NT - 15.12.1984, Page 3
Laugardagur 15. desember 1984 3
■ Vigdís Finnbogadóttir, forscti íslands, Olof Palme og kona hans, Lisbet Palme á Bessastöðum í gær,
NT-mynd: Koocri
Morgunblaðið í fjárkröggum:
Starfsmenn fá
ekki jólabónus
- í fyrsta sinn í manna minnum
■ Mikil óánægja mun nú
ríkja á Morgunbiaðinu vegna
þeirrar ákvörðunar fyrir-
tækisins að greiða starfs-
mönnum ekki svokallaðan
jólabónus að þessu sinni.
Þetta mun vera í fyrsta sinn í
langan tíma sem slíkt er ekki
gert. Mest er óánægjan með-
al prentara, sem gengust fyrir
undirskriftasöfnun til að
mótmæla þessari ákvörðun.
Starfsmönnum á ritstjórn var
einnig boðið að skrifa undir
mótmælin, en undirtektir
nrunu hafa verið engar. Jóla-
bónusinn hefur löngum verið
góð búbót, þar sem upphæð
hans hcfur numið u.þ.b.
mánaðarlaunum. Sá fyrirvari
hefur þó verið gefinn, að það
séu ekki fyrirhcit um að hann
verði greiddur aftur. Og sú
staða hefur komið upp nú.
Astæðan fyrir þessum
sparnaðarráðstöfunum
Morgunblaðsins er slæmur
fjárhagur. Blaðið stendur í
miklum fjárfestingum og
kom tæplega tveggja mánaða
verkfall prentara mjög illa
við pyngju þess. Gengis'fell-
ingin á dögunum bætti síðan
gráu ofan á svart. Erfiðleikar
þessir vekja kannski ekki síst
athygli fyrir þær sakir, að
auglýsingatekjur Morgun-
blaðsins hafa aldrei vcrið
meiri en einmitt á þessu ári,
og alveg sérstaklega nú í
desember, þar sem af I28
blaðsíðna sunnudagsútgáfu
eru um 80 auglýsingasíður.
Fyrirlestur Palme í Hátíöarsalnum:
Yfirgaf handritið og mess-
aði blaðalaust um f riðarmál
■ „Reynsla okkar af norrænu samstarti er sú
að saman getum við styrkt möguleika hvers
annars til framþróunar og þar með staðið vörð
um þá velferð og það öryggi, sem hafa gert
Norðurlöndin að fordæmi um allan heim“ sagði
Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar m.a. í
fyrirlestri sínum um Norðurlönd og umheiminn
í Hátíðarsal Háskólans í gær.
Palme ræddi vítt og bre i tt um i
norrænt samsrarf á sviði efna-
hagsmála og menningarmála,
en á síðarnefnda sviðinu sagði
hann framlag íslendinga vega
mjög þungt. Hann sneri sér
síðan að öryggismálum, ræddi
um hlutleysisstefnu Svíþjóðar,
Skjal Arkins:
Engin
svör
Allar skuldbindingar
standa, segir Schultz
■ George Schultz hefur lýst
því yfir við Geir Hallgrímsson
að allar skuldbindingar Banda-
ríkjanna gagnvart íslendingum
standi, en Geir hefur ekki gefið
yfírlýsingu um hvort yfirlýsingar
Arkins, um að Bandaríkjafor-
seti hafi gefið heimild til að
kjarnorkuvopn megi flytja til
íslands á ófriðartímum, séu
réttar.
Geir sagði í gær að hann vildi
ekki gefa frekari upplýsingar
fyrr en skrifleg svör við fyrir-
spurnum sínum varðandi málið
bærust frá Bandaríkjastjórn.
sem hann sagði hafa tryggt
sænsku þjóðinni frið í 170 ár.
Hann ræddi því næst um hug-
myndina um kjarnorkuvopna-
laus Norðurlönd, sem hann
sagði að myndi hafa þau áhrif
að draga úr hættunni á að
Norðurlönd yrðu skotmörk í
kjarnorkustríði og jafnframt
draga úr hættunni á að til slíks
stríðs kæmi, slíkt svæði myndi
draga úr spennunni á norður-
slóðum.
Pegar hér var komið í fyrir-
lestrinum, sem hafði verið í
nokkuð stöðluðum embættis-
mannatón, lagði Palme blöð sín
til hliðar og talaði nú blaða- og
vafningalaust. Hann hóf að lýsa
fyrir viðstöddum hverjar yrðu
afleiðingar kjarnorkustríðs, þar
sem aðeins yrði gripið til örlítils
hluta þeirra vopna, sem nú eru
tilbúin í vopnabúrum risaveld-
anna. Afleiðingarnar yrðu
kjarnorkuvetur, sem myndi
eyða mannlegu lífi á jörðinni.
