sem höfðu verið soðin í fyrsta flokks salt- vatni og kjötsúpu. Annar bauð kort og kynningarbæklinga til sölu og nokkrir buðu upp á minjagripi. iWinjagripaúrvalið var jafn- vel ennþá meira þegar komið var til grafanna. Bændur á svæðinu höfðu greinilega upp- götvað kosti kaupmennskunn- ar því að þeir röðuðu sér meðfram veginum og buðu veikgeðja ferðamönnum minja- gripi á „kostakjörum" og jafn- vel hálfvirði að þeirra eigin sögn. Það er mesta furða að fyrsti keisarinn Qin Shihuan, skuli ekki vera búinn að ganga aftur til að mótmæla kaup- mennskunni við gröf sína. En tvö þúsund ár eru líklega svo langur tími að jafnvel kaup- mennska dugar ekki til að vekja upp svo ongu dauða drauga. Áínversk blöð skýrðu frá því fyrir skömmu að svo ger- Kunningi minn, Wang Fusheng, sem ég dvaldist hjá á meðan ég var í Xianyang, keypti tvo skoðunarmiða sem giltu bæði sem farmiðagjald í langferðabíl og inngöngumið- ar að helstu ferðamannasvæð- unum. Vagninn lagði ekki al- veg strax af stað svo að við settumst inn í hann og virtum fyrir okkur mannlífið. En við vorum ekki fyrr sestir en hver farandsalinn á fætur öðrum steig inn í vagninn og lofaði frábær gæði þess varnings sent

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.