NT - 10.12.1984, Blaðsíða 24

NT - 10.12.1984, Blaðsíða 24
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT? j HRINGDU ÞÁ í SflVIA 68-65-62; Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 10OOkrónyr fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt j NT Síðumúli 15, Reykjavík, simi: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 j Sagteftirleikinn.. GUÐJ ÓN LIÐSSTJÓRI ■ „Það er komin óhemju þreyta í mann- skapinn og það segir sína sögu að við brenndum af mörgum dauðafærum og misstum boltann oft. Þetta er búið að vera gífurleg keyrsla á svo til sömu mönnunum og það kemur í Ijós að við sökn- um Atla og Sigurðar Gunnarssonar mikið. Þeir eru virkur hluti af liðinu og við getum illa án þeirra verið. Þetta gengur bara betur næst. Við erum að fara í „túrn- eringu" í Mónakó í lok j anúar og nú er að hvíla lúin bein og safna liði,“ sagði hinn eldhressi liðs- stjóri islenska liðsins Guðjón Guðmundsson. PÁLL ÓLAFSSON: „Maður er bara gífur- lega þreyttur og það kom í Ijós að menn misstu niður einbeitinguna og klikkuðu í inörgum dauðafærum. Það keniur þó betri tíð og ég á ekki von á öðru en að við stöndum okkur bara hetur næst,“ sagði Páll Olafsson eftir leikinn. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: „Svíarnir gátu bara leyft sér að hvíla leik- menn heilan leik og þannig komu þeir sterk- ari í kvöld og t.d. Olals- son lék ckkcrt með í gær (á laugardaginn). Við söknum illilega bæði Atla og Sigurðar svo og Bjarna. Það er mikil þreyta í öllu liðinu og þá tapast einbeitnin og góð færi nýtast ekki vegna þess að hugurinn er ekki í fullu starfi," sagði Guð- mundur Guðmundsson hornamaður eftir leikinn. Hann gerði 2 mörk í gær og fiskaði að auki víta- kast. Þorbergur Aðalsteinsson á hér í liöggi við marga Svía. Stundum var sem Svíar væru fleiri á vcllinum í gær og sigurinn var örugglega þeirra. NT-mynd: Árni Bjarna. Island-Svíþjóð: EKKERT MAL HJA SVIUM - unnu öruggan sigur á örþreyttum íslendingum í þriðja leiknum ■ Það vinnast ekki allir leikir getum við íslendingar hugsað eftir að Svíar slátruðu íslenska landsliðinu í handknattleik í ■ Hér er stigin boltadans og það var svo sannarlega gert um þessa helgi en með misgóðum árangri. NT-mynd: Árni Bjurna þriðja leik liðanna í Laugar- dalshöll í gærkvöldi með 25 mörkum gegn 20. Það var alveg greinileg þreyta í strák- unum og einbeitingin allt að hverfur við slík skilyrði. Þann- ig misstu íslcndingar boltann í ótal skipti og mörg dauðafæri fóru forgörðum. Svíar gátu spilað á nýjum og nýjum mönnum á meðan Kristján og fleiri í íslenska liðinu spiluðu allan ieikinn í gær og alla hina leikina líka. Heimsókn Svía fór því 1-2 fyrir gestina en ef litið er á heildina þá eru úrslit að vissu leyti nokkuð jöfn. íslendingar rúlla upp fyrsta leiknum og annar leikurinn er injög jafn en endar með mjög naumum sigri Svía og svo rúlla þeir íslendingum upp í síðasta leiknum. Hann byrjaði ekki bærilega leikurinn í gærkvöldi. Svíar skora tvö fyrstu niörkin og komast svo í 2-5 eftir um 10 mínútna leik. Kristján lagar þá stöðuna í 3-5 úr víti en Svíar svara með tveimur mörkum, 3-7. Aftur skorar Kristján og enn svara Svíar nteð tveimur mörkum, 8-4. Þá kemur eini virkilega góði kaflinn í leik íslenska liðsins og þegar um 5 mín. eru eftir af fyrri hálfleik þá jafnar Guðmundur Guð- ntundsson metin 10-10. Einar Þorvarðarson varði mjög vel á þessum kafla og reyndar ágæt- lega allan fyrri hálfleik. Þá gengu upp leikkerfi á þessum tíma. Svíar gera að vísu tvö mörk í röð í lok hálfleiksins og leiddu í hléi 11-13. Steinar Birgisson skoraði fyrsta markið eftir hlé og fór ánægjutilfinningum alla ístúk- unni. Svíar voru ekki á því að láta slá sig út af laginu og svara með tveimur eins og við var að búast. Kristján skorar nú úr víti og enn svara Svíar og nú með þremur í röð. Staðan þá orðin 13-18 og leikurinn búinn hjá íslenska liðinu. Eftir þetta var bara spurning um hve stór sigurinn gæti orðið hjá Svíum og íslenska liðið var greinilega orðið mjög þreytt. Ljót mistök sáust og góð færi og hraða- upphlaupfóru forgörðum. Sví- ar léku hins vegar á alls oddi og lokatölur urðu eins og fyrr segir 20-25. Kristján Arason var marka- hæstur íslenska liðsins gerði 7 mörk en aðrir sem skoruðu voru Þorbjörn Jensson 3, Páll, Þorbergur, Guðmundur og Jakob 2 hver, Steinar og Karl Þráinsson 1 hvor. Hjá Svíum voru Olafsson og Sjögren markahæstir með 6 hvor. Dómararnir v-þýsku áttu slakan dag og dæmdu stundum sem börn. Ekki bitnaði þetta frekar á íslenska liðinu en því sænska. Áhorfendur voru vel með á nótunum meðan sæmi- lega gekk enn allir urðu fyrir vonbrigðum í lokin. ■ Mats Wilander sigraði á Opna-ástralska meistaramótinu tennis annað árið í röð. Símamvnd PÖLFOTO Haukar sigruðu Val Liverpool lá í Tókýó

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.