NT - 10.12.1984, Blaðsíða 22
Mánudagur 10. desember 1984 22
Íþróttir
Úr leik Þróttar og HK í 1. deild í blaki fyrir stuttu. Bæði liðin unnu um helgina.
NT-mynd: Sverrir
Belgía og Holland:
Anderlecht langefst
- Ajax, Feyenoord og PSV bítast í Hollandi
1. deild karla í blaki:
Glæsilegur
sigur HK
■ HK sigraði ÍS í 1. deild
karla á íslandsmótinu í blaki í
gær með glæsilegum leik.
Breidd og dugnaður einkenndi
HK-liðið og það uppskar verð-
skuldaðan sigur í toppbarátt-
unni, 3-1.
ÍS vann fyrstu hrinuna 15-8
en í þeirri næstu byrjaði HK
mjög vel og náði að vinna
15-12. Þessi hrina var jöfn og
mikil barátta um hvert stig.
í þriðju hrinu var jafnt 5-5
eftir 15 mínútur en þá tóku HK
menn sig á og skoruðu 10 stig á
móti 3 og unnu þar með 15-8.
Staðan því orðin 2-1 fyrir HK
og ÍS varð að vinna næstu
hrinu.
Það benti líka allt til þess að
svo færi, ÍS komst nefnilega í
14-6 og þurfti því aðeins eitt
stig til að kría út úrslitahrinu.
En HK sagði hingað og ekki
lengra, skoraði stig, 14-7 og þá
vann ÍS boltann og flestir héldu
að þá væri draumurinn búinn.
En með fádæma baráttu og
mjög góðum leik minnkuðu
þeir muninn enn frekar eða í
14-10 áður en ÍS fékk aftur
tækifæri til að gera út um
hrinuna. Það tókst ÍS ekki og
boltinn gekk á milli liða en HK
náði alltaf að bæta einu eða
tveimur stigum í sarpinn, jafn-
aði 14-14ogsigruðusvo 16-14.
Þeir Kjartan Busk og Skjöld-
ur Vatnarsson voru bestir í
jöfnu liði HK, léku stórvel
báðir tveir.
Þetta er í annað sinn sem HK
vinnur ÍS nú í haust svo ljóst er
að bæði liðin munu veita ís-
landsmeisturum Þróttar harða
keppni um titilinn í ár. ÍS hefur
unnið Þrótt einu sinni í haust
og er það eini leikurinn sem
Þróttarar hafa tapað.
HK og ÍS hafa bæði tapað
tveimur leikjum, fS fyrir HK
og HK fyrir Þrótti. Líklegt er
þó að fleiri lið komi til með að
reyta stig af þessum þremur
bestu blakliðum landsins.
2. deild karla:
#■
Frá Keyni Þór Karlssyni, fréttaritara N'I' í
llollundi:
Belgía:
Meclielen-Anderlecht ... 1-2
■ Þaö var eins og leikmcnn
Anderlecht kæmu áhugalitlir
til leiks því fyrstu 15 mínúturn-
ar var Mechclen mun hetra
liðið og uppskáru samkvæmt
því. Strax á 5. mínútu skoraði
Bender 1-0, sanngjörn forysta.
Á 15. mínútu tókst svo Ander-
lecht að jafna og var þar Arne-
sen að verki, 1-1. Við þctta
gerbreyttist lcikur Anderlecht
og þeir gerðu sér grein fyrir því
að leikurinn var ekki unninn
fyrirfram. Þeir stjórnuöu spil-
inu eftir þetta og héldu boltan-
um eftir vild og spiluðu oft
skemmtilega á ntilli sín. Á 40.
mín. tók Anderlecht forystuna
er Scifo skoraði eftir auka-
spyrnu. Staðan í leikhléi 1-2.
Seinni hálfleikur var algjör
eign Anderlecht og spiluöu þeir
eins og sannir ineistarar. Sig-
urganga þeirra heldur áfram.
Bccrschot-Stundurd .... 1-0
Beerschot var ákveðhara í
byrjun en tókst þó ekki að
brjóta á bak aftur unga leik-
menn Standard. Horst
Hrubesch, sem átti ekki góðan
dag, var sá sem leikmenn
Standard treysta á. Ekki tókst
liðunum aðskora í fyrri hálfleik
og staðan því 0-0.
í seinni hálfleik tókst Beers-
chot að ná forystu er VerVoore
skoraði. Ungir leikmenn
Standard reyndu að jafna en
tókst ekki.
Cluh Brugge-Cercle Brugge
........................6-1
Club Brugge voru mun sterk-
ari en nágrannarnir og lá Cercle
í vörn nær allan leikinn. Á 10.
mínútu kom fyrsta markið
Gryse skoraði eftir fallega fyrir-
gjöf. Á 30. mín. skoraði Ceule-
mans annað mark Club og
staðan orðin 2-0. Hann skoraöi
svo aftur stuttu seinna eftir
hornspyrnu og þannig var stað-
an í leikhléi 3-0.
