NT - 06.12.1984, Blaðsíða 10
M
Steinunn Þorgilsdóttir
Breiðabólsstað,
Fellsströnd
Fædd: 12. júní 1892
Dáin: 4. október 1984
„Dýrasta ódáins unaðinn geyma
œskunnar broshýru sólskins-
draumalönd. “
(Jón frá Ljárskógum.)
Þegar Steinunn amma á
Breiðabólsstað er látin verður
okkur syskinunum hugsað til
bernskuáranna, en heimili
hennar á Breiðabólsstað var
okkar sólskinsdraumaland á
bernskuárum okkar.
Jafn skjótt og við stauluðumst
úr vöggunni á veikbyggðum fót-
um út í hinn stóra heim kynnt-
umst við Steinunni ömmu á
Breiðabólsstað. Öll sumur, allt
frá 1. ári og framyfir fermingar-
aldur nutum við samvista henn-
ar við sól og sumaryl. Pað er því
ekki að ástæðulausu að við frá-
fall hennar slái bjarma á
bernskuárin svo samofnar eru
þær minningar ömmu á Breiða,
eins og við kölluðum hana.
Við rekjum ekki ættir Stein-j
unnar ömmu hér, því það hafal
aðrir gert. Þessi fáu minning-
rorð eru aðeins hugrenningar
unt líf hennar og áhrif þess er
hún gaf okkur og fjölmörgum
öðrum ungmennum í veganesti.
17 ára göniul varð hún fyrir
þeirri lífsreyslu að missa móður
sína. Féll þá í hlut hennar að
taka við húsmóðurhlutverkinu
við hlið föður síns og einnig að
ganga öllum barnahópnum,
systkinum sínum í móðurstað,
en þau voru 11 að tölu og það
yngsta aðeins á öðru ári.
Við sem nú erum ung og
lifum á tímum allsnægtanna,
gerum okkur ekki grein fyrir
hvílík þrekraun þetta hefur verið 1
fyrir 17 ára ungling við þær
aðstæður sem fólk bjó almennt
við á þessum árum, ekki síst í
dreifbýlinu.
Systkinum ömmu kynntumst
við hér syðra, þegar okkur óx
vit og þroski. Fundum við þá
ævinlega þegar minnst var á
ömmu hvaða hug þau systkinin
báru til hennar. Virðing og
þakklæti leyndi sér ekki. Amma
var því ekki bara móðir barn-
anna sinna og amma barnabarn-
anna, hún var einnig móðir
syskina sinna. Og samdóma
virðast raddir alls þessa stóra
hóps þegar á hana er minnst.
Þetta sýnir að amma hefur strax
á unga aldri fundið þá köllun
sem hún var trú allt sitt líf: Að
gefa öðrum allt en gleyma sjálfri
sér.
Steinun giftist hinn 23. júní,
1918 Þórði Kristjánssyni
Breiðabólsstað á Fellsströnd.
Fyrstu 3 árin bjuggu þau í
Knarrarhöfn í Hvammssveit en
hófu búskap á Breiðabólsstað á
Fellsströnd, þarsem þau bjuggu
allan sinn búskap. Þeim varð 6
barna auðið, en elsta barn sitt
Ingibjörgu Halldóru misstu þau
er hún var 17 ára að aldri. Hin
5 eru öll á lífi og eru barnabörn-
in orðin 22. Þórður lést 19. maí
1967.
Þegar Steinunn amma er
horfin af sjónarsviðinu vakna
ekki bara minningar um
bernskuárin. Við stöldrum við
og íhugum einnig þau áhrif sem
hún hafði á líf þeirra fjölmörgu
ungmenna sem nutu hennar.
Athafnamenn á hinu efnis-
lega sviði eru oft vegsamaðir af
verkum sínum og að sjálfsögðu
oft með réttu. Við sjáum verk
þeirra með eigin augum. En
sjaldan íhugum við sem skyldi
verk hinna, sem leiða
efnishyggjuna hjá sér en fórna
orku og ævistarfi fyrir uppbygg-
ingu andlegra verðmæta. Slík
verðmæti verða ekki mæld í
tölum, jafnvel ekki á tölvuöld.
