NT - 06.12.1984, Blaðsíða 11
-w
Stefán Traustason
prentari
Fæddur 29. maí 1912, Dáinn 29. nóv. 1984.
Stefán Traustason, prentari
og yfirverkstjóri í Prentsmiðj-
unni Eddu í hálfan fjórða ára-
tug, verður borinn til moldar frá
Fossvogskirkju kl. 14 í dag,
fimmtudaginn 6. des. Hann lést
29. nóv s.l. og hafði átt við
vanheiisu að etja hin síðustu ár.
Með Stefáni er fallinn í valinn
hinn merkasti maður og sómi
íslenskrar prentarastéttar síð-
ustu hálfa öldina, maður sem
átt hefur rnikinn hlut að þeim
mikilvægu framförum, sem orð-
ið hafa í þessari stóriðn bóka-
þjóðarinnar.
Stefán Traustason fæddist í
Hrísey 1912 og ólst upp þar og
á Akureyri. Foreldrar hans voru
hjónin Rósa Benedikstdóttir frá
Syðra-Samtúni í Glæsibæjar-
hreppi og Trausti Sæmann Eyj-
ólfsson frá Gilsfjarðarmúla, en
hann lést er Stefán var þriggja
ára. Stefán ólst upp í Hrísey og
á Akureyri. Hann hóf iðnnám í
Prentsmiðju Odds Björnssonar
á Akureyri 1. okt. 1929 og lauk
þar prentnámi. Síðan starfaði
hann hjá þessari prentsmiðju
fram í janúar 1939. Stefán hafði
réttindi bæði sem vélsetjari og
prentari.
í ársbyrjun 1939 fluttist Stef-
án til Reykjavíkur og réðst til
prentstarfa hjá Víkingsprenti,
en vann þar aðeins hálft annað
ár. Pá hóf hann störf hjá Prent-
smiðjunni Eddu, þar sem hann
starfaði eftir það í rúma fjóra
áratugi. Árin 1942-46 var hann
vélsetjari, en var þá ráðinn
yfirverkstjóri prentsmiðjunnar
og því starfi gegndi hann uns
hann lét af því fyrir sakir aldurs
og vanheilsu 1982. Stefán
gegndi ýmsum félagslegum
trúnaðarstörfum er snertu iðn
hans, var til að mynda fulltrúi
Akureyrardeildar HlP í iðnráði
Akureyrar 1938 og fulltrúi
Vinnumálasambands
samvinnumanna í Atvinnubóta-
nefnd 1958.
Stefán Traustason var vel
greindur maður og glöggskyggn
en jafnframt gætinn og íhugull í
besta lagi. Hann lagði slíka alúð
við starf sitt að fágætt má kalla
og helgaði því krafta sína
óskipta alla stund. Hann kostaði
kapps um að fylgjast sem best
með tækninýjungum og fór oft
til útlanda í því skyni, beitti sér
fyrir umbótum í prentiðnaði og
var hinn besti ráðgjafi í þeim
efnum, hagkvæmur og athugull.
Hann kannaði af gaumgæfni
hverja nýjung áður en í var
ráðist.
Verkstjórn hans var með
sömu alúð unnin. Hann hafði
glöggt auga með öllu og gekk
gjarnan í störfin til leiðbeining-
ar ef með þurfti og var allar
stundir nálægur. Og þegar
eitthvað þurfti að laga, eða
koma verki áleiðis taldi hann
ekki stundirnar, og lagði ærið
oft kvöldið og jafnvel nóttina
líka við daginn. Þegar starfið
kallaði varð allt annað að víkja,
svo heill og óskiptur var áhugi
hans á því. Þá var jafnvel ein-
boðið að hætta við að fara á
völlinn þótt spennandi knatt-
spyrnuleikur væri í boði, en
Stefán var mikill áhugamaður
um knattspyrnu alla tíð.
