NT - 17.12.1984, Blaðsíða 18
Mánudagur 17. desember 1984 18
Utvarp kl. 20.40:
í berklaleiðangri á Sæ-
björginni fyrir 46 árum
■ „í berklaleiðangri á Sæ-
björginni fyrir 46 árum.“ -
Þetta nafn á dagskrárlið á
Kvöldvökunni mánudaginn
17. desember vakti forvitni, er
dagskrá útvarpsins var lesin
yfir. Fyrst var haft samband
við Kristinn Ágúst Friðfinns-
son, forstjóra bókaútgáfunn-
ar Skálholts, en hann ræðir á
kvöldvökunni við Árna Jón
Jóhannsson, fyrrum sjómann.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
sagði:
„Ég tala við Arna Jón Jó-
hannsson, en hann er gamall
sjómaður, þ.e.a.s. hann er
ekki svo gamall, því að hann
er enn í fullu fjöri að vinna -
en hann var mjög ungur þegar
þetta gerðist sem við ræðum
um. Hann hefur mikla lífs-
reynsíu að baki, t.d. sigldi
liann öil stríðsárin - en það er
nú önnur saga.
Hann segir okkur frá því
þegar hann var skipverji á
björgunarskipinu Sæbjörgu og
fór með Sigurði Sigurðssyni,
þá berklayfirlækni en síðar
landlækni, til að kanna tíðni
berkla í fólki og leita að berkla-
sjúklingum úti á landi og koma
þeim til lækninga á berklahæl-
um. Þetta var stórt skref í
baráttunni við berklana, sem
stóð sem hæst á þessum tíma.“
Árni Jón Jóhannsson var
vakinn með símhringingu af
værum svefni, eftir næturvakt
í Áburðarverksmiðjunni þar
sem hann vinnur.
Blaðamaður byrjaði auðvit-
að á því að biðjast afsökunar á
því að hafa vakið hann, en
Árni Jón sagðist öllu vanur
með svefntíma. „Það var ekki
■ Kristinn Ágúst Friðfinns-
son
alltaf svefnsamt þegar maður
sigldi á stríðsárunum,“ sagði
hann. Svo bætti hann því við,
að hann væri búinn að vera á
sjó í 30 ár og síðan 19 ár í
vaktavinnu, svo það hefði
gengið á ýmsu með svefninn.
„Eg sigldi á Goðafossi á
stríðsárunum," sagði Árni
Jón, „en ég var í fríi þann túr
sem skipið var skotið niður.
Ég hef víst ekki verið bráðfeig-
ur. Öðru máli gegndi um vin
minn, Halldór Sigurðsson, sem
hafði verið á blaðamannaskóla
í Bandaríkjunum ásamt Jónasi
Árnasyni,síðaralþingismanni.
Við Halldór kynntumst í New
York, en skipið var þar oft allt
upp í hálfan mánuð að bíða
eftir skipalest (convoy) til
fslands. Ég hvatti hann til að
verða mér samferða til íslands
■ Árni Jón Jóhannsson
(NT-mynd: Róbert)
en hann sagði: „Ég ætla að
bíða næstu ferðar með Goða-
fossi.“ En það var í þeirri ferð
sem skipið var skotið í kaf, og
hann fórst þar. Við Halldór
vorum miklir vinir."
- En varst þú ekki mjög
ungur þarna í Sæbjargar-leið-
angrinum?
„Jú, en ég var þá orðinn
skipverji á björgunarskútunni
Sæbjörgu.
AfkleAst í stýríshúsinu
gegnumiýst í kortaklefa!
Við fórum í þeim túr, sem
hér segir frá, um Norð-austur-
land, byrjuðum að mig minnir
á Húsavík og fórum austur
fyrir. Við fórum á hverja vík,
hvert „krummaskuð", eins og
sagt er. Bryggjur voru lélegar
eða engar, en fólkið kom um
borð í gegnumlýsingu og
læknisskoðun. Röntgentækin
voru í kortaklefanum en fólkið
afklæddist í stýrishúsinu. Þessi
berklaleiðangur var þrekvirki
unnið við erfiðar aðstæður.
