NT - 10.12.1984, Blaðsíða 23

NT - 10.12.1984, Blaðsíða 23
Mánudagur 10. desember 1984 23 íþróttir ■ Úr leik ÍR og ÍS á laugardaginn. Hér reyna margir ÍR-ingar að skora sömu körfuna. NT-mynd: Árni Bjarnu. 1. deild karla í körfu: Reynir og Fram sigruðu bæði ■ Reynir Sandgerði vann Laugdæli í 1. deild karla á íslandsmótinu í körfu- knattleik á laugardaginn með 59 stig- um gegn 44. Laugdælir voru yfir lengi í fyrri hálfleik en Reynismönnum tókst að ná forystunni 24-23 fyrir hlé. Laugdælir léku vel á móti maður á mann vörn Suðurnesjapiltanna en þegar þeir breyttu í svæðisvörn stóðu Laugdælir á gati. Reynis-menn héldu áfram með svæðisvörnina í seinni hálfleik og sigruðu örugglega með 15 stiga mun. Það var til vandræða á Selfossi þar sem leikurinn fór fram að dómararnir mættu ekki og voru reyndar að dæma leik ÍR og ÍS í úrvaldsdeildinni á sama tíma. Ekki ómökuðu þeir sig með því að láta vita að þeir kæmust ekki á Selfoss eða að fá aðra dómara fyrir sig svo liðin gripu til þess ráðs að láta menn úr sínum röð'um dæma leikinn. Það er svo sem ekkert nýtt að dómarar láti ekki sjá sig ef þeir eiga að fara út á land. í fyrravetur vantaði dómarana í báða leiki Þórs frá Akureyri er þeir áttu að leika gegn Laugdælum á Sel- fossi. Svona frammistaða er dómurum ekki til aukinna vinsælda og óþarfi fyrir þá að láta nöldra í sér utanvallar líka. Einn annar leikur var háður á laug- ardaginn í 1. deild karla. Fram vann Grindavík með 79 stigum gegn 52 í íþróttahúsinu í Njarðvíkum, ljóna- gryfjunni frægu. Fram byrjaði betur og komst í 13-2 en ungu strákarnir í Grindavík sigu framúr og komust í 27-19. Grindavík hafði tveggja stiga for- ystu í leikhléi en í seinni hálfleik voru Framarar betri og sigruðu með 27 stiga mun, 79-52. Þess má geta að meðalaldur leik- manna Grindavíkurliðsins í þessum leik var aðeins 17,2 ár. Spánn: Archibald skoraði - og Schuster iíka - Barcelona efst ■ Skoski landsliðsmaðurinn hjá Bar- celona og sá v-þýski hjá liðinu sáu um að halda „E1 Barca“ á toppnum. Hér er átt við Steve Archibald og Bernd Schuster. Það var þó Carrasco sem gerði fyrsta markið í sigri Barcelona á Sevilla en Sevillumenn jöfnuðu með marki Ruda. Archibald skoraði síðan með skalla og rétt fyrir leikslok gull- tryggði Schuster sigurinn með góðu marki. Real Madrid vann sigur á nágrönn- um sínum Atletico með eina marki leiksins. Það var Argentínumaðurinn Jorge Valdano sem skoraði markið mikilvæga. Real er samt 5 stigum á eftir Barcelona. Annars urðu úrslit þessi: Sporting-Valladolid 1-3 Barcelona-Sevilla 3-1 Hercules-Bilbao .... 0-0 Valencia-Racing 0-0 A.Madrid-Real Madrid . . . 0-1 Real Murcia-Real Zaragoza 0-3 Real Sociedad-Elche 2-0 Real Betis-Espanol 3-1 Malaga-Osasuna 2-1 STAÐA EFSTU LIÐA: Barcelona 15 10 5 0 30 11 25 Real Madrid 15 8 4 3 18 11 20 Valencia 15 5 8 2 17 7 18 Real Sociedad 15 5 7 3 17 9 17 Real Betis 15 5 7 3 19 13 17 Atletico Madrid 15 6 5 4 18 14 17 Héðanogþaðan... Töpuðu og reknir ■ Knattspyrnuliðið „Shooting Stars“ eða fljúgandi stjörnurnar frá Nígeríu töpuðu fyrir Zamalek frá Egyptalandi í úrslitum um Af- ríkubikarinn. Ekki voru allir ánægðir með tapið, og eftir því sem útvarpið í Lagos segir þá hefur Popoola hershöfðingi í bænum Oyo, þar sem „stjömurnar11 eiga heima, samþykkt uppsagnir allra leikmanna liðsins svo og þjálfara og aðstoðarmanna. Já, þeir taka á málunum þarna í Afríku. Gross í stuði ■ V-þýski sundkappinn Michael Gross er nú í banastuði og syndir sem meistari þessa stundina. Hann setti í gær besta tíma sem náðst hefur í 400 m skriðsundi í 25 m laug. Hann fékk tímann 3:42,8 sem er um 16 hundruðustu betri tími en fyrra met sem Sovétmaðurinn Sal- inikov átti. Bæði fyrir þurr- og vothey. Þó sérstaklega handhægur til að skera í sundur rúllubagga. Ein fasa - Aðeins 12-13 kg Sker 50 cm djúpan skurð - Lægsta verð á ragmagnsheyskera í dag. G/obust LAGMCLI 5. SIMI 815 55 Úrvalsdeildin: Haukar unnu Valsmenn ■ Valsmenn máttu bíta í það súra epli að tapa leik sínum gegn Haukum í Seljaskóla í gærkvöldi. Valsmenn höfðu yfirhöndina lengst af og voru betra liðið mestan hluta leiksins. Oft og tíðum spiluðu þeir mjög vel, hittu úr skotum sínum og börðust af grimmd í fráköstum. En slærnur kafli í seinni hálfleik kom eins og himnasending fyrir Hauka sem auðvitað nýttu sér það til fullnustu og brunuðu framúr. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu góðri forystu strax. Eftir 5 mínútna leik höfðu þeir yfir 12-3 og sá munur hélst nokkuð. Á 10. mín- útu var staðan 22-11 en þá juku Valsmenn forskotið í 14 stig, 30-16. Haukarnir voru ákveðnir í því að missa Valsmenn ekki of íangt fyrir hlé og minnkuðu muninn í minnst 4 stig 36-32 en Valsmenn áttu síðasta orðið og staðan í leikhléi 38-32. Eftir 2 mínútur í seinni hálfleik voru Valsmenn aftur komnir 10 stig yfir, 42-32 og eftir 6 mínútur var staðan 46-38. Þá byrjaði slænri kaflinn hjá Val, þeir hættu að hitta úr ágætum skot- færum og Haukar minnkuðu muninn í 55-51 eftir 11 mínútur. Síðan jöfn- uðu Haukar 57-57 og komust yfir 65-57. Á þessunt kafla skoruðu Haukar 12 stig í röð og börðust af miklum krafti. Þeir létu forystuna ekki af hendi eftir þetta og sigruðu. Þegar 45 sek. voru eftir höfðu þeir gert 70 stig en Valur 63. Valsmenn klóruðu í bakkann og gerðu síðustu 4 stigin og úrslitin því 70-67 fyrir Hauka. Stigin skoruðu: Fyrir Val, Torfi 17, Jón 13, Leifur 11, Tómas og Kristján 8, Björn 6 og Jóhannes 4. Fyrir Hauka, ívar 23, Pálnrar 17, Henning 11, Ólafur 7, Reynir, Eyþór og Hálfdán 4. Rafmagns- heyskerinn

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.