Risaveldin leika sér ekki ein-
ungis með líf sinna eigin þegna,
heldur líf okkar allra, og það er
á ábyrgð okkar allra, að berjast
fyrir því að snúið verði af þessari
óheillabraut,“ sagði Palme efn-
islega. „Það eru mun fleiri
kjarnorkueldflaugar í Evrópu
nú en fyrir ári síðan,“ sagði
Palme og spurði, „erum við
öruggari fyrir vikið? Risaveldin
eyða 800 milljörðum dollara til
kjarnorkuvígvæðingar á þessu
ári. Skapar það okkur öryggi?“
Palme sagði að fælnishugtakið
fangaði risaveldin eins og
eiturlyfin eiturlyfjasjúklinginn,
skammtarnir yrðu stærri og
stærri, þar til banaskammtinum
væri náð. Hann réðst á hug-
myndir Reagans forseta um
geimbúnað til varnar eldflauga-
árásum Sovétríkjanna, sem
hann sagði myndu hafa þær
afleiðingar einar, að herða enn
á vígbúnaðarkapphlaupinu.
„Styrjaldir hafa því miður fylgt
mannkyninu alla tíð, en þeim
hefur lokið. Einhverjir hafa
staðið uppi sem sigurvegarar og
að styrjöldum loknum hafa ver-
ið gerðir friðarsamningar. í
kjarnorkustyrjöld er enginn sig-
urvegari,“ sagði Palme. Hann
sagði að friður yrði ekki tryggð-
ur með tækninýjungum og
tækniþróun. Friður yrði aðeins
tryggður með samningum. Frið-
ur væri ekki tæknilegt vanda-
mál, heldur pólitískt. Palme
lauk ræðu sinni með þessum
orðum. „Við verðum að halda
áfram að vinna að stöðugri og
friðsamlegri þróun í okkar
heimshluta. Við verðum að
leggja lóð okkar á vogarskálina
til að eyða tortryggni og efla
skilning milli risaveldanna. Við
verðum að vera sjálfum okkur
samkvæmir í baráttunni fyrir
hagsmunum hinna smærri
þjóða. Norðurlöndin mega
aldrei svíkjast undan ábyrgð
sinni gagnvart friðnum."
Ný deild við
Háskólann
- áhugaverð þróunar-
verkefni í gangi
■ Frumvarp sem lagt hefur
verið fram í efri deild Alþingis
felur í sér að verkfræði- og
raunvísindadeild Háskólans
verði skipt í tvær deildir.
í greinargerð með frumvarp-
inu segir að þessi skipting deild-
arinnar hafi ekki í för með sér
umtalsverðan kostnaðarauka,
deildarforsetum fjölgi um einn,
en á móti komi að laun fyrir
þann starfa komi fram í auknum
þætti viðkomandi professors í
stjórnunarstörfum.
Pá er einnig í frumvarpinu
gert að tillögu að háskólanum
verði gefin lagaheimild til að
eiga hlutdeild að hlutafélögum
sjálfseignarstofnunum og þró-
unarfélögum. Segir í greinar-
gerðinni að við Háskólann sé nú
þegar unnið að áhugaverðum
þróunarhugmyndum sem leitt
geti til framleiðslu á nýjum
háþróuðum iðnaðarvörum til
útflutnings, eða innanlands-
neyslu.
Miðað er við verði frumvarp-
ið að lögum, þá taki þau gildi
15. sept. 1985.
Skreiðarfjallinu komið í sölu:
Soðið í mauk og selt út
Bragðast best með ristuðu brauði, segir Pétur Jóhannsson hjá Hróa á
Ólafsvík sem hyggst hef ja vinnsluna eftir áramót
■ Með aðstoð júgóslavn-
esks matreiðslumanns hyggst
fyrirtækið Hrói á Ólafsvík
nú helja útflutning á skreið
matreiddri að hætti Miðjarð-
arhafsbúa. Matvaran er enn
á rannsóknarstigi hjá Rann-
sóknastofnun Fiskiðnaðarins
en reiknað er með að mark-
aðsöflun og vinnsla hefjist
fljótlega upp úr áramótum.
Til þessa hefur skreiðin
alltaf verið flutt út óverkuð
og úrvinnsla hennar farið
fram á heimilunum. Með
þessu yrði brotið blað í sögu
skreiðarútflutnings í landinu
þar sem reikna má með mun
hærra verði en fyrir óunnat
skreið. Auk þess hefur sala á
skreið verið í algjöru lág-
marki á þessu ári en með
vinnslunni er reiknað með
að hægt verði að koma henni
í sölu.
Júgóslavinn Stanko Jer-
man hefur unnið hjá skreiðar
og saltfiskverkuninni Hróa
um nokkurt skeið og er upp-
haf þessa máls að hann var
fenginn til þess að matreiða
skreiðina að beiðni Péturs
Jóhannssonar verkstjóra.
Þótti öllum rétturinn góður
og sömu sögu var að segja
þegar Stanko gerði sömu
kúnstir í tilraunaeldhúsi
Rannsóknastofnunar Fisk-
iðnaðarins. Þar er nú verið
að kanna geymsluþol vör-
unnar en helst er hallast að
því að geyma hana í kæli í
lofttæmdum umbúðum.
Auk skreiðar er notuð
olía, mjólk, pipar, hvítlauk-
ur og fleira gómsæti. Að
sögn Péturs er rétturinn ekki
ósvipaður kæfu og bragðast
sérstaklega vel með ristuðu
brauði eða Ritskexi.