Það fundust margir berkla-
sjúklingar í þessari ferð og
sumir með smit, því miður. Ég
man sérstaklega eftir gamalli
konu á Kópaskeri, sem hafði
verið lengi „brjóstveik“ og það
haft sínar afleiðingar. Ég man
enn hvernig hún leit út.
Þetta var sumarið 1938. Það
voru þá erfiðir tímar og víða
slæmt heilsufar. Þarna var um
að gera að ná öllum smitberum
berklaveikinnar, svo þeir
mættu komast til heilsu á heilsu-
hælum, eða að minnsta kosti
ná þeim úr umferð, svo þeir
ekki smituðu frá sér.
Ekki var alltaf hægt að gegn-
umlýsa á hverjum degi. Ef
vont var í sjóinn urðum við
bara að liggja af okkur veðrið,
þar til hægt var að koma því
við að nota röntgentækin og
skoða fólkið.
Ég hugsa að berklaleiðangr-
ar þessir út um landið hafi
ráðið úrslitum í baráttunni við
berklana. Það var mikill og
brennandi áhugi hjá þeim sem
stóðu fremstir í baráttunni við
„hvíta dauðann". Auk Sigurð-
ar Sigurðssonar læknis, sem
vann stórvirki í þessum
málum, má ég til með að nefna
nöfn eins og Odd lækni á
Reykjalundi, Árna Einarsson,
Andrés Straumland, Jóhann
J.E. Kúld, Jón Rafnsson og
enn fleiri menn og konur voru
í þeirri fræknu forystusveit."
/
■ Úr leikritinu Colombe, sem er eitt mest leikna leikrit Jeans
Anouilh.
Sjónvarp kl: 21.45:
Gamanleikur
eftir Anouilh
- um lífið bak við tjöldin í leikhúsinu
■ Mánudagsleikritið heitir
Colombe og er gamanleikur
eftir franska rithöfundinn Jean
Anoþilh. Sýningin hefst kl.
21.45j og stendur í 2 1/2 tíma.
Uppfærslan kemur frá sænska
sjónvarpinu.
Leikritið gerist um aldamót-
in, þégar prímadonnudýrkun
var upp á sitt besta. Á leiksýn-
ingurn voru það prímadonn-
urnarj, sem báru höfuð og herð-
ar yfi( aðra, þessar guðumlíku,
duttlungafullu, stórkostlegu og
síungþ stjörnur, sem á þessum
tíma höfðu fullt vald yfir áhorf-
endum sínum og stjórnuðu
harðri hendi hirð sinni af aðdá-
endum, elskhugum, vinum og
þjónústuliði.
Prímadonnan hér heitir Al-
exandra og fer ekki milli mála
að hún minnir í mörgu á Söru
Bernhard. Alexandra á tvo
syni, Julien og Armand, annar
þeirra er fátækur og stoltur
tónlisjarmaður, en hinn lífs-
glaður iðjuleysingi og hálf-
gerður gosi. Þegar Julien er
kallaður til herþjónustu biöur
hann Alexöndru að taka konu
sína, Colombe, og barn þeirra
undir sinn verndarvæng. Þar
með er fyrrum blómasölustúlk-
an Cojombe komin inn í leik-
húsheiminn og fær óðara statista-
hlutverk. Hún finnur frá því
fyrsta að hún er komin á rétta
hillu og nýtur sín til fulls í
þessum heimi.
Jean Anouilh var sjálfur ekki
alls ókunnur lífinu á bak við
tjöldin í leikhúsinu. í 20 ár var
hann í nánum kynnum við
það. Rauður þráður í leikritinu
hans er einmitt hreinleiki tilfinn-
ineanna. en í leikhúsinu sé oft
einmitt að finna andstæðuna.