Stefán Traustason var mjög
smekkvís bókagerðarmaður og
hugkvæmur vel. Hann hafði
næmt auga fyrir nýjungum þar,
en flanaði ekki að neinu, skoð-
aði hvern möguleika vel áður en
hann valdi kosti, var hæfilega
íhaldssamur á góða og gamla
hluti en þó opinn fyrir nýjum
leiðum og úrbótum sem hann
vó og mat með vandaðri gagn-
rýni og glöggskyggni.
Það lætur að líkum að svo
alúðarfullur maður í starfi hafði
oft áhyggjur af ábyrgð sinni. Sú
forsjá lagðist stundum þungt á
hann, en hann kiknaði aldrei
undir þeim, lagði sig aðeins
allan fram og náði oftast sigur-
bakkanum. Enginn maður var
heldur einlægari í gleði sinni
þegar vel tókst til, og hann
fagnaði árangri annarra einnig
af heilum og einlægum hug.
Hann var afar næmgeðja al-
vörumaður í raun, en jafnan
glaður og reifur á góðra vina
fundi. Hjálpsemi hans var
óbrigðul og betra að leita til
hans en annarra manna. Honum
mátti trúa betur en sjálfum sér.
Ég held að það hefði orðið
honum óbærilegur baggi, ef það
hefði hent hann að bregðast því
sem honum var til trúað. Ég veit
heldur engin dæmi þess.
Tíminn og við Tímamenn
sem unnum hið næsta Stefáni
Traustasyni í áratugi eigum
honum ómældar þakkir að
gjalda frá þessum árum. Hann
var yfirverkstjóri prentunar
blaðsins, og oft varð að leita til
hans um úrlausnir á stundinni,
og sú stund var sjaldnast á
bækur
Konanhans Þórbergs
■ Gylfi Gröndal rithöfundur
hefur sent frá sér nýja bók, sem
ber titilinn „Við Þórbergur.“
Hér rifjar Margrét Jónsdóttir,
ekkja Þórbergs Þórðarsonar,
upp minningar sínar á fjörlegan
og hispurslausan máta, með sér-
stæðum frásagnarhætti og með-
fæddu skopskyni. Hún segir frá
bernskudögum í Innri-
Njarðvík, skólaárum og ásta-
málum í Reykjavík, dulrænni
reynslu sinni fyrr og síðar, fyrstu
kynnunt af Þórbergi og sambúð
þeirra í meira en fjörtíu ár.
Þessi nýjasta bók Gylfa
Gröndal hefur ótvírætt heimijd-
argildi, en er jafnframt lifandi
og snjöll lýsing á sterkum og
litríkum persónuleika, konunni
sem svo mjög kemur við sögu í
verkum Þórbergs, þekkti hann
betur en nokkur annar og gerði
honum kleift að stunda list sína
heill og óskiptur.
Gylfi Gröndal hefur áður
skrifað margar vinsælar minn-
ingabækur, til dæmis um Jó-
hönnu Egilsdóttur, dr.med.
Friðrik Einarsson, Helgu M.
Níelsdóttur, Ijósmóður, dr.
Kristin Guðmundsson og Krist-
ján Sveinsson augnlækni.
„Við Þórbergur“, sem er 224
blaðsíður að stærð, er prýdd 60
myndum, prentuð í Prisma,
bundin í Bókfelli, en auglýs-
ingastofan Octavo gerði hlífðar-
kápu. „Við Þórbergur" er ní-
unda ævisaga Gylfa Gröndal.
venjulegum starfsdegi. Hann
lagði sig einnig mjög fram um
að halda tækjabúnaði, sem blað
þurfti að hafa,í horfi og var
ráðhollur um heppilegar um-
bætur þeirra ára.
En þó var best að eiga Stefán
að persónulegum vini sem hægt
var að leita til í mörgum vanda.
Þar var öll sú hjálp, sem hann
mátti veita, vís og veitt af örlæti
hjartans. Þeir eru margir sam-
starfsmennirnir frá Tímanum og
úr Eddu, sem eiga góðs að
minnast óg margt að þakka
góðum dreng að samleiðarlok-
um.
