NT - 10.12.1984, Blaðsíða 7

NT - 10.12.1984, Blaðsíða 7
Vettvangur Erfiðir tónleikar ■ í þessum þáttum hefur stunduni veriö vitnað til oröa Neuhaus píanókennara sem sagöi þaö einkenni ..hinna stóru" að reyna jafnan aö þenja anda áheyrenda með a.m.k. einu verki sem er utan hinnar vanabundnu efnisskrár. Þá stefnu hefurSinfóníuhljóm- sveitin tekiö upp. sumum til mikillar óánægju sem þykir þar fullmikið af óviðurkenndu efni. t.d. íslenskt verk á nær því hvcrjum tónleikum. Og á tónleikunum 29.nóvember var í engu slakað á og áheyrendum gefiö íullt tækifæri til að út- víkka anda sinn. því óll verkin þrjú voru ..andlega krefjandi" eða „þenjandi". Fyrst var Sin- fónía nr. 1 eftir Leif Þórarins- son frá 1963. þá tvö sjaldheyrö verk eftir Liszt. og loks 2. sinfónía Skrjabíns. guðdóm- lega löng. Tónlist sjöunda áratugsins er meðal hinna erfiðustu fyrir áheyrendur í „nútímatönlist" - skáldin voru vafalaust að leita aö formi en höfðu ekki fundið það. Þrátt fyrir yfirlýst tólftónamynstur í Sinfóníu Leifs var flestum þar ekkert mynstur að hcyra. aðeins sund- urslitna punkta hingaö og þangaö. En samt er sinfónían undarlega þokkafullt verk. og vafasamt að Leifi. sem margt hefur samið síðan, hafi verið neinn sérstakur ógreiöi gerður með því að flytja það nú. 20 árum síðar. Þó eru 20 ár langur tínii þegar þróunin er hröö. og „ungu skáldin" sem einu sinni voru mundu tæplega vrkja svona núna. Halldór Haraldsson lék ein- leik í tveimúr verkum eftir Franz Liszt. Malédictio (for- mælingu) ogTotentanz (dauða- dansi). Hið fyrra er sjaldheyrt æskuverk og fremur léttvægt. þótt „í því séu bjórar" svo notað sé hugvísindalegt orða- lag. Síðara verkið er miklu viðameira að innihaldi oggefur auk þess píanistanum mikið tækifæri til að láta ljós sitt skína. Liszt var liinn díabólíski píanósnillingur síns tíma. Pag- anini píanósins. sem hefði allt eins hafa selt sál sína þeim vonda. Ilin merkari tónverk hans hurfu um hríö í skugga píanótónlistarinnar. en á síöari árum hafa menn áttað sig á því aö Liszt var mciri hátHir tónskáld. t.d. höfundurágætra söngljóða. Halldór Haraldsson er meö- al okkar alfremstu píanista og spilaöi af furöulegu öryggi og snilli. einkum íTotentanz. Hér á landi aö minnsta kosti kemur Halldór frarn eins og einn af oss. - hefði hann virtúósa- framgöngu mundi hann sann- arlega vera viðurkenndur sem 'H'ihíxl slíkur. Alexander Skrjabin (LS72- 1913) er þekktastur sem höf- undur píanóverka sem krefjast sérstaklega mikillar tækni. Þess vegna kom þessi gríðar- langa'sinfónía. í 13 þáttum sem voru hver öörum lengri. og samin í stíl Brahrns. Cesars Franek eða Tsjækovskýs. mjög á óvart. Sinfónían er mikið verk. sem gefur áheyrendum tækifæri og tilefni til að vagga sér í endalausu tónaflóöi. Hins vegar eru þeir fáir sem leyfa sér slíkt lengur en örstutta stund nú til dags — hjartadeildir spítalanna verða að fá verkefni líka - og |ress \egna fannst mörgum sinfónían i lengsta lagi. Óumdeilanlega voru þessir tónleikar mjög áhugaverðir og menntandi. Páll P. Pálsson stjórnaöi af miklum krafli og dughaði, og gerði líklega öllum tónverkunum hin bestu skil. Sig.St. Flugmannasögur Sæinundur Guövinsson: Hættuflug... Vaka 1984 114 bls. ■ Flugið hefur heillað íslend- inga meira en flestar aðrar starfsgreinar síðustu fjóra til fimm áratugina og leiðir af sjálfu, að flugntenn liafa notið mikils álits, verið álitnir, rnarg- ir hverjir, hálfgerðar hetjur og fyrirmyndir annarra vegna dirfsku og hugmóðs. Nú. á dögum fullkominna flugvéla