Heldur voru Cercle ákveðn-
ari i byrjun seinni hálfleiks en
samt skoruðu Club 4-0 en þá
kom eina mark Cercle úr víta-
spyrnu, 4-1. Ceulemans skor-
aði svo fimmta markið og
Gryse gerði það sjötta og síð-
asta. Stórsigur, 6-1.
Holland:
PSV-Excelsior ..........2-0
PSV má ekki við því að
nússa stig og komu þeir því
ákveðnir til leiks og sóttu stíft.
Við þetta opnaðist vörn þeirra
illa og strax á 5. mín. komst
Heimir Karlsson einn í gegn og
átti bara markvörðinn eftir.
Heimir skaut en rétt framhjá.
Þetta var gullið tækifæri fyrir
Heimi og Excelsior. Bæði liðin
áttu fleiri færi en tókst ekki að
koma boltanum í netið. Nokk-
ur stangarskot sáu dagsins ljós
í fyrri hálfleik en staðan sanit
0-0.
Síðari hálfleikur var algjör
einstefna af hendi PSV og
Chinagala byrjar aftur
■ Fyrrum knattspyrnu-
hetjan Giorgio Chinagala,
sem er nú forseti New York
Cosmos og eigandi liðsins
Lazio í Róm sem leikur í
ítölsku 1. deildinni hefur til-
kynnt að hann muni draga
fram takkaskóna á ný.
Chinagala mun leika
næsta lcik Cosmos á laugar-
daginn kemur gegn Dallas
Sidekicks í aöalinnanhúss-
deildinni.
Ástæðan fyrir þessu er
stöðug meiðsli sem margir
leikmenn eiga við að stríða
og geta því ekki leikið.
Chinagala sem er 37 ára
segist þó aðcins ætla að leika
í innanhúss deildinni (Major
Indoor Soccer League).
Hann hætti, „lagöi skóna á
hilluna" eins og sagt er, eftir
tímabilið 1983 og er ntarka-
hæstur, fyrr og síðar, í Norð-
ur-Ameríku knattspyrnunni.
bjargaði markvörður Excel-
sior, Storin, oft meistaralega.
Allt kom þó fyrir ekki og á 30.
mín. tók PSV forystuna. Van
den Boogaart að verki 1-0.
Excelsior tókst ekki að gera
neitt ógnandi í leiknum það
sem eftir var og PSV sótti án
afláts. PSV skoraði svo seinna
mark sitt að loknurn venjuleg-
um leiktíma og var Boogaart
þar að verki aftur.
Volendam-Ajax ...........1-3
Þessa leiks var beðið með
mikilli eftirvæntingu. Volen-
dam hcfur komið á óvart og er
í 4. sæti. Volendam hefur oft
verið kallað „annað Ajax“ þar
sem þjálfari þeirra Bcenhakker
var áður þjálfari Ajax og
nokkrir leikmenn liðsins spil-
uöu áður með Ajax. Volendam
stóð sig vel í fyrri hálfleik en gat
þó ekki kornið í veg fyrir að
Steflos skoraði úr víti eftir að
Van Basten hafði verið felldur.
I seinni hálfleik fékk Volen-
dam víti og náði Blanker að
skora og staðan 1-1. Spenna
hljóp nú í leikinn en Ajax sótti
þó heldur meira. Aftur náði
því Ajax forystu er Koomann
skoraði eftir sendingu Van
Basten 2-1. Loks skoraði Bast-
en sjálfur 1-3.
Feyenoord-Sittard........4-0
Feyenoord byrjaði leikinn
ágætlega og átti nokkur færi
síðan jafnaðist leikurinn og
staðan í hléi 0-0.
í síðari hálfleik skoraði Fey-
enoord strax, Houtman var þar
að verki. Hann skoraði svo
aftur stuttu seinna 2-0. Bæði
liðin áttu nú ágæt tækifæri en
skoruðu ekki uns Been skoraði
ágætt mark, 3-0. Cullig skoraði
svo fjórða markið og sigurinn í
höfn.
ÚRSLIT í BELGÍU:
Ghent-Kortrijk 4-0
Waterschei-Antwerp 0-1
Niklaas-Lierse 3-4
Club Bruges-CS Bruges 6-1
Liege-Beveren 2-0
Beerschot-Standard 1-0
Waregem-Lokeren 3-1
Mechelen-Anderlecht 1-2
Racing Jet-Seraing 0-2
STAÐA EFSTU LIÐA:
Anderlecht 17 13 0 4 58-15 30
Waregem 17 11 4 2 36-24 24
Ghent 17 10 4 3 41-21 23
Club Bruges 17 9 3 5 29-21 23
Liege 17 8 3 6 32-17 22
Armenningar
sigruðu KA
ÚRSLIT í HOLLANDI:
Twente-Breda 2-0
Zwolle-Maastricht 0-0
Haarlem-Sparta 0-0
Eindhoven-Excelsior 2-0
Volendam-Ajax 1-3
Roda-AZ '67 4-2
Feyenoord-Sittard 4-0
Utrecht-Den Bosch 3-2
Groningen-GA Eagles 2-0
STAÐA EFSTU LIÐA:
Ajax 14 12 2 0 46-13 26
Eindhoven 15 9 6 0 43-13 24
Feyenoord 14 9 2 3 42-21 20
Groningen 15 7 3 3 29-17 19
Twente 15 8 3 4 31-24 19
■ Það var mikið keppt á skíð-
um um helgina og þá aðallega í
heimsmeistarakeppninni.