Steinunn amma var sterk og
áhrifamikil persóna. Viljakraft-
ur hennar var óbilandi samfara
líkamlegu þreki. Hún var hóg-
vær og lítillát og krafðist aldrei
neins í stað þess sem hún gaf.
Menntun hlaut hún góða í
föðurgarði því faðir hennar var
kennari. Ung að árum fór hún í
Kvennaskólann í Reykjavík og
útskrifaðst þaðan að loknu eins
vetrar námi. Hún þráði að
menntast sjálf til þess að geta
orðið öðrum að liði.
Kennsla var liennar brenn-
andi áhugamál, enda varð hún
barnakennari í áraraðir að námi
loknu. Hún vissi að í hverri
barnssál bjó neisti lífshæfileik-
ana. Þennan neista varnauðsyn-
legt að vernda og virkja sem
best til heillaríkrar vegferðar.
Hún vissi að menntun er máttur
sem gerir hvern og einn hæfari
til verka í margslungnum við-
fangsefnum mannlífsins. Hún
naut þess að kenna börnum og
unglingum. Að hlúa að hinum
unga sprota hvar sem liann
skaut rótum kallaði ávallt á hug
hennar og hönd og í því fann
hún gleði sína og hamingju.
Þessi köllun leyndi sér ekki
hvort sem um var að ræða
barnið eða blómið í garðinum.
Eitt var það öðru fremur sem
gaf ömmu styrk í lífsbaráttunni,
það var trúin. Með djúpri lotn-
ingu umgekkst hún kirkju sína
og kristnihald. En þó hún væri
heitttrúuð var hún frjálslynd í
trúarskoðunum og þröngvaði
skoðunum sínum ekki upp á
aðra í þeim efnum, en í orðum
og athöfnum daglega lífsins
kom svo iðulega fram hversu
ríkt hún hafði tileinkað sér hinar
háleitu kenningar kristninnar.
Við minnumst þess oft þegar
ömmu voru færðar gjafir, þá
gladdist hún innilega og var
þakklát, en hitt skildum við
ekki, þegar við vorum börn, að
hún var iðulega, innan tíðar,
búin að gefa einhverjum gjöfina
sem henni fannst hafa miklu
meiri þörf fyrir hana heldur cn
hún sjálf. Við skildum þetta
síðar. Þannigvarinnrætiömmu.
Hún skeytti ekki um veraldar
auð og vild gefa allt, ekki bara
af sínum andlega auði heldur
einnig það sem hún gat látið af
hendi rakna. „Ég þarf þetta
ekki, ég á nóg af öllu,“ sagði
hún ævinlega.
Flestir sem kynntust ömmu
munu með einhverjum hætti
telja sig standa í þakkarskuld
við hana. Þar á meðal erum við
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær
þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir
birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.
Mirming
systkinin sem þessar línur rita.
Fyrir okkur borgarbörnin var
það ómetanlegt fagnaðarefni að
eiga alltaf vísa sumardvöl hjá
afa og ömmu á Breiðabólsstað.
Þau fögnuðu okkur eins og
farfuglunum á vorin og þar
undum við glöð og frjáls við leik
og störf. Hver hóll og bali, laut
og hjalli átti sína sögu og hét
sínu nafni. Allt voru þetta okkar
„broshýru sólskinsdrauma-
lönd“. Notalegt er að hugsa til
þess öryggis og áhyggjuleysis
sem við nutum undir umsjá afa
og ömmu, sem vöktu yfir vel-
ferð okkar og tóku þátt í gleði
okkar og sorgum. Amma hafði
ávallt tíma til að tala við okkur
börnin þótt annríki væri mikið.