Stefán Traustason kvæntist
ekki og átti ekki börn, en hann
bjó alllengi með móður sinni í
Reykjavík, uns hún lést 1969,
og var mjög kært með þeim,
Stefán var henni umhyggjusam-
ur sonur. Tvær hálfsystur Stef-
áns eru á lífi, Pálína og Ingi-
björg Björnsdætur.
Andrés Kristjánsson.
Kveðja frá Starfsmannafélagi
Edduprentsmiðju.
Þegar við kveðjum vin okkar
Stefán Traustason er margs að
minnast sem ekki verður gert
með fáeinum kveðjuorðum, en
þær minningar allar tengjast
hans góðu vináttu- og tryggðar-
böndum sem hann hélt við okk-
ur starfsfólk í Prentsmiðjunni
Eddu h.f. allt fram á seinasta
dag. Þetta einstaka ljúfmenni
sem Stefán var gleymist okkur
seint. Hann vildi hvers manns
vanda ieysa og ófáir eru þeir
sem notið hafa handleiðslu hans
sem lærimeistara í prentiðninni,
en það var hans ævistarf, lengst
af sem yfirverkstjóri í prent-
smiðjunni. Þar vakti hann yfir
hverju handtaki og eyddi flest-
um sínum stundum jafnt í
vinnutíma sem utan.
Eftir að Stefán lét af störfum
vegna heilsubrests og aldurs fyr-
ir um það bil þrem árum síðan,
hefur hann sýnt okkur þá vin-
áttu og tryggð sem áður segir,
og heimsótti okkur iðulega.
Kom hann þá jafnan rétt fyrir
kaffitíma með fangið fullt af
meðlæti og setti það á borðið
með sínu góðlátlega brosi:
„Gjörið þið svo vel,“ Þetta voru
orðnar þær gleðistundir, að þeg-
ar sást til Stefáns koma í átt að
húsinu, hlakkaði alla til kaffi-
tímans.
Já, það er margs að minnast
um góðan vin, og það eru
minningar sem gleymast ei, en
geymdar verða í hugum okkar.
Við kveðjum hann nú með
þakklæti fyrir allt og allt og
biðjum algóðan Guð að varð-
veita sálu hans.
Blessuð sé minning hans.
Við sendum systrum hans og
öðrum ástvinum, okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd SEP
Þóra Þorleifsdóttir
Fimmtudagur 6. desember 1984 11
Þorgeir Þorgeirsson
Fæddur 27. desember 1894 - Dáinn 26. nóvember 1984
Þorgeir Þorgeirsson var fædd-
ur á Höllustöðum í Reykhóla-
sveit hinn 27. des. 1894. Hann
Iést 26. nóv. s.l. og skorti því
mánuð í nírætt. Við Breiðafjörð
var hann fæddur og upp alinn og
Breiðafirði, fegurð hans og
búsæld, unni hann alla ævi.
Með honum er genginn einn
af þeirri kynslóð sem hóf merki
þeirra framfara á þessari öld,"
sem skapað hafa það ísland sem
við þekkjum í dag. Margir hinna
yngri eiga erfitt með að skilia að
þetta ísland hafi ekki alltaf
verið til, að skilja að það hafi
kostað þrotlausa vinnu, áræði,
kjark og framfaravilja að skapa
það samfélag almennrar vel-
megunar, samhjálpar og öryggis
sem hér ríkir nú, borið saman
við þá tíma þegar Þorgeir
fæddist, en þá höfðu margir
hungurvofuna enn að nágranna
ef hún var ekki heimilisföst hjá
þeim sjálfum.
Ungur að árum nam Þorgeir
búfræði að Hvanneyri og stund-
aði síðan jarðræktarstörf í
nokkur ár víðsvegar um Vestur-
land. Árið 1923 kvæntist hann
Stefaníu Guðrúnu Jónsdóttur.
