NT - 06.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. desember 1984 Svavar Gestsson ásakar ríkisstjórnina: Orvinglan á alþýðuheimilum ■ Svavar Gestsson gagnrýndi ríkisstjórnina og efnahagsstefnu hennar harðlega á fundi neðri deildar alþingis í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi alþýðubandalagsmanna um tryggingu kaupmáttar og viðnám gegn verðbólgu. Svavar sagði að nú ríkti ör- vinglan á alþýðuheimilum þar sem laun dygðu engan veginn fyrir lífsnauðsynjum. Hann sagði að vaxtastefna ríkisstjórn- arinnar stefndi í miklar ógöngur þar sem vaxtabyrði væri hús- byggjendum og atvinnuvegun- um ofviða. Alþýðubandalagið lagði fram þetta frumvarp, sagði Svavar, til að stefna þess í efnahagsmálum liggi fyrir. Hann sagði að mikil milli- færsla á fjármunum hefði átt sér stað frá launafólki og atvinnu- vegunum til milliliða, og sagði með ólíkindum að á þessu ári hefði fyrirtæki til innflutnings lúxusbíla verið stofnað, kaup- sýslumenn álitu það mesta þarfaverk að hefja innflutning á gulli og að tímarit sem helgað er lúxus hefði göngu sína. Svavar sagði kaupmáttar- skerðingu ekki vera í neinu sam- rænti við minnkandi þjóðartekj- ur, og nefndi sern dæmi að síöan 1974 Itefði þjóðarframleiðsla aukist um 2,4% en kaupmáttur launataxta rýrnað um 33,7%. Þá gagnrýndi Svavar harkalega offjárfestingu í verslun. Hann sagði að verslunin væri dýrasti bagginn á þjóðinni um þessar mundir. Þegar ræðu Svavars lauk var fundi neðri deildarinnar nærri lokið, en Matthías Á. Mathics- en, viðskiptaráðherra, tók til máls en lauk ekki ræðu sinni. Matthías sagði ræðu Svavars hafa verið „öfugmæli. þver- sagnir og rangfærsiur.” Hann sagði næsta furðulegt að Svavar sem hefði verið ráðherra í 5 ár, og valdamikill sem slíkur skyldi láta fara frá sér á þingi, vottorð um eigin „aumingjaskap" í stjórn, en það sagði Matthías að »9 frumvarp alþýðubandalags- manna væri. Hann sagði einnig að hann minntist þess ekki, að á meðan Svavar var viðskiptaráðherra, að „hann hefði rctt litla fingur” til þess að gera nokkuð af því sem lagt er til að gert sé í frunt- varpinu. Hann sagði íurðúlegt að heyra frá mönnum sent bæru velferð barna og gantalmenna fyrir brjósti að vaxtahækkun í 22%, þegar stefndi í yfir 30% verðbólgu, væri aðför að þeim. Hann spurði: Á að láta sparifé 0fugmæii rai*gfasis/. w> segir vjðskipta. fáðherra fólksins rýrna um allt að helnting, með því að hafa vexti langt undir verðbólgu? í ræðu sinni sagði Svavar að ncyð blasti við alþýðuheimilum og skoraði á stjórnina að fara í kynnisferð urn Breiðholtið og kynna sér kjör fólks. „Eru þeir komnir svo langt frá raunveru- leikanum að þeir átti sig ekki á livað er að gerast?" Umræðunum verður fram- haldið á næsta fundi deildarinn- ar. Sinfóníuhljómsveit íslands: Ásgeir Stein- grímsson einleik- ari á trompett ■ Ásgeir Steingrímsson trompettleikari ber hitann og þungann af 5. áskriftartónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands sem verða í Háskólabíói í kvöld. Hann leikur einleik í tveim verkum, Sónötu fyrir trompett og stengi eftir Henry Purcell og Trompettkons- ert eftir Alexander Arutjunan. Ásgeir hefur ekki áður leikið með Sinfóníuhljómsveit- inni, en hann hefur komið fram sem einleik- ari með íslensku hljómsveitinni og hlotið viðurkenningu, sem afburða trompettleik- ari. Ásgeir er Húsvíkingur að uppruna og hóf tónlistarnám þar, og síðar naut hann til- sagnar trompettleikaranna Jóns Sigurðsson- ar og Lárusar Sveinssonar. Hann stundaði framhaldsnám í New York Fílharmóníunni. Önnur verk á efnisskránni annað kvöld verða „Orgia" eftir Jónas Tómasson, Sin- fónía eftir Haydn og „Till Eulenspiegel", tónaljóð óp. 28 eftir Richard Srauss. Stjórn- andi á tónleikunum verður Páll P. Pálsson. Áskirkja í kvöld: Kammersveitin frá Heidelberg ■ Heidelberg Kammerorkester, eða Kammersveit Heidelbergborgar heldur tón- leika í Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá er Konsert í d-moll fyrir tvær fiðlur eftir J.S. Bach, Flautukonsert í A-dúr eftir Mozart, Gítarkonsert eftir Vivaldi og Veturinn úr Árstíðunum eftir sama höfund, Canon og Gigue eftir Pachelbel og Flautukonsert eftir Telemann. Einleikarar verða Poul Collins og Johann Reinfeld á fiðlur, Tilman Hopp- stock á gítar og Reinhard Sunnus á flautu. Heimsóknin hér er liður í ferð kammer- sveitarinnar um Evrópu og Norður- og Mið-Ameríku. Heidelberg Kammerorkester var stofnuð 1960 og á að baki tónleikaferðir víða um heim og hefur auk þess gert tugi hljóðritana fyrir útvarp og á hljómplötur. Manneldisfélagið: Flúor í fæðu ■ „Flúor í íslenskum matvælum og flúor- tekja úr fæði hérlendis er efni fundar manneldisfélagsins, sem haldinn verður í stofu 101 í Lögbergi í kvöld kl. 20.30. Það er dr. Alda Möller matvælafræðing- ur, sem reifar málið og skýrir frá niðurstöð- um nýrra rannsókna á efninu. Leiðrétting: Guðmundur en ekki Ingveldur ■ Þau mistök áttu sér stað á forsíðu blaðsins í gær að myndir úr Vest- mannaeyjum voru merktar Ingveldi. Það var Guðmundur Sigfússon ljós- myndari í Eyjum sem tók myndirnar fyrir NT en Ingveldur sem oft hefur myndað fyrir NT í Eyjum er ifríi. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Hugmynda- samkeppni Unaðarbankans Mtl merid mil tííkn Mikil gróska er nú í starfsemi Iönaöarbankans. Bankinn hefur vaxiö ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víötæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, aö búa hann enn betur undir þaö markmið, aö vera nútíma banki, sem veitir góöa þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Urn nýtt merki, skrift og einkennislit, eöa liti fyrir bankann. b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt veröa ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtákn kr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar meö kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuöu ógagnsæju umslagi. Þátttakendum er heimilt aö senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag meö nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnfjörð, prent- smiöjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaöarmaöur keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iönaöarbankan- um viö Lækjargötu. Þátttakendur geta snúiö sér til hennar og fengiö frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu lönaöar- bankans merktum: Iðnaðarbankinn Hugmyndasamkeppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niöurstööum innan eins mánað- ar frá skiiadegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæöin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaöarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til aö kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt veröskrá FÍT. lónaóartankinn -nútima banki

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.