NT - 10.12.1984, Blaðsíða 12
r Tlí?
l lli Útlönd
Náttúrulæknar
þinga á Spáni
Madrid-Reuter
■ í síðustu viku var haldið
fyrsta heimsþing náttúrulækn-
ingamanna í Madrid á Spáni.
Tvö þúsund náttúrulækninga-
menn frá fimm heimsálfum tóku
þátt í þinginu.
Daginn áður en þingið hófst
var stofnað Alþjóðasamband
náttúrulækningasamtaka sem
mun hafa um eina milljón fé-
lagsmanna innan sinna vé-
banda. Meðal þinggesta voru
m.a. nálastungulæknar, grasa-
læknar og nuddlæknar auk ann-
arra náttúrulækna frá 35
löndum.
Einn af skipuleggjendum
þingsins, Anton Jarasuriya, sem
jafnframt er fyrrverandi heil-
brigðisráðherra Sri Lanka,
sagði þingið marka þáttaskil
fyrir náttúrulækna sem nú hefðu
meiri möguleika á því að afla
sér almennrar viðurkenningar.
Á þinginu voru haldnir um
tvö hundruð fyrirlestrar um
ýmis efni. Meðal annars má
nefna fyrirlestra um grasanotk-
un við lækningu á krabbameini,
nálastungulækningar fyrir eit-
urlyfjasjúklinga og notkun á
málmum og litum til að lækna
ýmsa sjúkdóma.
Þinggestir settu m.a. fram þá
gkoðun að náttúrulyf væru hluti
af arfleifð mannkynsins og þau
bæri að nota við lækningar.
Fermin Cabal, sem var meðal
skipuleggjenda þingsins, sagði
að ýmis náttúrulyf væru góð til
að koma í veg fyrir marga
nútímasjúkdóma sem fylgja
streitu, eins og t.d. háan blóð-
þrýsting og magasár. Hann
sagðist vona að í framtíðinni
myndu sérstakar náttúrulækn-
ingastofnanir vera í öllum lönd-
um heims.
Bandaríkjamaðurinn Michio
Kushi hefur verið kosinn sem
fyrsti forseji Alþjóðasambands
náttúrulækningamanna.
Flugránið í Teheran:
íranskir hermenn
frelsa farþegana
leheran-Rculer
■ íranskir öryggisvcrö-
ir frelsuðu níu síöustu
gíslana sem fjórir flug-
vélarræningjar höföuhaft
í haldi í sex daga í llugvél
frá Kuwait á flugvcllinum
í Teheran. Áður höfðu
flugvélarræningjarnir,
sem voru fjórir, leyst úr
haldi 153 farþega í smá-
hópum.
Þegar írönsku örygg-
isveröirnir hðt'ðu náð
flugvélinni á sitt vald og
handtekið flugvélaræn-
ingjana kont í ljós að
tveir farþegar frá Ku-
wait, sem talið hafði ver-
ið að væru látnir. höfðtt
aðcins særst. Flugvélar-
ræningjarnir hafa því
drepið tvo af gíslum
sínum, en ekki fjóra eða
fimm eins og áður var
álitið.
Farþegarnir tveir, sent
flugvélaræningjarnir
myrtu, voru bandarískir
embættismenn sent störf-
uðu fyrir Þróunarstofnun
Bandaríkjanna.
Breskur verkfræðing-
ur, Neil Beeston, sem
var í hópi síðustu gísl-
anna, sagði fréttamönn-
um að farþegarnir hcfðu
verið undir stöðugri ógn-
un urn að vcrða teknir af
lífi. Ræningjarnir hafi oft
þrýst byssu í bakið á hon-
unt og hótað að drepa
hann. Sumir hafi verið
bundnir fastir við stóla
sína rneð sprengiefni fest
við sig. Hann sagði aö
það væri kraftaverki lík-
ast að flugvélarráninu
væri nú lokið og þakkaði
trönskum yfirvöldum fyr-
ir lrclsunina. Bandaríkja-
maðurinn John Costa,
sem er fimmtugur að
aldri, segir að aðgerðir
írönsku öryggisvarðanna
hafi gengið svo fljótt fyrir
sig að hann hafi ekki
vitað fyrri til en henni var
lokið. Enginn særðist við
aðgerðina.