Hún var sífellt að fræða okkur
um eitthvað og segja okkur
sögur og ævintýri, jafnvel með-
an hún mjólkaði kýrnar þá sát-
um við á fjósbekknum og hlust-
uðum á frásögn hennar. Hún
hvatti okkur til að setja okkur
háleit markmið og nota hverja
stund til að leita okkur þekking-
ar og fræðslu, það væri mjög
mikilvægt, jafnframt því að
ganga ávallt með útrétta hönd í
þágu lítilmangans.
Þegar líða tók að hausti og
skólaskyldan kallaði hér syðra,
kvöddum við heimili örnntu og
afa með tár á kinn. Þau tár báru
ótvírætt vitni því atlæti sem við
nutum.
Nú þegar amma er öll og
horfin sjónum okkar, fyllist
hugurinn söknuði um leið og
við þökkum ómetanlega leið-
sögn ást og umhyggju alla tíð.
Okkur er ljúft og lærdómsríkt
að leiða hugann að lífsviðhorfi
hennar sem best kemur fram í
hennar eigin Ijóðlínum:
„Við skulum því upplyfta
huganum hátt
og heiminn í sólskini líta
ogeflaog styrkjahvernörlítinn
mátt
sem áfram því góða vill flýta.“
(Úr handraðanum)
Blessuð sé minning Steinunn-
ar ömmu á Breiðabólsstað.
Dóra Steinunn, Þorgeir,
Magnús, Pétur.
Steinunn Þorgilsdóttir frá
Breiðabólsstað á Fellsströnd
lést hinn 4. okt. s.l. Útför henn-
ar var gerð frá Staðarfelli 12.
okt. að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Steinunn var fædd í Knarrar-
höfn í Hvammssveit hinn 12.
júní 1892. Foreldrar hennar
voru Þorgils Friðriksson og|
Halldóra Sigmundsdóttir. Þau
eignuðust 14 börn, af þeim náðu
12 fullorðinsaldri. Steinunn var
elst systkinanna. Á heimilinu í
Knarrarhöfn ríkti guðsótti og
góðir siðir. Þorgils Friðriksson
var vel menntaður, sjálf-
menntaður og lét sér annt um
uppfræðslu barnanna.Hann var
lengi kennari þar í sveitinni og
víðar. Steinunn minntist oft
æskudagannaog um þá lek ljómi
í hennar huga. Á uppvaxtarár-
um hennar var ungmennafélags-
hreyfingin að vakna og eflast á
íslandi, ungmennafélög voru
stofnuð og vöktu eldmóð og
göfugar hugsjónir í hugum
ungra íslendinga og oft er ekki
laust við að ég finni til öfundar
í garð þess fólks sem var svo
lánsamt að lifa þessa tíma, tíma
bjartsýni og trúar á landið og
framtíðina. Þetta unga fólk átti
sér svo sannarlega framtíð og
það bjó alla ævi að þeim áhrifum
sem þessi hreyfing og starfið
henni tengt, hafði á það.
Steinunn sagði mér oft frá
þessum árum og ég trúi því að
þá hafi verið gaman að vera
ungur á íslandi. Á þessum árum
var margt ungt fólk í sveitunum
og ekki voru þá hugmyndir um
stóriðju öllu til bjargar. Það var
landið sjálft og þjóðin sem
menn trúðu á.
17 ára gömul missir Steinunn
móður sína og var það mikið
áfall fyrir heimilið. Steinunn
varð nú að taka við búsforráð-
um og umönnun yngri systkina.
Heimilið var mannmargt, oft
voru 10-20 manns í heimili.
Nærri má geta að oft hefur
vinnudagur Steinunnar orðið
langur. Allt blessaðist þetta þó
vel. Systkinin elskuðu og virtu
Steinunni, þau voru samhent og
áttu sameiginlega drauma um
menntun og frama og hjálpuðu
hvert öðru eftir því sem árin
liðu. Steinunn fór í Kvennaskól-
ann í Reykjavík veturinn 1913-
14 og stóð þá Helga systir henn-
ar 16 ára, fyrir heimilinu á
meðan.
