NT - 06.12.1984, Blaðsíða 13

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. desember © WMGIobuse Laginula 5, Reykjavik, súni 81555. Njarðvík var um helgina hald- in sérstök jeppasýning sem var nokkuð fjölsótt "þótt fúllyndir veðurguðir hreyttu í snjóinn regnskúrum úr dökkum skýjum. Sýningargripirnir kipptu sér nú ekki upp við það, enda vanir að bjóða verstu veðrum birginn, og hafa betur en þau veður sem áður fyrr kölluðust manndrápsveður. Búnaður bílanna hefur líka tekið stakkaskiptum að undan- förnu, dekkin vaxið upp i stærðir sem áður voru ætlaðar vinnuvélum og til þess að koma þeim fyrir eru bílarnir hækkað- ir duglega frá jörðu eins og sést á myndunum. Nú eru sjálfsagt ntargir gamlir atvinnubílstjórar og fleiri farnir að fussa yfir þessari endemis vitleysu ungdómsins í dag, og sveia jafnvel líka. Til hvers eru mennirnir eiginlega að þessu? Tökum dæmi. Færi einhver á gamla Willys inn á Hveravelli að gamni sínu um jól og nýár? Nei, en það hefur kennarinn Hatþór „Hveravallaskreppur" Ferdiu andsson gert undanfarin ár og fært veðurathugúnarfólki og -hundi þar jóla\arninginn . a sérútbúnu Toyotunni sinni þar sem áður þuri'i lteUt þyrlu. Til þess að komast það og allt annað sem honum dettur í hug eru hann og félagar hans búnir að vinna í bílnunt metta og minna frá því að hann var keyptur. Vélin ’éf þtþt; Buick með forþjappu og vio hana er sjálfskiptinf sem færir kraftinn í gegn um upprunaleg- an millikassann í mjókkaöar Blazerhásingar. í þeim báðum er splittun svo 100% grip sé á öll hjól þegar þess þarf. Mikið hugvit og heilabrot liggja að baki allra þessara breyttu jeppa og fjögurra ára- tuga samsöfnuð reynsla. Leiöir gallar Willysjeppans eins og skjálfti í stýri, óstöðugleiki og kraftleysi lagfærðu menn fljótt með einföldu „heimamixi". Hugmyndir eins og einfaldur frágangur stýrisbúnaðavins og að íæra fjaörirnar utan á grind- ina í stað þess að hafa þar nálægt miöju birtist meint að segja seinna á nýjum Willys- jeppum frá terksmiðjunum. - Ekki skal fullyrt að Ameri- can Motors hafi stolið hug- i köllum qn áhugi japönxku Tov- j otaverksnuðraima \ar vcruleg- urfyrír íslenskumlmgmyndum sem blostu viðfulltrúum þeirra 1 á ferð urn Island, yfirbygging- - arnar á pall-jeppana og ekki síður Fjallarefurinn hans Haf- þórs sem áður er nefndur. Hveraf öðrum hafa Japanirnir myndað þessi merkilegheit í bak og fyrir og haft með sér heim til athugunar. Nú þykir það ekkert til- tökumál að taka nýja jeppa og breyta þeim og hækka jafnvel áður en þeir eru skráðir, og yfir dekkjum sem fyrir nokkrum árunv hefðu talist stór myndar- leg er nú upp til hópa fussað og talað unt skífur, skóreimar, sagarblöð og þaðan af frum- legra. Enginn getur látið sjá sig á jeppa öðruvísi en að vera helst á aðeins stærri dekkjum en Jón á móti að minnsta kosti rneð stærri hvíta stafi á dekkja- hliðunum. Bílaverksmiðjurnar eru farnar að taka mark á þessum breytta smekk og eru flestar farnar að bjóða jeppana sína með skrautdekkjum af þessu tagi. Fjallagarparnir sem nota dekk til þess að komast áfram torfæraslóða og brattar brekk- ur taka lítið mark áþessu.aka margir á „bara litlum" dekkj- urn innanbæjar en hengja kerru með alvöru