■ Þrátt fyrir mótmæli ýmissa smáríkja og fjöldasamtaka halda kjarnorkuveldin áfram að efla
kjarnorkuvígbúnað sinn. Þessi mynd var tekin á laugardag þegar Bandaríkjamenn hleyptu af
stokkunum fyrsta kafbát sínum sem er sérstaklega smíðaður til að skjóta á loft kjarnorkustýriflaugum.
Símamynd-POLFOTO
Spænskur bankastjóri
hrósar sósíalistum
Madrid-Reutcr
■ Bankastjóri spænska
seðlabankans, Mariano Ru-
bio, hrósar sósíalistum fyrir
góða efnahagsstefnu sem
dragi úr verðbólgu, skili
vöruskiptahagnaði og ntuni
skapa ný atvinnutækifæri á
komandi ári.
Mariano Rubio, sem er
talsmaður frjálsrar versiun-
ar, sagði í viðtali við Reuter-
fréttastofuna að sósíalistar
hefðu fylgt raunhæfri og ár-
angursríkri efnahagsstefnu.
Þeir hefðu bætt viðskipta-
jöfnuð þjóðarinnar um fjóra
milljarða dollara á þeim
tveim árum sem þeir hefðu
verið við völd og verðbólgan
væri nú komin niður fyrir tíu
prósent í fyrsta skipti í lang-
an tíma.
í fyrra var vöruskiptahallí
upp á 2,4 milljarða dollara
en í ár verður vöruskipta-
hagnaðurinn 1,5 til 1,6 mill-
jarðar dollara. Útflutningur
Spánverja á fyrri helmingi
þessa árs jókst um 40% mið-
að við sarna tíma í fyrra.
Atvinnuleysi er samt ennþá
mjög rnikið á Spáni. 2,5
milljón manns eru nú á at-
vinnuleysisskrá þar sem er
19,6% afvinnufærum mönn-
um í landinu og hærra hlut-
fall en í nokkru öðru Evrópu-
landi.
Rubio spáir því að at-
vinnuleysið muni minnka á
næstunni vegna bættra
rekstrarskilyrða fyrirtækj-
anna.
10. desember 1984 12
Frönskum ■
kjarnorku-
tilraunum
mótmælt
Wellington-Reuter
■ David Lange, forsætisráð-1
herra Nýja Sjálands, hefur mót-
mælt nýjum kjarnorkutilraun-
um Frakka í Kyrrahafi. Hann
segir að Frakkar hafi nú sprengt
tvær kjarnasprengjur á Muru-
roaeyjum í þessari viku.
Forsætisráðherrann sagði
með öllu óviðunandi að Frakkar
héldu áfram tilraunum sínum á
Kyrrahafi þrátt fyrir eindregna
andstöðu þjóða Kyrrahafsins.
Hann krafðist þess að allar
kjarnorkutilraunir í Kyrrahaf-
inu yrðu stöðvaðar þegar í stað
og svo og allar aðrar kjarnorku-
tilraunir.
Nýsjálenskir vísindamenn
segja að Frakkar hafi á þessu ári
sprengt átta kjarnasprengjur á
Kyrrahafi.
Eitur-
salar
hand-
teknir
Stuttgart-Reuter
■ Vesturþýska og
bandaríska eiturlyfjalög-
reglan hefur gerl upptæk
5,4 tonn af phenylacetone
sem er notað til að búa til
amfetamín. Enn fremur
hefur lögreglan handtekið
að minnsta kosti 12 manns
í tengslum við þetta mál.
Lögreglan telur að eit-
urlyfjahringurinn, sem
náðist í þessari atlögu, hafi
að undanförnu smyglað
um 15 tonnum af phenyl-
acetone til Bandaríkjanna
og hann hafi verið búinn
að undirbúa flutning á ein-
um 24 tonnum af því til
viðbótar.