NT - 15.12.1984, Qupperneq 7
Skagfirskir mannlífsþættir
Hannes Pétursson: Misskipt
er manna láni. Heimildar-
þættir II.
Iðunn 1984.
152 bls.
■ Svo myndu margir mæla,
að Skagafjörður væri sögurík-
asta hérað landsins, þar lifði
fortíðin betur í hugum manna
en annars staðar á landi hér,
og þar hefði orðið meiri saga,
en í öðrum landshlutum. Ekki
veit ég hvort Skagfirðingar
eiga sér meiri sögu en aðrir
Islendingar, en hitt er víst, að
þeir hafa rækt hana betur en
aðrir og eiga sér meiri sagna-
liefð en íbúar annarra sveita.
Sögusvið þessa mannlífs,
sern frá greinir á þessari bók
Hannesar Péturssonar, er
Skagafjöröur og þó vikið lítið
eitt norður í Eyjafjörð og vest-
ur í Húnavatnssýslu. Söguefn-
ið er fjórir Skagfirðingar á
öldinni sem leið, en ævi eins
þeirra nær þó lítið eitt fram á
þessa öld.
í fyrsta þættinum segir frá
Jóni Jónssyni, sem kallaður
var goddi. Hann ól mestan
aldur sinn í Lýtingsstaðahrepp
og var blindur síðustu ár sín,
augnalaus og sagði sagan, að
hann hefði veðsett andskotan-
um augu sín og orðið að láta
þau að lokum. Hvað hæft var
í þeirri sögu verða lesendur
sjálfir að dæma, en forneskju-
orð lék á Godda og saga hans
er skemmtilegt dæmi um það,
hvernig alþýðan skóp sagna-
vefinn um þá menn, sem urðu
þjóðsagnapersónur í lifanda
lífi, og skýrði um leið fyrirbæri,
sem hún skildi ekki.
í öðrum þætti segir af Eyjólf-
um tveim í Vindhæli. Hinn
eldri var bjargálna bóndi, en
hinn yngri fóstursonur hans.
Yngri Eyjólfur bilaðist á geðs-
munum og bar aldurtila hans
svo að, að hann fyrirfór sér í
Reykjafossi árið 1885. í með-
förum Hannesar er saga þeirra
nafna hádramatísk, en að öðru
leyti gott dæmi um það misk-
unnarleysi, sem tíðkaðist
hér á landi gagnvart geðsjúkl-
ingum fram undir okkar daga
og hvernig það lék þá.
Langur þáttur er af Jokob
Jónssyni myllusmið. Hann var
þekktur um byggðir Skaga-
fjarðará 19. öld,einkennilegur
maður, að ekki sé fastar að
orði kveðið, en jafnframt
sérkennilegur hagleiksmaður,
alþýðulistamaður í stórsmíði
þótt mörg listaverk hans
myndu þykja helsti stórkarla-
leg fyrir sumra smekk.
Fjórði og síðasti þátturinn
er svo af Einari Sigurðssyni á
Reykjarhóli. Hann var afar
hæglyndur bóndi, angraði ekki
náungann af fyrra bragði, en
kunni þó vel að svara fyrir sig
ef svo bar undir. Skemmtilega
ölkær var Einar, hestamaður
góður og hagyrtur.
Lífshlaup þessa fólks, sern
hér greinir frá, var á engan
hátt þægilegt né skemmtilegt,
en engu að síður er frásögnin
af því Ijúf lesning. Samúð
■ Hannes Pétursson.
Hannesar Péturssonar með lít-
ilmagnanum er alls staðar aug-
ljós. Hann byggir frásögnina á
ýtarlegri heimildakönnun, en
getur í eyðurnar, þar sem heim-
ildir þrýtur og gengur þó aldrei
of langt í getspeki sinni. Alvar-
legunr atburðum er oft lýst á
dramatískan hátt, þótt spöruð
séu glamuryrðin, og alltaf er
grunnt á góðri kímni þar sem
hún á við.
Málfar Hannesar Pétursson-
ar er með afbrigðum gott og
vandað. Á tímum eins og
þeim, sem nú ganga yfir þetta
land, er glamuryrði, málleys-
ur, ambögur og hávaði tröll-
ríða allri fjölmiðlun og fólk er
ráðið til starfa við blöð, útvarp
og sjónvarp án þess að vera
talandi eða skrifandi og gefur
út bækur án þess að kunna
íslensku, er það sannarlega
andleg hressing að lesa texta
eins og þann, sem er á þessari
bók.