Þau hófu búskap að Hrófá við
Steingrímsfjörð árið eftir, 1924.
Eignuðust þau tvö börn, Jón-
ínu, sem er gift þeim er þetta
ritar, og-Þorgeir, sem kvæntur
er Elínu Ingólfsdóttur. Þau
Þorgeir og Stefanía bjuggu á
Hrófá í 30 ár en brugðu þá búi
og fluttu til Reykjavíkur, þar
sem þau hafa átt heima síðan.
Starfaði hann hjá Olíufélaginu
h.f. um margra ára skeið.
Þau lífsviðhorf sem einkenndu
Þorgeir og marga af hans kyn-
slóð fólu í sér bjartsýna trú á
framtíðina; á framfarir á öllum
sviðum, efnahagslegum sem
andlegum; trú á manninn og
möguleika hans. Manndómur
var undirstaðan. Manni með
manndóm voru flestir vegir fær-
ir enda þótt þeir gætu verið
grýttir. Hjá honum var hagsæld
jafnframt undirstaða farsældar.
Hjá Þorgeiri fór þetta bjarta
lífsviðhorf saman við góðvild,
vingjarnleika og gestrisni, sem
honum var í blóð borin, ásamt
þvf glaðlyndi sem gerðu honum
fært að lifa til hinstu stundar
eftir þeirri gullnu reglu Háva-
mála að vera glaður og reifur
uns sinn bíður bana.
í æsku vandist hann hreinu og
kjarnmiklu íslensku máli, eins
og það gerðist best með alþýðu
manna á þeim tímum. Bar mál
hans merki þess alla ævi. Hann
mun einnig snemma hafa fengið
ást á Ijóðum og hann kunni
firnin öll af ljóðum og lausavís-
um. Hann hafði yndi af lestri og
las mikið af bókum. Fjölskyldu
sinni allri var hann ástríkur og
umhyggjusamur. Nú er leiðir
skilja um sinn er mér efst í huga
þakklæti fyrir tryggð og vináttu
Þorgeirs Þorgeirssonar um þrjá
tugi ára; góðvild lians, bjartsýni
og uppörvun.
Guð blessi minningu Þorgeirs
Þorgeirssonar.
Jakob Björnsson
90 ár. Hvílíkur feikna tími.
Hver megnar að segja nema rétt
agnar ögn frá svo langri ævi?
Ævi níræðs bónda á íslandi nú
spannar svo mörg stig verk-
tækni, svo margar sviðsbreyt-
ingar í þjóðlífinu, að mann
rekur í rogastans þegar gömlu
aðstæðurnar minna á sig.
Elsta fólkið sem enn er okkar
á meðal sat hjá kvíaám í
bernsku, gekk á skinnskóm og
hrósaði happi ef það gat brugðið
sér í skinnsokka í haustslabbi
eða bleytum á einmánuði.
Ekki er minnst á þetta fyrir
þá sök að sá gamli heiðursbóndi
sem nú er horfinn sjónum væri
frá einhverju forneskjuheimili,
þvert á móti. En hann óx upp
við árina, orfið og hrífuna eins
og gert hafa forfeður okkar frá
öndverðu í þessu landi. Því hafa
enst vel kraftarnir og heilsan
erfiðisfólkinu sem óx upp um
aldamótin, líka því sem ferðað-
ist á tveimur jafnfljótum, vílaði
ekki fyrir sér að taka bagga á
bakið, stóð sumarlangt á engj-
um hverju sem viðraði, sat við
árina í róðrum og öðrum sjó-
ferðum, kunni allt nenia að
liggja á liði sínu.
Þorgeir fæddist á Höllustöð-
um í Reykhólasveit, þar sem
foreldrar hans bjuggu allan sinn
búskap. Þau voru Þorgeir bú-
fræðingur Þorgeirsson, sonur
Guðrúnar Andrésdóttur úr
Miðbæ í Flatey og Þorgeirs
Einarssonar sjómanns í Flatey,
sem fórst með Snarfara. Krist-
rún á Höllustöðum kona Þor-
geirs bónda þar var dóttir Jó-
hanns bónda þar Jónssonar af
húnvetnskum ættum og konu
hans Önnu Guðmundsdóttur úr
Bænum í Bjarneyjum.
