NT - 06.12.1984, Blaðsíða 24

NT - 06.12.1984, Blaðsíða 24
Yetrarskoðun Allir þurfa að hafa bifreiðina sína í lagi, sérstaklega yfir vetrartímann. Við yfirförum bifreiðina ykkar fyrir aðeins kr. 1.890,-, og bjóðum eftirfarandi: 1. Kveikjubúnaður. Kerti, þræðir, kveikjulok, kv.hamar, platínur og blöndungur. (Skipt um ef þarf.) 2. Ventlastilling. 3. Tímakeðjusleðar og tímakeðja ath. 4. Vélastilling 5. Viftureim ath., rafgeymir mældur, geymasambönd hreinsuð og varin. 6. Frostvari settur á rúðusprautur og rúðuþurrkur ath. 7. Frostvari settur á hurðarcylender fyrir lykil og silikon sett á hurðar og farangursþéttikanta. 8. Læsingar og lamir smurðar á hurðum, vélarloki og farangurs- geymslu. 9. Frostlögur mældur og kælikerfi ath. 10. Öll Ijós yfirfarin og Ijósastillt ef þarf. 11. Bremsur ath., (Hert út í ef þarf) 12. Stýrisgangur og hjólabúnaður ath. 13. Pústkerfi ath., festingar o.fl. 14. Slit á hjóllegum og hjöruliðum ath. 15. Kúpling stillt. 16. Vélarolía mæld og bætt á ef þarf. 17. Olía ath., á drifi og gírkassa. Ath! Efni er ekki innifalið í verðinu. Tökum einnig að okkur að tjöruþvo, þrífa og bóna bifreiðina. B1FREIÐAVERKSTÆÐIÐ DVERGUR Smiðjuvegi E 38 ' Símar: 74488 - 79734. Sértilboð beint frá Hong Kong Hundar sem labba og gelta, 6 gerðir. Vélmenni m/sjónvarpi, músik og síma. Bílabrautir rafm. kr. 990.- Rafmagnsbílar-Bensínstöðvar-Smásjár. Vélbyssur - Geimbyssur - Kúluspil. Superman-föt - Spiderman-föt Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10. S. 14806. LEIKFANGAHÚSIÐ JL Húsinu v/Hringbr. s. 621040 Skortur á getnaðar verjum í Víetnam Bangkok-Reuter ■ Ör fólksfjölgun í Víetnam að undan- förnu er mikill dragbítur á efnahagsþró- un þar í landi samkvæmt niöurstöðum fólksfjölgunarsérfræðinga sem nú funda í Bangkok. Víetnömum fjölgar nú um 2,4 til 2,5% á ári. Þeir voru 54 milljónir árið 1981 samkvæmt opinberum heimildum og eru nú taldir um 57 milljónir. Ef svo fer sem horfir er búist við því að þeir verði um 90 milljónir um næstu aldamót þótt stjórnin hafi sett sér að halda fólksfjöldanum innan við 75 milljónir á þessari öld. Mannfjöldafræðingar segja eitt aðal- vandamálið við takmörkun barneigna í Víetnam vera að Víetnamar sjálfir framleiði ekki smokka, getnaðarvarn- arpillur og lykkjur sem hinda þungun. Þeir hafi hins vegar ekki efni á að flytja þennan varning inn þar sem lítið sé til af gjaldeyri í landinu. Innflutningur Víetnama á getnaðarverjum er nær eingöngu fjármagnaður af Fólksfjölda- sjóði Sameinuðu þjóðanna sem veitir árlega um 500.000 dollara til kaupa á getnaðarverjum fyrir Víetnam. Sú upp- hæð mun aðeins nægja til að útvega um 10% af Víetnömum á barnseignaaldri aðgang að getnaðarverjum. Nú stendur samt til að byggja smokkaverksmiðju í Ho Chi Minh-borg á næsta ári með aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum. Full- trúi Fólksfjöldasjóðs Sameinuðu þjóð- anna í Hanoi, Michel Amiot, segir að ■ Flóttamannabúðir í Hong Kong. Stöðugur straumur flóttamanna frá Víetnam virðist ekki hafa nein áhrif á fólksfjölgunina þar. Þrátt fyrir fólksflóttann fjölgar Víetnömum nú um 2,4 til 2,5% á ári. verksmiðjan muni framleiða um 75 til fjármögnun verksmiðjunnar samt ekki 80 milljónir smokka frá og með árinu endanlega verið samþykkt þannig að 1988. Samkvæmt öðrum embættis- almennar getnaðarvarnir í Víetnam mönnum Sameinuðu þjóðanna hefur gætu jafnvel dregist enn lengur. Jesse Jackson leyft að heimsækja Suður-Afríku - Tutu skammar Reaganstjórnina Washinglon-Reuter ■ Talsmaður blökkumanna- leiðtogans Jesse Jackson, jress svertingja sem náð hefur lengst í forsetakjöri í Bandaríkjunum, hefur skýrt frá því að Jackson hafi fengið leyfí til að heimsækja Suður-Afríku. Jackson mun hafa fengið símtal frá sendiherra Suður-Afríku í Washing- ton þar sem honum var tilkynnt um ákvörðun stjórnarinnar í Pretóríu að veita honum vegabréfsáritun. Ekki hefur verið ákveðið hvenær af heimsókninni verður, en líklega er það einhvern tíma á fyrri hluta næsta árs. Meðan Jackson sóttist eftir forseta- kjöri var honum neitað um fararleyfi til Suður-Afríku, en þá vakti hann heimsathygli fyrir ferðir sínar til Sýrlands, Kúbu og Nicaragua. SMRT Veitum alla hársnyrtiþjónustu • DÖMU , HERRA 0G BARNAKLIPPINGAR • DÖMU 0G HERRAPERMANENT • LITANIR - STRÍPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR NÆG BÍLASTÆÐI SMART Nýbýlavegi 22 - Kópavogi - örfittfTF Sími 46422. Á sama tíma fer óánægja með stefnu Reagans forseta í Suður-Afr- íku stigvaxandi. í fjölmörgum borg- um Bandaríkjanna hefur verið efnt til mótmælaaðgerða og í Washington hefur verið mótmælastaða utan við sendiráð Suður-Afríku í þrjár vikur samfleytt. Desmond Tutu, nóbelsverðlauna- hafi og biskup í Suður-Afríku, átti fyrr í vikunni fund með bandarískum þingmönnum í Washington. Hann gagnrýndi stefnu Reaganstjórnarinn- ar í málefnum Suður-Afríku harðlega og sagði að hún ætti samstarf við þjóðfélagskerfi sem væri ekki síður „illt, ókristilegt og ósiðlegt en nasism- inn“. „Annað hvort standið þið með kúgurunum eða hinum kúguðu," sagði Tutu ennfremur við þingmenn- ina, sem risu úr sætum sínum og klöppuðu honum lof í lófa. ■ Jesse Jackson; fær að fara til Suður- Afríku á sama tíma og andúðin á stefnu Reagans í þeim heimshluta vex.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.