NT - 15.12.1984, Blaðsíða 2

NT - 15.12.1984, Blaðsíða 2
IU Laugardagur 15. desember 1984 Atvinnuhorfur fiskvinnslufólks: Fólkinu sagt upp þar sem kvótinn er búinn ■ Staða fiskvinnsluhúsa úti á landi er misjöfn hvað hráefni varðar og víðast hvar þar sem kvótinn er búinn verður starfs- fólki sagt up og er lokun fyrir- huguð yfir hátíðirnar. Hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar fengust þær upplýsingar að engin vinnsla yrði í frystihúsinu um jólin, enda væri kvóti þeirra skipa svo til búinn, en ráðgert er að halda uppi fullri vinnslu í loðnubræðslunni og nægjanlegt hráefni fyrir hendi. Staðan hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað er nokkuð önnur. í>ar verður vinnslu haldið í gangi alveg fram að Þorláksmessu, og síðan fara togararnir strax út í byrjun janúar, að öllu óbreyttu? Það verður engu starfsfólki sagt upp á Neskaupstað og að sögn for- ráðamanna frystihússins þar vantar starfsfólk til vinnú, ef eitthvað er. Hjá Útgerðarfélagi Akureyr- ar er gert ráð fyrir því að vinnslu verði haldið uppi milli jóla og nýárs og ekkert stopp fyrirhug- að. Fiskiðjusamlag Húsavíkur mun hins vegar stöðva vinnslu rétt fyrir jóíin og segja upp sínu starfsfólki og sögðu forráða- menn þar að það væri venja um jól. Síðan hæfist aftur vinnsla strax og samningar liggja fyrir hjá sjómönnum. Hjá Norðurtanganum á ísa-' firði verður unnið milli jóla og nýárs og hafist aftur handa strax 2. janúar. Mun hið sama vera upp á teningnum hjá öðrum vinnslustöðvum á Isafirði. í Vestmannaeyjum er reytings- vinna í fiski en Eyjamenn hafa undanfarið verið mest upptckn- ir af síldinni. Hjá Hraðfrystistöð Vestmanneyja fengust þær upp- lýsingar að ekkert stopp væri fyrirhugað hjá þeim en búast mætti við einhverjum sam- drætti. Hins vegar væru húsin klár til að byrja strax eftir áramótin þegar afli tæki að glæðast. Hjá Kirkjusandi í Reykjavík fengust þær upplýsingar að vinnslu yrði haldið uppi fram að jólum en ekkert væri ákveðið með framhaldið. Engum hefur enn verið sagt upp þar en 60-70 manns eru í fiskvinnslustörfum hjá fyrirtækinu. Hraðfrystistöð- in í Reykjavík hættir vinnslu fyrir jólin og ekki verður farið af stað fyrr en eftir áramótin. Þar verður hins vegar engu starfsfólki sagt upp og enginn ótti er í forsvarsmönnum þar um hráefnaskort í janúar. Orninn flaug í austurátt! ■ Þráinn Þorvaldsson, Framkvæmda- stjóraskipti í febrúar ■ Þráinn Þorvaldsson rekstrarhagfræðingur hef- ur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins og tekur hann við starfinu þann 15. febrúar næst- komandi. Þráinn lauk viðskipta- fræðiprófi frá Háskóla ís- lands árið 1969 og tók þá við framkvæmdastjóra- starfi fyrirtækisins Loðskinns. Því starfi gegndi hann til ársins 1971, er hann réðst til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Árið 1973 fór hann til framhaldsnáms í Bretlandi og skrifaði próf- ritgerð um sölu íslensks ullarfatnaðar þar í landi. Að námi loknu starfaði hann hjá Prjónastofu Borgarness, Útflutnings- miðstöðinni og árið 1975 varð hann framkvæmda- stjóri Hildu hf. Úlfur Sigurmundsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar frá því að hún var stofnuð 1971, hefur verið ráðinn viðskiptafulltrúi við ræðis- mannsskrifstofuna í New York frá 15. febrúar 1985. ■ Erninum, sem verið hefur í umsjá Náttúrufræðistofnunar eftir að hann var fluttur vestan frá Patreksfirði útataður í sel- feiti, var sleppt í gær við af- leggjarann upp að Keldum. Að sögn Ævars Petersen, sem mest hefur haft með fuglinn að gera hér fyrir sunnan, gekk allt að óskum. Örninn hafði étið vel áður en honum var sleppt og búningur hans var kominn í gott lag og sýndi hann engin veiklu- merki. Hann flaug strax upp úr kassanum og settist síðan á þúfu í nágrenninu og hugsaði ráð sitt. Síðan flaug hann upp og er starfsmenn Náttúrufræðistofn- unar reyndu að fylgja á eftir honum sáu þeir hvar hann flaug fugla hæst í forsal vinda og stefndi í austurátt, eflaust frels- inu feginn. ■ Ævar Petersen opnar kass- ann og var viðbragð arnarins svo snöggt að hann festist vart á filmu. NT-mynd: Sverrir 63 endur á Núpaskóla ■ Bölsýnisraddir heyrast oft tala um hina vonlausu héraðs og heimavistarskóla á lands- byggðinni þar sem landsbyggð- arsálum fari ört fækkandi. Að Núpum í Dýrafirði eru forsvarsmenn