NT - 17.12.1984, Blaðsíða 9

NT - 17.12.1984, Blaðsíða 9
Engin tæpitunga Sigurdur Thoruddsen Eins og gengur Endurminningar Mál og menning. ■ Sigurður Skúlason Thor- oddsen verkfræðingur fæddist á Bessastöðum 1902. Þegar hann var kominn nokkuð á áttræðisaldur hóf hann að skrifa minningar sínar. Og hér eru þær nú komnar á bók. Sigurður skrifar hispurslaust og vill kannast við staðreyndir. hann er t.d. ófeiminn að kann- ast við að það heyrði til í æsku hans að fólk hefði lús í höfði. Hann gerir sér ekki far um að fegra. Hann segir vel frá berskuár- um á Álftanesi og í Reykjavík og margt frá skólaárum í Reykjavík og Höfn. Hann mun jafnan segja eins og hon- um finnst og oftast græskulaus eins og hann segir um skáld- skap Jóns Helgasonar prófess- ors, oftast græslulaust. Hins vegar má reikna með því að ýmsum finnist að frænda sinna og feðra sé minnst örðuvísi en þeir vildu. Fólk er svo við- kvæmt fyrir umtali. Sigurður stiklar á stóru eftir að námsárum lýkur en þó kem- ur fram hve kunnáttu og vís- dómi verkfræðinga hefur fleygt ■ Gestur. íslenskur fróðleik- ur gamall og nýr. I. Gils Guðmundsson safnaði efninu. í eftirmála með Gesti þeim, sem hér heilsar lesendum í fyrsta skipti, segir Gils Guð- mundsson: „Riti því sem hér hefur göngu sína og hlotið hefur nafnið Gestur er ætlað að flytja þjóðlegan fróðleik, gamlan og nýjan, í víðtækustu merkingu. Leitast verður við að hafa efnið bæði fjölbreyti- legt og fróðlegt, eftir ýmsa höfunda og víðsvegar að af landinu. Árin 1964-1972 gaf Iðunn út þjóðfræðiritið Heimdraga, fjögur bindi alls, með sagna- þáttum og margvíslegum fróð- leik. Er Gesti ætlað svipað hlutverk.“ Víst má Gestur standa sig ef honum er ætlað að verða jafn- vinsæll og Heimdragi var á sínum tíma. Engu að síður mega aðstandendur vænta góðra undirtekta, svo vinsæll sem þjóðlegur fróðleikur livers konar hefur jafnan verið með fram. Ýmislegt var honum kennt í skóla sem lítt vár flíkað á námsárum eldri verkfræð- inga en þó er sem honum vaxi meir í augum það sem kennt var á efri árum hans umfram það sem honum var kennt. Það er pennaglöp þegar seg- ir að Sigurður ívarsson hafi ort undir nafninu Sigurður Z. Hann merkti skáldskap sinn aðeins Z en vegna kvæða hans í Speglinum og hversu þau voru merkt munu ýmsir hafa farið að kalla hann Sigurður Z í umtali. Sigurður segir nokkuð frá þingsetu sinni 1942-1946 en lítil stjórnmálasaga verður úr því. Finnst mér það slappasti kafli bókarinnar og styður þá skoðun að Sigurður hafi verið betur upplagður til annarra starfa. Þess skal svo getið að lokum að lesandi sem hefur ótrú á brennivíni og aldrei hefur öfundað fólk af áfengisneyslu en stundum aumkvað það hennar vegna fellir sig við lýsingar Sigurðar á þeim sam- kvæmum og mannfundum er á- fengi var á borðum. Þar mun rétt vera frá sagt og ekki reynt að fegra. H.Kr. Gestur íslenskum lesendum. Virðist og svo sem enginn hörgull sé á sífellt nýju efni til að birta í riti sem þessu, enda mun langt í land að þurrausinn sé sagna- brunnur íslendinga. Þetta fyrsta bindi Gests er sannarlega fjölbreytilegt að efni, frá ýmsum tímum og víða að. Mest ber að sönnu á þáttum frá 19. öld og hafa sumir þeirra allnokkuð heimildagildi, þótt flestir séu augljóslega valdir lesendum til fróðlegrar dægra- styttingar. Ekki er auðvelt að gera upp á milli þáttanna í bókinni, en undirritaður hafði þó einna mesta ánægju af að lesa endur- minningar Arna Thorsteinsson úr Bessastaðaskóla og minningar Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót um Þorstein