og öryggistækja er víst að renna upp fyrir flestum að þetta eru í sjált'u sér bara venjulegir menn, sem vinna störf náskyld starfi strætis- vagnastjóra, en áfram heldur fólk að fylgjast með fluginu af miklum áhuga. Á þessari bók segir Sæ- mundur Guðvinsson frá háska- legum flugferðum íslenskra flugmanna. hcima ogerlendis. Þættirnir eru alls sjö og frá- sagnaraðilar jafnmargir. Hörður Sigurjónsson segir frá flugi á bilaðri flugvél yfir Rott- erdam, Björn Guðmundsson frá flugi á Grænlandi, þegar veðurspá reyndist röngog ísing hlóðst á flugvélina í vitlausu veðri, þar sem vera átti blíð- viðri. Jóhannes Markússon segir einnig frá hættulegu ís- ingarflugi á leiðinni frá íslandi til Ameríku í upphafi 6. ára- tugarins og Árni Yngvason frá viðburðaríku ferjuflugi um há- vetur á lítilli flugvél. Anton Axelsson greinir frá eftir- minnilegri ferð með franska .vísindamanninn Paul Emil Victor til Grænlands, Ingimar K. Sveinbjörnsson segir frá ótrúlegum viðburöum. þar sem annars heims öfl koma nokkuð viö sögu og loks ber að ■ Sæmundur Guövinsson. nefna frásagnir Þorsteins Jóns- sonar úr hjálparfluginu í Bi- afra. Allar eru þcssar frásagnir skcmmtilegar aflestrar og vcl í lctur færðar. Því verður að vísu ekki neitaö. aö sumar sögurnar eru býsna tröllslegar á köflum, enda er þaö vel þekkl fyrirhæri. aö olt vilja atburðir á borö viö þá. sem hér er frá grcint. vaxa nokkuö í minningunni. Er |ró fjarri mér aö væna þá ágætu menn. sem hér segja frá, um ósannsögli eða grobb. Erfitt er að gcra upp á milli þáttanna í bókinni, en mér fannst skemmtilcgast aö lesa frásagnir þeirra lngi- mars og Antons. Þar ber mest á hinum mannlega þætti, skemmtileg tilbrigði lífsins verða sterkari en átök tækn- innar og kunnáttunnar við höfuöskepnurnar. Þetta er ágætis afþreyingár- lesning, sem menn afgreiöa á einu kvöldi, en skilur næsta lítið eftir. ,lón Þ. Þór Ekki nýr siður en vandað rím Sveinbjörn Bcinteinsson allsherjargoði Heiðin Kvteðabók Hörpuútgálan ■ Á bókarkápu er mynd af allsherjargoða með hvítt hár og skcgg á bringu niður, - „blævi kembt". Framan við kvæðin er mvnd af höf- undi 16 ára, snotrum og greindarlegum pilti. Aftast í bókinni eru svo þrjár myndir frá vorblóti Ása- trúarmanna 1983. Alþjóð veit að Svein- björn er hagorður vel og hefur í heiðri íslenska brag- fræði og kveðskap. Öll eru kvæði hans rétt stuðluð en stundunt leikur hann sér að því að sleppa endarími. Morguninn þegir við ljóð sitt og íag leikur sér feginn að geislum nóttin gaf deginum dögg á jörð og draum sinn um veginn til Ijóssins. Hér er miðstemma en ekkert endarím. Ekki finnst að nýr siður sé boðaður meö alvöru og trúarhita í þessum kvæðum. Að vísu er fyrri tíð lofuð og samtíðin nídd - en það er ekki nýtt í sögunni. Stýra landi raunill ráð rýrist andi hverfur dáð snýr að grandi glópskan bráð gírugir fjandar eyða láð. Lundin hræðist fagurt llest fundið gæði þykir best; Stundargæði metin mest, - mundin skæð - en hyggjan verst. Vel kveðið og dýrt - í fornum stíl. Sveinbjörn veldur því að yrkja dýrt án þess að það sé hnoð. Kvæði hans eru gerð af mikilli íþrótt. Og þegar hann linar á og sleppir bragþrautum eru kvæðin létt og lipur. Þótt fáir sjái og færri heyri við fögnuin deginuin kvíða- laust um okkur hæði og enga fleiri þær undravísur ég kvaö í haust. Þannig yrkir Sveinbjörn Ijúf og þýð kenndarljóð jregar hann vill. En sérkenni hans er dýrt rím þrauta- laust kveðið. Því til stað- festu þetta crindi úr Heið- arrímu: Okkur hæði Ijóðið lciddi lokkuðu