NT - 15.12.1984, Side 10

NT - 15.12.1984, Side 10
 Laugardagur 15. desember 1984 10 Elías kominn til Kanada ■ Komin er út hjá Iðunni ný bók um Elías, fyrirmynd ann- arra barna í góðum siðum (eða hitt þó heldur!) eftir Auði Haralds. Nefnist hún Elías í Kanada. Eins og allir muna, kom Elías fram í barnatíma sjónvarpsins (leikinn af Sigurði Sigurjónssyni) og vann hylli áhorfenda með kostulegum uppátækjum, Þegar við skildum við Elías í bókinni um hann í fyrra var hann á förum til Kanada ásamt foreldrum sínum. í þessari bók eru þau komin til Kanada og það finnst Elíasi raunar alveg merkilegt eins og pabbi hans var seigur við að lenda í vand- ræðum á leiðinni. í Kanada er engin Magga móða og þar ríkir unaðslegur friður. Alla vega fyrstu klukkutímana. Þá sprangar pabbi á svölunum á nærbuxunum og kynnist þannig ísabellu frá Rússlandi. Hún er hákarl, segir pabbi, dulbúinn sem fín frú. Elías fer í könnun- arferð út í skóg. Þar hittir hann indíánastrák og þeir skiptast á friðargjöfum. Gjöfin sem Elías fær er mjög lífleg og pabbi hans er lengi að ná sér. Þeir vinirnir veiða líka jólagjafir. Það verður til þess að Magga móða skrifar bréf sem er svo æst að það spriklar í umslaginu. Magga vinnur líka í happdrættinu og hvað gerir hún við peningana? Kaupir farseðil til Kanada svo hún geti alið Elías upp. En uppeldið fer fyrir lítið því í Kanada fær Magga undarlegan sjúkdóm sem er bæði hollur og hressandi. Fyrri bókin um Elías hlaut miklar vinsældir barna á öllum aldri og það er óhætt að fullyrða að Elías í Kanada gefur hinni fyrri ekkert eftir. Bókin er prýdd mörgum myndum eftir Brian Pilkington sem einnig hannaði kápu. Mary Stewart heldur áfram að skemmta ■ Iðunn hefur sent frá sér nýja bók, Leyndarmálið, eftir ástarsagnahöfundinn Mary Stewart. Á kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Leyndarmálið fjallar um Bryony Ashley sem snýr heim úr löngu ferðalagi þegar faðir hennardeyr. Þegarheim kemur fréttir hún að ættaróðal fjöl- skyldunnar muni falla í hendur Emory frænda hennar... og að fráfall föður hennar hafi borið að með undarlegum hætti. Bry- ony er gædd skyggnigáfu og svo er einnig um annan aðila í Ashley fjölskyldunni, þótt ekki viti hún hver sá er - hún veit það eitt að stundum fyllist næmur hugur hennar rómantískum hugsunum og hún finnur nálægð væntanlegs elskhuga þótt eng- inn virðist nærri.“ Leyndarmálið er níunda bók Mary Stewart sem út kemur á íslensku enda hefur hún fyrir löngu eignast fjölmennan aðdá- endahóp hér sem í öðrum löndum. Og nú heldur hún enn áfram að skemmta sínum stóra lesendahópi með þessari meist- aralegu og rómantísku fléttu. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Kápa er hönnuð í auglýs- ingastofunni Octavo. Oddi hf. prentaði. Reykjavík fyrri tíma eftir Árna Óla ■ Út er komin hjá Skuggsjá Reykjavík fyrri tíma I eftir Árna Óla. Er hér um að ræða endur- útgáfu Reykjavíkurbóka hans, sem voru 6 að tölu. Þessi nýja útgáfa Reykjavíkurbókanna verður í þremur bindum, þ.e. tvær bækur í hverju bindi. í þessu fyrsta bindi eru Fortíð Reykjavíkur og Gamla Reykja- vík. Reykjavíkurbækur ÁrnaÓla hafa að geyma geysilega mikinn fróðleik um Reykjavík fyrri tíma, um persónur, stofnanirog staði, og er í þessu bindi hálft annað hundrað gamalla mynda frá þessum tíma, m.a. margt mynda af málverkum Jóns Helgasonar biskups. Saga og sögustaðir verða ríkir af lífi og frá síðum bókanna gefur sýn til fortíðar og framtíðar. Nútíma- maðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg landsins og forver- unum, sem Reykjavík byggðu. Öll er útgáfan hin vandaðasta, svo sem vera ber. Sigurður Bjarnason frá Vigur, um langt árabil náinn vinur og samstarfsmaður Árna Óla á Morgunblaðinu skrifar formála fyrir þessari útgáfu. í formálanum segir hann m.a.: „... íslenska þjóðin og þá ekki síst íbúar Reykjavíkur eiga honum mikið að þakka. Þessi mikilhæfi fræðimaður var alla sína ævi að grafa upp alþýðlegan fróðleik. Ég hefi leyft mér að staðhæfa: ,Hann var hógværast- ur allra, leitaði ávallt sannleik- ans að fornu og nýju.