Erlings- son. Þættirnir í bókinni eru mjög mislangir, eða frá fjórum til fimm blaðsíður og upp í tíu til tuttugu. Þeir eru allir vel og smekklega valdir og í bókarlok er kafli, sem ber heitið Smá- Mánudagur 17. desember 1984 9 Konurviljavera elskaðar og elskaðar meira ■ „Hvernig elska á konu“ er bók sem nýkomin er út hjá Frjálsu framtaki h.f. Má segja að þetta sé kennslubók fyrir karla um það hvað konum líkar best og verst í ástalífi með þeim. Höfundurinn, Michael Morgenstern, sem sagður er virtur lögfræðingur í Banda- ríkjunum, áttaði sig á því eftir áratuga reynslu, að sennilega hefði hann sjálfur sem og flest- ir karlar misskilið illilega öll þessi ár hvað konum geðjast að og geðjast ekki að í ástum. Tók hann sig því til og kannaði málið með viðtölum við fjöld- ann allan af konum í heima- landi sínu og skrifaði síðan bók um niðurstöðurnar sem selst hefur sem heitar lummur í Bandarfkjunum. Michael komst t.d. að því að það er alger misskilningur hjá körlum sem halda að stórt tippi og óhemju úthald sé ofarlega á vinsældalista meðal kvenna. Sömuleiðis að: „Ekkert ergir mig jafn mikið eða særir mig meira en karlmaður sem sofnar jafnskjótt og hann hefur lokið sér af“, eins og hann hefur orðrétt eftir einum viðmæl- enda sinna. Niðurstaðan er eiginlega sára einföld: Konur vilja vera elskaðar, elskaðar og elskaðar meira. H.H. Nei, ekkert slor ■ Rúnar Helgi Vignisson: Ekkert slor. Skáldsaga. Forlagið 1984. 112 bls. Skáidsagan „Ekkert slor“ gerist í Plássinu á ótilgreindu sumri, sem þó er ekki mjög langt undan. Sögusviðið, Plássið, gæti verið nánast hvaða sjávarþorp eða útgerð- arbær sem er á íslandi, utan Faxaflóasvæðisins. Söguefnið er í senn margslungið og ein- falt, daglegt líf fólksins í Plássi, og þó einkum og sér í lagi þeirra sem vinna í hraðfrysti- húsi staðarins, en það er kjarni alls atvinnulífs í Plássinu. í Fiskhúsinu h.f. vinnur fólk- ið langan vinnudag við að bjarga verðmætum þjóðarinn- ar, flestum hundleiðist, eink- um þó yngri kynslóðinni, en ■ Gils Guðmundsson munir og eru þar birtar nokkr- ar örstuttar sögur. Skrá um mannanöfn er aft- ast í bókinni, en allur frágang- ur ritsins er vandaður. Lofar þetta fyrsta bindi Gests sannar- lega góðu um framhaldið. Jón Þ. Þór. nokkrir af eldri kynslóðinni lifa og hrærast í útgerðinni og fiskvinnslunni, sumir þekkja jafnvel ekki annað en enda- laust strit. Á hátíðum og tylli- dögum fara menn í betri fötin, taka þátt í þeim hátíðahöldum, sem upp á er boðið, og sumir lenda í knalli um kvöldið, með misjöfnum árangri þó. Þetta er í stystu máli umgerð þessarar nýju skáldsögu. Hún gæti að sönnu átt við um ótal mörg sjávarpláss í íslandi og hvergi ícemur beinlínis fram að höfundur hafi einn stað í huga öðrum fremur, þótt málfarið bendi ótvírætt í ákveðinn landsfjórðung. Vísir menn hafa stundum sagt, að aldrei eigi að hrósa ungum höfundum fyrir þeirra fyrstu bækur. Upp úr því hafist ekki annað en það að þeir skrifi bara vondar bækur það sem eftir er, eða hætti jafnvel alveg að dýrka skáldgyðjuna. Víst mætti með smásmugulegri rýni finna nokkra formgalla á þessari skáldsögu, jafnvel stöku stílbrot, en þeir gallar eru hverfandi smáir í saman- burði við kostina. Höfundur þekkir greinilega vel til söguefnis síns og hefur á því góð tök. Málfar og samtöl eru afar eðlileg, þó eilítið glannaleg á köflum, og upp- byggingu sögunnar kann ég vel að meta. Sögupersónurnar og allt umhverfi þeirra er einkar eðlilegt í augum þess, sem eitthvað örlítið þekkir til í sjávarplássum úti á lands- byggðinni, þótt ekki verði því neitað, að sumar persónurnar eru svolítið ýktar. Er það ef til vill viljandi gert. Skáldsögur um daglegt líf íslensks fiskverkafólks nú á dögum eru næsta sjaldgæfar og af þeim fáu, sem ég hef séð á undanförnum árum, þykir mér þessi bera af. Hér er sýnilega á ferðinni höfundur, sem vert er að veita fulla athygli í framtíð- inni. Bókin er unnin í Prentstof- unni ísrún á ísafirði og er allur frágangur hennar með ágæt- um. Jón Þ. Þór. