NT - 15.12.1984, Page 4
IW' Laugardagur 15. desember 1984 4
ui Fréttir
1 Áhrit 1 1 prent' 1 1 araverk- 1 1 fallsins: 1 |l Þús upp i b ind lOð lei ■ j igni am irá úar
því ekki var hægt að auglýsa fyrr í Lögbi rtingabla ði
■ 445 fasteignir verða settar á
nauöungaruppboö á skrifstofu
borgarfógetaembættisins þann
25. janúar. Hliðstæður fjöldi
mála verðurti! fyrstu fyrirtöku
dagana 17. og 18. sama mánað-
ar.
Ástæða þessa mikla fjölda
nýrra mála til þingfestingar í
janúarmánuði er að þingfesting-
ardagar í októbermánuði féllu
niður vegna prentaraverkfalls-
ins. Útgáfa Lögbirtingablaðsins
var þá stöðvuð og því ekki hægt
að auglýsa málin lögum
samkvæmt.
Að sögn Jóns Skaftasonar
yfirborgarfógeta er einhver
aukning í beiðnum um þingfest-
ingu mála vegna vangoldinna
skulda, frá því sem var í fyrra.
Engu að síður er aukning sú
sem nú verður í janúarmánuði
fyrst og fremst vegna fyrr-
greindra orsaka.
Bifreiðaeftirlitsmenn:
Harma slæma
vinnuaðstöðu
■ Félag íslenskra bifreiða-
eftirlitsmanna harmar hve
illa hefur verið staðið að
uppbyggingu á skoðunarað-
stöðu bifreiðaeftirlitsmanna.
í ályktun frá aðalfundi fél-
agsins segir, að svo virðist
sem skortur á ákvarðanatöku
ráði mestu um það
vandræðaástand, sem nú rík-
ur í húsnæðis- og fjármálum
bifreiöaeftirlitsins.
Fundurinn vill vekja at-
hygli á því, að margt bendi til
þess, að vanbúnaður bifreiða
sé oftar meðvaldur í umferð-
arslysum en almennt hefur
verið talið. Telur fundurinn
að vænlegasta leiðin til úr-
bóta sé að bæta verulega
aðstöðu bifreiðaeftirlits-
rnanna, þannig að þeir geti
betur sinnt störfum sínum í
bifreiðaskoðun og í eftirliti
meðökutækjum úti á vegum.
í ályktuninni segir, að bif-
reiðaeftirlitsmenn séu opnir
fyrir nýjum skipulagsleiðum,
sem líklegar eru til að ná
betri árangri í uppbyggingu
bifreiðaskoðunar.
Víðir opnar stórmarkað í Mjóddinni:
Allir vildu fá
konfektkassa
■ Mikil örtröð myndaðist fyrir
utan nýjan stórmarkað verslun-
arinnar Víöis í Mjóddinni í
Breiðholti, þegar hann var opn-
aður í gærmorgun. Allir vildu
vera meðal fyrstu eitt þúsund
viðskiptavinanna, en þeir fengu
gefins glæsilegan konfektkassa.
Stórmarkaðurinn er 2 þúsund
fermetrar að flatarmáli og er
hann stærsti matvörumarkaður
hér á landi. ( versluninni verður
lögð mikil áhersla á kjötvörur
og fisk og kappkostað að hafa
alltaf sem mest úrval. Einnig
verður lagt upp úr því aö hafa
ávallt á boðstólum mikið úrval
af ávöxtum og grænmeti. Þá
hefur sérstöku borði verið kom-
ið upp, þar sem ætlunin er að
efna til kynningar á ákveðnum
vörutegundum. í versluninni er
ennfremur söluturn og bakarí.
Afgreiðslukassar eru fjórtán
talsins.
Að sögn starfsmanna verslun-
arinnar var mikið að gera fyrsta
daginn og var aðsóknin jöfn og
þétt allan daginn. Víðir er fyrsti
stórmarkaðurinn, sem opnar í
Breiðholti.
■ Fyrstu eitt þúsund viðskiptavinir nýja stórmarkaðs Víðis í Mjóddinni fengu konfektkassa í
kaupbæti, þegar verslunin var opnuð í gærmorgun.
LJOS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488
LÝSANDI KROSSAR
Á LEIÐI
Bæjarins besta hljóð:
Háskólabíó endurbæt-
ir Dolby kerfi sitt
■ Endurbætur hafa verið
gerðar á hljóðkerfi Háskóla-
bíós og það er nú búið full-
komnustu tækjum frá Dolby
fyrirtækinu. Sérstökum
bassamögnurum hefur verið
bætt við kerfið og með því
móti verður hljóðið ná-
kvæmara og í það næst meiri
vídd.