Þorgeir var næstelstur syst-
kinanna. Jóhann var elstur.
Aðrir bræður hans voru Gunnar
söðlasmiður, eitt sinn bóndi á
Klett, og Magnús oddviti og
bóndi á Höllustöðum. Svein-
björn dó í bernsku. Systur
þeirra voru Anna ljósmóðir,
Salbjörg í Flatey, Ingibjörg
kennari og Gyða, sem dó á
barnsaldri.
Hann óx upp við athafnir og
framfarir bæði heima og heint-
an. Á Höllustöðum var byggt
steinhús á unglingsárum hans.
Stundum var hann tíma og tíma
í Svefneyjum hjá Magnúsi móð-
urbróður sínum á mesta blóma-
skeiðinu í hans búskap þar.
Síðast en ekki síst er þess að
geta að hann lærði á Hvanneyri,
útskrifaðist þaðan 1919. Réðst
síðan til jarðræktarstarfa á
Langadalsströnd við Djúp.
Þáttaskil urðu í ævi Þorgeirs
er hann fór að Hrófá við Stein-
grímsfjörð ráðsmaður til Ólafar
Stefánsdóttur. Hann bjó þar
eftir mann sinn Jón Tómasson,
er lést 27. nóv. 1921. Einbirni
þeirra var Stefanía Guðrún, f.
4. júní 1899. Þau Stefánía felldu
hugi saman og gengu í hjóna-
band 26. okt. 1923. Vorið eftir
tóku þau við búsforráðum á
Hrófá, settust þar í gróið bú.
Þorgeir og Stefanía á Hrófá
eignuðust tvö börn.
Jónína, f. 24. nóv. 1923, er
gift Jakob Björnssyni frá
Fremri-Gufudal í Barðastrand-
arsýslu, orkumáíastjóra. Þau
eiga eina dóttur. Einnig á Jón-
ína son frá fyrra hjónabandi.
Þorgeir Kristinn, f. 17. júní
1931, framkvæmdastjóri um-
sýsludeildar hjá Pósti og síma.
Kona hans er Elín Ingólfsdóttir
kennari, B.A. í ensku og
dönsku frá H.í. 1958. Þau eiga
3 dætur.
Eftir réttra 30 ára búskap á
Hrófá, 1954, brugðu þau búi,
seldu og fluttu suður á eftir
börnum sínum, líkt og orðið
hefur hlutur bænda á þessari öld
í hundraða tali. Fyrir bragðið
gat hann hætt með reisn áður en
kraftarnir biluðu, áður en allt
lét á sjá. Syðra starfaði Þorgeir
hjá Olíufélaginu h.f. meðan
starfsævin entist. Hann bar
aldurinn vel. Fyrir fáum árum,
1979, varð hann fyrir bíl, lemstr-
aðist mikið og beið þess ekki
bætur. Komst þó eitthvað í
heimahús, en aðeins um stund-
arsakir.
Þorgeir er mér í barnsminni
rétt í þann mund er hann flutti
norður. Einstaklega glaðlegur í
bragði, afgerandi í fasi og fram-
göngu, einkar hiklaus við að
halda fram skoðunum sínum.
Honum er svo lýst af nákunn-
ugum, að hann hefði verið
áhugasamur, kappfullur og ó-
sérhlífinn, enda eiginlegt að
vera hjálpsamur. í hans eigin
búskap gætti þessara eiginleika
allra. Er til tekið áhuga hans við
að rækta jörðina og rækta féð.
Yfirburðir hans hygg ég þó að
hafi verið mestir og skýrastir í
glaðlyndinu og bjartsýninni.
Þeir eiginleikar voru það öðrum
frenrur, sem skiluðu honum svo
vel til hárrar elli sem raun var á.