Það eigi ekki bara við um
hneykslismál, sem þar skjóta
upp kollinum, og róginn og
níðið, heldur líka leikinnn á
sviðinu, þar sem farið er með
tilfinningar og orð af léttúð og
þar sé hætta á því að missa
skilnineinn á því hver maður
er sjálfúr.
Með aðalhlutverk fara
Margaretha Krook, Krister
Henriksen, Toma Pontén og
Susanne Reuter. Leikstjóri er
Bernt Callenbo.
Þýðandi er Baldur Sigurðs-
son.
Rás 2 kl.17.00-18.
Lög úr jólamyndunum í þættinum Taka tvö
■ í dag kl. 17 er þátturinn Taka
tvö á dagskrá Rásar 2. Við náð-
um sambandi við umsjónarmann
þáttarins, Þorstein G. Gunnars-
son, og spurðum hann fyrst
hvernig þáttur Taka tvö sé.
„Þetta er, eins og ég vona að
■ Þorsteinn G. Gunnarsson
hefur það á bak við eyrað að
maður þarf að vera vel greiddur
í útsendingu á Rás 2, þó að ekki
sé enn farið að sjónvarpa þaðan.
NT-mynd Róbert
nafnið bendi til, þáttur um kvik-
myndir. Þetta er éngin fræðileg
umfjöllun um kvikmyndir -né
gagnrýni. Ég spila þarna lög úr
bíómyndum og svo sannarlega er
af nógu að taka.
Kvikmyndatónlistin hefur tek-
ið miklum breytinum nú á seinm
tímum. Þetta eru ekki lengur lög
sem einungis lifa í hugum fólks
•meðan það situr í rökkvuðum
bíósalnum, þetta eru lög sem lifa
sínu eigin lífi utan við hvíta
tjaldið. Þetta kemur vel í ljós ef
menn renna huganum yfir vinsæl
dægurlög þessa árs. Það heyrir til
undantekninga ef ekki eru 3-5
kvikmyndalög á hverjum vin-
sældalista.
Þarna er um að ræða samvinnu
kvikmyndagerðarmanna og tón-
listarmanna. Plata er gefin út og
nær vinsældum og síðan kemur
kvikmynd með þessum sömu
lögum. Músíkin auglýsir þannig
myndina og öfugt, og það sem
hinn óbreytti almúgamaður fær
er góð lög og vandaðar kvik-
myndir, þó að reyndar sé misjafn
sauður í mörgu fé.“
- Hvað ætlar þú svo að spila
fyrir hlustendur í dag?
„Þátturinn í dag verður helg-
aður jólamyndum kvikmynda-
húsanna og þar lúra nokkrir
þekktir smellir og aðrir sem ugg-
laust eiga eftir að njóta vinsælda.
Ef þú ert að fiska eftir einhverj-
um nöfnum þá get ég nefnt The
Neverending Story sem hlustend-
ur ættu nú að vera farnir að
þekkja, en sú mynd er einmitt
ein af jólamyndum Bíóhallarinn-
ar. Stjörnubíó er að sýna gaman-
myndina Ghostbusters, ert titillag
hennar hefur notið vinsælda
undanfarið. í mynd Háskólabíós
um Indiana Jones er ýmislegt
ágætt, ekki bara fyrir augað,
heldur fær eyrað þarna sinn
skammt. Nú svo kemur Laugar-
ásbíó væntanlega með rokkfanta-
síuna Streets of Fire og ég er illa
svikinn ef lögin úr þeirri mynd
komast ekki í loftið á þessum
klukkutíma mínum í dag.“
Mánudagur
17. desember
9.05 Bráðum koma blessuö jólin
„Pottasleikir i bæjarferð" eftir löunni
Steinsdóttur. Arnar Jónsson ies.
Árni Björnsson kemur í heimsókn.
Umsjón: Hildur Hermóðsdóttir.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.).
Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
. 11.30 Kotra Endurtekinn þáttur Sign-
ýjar Pálsdóttur frá kvöldinu áður.