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og felagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastj.: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300. ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild b’T. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Vegleg afmælisgjöf ■ Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförn- um árum um mengun á íslandi og víða verið tekið tillit til þeirrar umræðu og endurbætur gerðar. Þrátt fyrir það bendir margt til þess að mengunin fari stöðugt vaxandi og má í því sambandi nefna strandlengjuna á höfuðborgar- svæðinu sem nú er orðin mjög illa útlítandi. Eina sjóbaðsaðstaða borgarbúa, Nauthólsvíkin, hef- ur verið lokuð um árabil vegna mengunar og fólk hefur verið varað við því að fara með börn í leikja- eða skoðunarferðir í fjörur borgarlands- ins. Einn helsti mengunarvaldurinn í fjörunum er skólpið. í heilbrigðisreglugerð, sem sett var fyrir allt landið árið 1972, segir að skólp skuli leitt út fyrir stórstraumsfjöruborð. í höfuðborginni ná skólpleiðslurnar í fæstum tilfellum svo langt þannig að þar er því greinilega um hreint og klárt lögbrot að ræða. Að undanförnu hefur verið fjallað ítarlega um þessi mál í NT. Eftir að hafa kynnt sér vel þá gífurlegu mengun, sem blasir alls staðar við í fjörum borgarlandsins, sér blaðið ekki annan möguleika en að krefjast opinberrar rannsóknar á þessum gífurlega mikilvæga máli, eins og fram kom í helgarblaði NT. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, að þessi mengun setur ekki aðeins ljótan svip á fjörur borgarinnar, heldur er hún einnig upp- spretta sjúkdóma og margvíslegra kvilla, sem hrjá borgarbúa. Þannig hafa rannsóknir Líf- fræðistofnunar Háskóla íslands leitt í ljós, að mengun af völdum salmonellasýkla er mikil og samfelld á ákveðnum svæðum við strendur borgarinnar. Fjölmargar tegundir sýkla fundust í rannsókninni og höfðu sumar þeirra aldrei verið greindar hér áður. Mengunin getur borist yfir stór svæði borgar- innar þegar vindur stendur af sjó og því sjávarúði í kjölfarið. Þessi úði er talinn vera beinlínis skaðlegur heilsu manna. í gegnum árin hafa fjöldamargar áætlanir verið gerðar til að leysa þetta vandamál. Örlög þeirra hafa nær undantekningarlaust verið aðgerðaleysi, þar sem fjármagn til slíkra aðgerða hefur verið skorið niður. Það er ljóst, að fallegir grasbalar, skólabygg- ingar og dagheimili eru ofar á vinsældarlista stjórnmálamanna en kostnaðarsamar mengun- arvarnir. Ævinlega virðast vera til peningar til að framkvæma það, sem efst er á vinsældarlistan- um, en fjármagnsleysi borið við þegar ræða á mengunarmál. Það væri virðingarvert framtak hjá borgarfull- trúum og borgaryfirvöldum að gefa borgarbúum þá glæsilegu afmælisgjöf á 200 ára afmælinu eftir rúmt ár, að ganga sómasamlega frá þessu mikilvæga máli. Þannig gætu borgarbúar farið að njóta þess ævintýraheims sem fjaran er og það án þess að þurfa að óttast heilsuspillandi sýkla skólpsins við húsdyr okkar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.