“ Við sem unnum með Árna Óla um langan aldur og kynnt- umst honum persónulega vitum að í þessum orðum er ekkert ofsagt. Hann sagði þjóð sinni aldrei ósatt. Ritferill hans mótaðist af óslökkvandi þorsta eftir þjóðlegum fróðleik, sem hann þráði að miðla þjóð sinni. Bækur hans voru ekki þyrkings- legar heldur lifandi og skemmti- legar. Þess vegna náði hann til yngri sem eldri. Rit hans munu því halda áfram að kynna merkilegan tíma, sem á erindi til nýrrar kynslóðar. Þau munu lifa sem sérkennileg þjóð- fræði..." vélbátar komu fyrst til sögunnar árið 1906. Vélbátaútgerðin í Eyjum, og annars staðar á land- inu, var nokkurs konar iðnbylt- ing íslands, þá lauk aldalöngum þrældómi sjómanna undir árum, og í kjölfar þessarar at- vinnubyltingar fylgdi þéttbýlis- myndun eins og jafnan. íbúum Vestmannaeyja fjölgaði úr um það bil 600 í 3.500 á næstu tveim áratugum. Guðlaugur lætur sér ekki nægja að rekja útgerðarsöguna heldur birtir hann einnig for- mannatal Vestmannaeyja og eru þar rakin helstu æviatriði tæplega fimm hundruð skip- stjóra og þá einkum fjallað um sjómannsferil þeirra. í ítarlegum formála fyrir for- mannatalinu ritar hann um helstu þætti í atvinnusögu Eyj- anna á þessari öld sem auðvitað tengjast fyrst og fremst sjávarút- vegi. Hann rekur þróun fisk- veiða, breytingar á fiskiskipa- flotanum, hina hörmulegu sjó- slysasögu Eyjanna og segir frá gagnmerkum samtökum út- vegsmanna og sjómanna á þess- um árum, en þeir hafa verið mjög framsýnir á mörgum sviðum, t.d. í öryggismálum og fiskverndarmálum. Guðlaugur Gíslason er gjörkunnugur því efni sem hann ritar um og er höfundur tveggja annarra bóka um sögu Vest- mannaeyja, Eyjar gegnum aldirnar og Guðlaugs sögu Gíslasonar. Hann hefur sjálfur verið einn helsti framámaður í atvinnulífi og stjórnmálum í Eyjum á þessum tíma. Bókarkápuna hannaði- Sigur- þór Jakobsson en setning, prentun og bókband var unnið hjá prentsmiðjunni Eddu hf. MANNUF \hkobsscm UNDIR KÍÍMBUM a 'W Só Saga vélbáta- útgerðar í Vestmanna- eyjum - og fullkomið skip- stjóratal ■ í þessari bók rekur Guð- laugur Gíslason fyrrverandi al- þingismaður sögu útgerðar og fiskveiða í Vestmannaeyjum stærstu verstöö landsins, frá því Mannlíf undir kömbum ■ Guðmundur Jakobsson spjallar við fólk í Hveragerði í þessari bók, en hann hefur áður skrifað bækur um sjómenn og sjómennsku. Reykjaforlagið gefur bókina út. mótorhjól og vélsleða Hver festing fyrir 500 kg.-20 tonn. Enga spotta - Heldur handhægar og öruggar festingar Ósal Reykjavík BYKO Kópavogi & Hafnarfirði Axel Sveinbjörnss. hf. Akranesi K.B. byggingavörur, Borgarnesi Matthías Bragason, Ólafsvík Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði Þórshamar hf., Akureyri • Shell-stöðin, Neskaupstað K.A.S.K. Hornafirði Cm Sanyo HiFi system 234 @ SAIMYO er meö á nótunum O Stórglæsileg hljómtækjasamstæða i vönduðum skáp með reyklituðum gler- hurðum. O 2x40 watta magnari með innbyggðum 5 banda tónjafnara. O Þriggja bylgju stereo útvarp með 5 FM stöðva minni. O Segulbandstæki fyrir allar snældugerð- ir, með „soft touch" rofum og Dolby suðeyði. O Hálfsjálfvirkur tveggja hraða reimdrif- inn plötuspilari. Allt þetta fyrlr aðeins kT. 29.9CX).- stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðtíflandsbraiit 16 Simi 9135200

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.