Næstu árin stundaði Steinunn
farkennslu en árið 1918, 23.
júní giftist hún Þórði Kristjáns-
syni frá Breiðabólsstað á Fells-
strönd. Hófu þau búskap í
Knarrarhöfn og bjuggu þar 3 ár
en fluttu þá á föðurleifð Þórðar,
Breiðabólsstað. Þar bjuggu þau
í 46 ár, eða þar til Þórður
andaðist 1967.
Þórður var athafnamaður og
sinnti mörgum trúnaðarstörfum
í sveitsinni. Hann varhreppstjóri
í tugi ára, í sóknarnefnd, og
meðhjálpari í Staðarfellskirkju.
Alla tíð hefur því heimilið á
Breiðabólsstað verið gestkvæmt
og miðstöð félagsstarfa í sveit-
inni. Þar ríkti höfðingleg gest-
risni og alltaf var fundinn tími
til að setjast niður og spjalla við
gesti, þrátt fyrir annríki dagsins.
Einn þáttur í lífi Steinunnar
hefst með stofnun Staðarfells-
skólans árið 1927. Hún fylgdist
með skólanum allt frá upphafi
og framtíð hans var henni mikið
hjartans mál. Hún var í skóla-
ráði og prófdómari við skólann
allt frá upphafi. Margar náms-
meyjar minnast þessarar virðu-
legu konu með Ijúfa fasið sem
kom í skólann á vorin og bar
með sér andblæ íslenskrar
menningar. Steinunni þótti sárt
að sjá skólahald lagt niður fyrir
nokkrum árum.en hún skildi
þjóðfélagsþróunina og virti það
starf sem seinna var unnið í
húsakynnum skólans þegar SÁÁ
tók við húsnæðinu undir starf-
semi sína, þótt hún hefði heldur
óskað að annað skólahald hefði
átt þar framtíð.
Steinunn tók mikinn þátt í
félagslífi í sveitinni. Hún var
formaður Kvenfélagsins Hvatar í
44 ár. Einnig átti hún lengi sæti
í stjórn Sambands breiðfirskra
kvenna og minntist oft með
þakklæti þeirra kvenna sem hún
kynntist og starfaði með þar. Á
þessum árum náði sambands-
svæðið yfir Snæfellsnes, Dala-
sýslu og vestur að Skor í Barða-
strandarsýslu. Var oft erfitt og
tímafrekt að sækja aðalfundina
sem haldnir voru til skiptis vítt
um svæðið. En á þeim árum var
ekki verið að telja eftir sporin
né tímann ef álitið var að það
væri til heilla og framfara.
Steinunn og Þórður eignuðust
6 börn. Þau eru: Ingibjörg Hall-
dóra, sem lést 17 ára að aldri,
Guðbjörg Helga, Friðjón, Sig-
urbjörg Jóhanna, Sturla og
Halldór Þorgils. Einnig áttu at-
hvarf hjá Steinunni mörg syst-
kinabörn hennar meira og
minna. Steinunn annaðist sjálf
kennslu barna sinna fram að
fermingu, en lagði mikla áherslu
Fimmtudagur 6. desember 1984 10
á að koma þeim síðan til
mennta. Öll börn Steinunnar og
Þórðar hafa verið tengd heimil-
inu á Breiðabólsstað ákaflega
sterkum böndum og hafa þau
aldrei slitnað þó að þau hafi
stofnað sín eigin heimili og
fjölskyldur.
Eftir að Þórður lést, bjó
Steinunn á Breiðabólsstað í
skjóli sonar síns Halldórs og
tengdadóttur, Ólafíu Ólafsdótt-
ur. Á heimilinu átti hún alltaf
sinn virðingarsess og börn Hall-
dórs og Ólafíu virtu hana og
elskuðu eins og reyndar öll
barnabörnin. Glaðlyndi og
dugnaður Ólafíu tengdadóttur
hennar féll vel inn á þetta forna
menningarheimili. Heimilið á
Breiðabólsstað hélt áfram að
vera miðstöð félagslífs í sveit-
inni og renna þar þrír þættir
stoðum að. Tónlistarhæfileikar
húsbóndans, glaðlyndi og gest-
ristni húsfreyju og sá menning-
arblær sem alltaf fylgdi Stein-
unni Þorgilsdóttur.
