NT - 10.12.1984, Blaðsíða 21

NT - 10.12.1984, Blaðsíða 21
 Mánudagur 10. desember 1984 21 Punktar... Tennis: ■ Cris Evert-Lloyd, tenniskonan fræga vann opna ástralska meistara- mótið sem lauk á laugardaginn. í úrslitunum sigraói hún Helenu Sukovu (6-7, 6-1, 6-3) frá Tékkósl- óvakíu og tryggði sér þar með sigur á stórmóti þetta árið, eins og hún hefur gert síðan 1974. Lloyd gaf í skyn eftir keppnina að hún liafi í hyggju að hætta sem atvinnumaður í tennis eftir næsta keppnistímabil. Hún fékk 100.001) dollara í verð- laun fyrir þennan sigur. Sukova komst í fyrsta sinn í úrslit á stórmóti í þetta sinn. Hún vann heimsmeistarann Martinu Navratil- ovu í undanúrslitum og vann þar með skítverkin fyrir Lloyd. „Ég veit ekki hvernig mér hefði gengið gegn Martinu, hún er mjög sterk um þcssar mundir," sagði Evert Lloyd. Svíinn Mats Wilander vann í karlatlokki í annað skipti er hann sigraði Kevin Curren frá Suður Afríku (6-7,6-4, 7-6, 6-2). Þetta var þriðji „Grand Slam" sigur Svíans sem er ungur að árum og á framtíð- ina fyrir sér. Frakkar á fullu: ■ Þaðerekkerthikáknattspyrnu- landsliði Frakka þessa dagana. Á laugardag unnu Frakkar A - Þjóðverja 2-0 í undankeppni heims- meistarakeppninnar og sinn 12. leik í röð. Frakkar, með frábæran miðju- kvartett sinn voru allan tímann betri aðilinn í leiknuin. Frakkar fengu inörg marktæki- færi áður en Yannick Stopyra skor- aði í fvrri hálllcik. Varamaðurinn Philippe Anziani skoraði seinna markið rétt fyrir leikslok. Endurkoma Giresse hafði góð áhrif á leik franska liðsins sem hefur nú fullt hús stiga í sínuin riðli, 6 eftir 3 leiki. A -Þjóðverjar áttu aldrei mögu- lcika í ieiknum og máttu liata sig alla við að verjast látlausri sókn Frakka. Markvörður Þjóðverjauna varði nokkrum sinnum mjög vel og meðal annars gott skot Platinis á fvrstu mínútum leiksins. Platini átti stóran þátt í fyrra markinu. Hann sendi frábæra send- ingu inn í teig og Bibard potaði holtanum til Stopyra sem skoraði af stuttu færi. Scinnu markið kom þegar ein mínúta var til leiksloka, Giresse gaf góða sendingu út á kantinn á Bell- one sem gaf fyrir og Anxiani urðu ckki á nein mistök, 2-0. Anziani hafði komið inná fyrir Stopyra 6 inínútum áður. NBA-boltinn: ■ Hér eru úrslit úr handaríska körfuknattleiknum á laugardag: Milwaukee Bucks-Indiana Pacers 99-96 Boston Celtics-New Jersey Nets 107-98 Washington Bullets-Los Angeles Lakers 101-98 DenverNuggets-ClevelandCavaliers 114-108 Chicago Bulls-Dallas Mavericks 99-97 Houston Rockets-Portland Trailblazers 127-120 Phoenix Suns-Golden State Warriors 102-98 Bæta má við að á föstudagskvöld- ið sigruðu 76-ers Lakers í Fíladelfíu með 116 stigum gegn 111. SSSSS „Æ..O.OJX Hentugar jólagjafir VERKFÆRI A/ltá toppinn HEMLALJÓS í AFTURGLUGGA Bílavörubúðin FJÖDRIN Skeifan 2 simi 82944 Enska bikarkeppnin: Vináttuleikur: Nær United fram hefndum? Italir sigruðu ■ Á laugardaginn var dregið í ensku og skosku bikarkeppn- inni í knattspyrnu. Þetta er þriðja umferð sem nú verður leikin og ber liæst leik Man- chester Unitcd og hugsanlega Bournemouth. Það var einmitt Bournemouth sem sló Man. Utd. út úr keppninni í fyrra. Nú er því ntöguleiki fyrir ..Rauðu djöflana" að hefna sín á smáliðinu. Af öðrunt merki- legum leikjunt má nefna að Everton. núverandi bikar- meistarar, fara til Lecds og kljást við heimamenn. Evrópu- meistarar Liverpool drógust á móti Aston Villa oí> verður leikið á Villa Park. “Watford sem lék til úrslita á móti Ever- ton í fyrra fær Sheff. United í heimsokn. Annars lítur drátturinn þannig út: Orient-WBA Leeds-Everton Gillingham-Cardiff Telford-Bradford Tottenham-Charlton Nott. Forest-Newcastle Carlisle-Dagenham Wimbledon-Burnley Man. Utd.-Dartf./Bournein Plymouth/Heref.-Arsenal Shrewsbury-Oxford Middlesb.-Darlington Notts Co.-Grimsby Oldham-Brentf./Northamp. Luton-Stoke Brighton-Hull Birmingham-Norwich Southampton-Sunderland Doncaster-QPR York-Walsall Watford-Sheffield Utd. Bristol R.-Ipswich Coventry-Man. City Wolves-Huddersf. Millwall-C. Palace Liverpool-Aston Villa West Ham-Port Vale Barnsley-Reading Fulham-Sheff. Wed. Portsmouth-Blackburn Chelsea-Wigan Burton-Leicester Eius og fyrr segir þá var einnig dregið í skosku bikar- keppninni. þaö er hinsvegar bara önnur umferð hjá Skotum ogstóru liðin ekki með ennþá. ■ ítalir unnu Pólverja í vináttulandsleik á laugardag sem háður var á Ítalíu með 2 mörkum gegn engu. Staðan var ()-() í leikhléi en snenima i scinni hálfleik var einn Pólverjinn rekinn af leikvelli svci þeir léku bara II) uiestan hhitann. ítalirnir skoruðu mörk sín seint í leiknum og áttu í vandræð- um með að fínna lciðina framhjá markverði pólska liðsins. Gennaro skoraði fyrra markið úr þvögu í vítateign- um cftir að skot l’aolo Rossi hafði veriö varið. Nýliði í ítalska liðinu, Di Gcnnaro skoraði svo síöara markið á síðustu mínútu leiksins. Þar með endurtóku Italir sigurinn á Pólverjum í heimsmcistarakeppninni en þeir uiiiiii einmitt 2-0 í undanúrslitaleik. J

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.