NT - 15.12.1984, Page 6
ÍTF Laugardagur 15. desember 1984 6 •
llL |» Vettvangur
■ Fiskeldisstöðin á Laxeyri. Utan dyra verða útitjarnir. Hægra megin fjær sést að Bjarnastöðum
handan Hvítár og lengra í burtu að Hvammi, hvorutveggja í Hvítársíðu. M>mi Kínar Hannesson.
Stífla og gildra. Hafbeitarbúnaður á ósasvæði Hvolsár og Staðarhólsár í Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu.
Mynd Einar Hannesson.
Einar Hannesson:
Aukin umsvif í fiskelai
og hafbeit á Vesturlandi
■ Fiskddis- og hafbeitar-
starfsemi er vaxandi á Vestur-
landi. Lengst af var aðeins einn
aðili í þessari grein. Það er
Lárósstöðin á Snæfellsnesi. Síð-
an komu til sögunnar fyrir
nokkrum árum klak- og eldis-
stöð að Fossatúni við Grímsá,
þá Fiskeldisstöðin að Laxeyri í
Hálsasveit, Hafbeitarstööáósa-
svæði Hvolsár og Staðarhólsár í
Dalasýslu og það nýjasta af
þessu tagi er flotkvíaeldi í sjó í
Grundarfirði.
Hafbeit í Lárósi
Starfið í Lárósi er velþekkt,
enda vakið verðskuldaða at-
hygli því að þar hefur fengist
ákaflega mikilvæg reynsla í
sambandi við fiskhald og hafbeit
á laxi. Á sínum tíma, 1965, var
í Lárósi ráðist í mikla mann-
virkjargerð; með stíflugarði um
Lárvaðal, er myndaði um 160
hektara uppistöðu (Lárvatn).
Þá var einnig kontið fyrir gildru-
búnaði við útrennsli vatnsins,
sem búið hafði verið til.
Fyrstu haflteitarlaxarnir
gengu úr sjó í Lárós 1967, en
þeir urðu 320 talsins þetta
sumar. Frá þeim tíma hefur
árlega komið í Lárósstöðina
hafbeitarlax, að vísu í mismun-
andi mæli, eins og eðlilegt er. í
heild hafa 17 til 18 þúsund laxar
skilað sér inn í stöðina úr sjó á
þessu tímabili. Flestir urðu lax-
arnir árið 1971 en þá fengust
2.564 laxar.
Lax hefur árlega verið tekinn
til klaks og kviðpokaseiðum og
öldum seiðum síðan verið sleppt
í vatnasvæðið. Auk þess hefur
aðfluttum gönguseiðum verið
sleppt. Seinustu árin hafa göngu-
seiðin verið höfð í netkví og
fóðruð um tíma áður en þeim
var sleppt. Fjöldi slíkra seiða
hcfur fariö vaxandi. Göngu-
seiðaslepping í Lárósi hefur ver-
ið einkar lærdómsrík og heimtur
t.d. af gönguseiðum úr Kolla-
firði, sem sleppt var í Lárósi,
fyllilega sanrbærilegar við
heimtur hjá Kollafjarðarstöð-
inni og í sumum tilvikum betri.
Staðfestir það, að hafbeitarað-
staðan er ákaflega góð í Lárósi.
Auk lax er bleikja í miklu
magni í Lárvatni.
Eins og fyrr greinir, er Ijóst
að í Lárósi er fyrir hendi aðstaða
til stórfelldrar hafbeitarstarf-
semi með lax. Slíka aðstöðu ber
að nýta mun betur en gert hefur
verið. Þar hefur fjárskortur
staðið í vegi. Víst er, að í
framtíðinni munu aðilar, sem
ala laxaseiði í göngustærð, leita
samstarfs við Lárósstöðina um
að nýta þessa góðu aðstöðu til
sleppingar og endurheimtu á
laxi úr sjó.
Forstöðumaður Láróss er
sern kunnugt er, Jón Kr. Sveins-
son, jafnan nefndur Jón í Lár-
ósi.
Klak- og eldi í Borgarfirði
Nokkur hin seinni ár hefur
verið rekin klak- og eldisstöð að
Fossatúni í Andakílshreppi í
tengslum við Veiðifélag Gríms-
ár og Tunguár. Þar hefur verið
klakið út hrognum úr Grímsár-
laxi og seiði alin. Stöðin nýtir
gamalt sláturhús. Það er Sturla
Guðbjarnarson, bóndi í Fossa-
túni sem rekur klak- og eldis-
stöðina.
Fiskeldisstöðin að Laxeyri er
á bökkum Hvítár hjá Stórási í
Hálsasveit. Stöðin er nýleg og
er reyndar enn í uppbyggingu
þó að starfsemin sé þegar hafin.