fræðin dul og há, rokkiö næði nóttin breiddi nokkrar kvæðastundir á. H.Kr. Sveinbjörn Beinteinsson. Mánudagur 10. desember 1984 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju' Útgefandi: Núlíminn h.f. Framkvæmdastj.: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastj.: Kristinn Hallgrimsson Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Vandamálasúpa ■ Sjálfstæðisflokkurinn cr orðinn skrýtin stjórnmálasamtök og crfitt að konia auga á hvað hcldur honum saman. Flokkurinn tók virkan joátt í ríkisstjórn en hélt jafnframt uppi öflugri stjórnarandstöðu. Fyrir síð- ustu kosningar fclldu flokksmcnn formanninn frá jiingsctu cn eftir kosningar scttist hann á þing þar scm cinn af kjörnum þingmönnum ncitaði að taka sæti sitt vcgna ágrcinings við samflokksmenn sína. Formaðurinn tók cinnig sæti í ríkisstjórn og haft er á orði að þar komi hann fram scm yfirráðherra flokksins. í nóvember í fyrra var skipt um formann í Sjálfstæðisflokknum og komu fljótlega upp raddir um að nýi leiðtoginn yrði að setjast í ráðherrastól því annars væri forysta hans ekkcrt að marka. En þá kom upp vandamál. Enginn ráðhcrra vildi standa upp úr hægindi sínu. Mánuðum saman hcfur ríkt bráð forystukreppa innan flokksins og viðbáran ávallt vcrið sú sama, að formaðurinn hírist utan ríkisstjórnarinnar. Nokkur dæmi cru um að svo hafi staðið á áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins hcfur áður vcrið utan stjórnar og tvcir formenn Framsóknar einnig og blcssaðist bæði lands- og flokksstjórn þá. Það eru ekki einasta sjálfstæðismenn sem hafa talið að brýna nauðsyn bcri til að formaðurinn taki þátt í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra hefur cinnig látið hafa eftir scr opinberlcga að það væri mjög æskilegt að liinn flokksformaðurinn setjist í ríkisstjórnina. Ekki hefur komið skýrt fram hvort þcssi bráðnauð- synlcga stjórnarseta sé svona brýn vcgna stjórnar á landsmálum cða til að stjórna Sjálfstæðisflokknum. Svo mikið hefur þótt við liggja að koma formanni íhaldsins í ráðherrastól, að rætt hefur vcrið um í fullri alvöru að endurskipuleggja stjórnina og fjölga ráð- hcrrum. En úr því hefur ekki orðið. En nú er allt í cinu komið upp úr kafinu að öll þcssi vandkvæði hafa aldrei verið neitt vandamál. Á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt ályktun um að skotið yrði ráðhcrrastóli undir formanninn. Ekki var tekið fram hver ætti að víkja. Þá skeður þaö undur að hcilbrigðis- og tryggingaráðherra fær málið og upplýsir að hann hafi boðist til að víkja úr sínum sessi síðastliðið vor og staðfesti formaðurinn að þetta væri rétt, og sagði að það myndi engan vanda leysa þótt hann settist í stól Matthíasar Bjarnasonar. í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag staðfcstir heilbrigðis- og tryggingaráðherra að hann hafi verið fús að gefa sæti sitt eftir, en eftir að hann bauð sitt góða boð Itafi byrjað óskaplegur „drauga- gangur“ í Sjálfstæðisflokknum og umtal orðið um það að reka ætti menn úr ríkisstjórninni. Væri málum nú svo komið að það sé langt frá því að hann sé tilbúinn til að standa upp úr sínum ráðherrastóli. í sömu frétt segir Þorsteinn Pálsson að það leysi engan vanda að hann setjist í ríkisstjórn. Hver er þessi vandi sem formaðurinn hefur áhyggjur af og hvers vegna allur þessi „draugagang- ur“ í allt sumar og fram á jólaföstu. Er þetta innanhússvandi Sjálfstæðisflokksins eða þau vandamál sem steðja að þjóðfélaginu?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.