Steinunn var ákaflega heilsu-
góð og hélt andlegri reisn og
atorku allt fram til síðustu
stundar. Síðustu vikurnar sem
hún lifði, kenndi hún lasleika og
var rúmliggjandi heima nokkrar
vikur og dvaldi þá Guðbjörg
dóttir hennar á Breiðabólsstað
og hjúkraði móður sinni og
annaðist með þeirri prýði sem
betur verðurekki gert. Steinunn
var þannig umvafin ást og virð-
ingu sinna nánustu allt til ævi-
loka. Síðustu 2 vikurnar dvaldi
Steinunn á Borgarspítalanum og
gekkst þar undir mikla aðgerð.
Þar lést hún hinn 4. október s.l.
Ég kynntist Steinunni fyrir 25
árunt og eina bestu lýsingu á
henni tel ég þá sem Laxness
gefur á einum stað í bókum
sínum. að „hún var ein af þeim
íslendingum sem ber menning-
una í brjóstinu". Betri lýsing
held ég verði vart fundin. Stein-
unn var einstök kona, víðsýn,
vel menntuð, mannleg og hlý.
Aldrei var hún hörð í dómum
um menn eða málefni, en gat
skoðað mál frá ýmsum hliðum.
Hún stjórnaði heimili sínu og
þeim félagasamtökum sem hún
starfaði í, með hlýleik og festu.
Ég vil með þessum orðum
reyna að flytja þakklæti mitt
fyrir að hafa fengið að kynnast
og njóta samvista við Steinunni.
Ég held að því ntiður fari þeim
tækifærum fækkandi sem við
höfum til að kynnast fólki sem
er eins sannir fslendingar í öllu
sínu lífi eins og hún var.
Þrúður Kristjánsdóttir.
Nú er lokið lífsbraut þinni,
langt er starfað baki þér.
En okkar löngu Ijúfu kynni.
lifa œ í huga mér.
Oft við saman áttum fundi
og í hjarta sömu þrá.
Að um síðir okkur mundi
öðrum gleði og hjálp að Ijá.
Mig langar til að minnast
svilkonu minnar Steinunnar
Þorgilsdóttur með nokkrum
orðum. Hún var fædd í Knarrar-
höfn f Hvammssveit 12. júní
1892, dóttir hjónanna Halldóru
Sigmundsdóttir og Þorgilsar
Friðrikssonar kennara og bónda
í Knarrarhöfn. Þegar Steinunn
var 17 ára andaðist Halldóra
móðir hennar. Börnin voru þá
12 og Steinunn elst af þeim.
Áður höfðu 2 drengir andast.
Hún tók þá við móðurhlutverki
og heimilsstörfum svo ung að
árum, en allt fór þetta vel þótt
oft væri þröngt í búi og erfiðleik-
ar miklir á þeim árum.
Steinunn var góðum gáfum
gædd og þráði að afla sér
menntunar. Haustið 1913 tók
hún próf inn í Kvennaskólann í
Reykjavík og settist í 4. bekk
skólans og útskrifaðist þaðan
vorið 1914. Steinunn stundaði
síðan kennslu árum saman í
Hvammssveit og á Fellsströnd.
Hinn 23. júní 1918 giftist hún
Þórði Kristjánssyni á Breiða-
bólsstað á Fellsströnd. Hann
hafði þá lokið námi við lýðskól-
ann í Hjarðarholti i Dölum.