þó heldur hressir í bragði eftir að þar varð nú á dögunum 26% fjölgun. í Núpaskóla voru 50 nemendur þar til fyrir skemmstu. Síðan flugu Flugleiðir þangað með 13 pekingendur frá Saurbæ í Dalasýslu sem kennararnir pöntuðu á' staðinn. Er síðan mál manna að þeir hafi á sínum vegum svo mikið sem 63 endur... Það er svo saga af íslenskum samgöngum að til þess að kom- ast frá Saurbæ í Dalasýslu og vestur á Núpa var í alla staði hagstæðast fyrir ferðalangana að millilenda í Revkjavík þar sem þeir dvöldu í góðu yfirlæti yfir nótt. Bankastjóri á förum? ■ I hressilegri ræðu Jónasar Haralz á^pástefnu Stjórnunar- félagsins núna í vikunni tók hann sér meðal annars fyrir hendur.að kenna hinum ýmsu hópum í þjóðfélaginu að leggja sitt af mörkum til að bæta þjóðfélagsástandið. Þar á meðal sagði hann að opinberir starfsmenn gætu byrjað á því að segja upp störfum, og-flytja sig annáð; það væri eina leið þeirra til að bæta kjör sín. Nú eru menn að velta því fyrir sér hvað þessi ummæli Jónasar þýða. Er hinn opinberi starfsmaður í ríkisbankanum e.t.v. að boða uppsögn sína? Kjarkleysi pólitíkusa Önnur ráðlegging Jónasar Haralz var til stjórnmála- rnanna, þess efnis að þeir efldu þor sitt og þyrðu að standa á meiningu sinni. Jónas tók sjónvarpsþingsjána núna í vikunni sem dæmi um bágborið ástand í þessum efnum. í þættinum hefðu allir svarendurnir, stjórnmálafor- ingjarnir, verið því sama merki brenndir að reyna í svörum sínum að koma til móts við spyrjendurna, sent þó voru úr röðum andstæðinganna. Eng- inn foringjanna hefði þorað að segja: Þetta kemur bara ekki til nokkurra mála. Dropar eru svo að velta því fyrir sér, ef iýsing Jónasar á við rök að styðjast, hvort fleiri slíkir sjónvarpsþættir myndu ekki verða til góðs, og beinlínis leysa stjórnmálavanda þjóðar- innar. Héldu foringjarnir upp- teknum hætti, þá yrði þess varla langt að bíða að þeir nálguðust hver annan svo að þeir yrðu bókstaflega sammála um alla hluti. Guggnaði á strokinu ■ Strokufanginn af Hraun- inu sem slapp úr höndum lög- reglu á Skólavörðustígnum fyrr í vikunni hefur nú guggnað á strokinu og gefið sig fram við lögreglu. Er reiknað með að mál hans verði sent til Rann- sóknarlögreglu til rannsóknar en fanginn aftur á Hraunið. Islenskar tísku- vörur í sókn: Flóin farin í víking til Noregs og Svíþjóðar ■ Tískusýning sem Gerður í Flónni hélt á vörum sínum í nætur- klúbbnum Alexandría í Stokkhólmi í fyrrakvöld -vakti mikla athygli, að sögn sænsks viðmælanda NT sem þar var staddur, og virðist sem tiííaun hennar til að komast inní fatabransann í höfuðborg Svíþjóðar hafi fengið óskabyrjun. Til stóð að Flóin opnaði verslun í hjarta Stokk- hólmsborgar í dag þar sem seldur yröi íslenskur og enskur tískufatnaður, en að sögn hins sænska við- mælanda blaðsins hefur orðið að fresta opnuninni um eina viku. Gerður er einnig að reyna fyrir sér á norska tískumarkaðinum og hefur sett á stofn um- boðssölu í Osló. Mun Sól- veig Þórisdóttir Luxus- drottning stýra því fram- taki. Ætlunin er að reyna að selja íslenskar tísku- vörur sem Flóin framleið- ir hér heima í norskar tískubúðir. Gerður Pálmadóttireig- andi Flóarinnar er búin að vera í Stokkhólmi til að fylgja þessum málum eftir og ekki tókst að ná sam- bandi við hana í gær til að fá seinkun opnunarinnar þar staöfesta. Hún er væntanleg heim í dag. Margir þurfa á aðstoð að halda ■ Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem minnst er á að í Kópavogi eru margir sern þurfa á aðstoð félagsins að halda, einstæðar mæður, sjúklingar, einstæð gamalmenni og fleiri. Jafnframt því sem nefndin biður Kópavogsbúa unt stuðning við starfið óskar hún eftir því að fólk hafi'samband við nefndar- menn viti það af einhverjum bágstöddum samborgara. Gíró- reikningur Mæðrastyrksnefndar Kópavogs er 66900-8. Nefndina skipa Svana Svanþórsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Ólöf Ás- geirsdóttir og Þóra Davíðsdótt- Lögreglan í Reykjavík hafði upp á verustað fangans eftir nokkra leit og lét þá koma skilaboðum til hans að hann hefði samband við þá svo ekki þyrfti að koma til þess að þeir sæktu hann. Það gerði fanginn og áttu svo hann og laganna verðir stefnumót á stað sen fanginn ákvað og þaðau honum komið í heg ið við Skólavörðuj

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.