Á laugardaginn var það alls
óþekkt skíðastúlka, Traudl
Hacher frá V-Þýskalandi sem
sigraði í Risa-stórsvigi á braut-
inni í Davos í Sviss. Hacher
hafði rásnúmer 54 og er hún
lagði af stað niður hlíðina
höfðu fréttamenn þegar undir-
búið viðtal við Mariu Walliser
sem þá var í fyrsta sæti og talin
öruggur sigurvegari. En Wallis-
er var sem sagt önnur og í
þriðja sæti hafnaði v-þýska
stúlkan Marina Kiehl. Eftir
keppnina var Hacher alveg í
skýjunum og átti ekki orð yfir
árangri sínum.
ítalinn Robert Erlacher sigr-
aði í stórsvigi karla á laugardag-
inn í Saint-Vincent í Frakk-
landi. Hann hafði rásmark nr.
13 og það virðist hafa fært
honum lukku. Hann var í 4.
sæti eftir fyrri umferðina en
skaust uppfyrir alla í síðari
umferð og sigraði eins og áður
segir. í öðru sæti á laugardag-
inn var Svisslendingurinn Mart-
in Hangl og þriðji varð annar
ítali Richard Pramotton. Þetta
■ Nokkrir leikir voru í 2.
deild karla í handknattleik um
helgina og áttu Akureyrarliðin
KA og Þór þátt í þeim flestum.
KA tapaði loks í 2. deildinni
er þeir mættu Ármenningum í
Höllinni á laugardaginn. Ár-
menningar gerðu 24 mörk gegn
er fyrsti sigur Itala í stórsvigi
síðan 1976 þ.e. í heimsmeist-
arakeppninni og var gleði
þeirra gífurleg.
Þá var keppt í skíðastökki í
Kanada og var það liður í
heimsmeistarakeppninni í
þeirri grein. Austurríkismenn
og Finnar hrepptu öll fjögur
efstu sætin. Sá sem sigraði var
frá Austurríki og heitir Andre-
as Felder, hann fékk samanlagt
244,6 stig.
I öðru sæti varð Finninn
Pentti Kokkonen með 226 stig
og þriðji Ernst Vettori frá
Austurríki. Felder átti lang
lengsta stökkið í keppninni er
hann sveif 97 metra. Þess ber
að geta að stökkpallurinn var
70 metrar.
í gær var svo keppt í svigi
kvenna í Davos í Sviss og varð
franska stúlkan Christselle Gu-
ignard hlutskörpust. Önnur
varð Erika Hess frá Sviss og
þriðja varð önnur frönsk stúlka
Helene Barbier. Þessi úrslit
komu nokkuð á óvart þar sem
Hess hafði forystu eftir fyrri
umferðina og var talin fyrir-
fram sigurstranglegust.
16 og hrifsuðu til sín 2 stig.
Leikurinn var jafn framan af en
í síðari hálfleik þá ná Ár-
menningar þriggja marka for-
ystu og náðu KÁ menn aldrei
að minnka þann mun. Þeir
reyndu að spila maður á rnann
í lokin en það var bara til þess
að Ármenningar juku forskot
sitt til muna.
KA menn náðu svo að sigra
Gróttu eins og áður hefur verið
skýrt frá.
Þórsarar spiluðu við Gróttu í
gær ogtöpuðu 16-25. Leikurinn
byrjaði jafnt en um miðjan
fyrri hálfleik ná Gróttu-menn
að hrista Þórsara af sér og í hléi
var staðan orðin 13-7. í síðari
hálfleik var það sama uppá
teningnum og lokatölur urðu
svo 25-16 fyrir Gróttu. Mörk
þeirra skoruðu: Gunnar Páll 8,
Jóhannes 4, Árni, Hjörtur,
Kristján og Ottó 3 hver og svo
gerði Halldór markvörður eitt
mark. Fyrir Þór skoruðu Guð-
jón 5. Kristinn 3, Árni og Sig-
urður 2 og eitt mark gerðu
Gunnar M, Gunnar E, Áðal-
björn og Kristján.
Þá léku Þórsarar við Ár-
menninga og sigruðu Ár-
menningar í hörku viðureign
með 28 mörkum gegn 26. Þessi
leikur var tiltölulega jafn og
mikil barátta.
Haukar brugðu sér bæjarferð
til að tapa fyrir Frömurum í 2.
deildinni á laugardaginn með
25 mörkum gegn 18. Eins og
tölur gefa til kynna þá voru
Framarar mun sterkari.
■ Stúlkurnar í Stjörn-
unni 2. flokk urðu Reykja-
nesmeistarar í handknatt-
leik um helgina er þær
sigruðu stöllur sínar frá
Gróttu með 7 mörkum
gegn 6 í hreinum úrslita-
leik-jafnt það.
Skíðaíþróttir:
Óvænt úrslit
- í risastórsvigi kvenna