Þau byrjuðu búskap í Knarrar-
höfn, en árið 1921 fluttu þau að
Breiðabólsstað og bjuggu þar til
ársins 1967. Þeim hjónunum
Steinunni og Þórði varð 6 barna
auðið. Elstu dóttur sína Ingi-
björgu Halldóru misstu þau er
hún var 17 ára. Hin börnin eru:
Guðbjörg Helga gift Ástvaldi
Magnússyni, skrifstofustjóra í
Reykjavík, Friðjón, alþingis-
maður, kvæntur Kristínu Sig-
urðardóttur í Reykjavík, Sigur-
björg Jóhanna, kennari, gift
Gísla B. Kristjánssyni, skrif-
stofustjóra í Kópavogi, Sturla,
bifreiðarstjóri, kvæntur Þrúði
Kristjándóttur, skólastjóra í
Búðardal. Halldór Þorgils,
bóndi Breiðabólsstað, kvæntur
Ólafíu Bjarneyju Ólafsdóttur.
Þórður á Breiðabólsstað
gegndi mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir sveit sína. Hann var
hreppsstjóri Fellsstrandar-
hrepps í áraraðir, einnig með-
hjálpari og forsöngvari Staðar-
fellskirkju. Skapferli hans var
búið þeim kostum að geta um-
gengist hvern sem var með hlýju
viðmóti. Hann ávann sér
traust og virðingu sveitunga
sinna og annarra er kynntust
honum. Foreldrar Þórðar voru
Sigurbjörg Jónsdóttir og Kristj-
án Þórðarson bóndi á
Breiðabólsstað. Þau eignuðust
12 börn og var Þórður elstur
þeirra. Bræðurnir voru 9 og
systurnar 3. Öll komust þau til
fullorðins ára nema ein systirin,
sem lést 1 árs gömul. Systkinin
voru öll mjög söngelsk og var
söngur ætíð í hávegum hafður á
Breiðabólsstað.
Forlögin höguðu því þannig,
að ég fluttist að Hóli í Hvamms-
sveit. Þannighófustkynniokkar
Steinunnar og urðu þau bæði
löng og góð. Mörg sameiginleg
áhugamál áttum við og stofnuð-
um kvenfélag hvor í sinni sveit.
Einnig störfuðum við mikið sam-
an í Sambandi breiðfirskra
kvenna. Ég á margar ógleyman-
legar minningar frá þeim tíma,
sem hægt væri að rita um langt
mál.
Heitasta áhugamál Steinunn-
ar var velferð Húsmæðraskól-
ans á Staðarfelli enda var hann
óskabarn breiðfirskra kvenna.
Steinunn átti sæti í skólaráði
skólans allt frá stofnun hans og
prófdómari öll árin sem hann
starfaði.
Steinunn skipaði frá fyrstu
tíð veglegt sæti í hugum sam-
ferðamanna í héraðinu, sökum
mannkosta og brautryðjenda-
starfs bæði í skólamálum og
sem veitandi húsmóðir.
Að Breiðabólsstað var ævin-
lega gott að koma, allir fundu
sig velkomna. Gleðina skapaði
þar góðan anda og eftir að
börnin komust upp var söngur
og hljóðfærasláttur ómandi um
bæinn. Steinunn var ein þeirra
kvenna, sem kunna þá list að
veita af hjarta og sál, enda var
ævinlega gestkvæmt á Breiða-
bólsstað. Á ég þaðan óteljandi
minningar, sem engum fölva
hefur slegið á. Það var ætíð
venja að fjölskyldur okkar
Steinunnar hittust á jólum og
áramótum, öllum til mikillar
ánægju. Þá leið stundin fljótt í
leik og söng. Slíkra stunda er
ljúft að minnast.
Steinunn var mikil trúkona
og átti í hjarta sínu örugga von
um annað líf.
Ég og börn mín senda innileg-
ar samúðarkveðjur til systkina
hinnar látnu, barna hennar og
allra aðstandenda.
Sofþú vina, sofðu rótt,
signi Drottinn hvílu þína.
Nú er komin niðdimm nótt,
nœðir kuldi um sálu mína.
Ég kveð vinkonu mína og bið
Guð að blessa hana á eilífðar-
brautum.
Theódóra Guðlaugs.