Eigandi er Fiskræktarstöð Vest-
urlands, sem er hlutafélag með
aðild margra veiðifélaga, ein-
staklinga, fyrirtækjaogsamtaka
á Vesturlandi. Stöð þessi skal
sinna þeim verkefnum, að
klckja út og ala upp seiði til að
sleppa í ár og vötn, aö taka að
sér sérræktun fiskstofna úr ein-
stökum vatnasvæðum á Vestur-
landi. Auk þess skal stöðin
sinna öðrum verkefnum í fisk-
rækt á nefndu svæði eftir því
sem hagkvæmast og tiltækilegt
virðist hverju sinni.
Það er kannski vonum seinna
að reist sé velbún laxeldisstöð á
Vesturlandi, sem er mesta lax-
veiðisvæði landsins. Með til-
komu Laxeyrarstöðvar vænkast
hagur fiskræktar mjög á svæð-
inu. Líklegt er að t.d. ræktun á
laxi í Norðlingafljóti njóti góðs
af þessu starfi. Þá má ætla að
stefnt verði á hafbeit á laxi í
tengslum við fiskeldisstöðina.
Auk Norðlingafljóts má gera
ráð fyrir að önnur ársvæði ofan
ófiskgengra hindrana í ýmsum
ám á Vesturlandi rnuni verða
rekin til ræktunar í auknum
mæli.
Formaður stjórnar Fiskrækt-
arstöðvar Vesturlands er Bjarni
Arason, Borgarnesi, en stöðv-
arstjóri á Laxeyri er Bjarni
Áskelsson.
Haibeitarstöðin í
Daiasýslu
Hafbeitarstöðin á ósasvæði
Hvolsár- og Staðarhólsár í Saur-
bænum er til þess að gera ný af
nálini. Þarna hefur veriðbyggð
stífla þvert yfir ósasvæði ánna
og komið fyrir gildrubúnaði.
Það er Veiðifélagið laxinn sem
stendur fyrir þessari
framkvæmd, en aðild að félag-
inu eiga forráðamenn allra jarða
við vatnasvæði nefndra straum-
vatna. Formaður vf. er séra
Ingiberg Hannesson, Hvoli.
Það sem er einkennandi fyrir
hafbeitarstöðina í Saurbænum,
er að hún er staðsett á vatna-
svæði, sem lax og silungur fer
um og hefur verið leigt út til
stangveiði um áratuga skeið.
Laxveiði hefur að vísu ekki
verið á borð við veiði í öflugri
laxveiðiánum í Dalasýslu. Hins-
vegar hefur göngusilungsveiði.
■ Greinarhöfundur með ný-
genginn lax úr Dunká í Hörðu-
dal.
kf-V.ttíí#**' W.
■ Gildrubúnaður í Lárósi. Lárvatn í baksýn.
Mynd Jón Kr. Sveinsson.
sérstaklega bleikja, á þessu
vatnasvæði yfirleitt verið mikil
og gefið ánum aukið gildi sem
eftirsóknarvert veiðisvæði.
Saurbæingar binda góðar
vonir við framkvæmdir þessar,
er muni verða til þess að fjölga
í ríkum mæli lax í ánum á næstu
árum. í þessu skyni hafa þeir
hafið samstarf við Fiskeldisstöð-
ina að Laxalóni um afnot henn-
ar að hafbeitaraðstöðunni gegn
því að hluta af laxinum verði
sleppt upp fyrir gildruna. Hinn
hlutinn verði tekinn til undan-
eldis og slátrunar til sölu á
markaði. Þessi starfsemi nefnist
Dalalax. Forstöðumaður þessa
fyrirtækis er Ólafur Skúlason.
Þær raddir hafa heyrst í sam-
bandi við hafbeitarframkvæmd-
ir í Saurbænum, að menn væru
óhressir með að stunda veiði í
ánum þar sem búið væri að telja
og handleika laxinn úr gildru
neðst á svæðinu. í þessu sam-
bandi má minna á, að um ára-
tuga skeið var lax tekinn í kistu
í Elliðaám, neðan Árbæjar-
stíflu, og hann fluttur upp á efri
svæði ánna. Eigi að síðurstund-
uðu menn veiðiskap á því svæði,
eins og neðan stíflu, og varð
ekki vart við neina fordóma
gagnvart þessum flutningi á lax-
inum nema þá_ helst að afföll
urðu stundum á laxinum. Til
þess ætti ekki að koma á vatna-
svæði Hvolsár- og Staðarhólsár.
Gera má ráð fyrir að það rísi
fleiri stöðvar á borð við hafbeit-
arstarfsemina í Saurbænum á
næstu árum, sérstaklega við hin
minni vatnsföll, sem gefa litla
laxveiði í dag.
Kvíaeldi í Grundarfirði
Fyrr á þessu ári hófst kvíaeldi
á laxi í sjó í Grundarfirði. Það
,er Guðmundur Runólfsson, út-
gerðarmaður sem stendur fyrir
þessari starfsemi, sern er á til-
raunastigi.
Einar Hannesson.