„Petta er okkar svar, og
tilraun til að þjóna neytend-
um betur í harðnandi sam-
keppni við myndböndin,'"
sagði Friðbert Pálsson for-
stjóri Háskólabíós, þegar
hann kynnti nýju tækin. Við
það tækifæir fengu blaða-
nienn að sjá stutta kynning-
armynd frá Dolby Labora-
tories, þar sem möguleikar
hljóðkerfisins voru nýttir til
fullnustu. Mátti þar greina
hljóð, sem hefðbundin hljóð-
kerfi koma ekki til skila til
áhorfenda.
„Við viljum að áhorfendur
viti, að þeir fái gott hljóð,
þegar þeir sjá að kvikmynda-
liúsið er búið Dolby
tækjum," sagði Dion
Hanson, sérfræðingur frá
Dolby, sem hefur verið hér á
landi til að stilla nýju tækin.
Hann sagði, að þegar hljóð í
kvikmyndum væri tekið upp
í Dolby, fylgdist sérfræðing-
ur frá fyrirtækinu með hljóð-
vinnslunni frá upphafi og þar
til myndin fer til sýninga í
kvikmyndahús.
Friðbert Pálsson sagði, að
kostnaðurinn við þessar
endurbætur væri upp undir
eina milljón króna.
Einkaumboð fyrir Jil Sander
■ ísflex hf. hefur tekið
að sér einkaumboð á ís-
landi fy rir Jil Sander sny rti
vörur.
Jil Sander er þýskur
tískuhönnuður, sem tíma-
ritið Vogue hefur valið í
hóp tíu fremstu tísku-
frömuða heinis. Hún hef-
ur í átján ár framleitt
snyrtivörur, bæði fyrir
konur og karlmenn. Tísku-
stefnu hennar má, að sögn
íslcnska umboðsaðilans,
kalla „tísku cinl'aldlcik-
ans.“
ísflex er fyrsti aðilinn á
Norðurlöndum sem liefur
sölu Jil Sander snyrtivara,
en á næsta ári munu lleiri
fylgja í kjölfarið.
■ Á myndinni eru Óttar Halldórsson og Ingrid Halldórsson
frá ísflex og Anne Goldkorn frá þýska framleiðslufyrirtækinu
með sýnishorn af Jil Sander vörum. NT-mynd: Róberi
Flugleiðir:
Nígeríu-
fluginu
lýkur í
janúar
■ Flugleiðir munu hætta
flugi fyrir nígeríska flugfél-
agið Kabo Air um miðjan
jan. 1985. Ástæðurnar eru
m.a. þær, að stjórnvöld í
Nígeríu stefna að því, að
flugvélar, sem annast at-
vinnuflug í landinu verði
skrásettar þar og þeim ein-
göngu flogið af innlendum
flugmönnum. Samningur
Flugleiða og Kabo Air var
gerður til fjögurra ára
snemma árs 1981 og hefur
einkum verið flogið á milli
Kabo og Lagos.
Sæmundur Guðvinsson frétta-
fulltrúi Flugleiða sagði í samtali
við NT, að endalok Nígeríu-
flugsins væru ekki stóráfall fyrir
Flugleiðir, m.a. vegna þess, að
flutningar á áætlunarleiðum fél-
agsins væru mun meiri nú en
þegar samningurinn var gerður
árið 1981. Sæmundur sagði, að
reiknað væri með hagnaði af
leigufluginu á þessu ári, en út-
reikningar hefðu sýnt, að slíks
hefði ekki verið að vænta á
næsta ári. Pá sagði hann, að
eigandi Kabo Air væri að hugsa
um að kaupa tvær flugvélar af
Nigerian Airways. Ef samning-
ar tækjust urn það væri hann
bundinn af því að nota innlenda
flugmenn.
Kabo Air hefur lýst mikilli
ánægju með samstarfið við
Flugleiðir og mun eigandi þess
eyða áramótunum hér á landi,
ásamt fylgdarliði.
Flugleiðir hafa notað Boeing
727-100 þotu í Nígeríufluginu
og hafa 18 manns verið bundnir
yfir verkefninu. Flugvélin var
seld bandarísku flugfélagi í
fyrra, en Flugleiðir leigðu hana
áfram. Vélin verður afhent eig-
endum sínurn um mánaðamótin
janúar-febrúar á næsta ári.
Endalok Nígeríuflugsins
kunna að hafa þær afleiðingar,
að færri nýir flugmenn verði
ráðnir til Flugleiða á næsta ári
en upphaflega var gert ráð
fyrir.