Út af einhverju verða rit-
dómar víst alltaf að agnúast,
en hér verður aðeins drepið á
tvö atriði, sem fóru fyrir brjóst-
ið á undirrituðum viö lestur-
inn. Þar er þá fyrst til að taka,
að ég kann illa við orðmyndina
Galmaströnd, sem fyrir kent-
ur á tveim stöðum í bókinni
(bls. 119 og 121). "... og róðu-
kross úr rauðavið, sem rak á
Galmarsströnd," segir Davíö
frá Fagraskógi í alkunnu
kvæði. Hygg ég að sá ritháttur
örnefnisins sé .arn.k. flestum
Eyfirðingum tamari, en Galma-
strönd.
Síðara atriðið snertir einnig
örnefni í Eyjafirði. Ég kannast
ekki við að hafa áður séð eða
heyrt strandlengjuna inn með
Eyjafirði austanverðum kall-
aða Kjálka, eins og hér er gert
(bls. 120).
Veigameiri eru þessar að-
finnslur ekki, en hitt er víst, að
á meðan Hannes Pétursson
fæst við skrif af þessu tagi
þurfa Skagfirðingar ekki að
kvíða því að niður falli sagna-
hefð þeirra.
Jón Þ. Þór
Skemmtileg minningabók
Á Gljúfrasteini. Edda Andrés-
dóttir ræðir við Auði Sveins-
dóttur Laxness.
Vaka 1984.
285 bls.
■ Flestir íslendingar munu
kannast við nafn Auðar
Sveinsdóttur Laxness, en fæst-
ir þekkja hana nema af
afspurn. Þessi bók ætti að bæta
þar nokkuð úr, en af lestri
bókarinnar virðist sem þarna
sé á ferð kona, er mörgum væri
hollt að kynnast.
Á þessari bók rekur Auður
endurminningar sínar fyrir
Eddu Andrésdóttur, sem færir
í letur. Eins og í flestum góðum
endurminningabókum hefst frá-
sögnin í bernsku höfundar og
nær fram undir okkar daga.
Framan af er frásögnin á stund-
um helsti stuttarleg og ekki
samfelld, en þegar á líður verð-
ur hún ýtarlegri, samfelldari og
um leið skemmtilegri.
Auður Laxness hefur mörgu
kynnst um dagana og hefur frá
mörgu skemmtilegu að segja.
Hún greinir allmikið frá lífinu
á Gljúfrasteini og ýmsu, sem
á daga þeirra Halldórs Laxness
hefur drifið þar heima, en
verður þó tíðræddara um gesti
sína og samskipti við þá, held-
ur en um daglegt líf. Er það
eðlilegt þegar þess er gætt að
öllum munum við betur eins-
taka atburði, skemmtilega og
dapurlega, en hið hversdags-
lega amstur. Það sem þó vekur
mesta athygli lesanda af þess-
um þætti, er hve mikiiir höfð-
ingjar þau hjón hafa verið
Jheim að sækja, og hve mikill
gestagangur hefur verið á heim-
ilinu. Minnir frásögnin oft
fremur á það sem sagt er um
sendiráð og aðrar opinberar
móttökustofnanir en á íslenskt
sveitarheimili. Hlýtur það að
kosta mikla þolinmæði að taka
svo oft á móti svo mörgu fólki,
oftast á annarra vegum að því
er virðist.
Annar meginþáttur frásagn-
■ Hjónin á Gljúfrasteini, Auður og Ilalldór Laxness.
arinnar er af ferðalögum þeirra
hjóna vítt og breitt um veröld-
ina. Þar ber hæst frásögnina af
hnattreisunni, sem farin var
eftir að Halldór fékk Nóbels-
verðlaunin. Sú ferðasaga er öll
hin skemmtilegasta aflestrar,
þótt mest og best sé sagt frá
heimsóknunum til Kína og
Indlands.
Eins og vænta mátti segir
einnig allmikið af Halldóri
Laxness í þessari bók. Margt
af því sem fram kemur mun
ekki hafa verið nema á fárra
vitorði fram til þessa, og hlýtur
það að vekja athygli, hve gífur-
legt starf maðurinn hefur unn-
ið auk þeirra ritstarfa, sem
hann er þekktastur fyrir. Má
þar nefna þá miklu fyrirhöfn,
vinnu og ferðalög, sem samn-
ingar og þýðingar hafa kostað
og vekur raunar furðu, að
nokkru fleiru skuli hafa verið
komið í verk.
Öll er frásögn Auðar Laxness
skemmtileg aflestrar og
fróðleg. Það eina, sem ég get
að henni fundið er, að hún
hefði gjarnan mátt vera eilítið
opinskárri á stundum, t.d. þar
sem segir frá aðdraganda þess
að Halldóri voru veitt Nóbels-
verðlaunin.