Þar tel ég hafi verið rfkust í
eðlinu kynfylgja þeirra systkin-
anna í Bænum í Bjarneyjum.
Mér virtist líkt á komið með
Pétri á Stökkum, syni Guðrúnar
úr Bænum, Magnúsi og Krist-
rúnu börnum Onnu á Höllu-
stöðum og öldungnum Sveini
Péturssyni, en Pétur faðir hans
var einn þeirra Bæjarsystkina.
Glaðlyndi, gott skap á hverju
sem gekk, og að því er virtist
óbugandi bjartsýni, var þessum
ættmennum samgróið.
Þórgeir var rhikill forsjár-
bóndi og heimilisfaðir. Nokkr-
um sinnum heyrði ég hann lýsa
stefnu sinni í búskapnunt.
Snemma á árum kvaðst hann
afla alls forða að haustinu og
flytja heim. Átti þó stutt í
kaupstað. Á árunum rétt eftir
stríðið heyrði ég ræðu hans um
afkomu bænda. Hún væri því
aðeins viðunandi, að þeir hefðu
3 tonn af dilkakjöti til að víkja
fyrir sig árlega. Löngum að-
skildu okkur heiðar, svo kynnin
voru helst til strjál. Þó voru
gömul nágrannatengsl og ættar-
bönd all haldgóð. Það sann-
reyndi ég þegar hann heimsótti
rnig að Reykjalundi, geislandi
og ylhýr eins og forðum. Þess
háttar gjafir er ekki hlaupið að
endurgjalda.
Ég hygg það gott til merkis
um persónur þeirra hjóna,
Stefaníu og Þorgeirs, sem ég
varð áskynja hjá gömlum ná-
granna þeirra, Guðmundi Jóns-
syni frá Selbekk. Honum þótti
hver ferð suður misheppnuð,
hefði hann ekki getað komið til
þeirra í Reykjavík.
Því á það vel við að leita í
smiðju til Guðmundar frá Sel-
bekk og tilfæra hvernig honum
farast orð um þau Hrófárhjón í
sögubók sinni, Sýslað í baslinu.
Þar segir hann:
„Stefanía var snemma bráðger
og vel gefin og ágætis sauma-
kona. Lærði hún af móður sinni
að vanda vel öll sín verk og að
auki hlaut hún í arf dugnað og
gáfur föður síns. Hún var stillt
og prúð stúlka í æsku og varð
mesta fyrirmyndar búkona þeg-
ar þar að kom. Stefanía giftist
Þorgeiri Þorgeirssyni frá Höllu-
stöðum í Reykhólasveit. Þau
tóku við búi á Hrófá af foreldr-
um hennar og bjuggu þar góðu
búi allan sinn búskap.... Ég var
nokkur vor og eitt eða tvö
surnur kaupamaður hjá þeim
Stefaníu og Þorgeiri eftir að þau
voru tekin við búi. Gott var hjá
þeim að vera. Þau voru miklar
ágætis manneskjur bæði tvö og
höfðu í heiðri ýmsa gamla siði.
Til dæmis var lesinn þar húslest-
ur hvern sunnudag og var Þor-
geiri sérlega annt um að sá siður
væri ræktur, og vildi að allir
heimilismenn sínir hlýddu á
lesturinn. Eftir að gamli Stefán
var orðinn það hrumur að hann
hafði ekki lengur fótavist, var
lesið uppi hjá honum svo hann
mætti njóta lestrarins eins og
aðrir. Ég trúi því að þessar
hátíðlegu stundir hafi sett sinn
svip á fólkið og allt framferði
þess, og verið til góðs.“
Stefanía lifir mann sinn. Ingi-
björg er ein eftir á lífi af systkin-
um Þorgeirs. Þeim mágkonun-
um, börnum Þorgeirs og tengda-
börnum sendum við gömlu
sveitungarnir sunnan heiðar
samúðarkveðjur.
Játvarður Jökull Júlíusson