blöðrununv aftaní þegar fara á út fyrir bæinn. Þegarkomiðeráheppi- leganstaðer kernm tekin aftan I ur. \kipt um dckk og lagt í’ann. I'iö hafið kannski tekið eftir því að aðallega er talað um snjó hér óg er það vegna þess að aðal ferðatíminn fyrir þá hörðustu er einmitt vetur- inn. I’aö er vegna þess að á sumrin er hætta á land- skeTtimdum sums staðar þótt ekið sé eftir vegarslóðum en á vetrum er hægt að láta reyna verulega á þolrifin án þess að koma nokkru sinni niður á jörðina, yfir öllu er torfær snjóbreiðan. Yfirleitt fara nokkrir jeppamenn saman í túr og halda hópinn til öryggis, þannig er öllum best borgið og ótal dæmi sem sanna réttmæti þess. Milli þeirra hörðustu sem eru iðulega á fjöllum um hverja helgi hafa eðlilega skap- ast tengsl og halda þeir ekki síður hópinn þegar í byggð er komið. Klúbburinn 4x4 er ein afleiðing þessa og halda með- limir fundi og skemmta sér saman ef nokkur tími er aflögu frá ferðum og viðgerðum. Fundir þessir eru þó oftar en ekki haldnir í Þórsmörk, Land- mannalaugum eða álíka að- gengilegum stöðum. Leiðirnar eru valdar á hverj- um tíma eftir ástandi náttúr- unnar og er því minnst farið á vorin þegar allt er blautast og viðkvæmast. Fáir kunna betri skil á íslandi og kostum þess og kynjum en þessir flakkarar öræfanna á torfærutækjunum sínum. AA ■ Snáðinn er sko ékkert lítill, en Hiluxinn hans Hafþórs kennara er það ekki heldur. Þessi 44 tommu háu dekk notar hann til þess að fljóta á þegar þarf að vaða snjó á öræfum og er það stærsta gerð sem cnn þekkist undir íslcnskum jcppum. Þannig útbónir komast þeir allt að því það sama Og snjóbílar. NT-mynd: AA ■ Þessi mynd gefur hug- mvnd uin hve hátt er undir best útbúnu jepp- ana. ímyndið ykkur bara hrygginn sem bíllinn kemst yfír án þess að botna! NT-mvnd: AA ■ Hluti sviðsmyndar úr Innrásinni frá Mars? Ónei, þetta er bara Merc- edes Benz frá aðeins öðru sjónarhorni en við eigum að venjast. Nánar tiltekið er þetta sérútbúinn Uni-, mog Gylfa „Pústmanns“ Pálssonar á Monster Mudder dekkjum og með þessa líka ansi sérstæðu heimatilbúnu yfírbygg- ingu. Þessi Unimog er eldgamall en tæknilegur í meira lagi. Hásingarnar eru með niðurgírun úti við hjól og þess vegna er drifkúlan bæði minni og hærri frá jörðu. Fjöðrun- in er með gormum allan hringinn og drifsköptin lokuð inni í vatnsheldum rörum sem líka halda hás- ingunum á sínum stað. Millikassanum og báðum mismunadrifum er hægt að læsa með handföngum inni í bílnum og fá þannig 100% grip á öll hjól. Ör- ugglega óvenjulegasta torfærutækið á Islandi og þótt víðar væri leitað. NT-mynd AA ■ íslendingareigamikiðland en lítið af vegum. Þess vegna hafa farartæki sem borið geta mann og mús þangað sem ntalbik mun aldrei ná alltaf notið hylli Klakabúa, frá Gamla-Ford, Willysjeppa og Vípon frant á okkar daga. Við bílasöluna Bílanes í © JOFUR hf NYBYLAVEGI2 KOPAVOGI SIMI 42600 © BíLVANGURsf. HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 VARA-O—dfc JHULTTIRCTD vERKFÆRI Víftureimar, platinur, kveikjuhamar og péttir, bremsuvokvi, varahjólbaröi. tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpaö mörgum ' á neyöarstundum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.