Skrásetning Eddu Andrés-
dóttur er með ágætum og bók-
in er prýdd allmörgum
myndum, sem góður fengur er
að. Allur frágangur bókarinnar
er smekklegur.
Jón Þ. Þór
Laugardagur 15. desember 1984 7
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Framkvæmdastj.: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson
Markaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Verð í lausasölu 30 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT.
og 35 kr. um helgar. Prentun: Blaöaprent h.f.
Áskrift 275 kr. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Greiningarstöð
ríkisins
■ Félagsmálaráðherra mælti í síðustu viku fyrir
þingsályktunartillögu um greiningar- og ráðgjafar-
stöð fyfir fatlaða og þroskahefta.
Gert er ráð fyrir því að til að byrja með verði
athugunar- og greiningardeildin í Kjarvalshúsi efld.
Á meðan - á næstu þremur árum - verði undirbúin
bygging framtíðarhúsnæðis fyrir Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins. Verði við það miðað að sú
bygging verði fullbúin tveimur árum síðar. Þá verði
á þessu fimm ára tímabili fjármagni beint að
uppbyggingu meðferðarúrræða og greiningar- og
ráðgjafarþjónustu í öllum landshlutum samhliða
aukningu á starfssemi Greiningar- og ráðgjafarstöðv-
ar ríkisins.
Þarna er merku máli hrundið úr höfn, því aldrei
verður of mikil áhersla lögð á mikilvægi aðstoðar og
þjálfunar við fötluð börn. Slíkt getur ráðið úrslitum
um framtíð þessara barna og fjölskyldna þeirra.
Á greiningarstöðinni er ekki gert ráð fyrir innlögn-
um af neinu tagi. Þar fer fram rannsókn og greining
á þroskaheftum eða fötluðum einstakling og getur
það spannað yfir lengri eða skemmri tíma. Framtíð-
armeðferð byggist síðan á slíkri greiningu.
Mikilvægt er að greina einstakling sem fyrst eftir
að fötlun uppgötvast því það getur haft úrslitaáhrif
um þá færni sem viðkomandi nær með þjálfun og
meðferð.
Á undanförnum árum hefur farið fram skipuleg
uppbygging hvað varðar húsnæðisaðstöðu fatlaðs
fólks. Má nefna meðferðarheimili, sambýli og vernd-
aða vinnustaði víða um land. Með lögunum um
málefni fatlaðra sem tóku gildi 1. janúar 1984 var
svæðisstjórnum komið á í öllum landsfjórðungum.
Þar með var uppbyggingu á þessu sviði komið í fastan
farveg.
í lögunum um málefni fatlaðra er að finna ákvæði
um verðtryggt framlag ríkissjóðs til Framkvæmda-
sjóðs fatlaðra og hefði framlagið á árinu 1984 átt að
nema 85 milljónum króna. Lögin voru hins vegar
brotin strax á fyrsta ári og varð framlagið aðeins 40
milljónir.
í fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga ætti framlag-
ið að vera tæpar 100 milljónir samkvæmt lögum, en
er óbreytt að krónutölu frá síðasta ári, 40 milljónir.
Að auki eiga tekjur Erfðafjársjóðs skv. lögum að
ganga til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, en í fjárlaga-
frumvarpi er aðeins gert ráð fyrir því að hluti þeirra
renni þangað.
Þetta eru hin válegu tíðindi. Með þessu skerta
framlagi getur sjóðurinn aðeins fjármagnað brot af
þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru í þágu
fatlaðra. Það er meira en slæmt, því að víða ríkir
neyðarástand. Ekki síst í fjölskyldum fjölfatlaðra
barna. Þau fá að vísu meðferð og margvíslega
aðstoð, en í mörgum tilfellum er auðveldara að fá
happdrættisvinning en vistunarpláss.
Með þetta í huga draga margir í efa að rétt sé að
ráðast í byggingu greiningarstöðvar, sem áætlað er
að kosti 102 milljónir. Slík framkvæmd kæmi niður
á byggingu meðferðar- og vistheimila.
Þessar röksemdir falla hins vegar um sjálfar sig ef
nýrra fjáröflunarleiða er leitað.
Allir sem starfa að málefnum fatlaðra vita að
Alexander Stefánsson hefur sett sig mjög vel inn í
þennan málaflokk, hefur gert vel og vill gera vel, en
fjármunir eru afl þeirra hluta sem gera þarf. Því er
nauðsynlegt að hin jákvæðu öfl í samfélaginu standi
fast við bakið á félagsmálaráðherra á þessum niður-
skurðar- og einstaklingshyggjutímum, í viðleitni hans
til þess að þoka þessum málum fram á veginn.