NT - 06.12.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. desember 1984 15
Lýsandi
veginn
Ný Ijósatækni frá Ameríku
■ Sylvania er einn fremsti framleiðandi ljósabúnaðar
í Bandaríkjunum og hér er tillaga frá þeim um hvernig
framljós á bíl geta litið út í framtíðinni. Petta eru fjórar
pínulitlar ljósasamlokur í stað einnar eða tveggja stærri
og eru tvær fyrir lága geislann og tvær fyrir háa geislann
hvoru megin. Gallarnir eru engir að sögn Sylvaniamanna
utan meiri framleiðslukostnaðar. Ljósin átta eiga að
gefa sama birtumagn og hefðbundin ljós gera en
aðalkostnaðurinn er fyrir bílaframleiðandann sem getur
komið þeim þannig fyrir að þau auki ekkert á loftmót-
stöðuna, eins og á þessum tilraunabíl frá Ford. Til þess
að ljósin sjáist betur er glæra hlífin sem liggur yfir
ljósunum tekin í burtu. Fessi ljósaþyrping er ekki nema
um 7-8 sentimetrar á hæð og er ein ástæða af mörgum
fyrir afar lítilli loftmótstöðu Probe IV, sem ber fyrstur
allra þessa nýjung. Sylvania segja að pínuljósin sín verði
innan skamms komin framan á a.m.k. eina tegund bíls
sem þeir vildu ekki nefna, og fleiri fylgi seinna. Ef svo
er megum við búast við mikilli breytingu á hefðbundnu
andliti bílanna okkar, fyrst hurfu vatnskassahlífarnar og
nú á að taka ljósin, augu bílsins frá okkur!
Sbarro:
Svissneskt
eyðimerkur*
skip
■ Franco Sbarro heitir mætur borgari í Sviss. Til fyrirtækis
hans hafa nýríkir nonnar hvaðanæva að úr heiminum löngum
komið til þess að fá ruglaða drauma sína setta á hjól.
Móðurmál flestra viðskiptavina Sbarros nú er arabíska og
ræður smekkur eyðimerkursonanna því mestu um útliti nýrri
meistaraverka (?) Francos. Petta hér er það nýjasta, á
blöðrudekkjum til að fljóta á eyðimerkursandinum og með
drif á öllum til þess að klífa sandöldurnar. Upp úr vélarhlífinni
rísa digur gljáandi krómrör og ná alveg upp á topp ferlíkisins.
Tilgangurinn? Öðrum megin dregur sex strokka BMW vélin
inn loft en hinum megin blæs hún frá sér. Ég spurði sölumenn
Sbarro um kaupandann og fleira í þeim dúr; svörin voru flest
á sömu leið; nei, hann vill ekki láta nafns síns getið, nei, við
getum ekki gefið upp verðið, nei, það verða ekki smíðaðir
fleiri. Nema... nema einhver vilji borga fyrir það!
NOTAÐIR
AMERÍSKIR
?rs
ttV'b
JOFUR HF ^
NÝBÝLAVEGI2
S»«
KOPAVOGI
Sj MI 42600