(RÚVAK)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Jólalög
14.00 Á bókamarkaðinum Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýjum
bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
14.30 Miðdegistónleikar Itzhak
Perlman og André Prévin leika
„Ragtime“-lög eftir Scott Joplin.
14.45 Popphólfið - Sigurður Krist-
insson. (RÚVAK).
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar a. Píanó-
sónata op. 91 eftir Christian
Sinding. Kjell Bækkelund leikur. b.
Píanósónata nr. 23 í f-moll op. 57
eftir Ludwig van Beethoven. Vla-
dimir Horowitstj leikur.
17.10 Sfðdegisútvarp - Sigrún
Björnsdóttir, Sverrir Gauti Diego
og Einar Kristjánsson. - 18.00
Snerling. Umsjón: Gisli og Arnþór
Helgasynir. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.40 Um daginn og veginn Þor-
steinn Matthíasson talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. íslensk kven-
hetja - Stefanía Stefánsdóttir
Helga Einarsdóttir les frásögn eftir
Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá.
b. I berklaleiðangri á Sæbjörg-
inni fyrir 46 árum. Kristinn Agúst
Friðfinnsson spjallar viö Árna Jón
Jóhannsson fyrrum sjómann. c. I
jólaleyfi 1928 Rafnhildur Björk
Eiriksdóttir les frásögn eftir Sig-
valda Gunnlaugsson frá Skegg-
stöðum. Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
21.30 Útvarpssagan: Grettis saga
Óskar Halldórsson les (14).
22.00 íslensk tónlist Háskólakórinn
syngur lög eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson og Atla Heimi Sveinsson;
Hjálmar H. Ragnarsson stj.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Skyggnst um á skólahlaði
Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir.
23.00 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar fslands í Háskóla-
bíói 6. þ.m. (siðari hluti) Stjórn-
andi: Páll P. Pálsson. Einleikari:
Ásgeir Steingrímsson. a. Konsert
fyrir trompet og hljómsveit eftir
Alexander Arutjunjan. b. „Till Eul-'
enspiegel", tónaljóð op. 28 eftir
Richard Strauss. Kynnir: Jón Múli
Árnason.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
17. desember
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi Þorgeir Ástvaldsson
14:00-15:00 Ut um hvippinn og
hvappinn. Stjórnandi: Inger Anna
Aikman.
15:00-16:00 Jóreykur að vestan.
Stjórnandi: Einar Gunnar Einars-
son
16:00-17:00 Nálaraugað. Reggitón-
list. Stjórnandi: Jónatan Garðars-
son.
17:00-18:00 Taka tvö. Lög úr þekkt-
um kvikmyndum. Stjórnandi: Þor-
steinn G. Gunnarsson
Mánudagur
17. desember
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Tommi
og Jenni, Sögurnar hennar
Siggu, Bósi, Sigga og skessan,
brúðuleikrit eftir Herdísi Egilsdótt-
ur.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Meðferð handslökkvitækja
Fræðslumynd frá Brunamálastofn-
un ríkisins.
21.10 iþróttir Umsjónarmaður Ingólf-
ur Hannesson.
21.45 Colombe Gamanleikur eftir
franska höfundinn Jean Anouilh í'
uppfærslu sænska sjónvarpsins.
Leikstjóri BerntCallenbo. Aðalhlut-
verk: Margaretha Krook, Krister
Henriksson, Toma Pontén og Su-
sanne Reuter. Leikurinn gerist
meðal leikhússfólks um aldamótin
og bregður upp mynd af lifi þess
að tjaldabaki. Primadonnan Alex-
andra á tvo syni sem báöir koma
við söguna. Annar þeirra er kvadd-
ur i herinn og felur Alexöndru
forsjá Colombe, konu sinnar. Hún
fær smáhlutverk og kann vei
leikhúslífinu. Þýðandi Baldur Sig-
urðsson. (Nordvision - Sænska
sjónvarpið)
00.15 Fréttir í dagskrárlok.